Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1983, Side 18
18
DV. FÖSTUDAGUR16. DESEMBER1983.
GOTT TILBOÐ
KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2. s. 86511
:y
GOTT TILBOÐ:
Tilboö, jólarjúpan,
'’hamflett, 135 kr. stk.
Tilboð, aligrágæs, 255
kr. kg.
Tilboð, svínalæri, ný
útbeinuð, 245 kr. kg.
Mandarínur, 10 kg
kassi, kr. 300.
Appelsínukassi, 16
kg( kr. 590.
Eplakassi, 21 kg
USA, kr. 864.
GOn TILBOÐ:
Tilboð, MS skafís, 2
lítrar, 107 kr. dósin.
Tilboð, MS ísblóm, (4 ís-
dósir), 41,75 kr. pk.
15% afsláttur af 1 lítra
tab, fanta, sprite, freska,
kr. 31,40.
M
I
ORA grænar baunir,
1/2 dós, kr. 17,90.
Svali, 18 pk., aðeins
kr. 93.
Nýja kjötið.
Hangilæri, útbein
uð, kr. 228.
Hangiframpartar
kr. 148.
Þetta er bara
smá skoðanakönnun
Allir piparsveinar ættu að vera með
Krossið við það rétta:
Nei Já Oft langar mig tii þess að komast í
kynni við stúlku, en ég kem mér bara
□ □ ekki að því. Veit ekki hvað á að segja
né gera.
□ □ Eg fleygi þúsundum króna í ytri fjár-
festingar á sjálfum mér þ.e. klæðnað
o.s.frv. án þess að ég sé ánægður með
árangurinn í kvennamálum.
□ □ Ég hef sjaldan eða aldrei byrjað að
rabba við ókunnuga stúlku að fyrra
bragði, hvort sem það er í strætóskýli,
í kirkju eða annars staðar.
□ □ I skóla eða á vinnustað er kvenfólk
sem mig langar til að fara út að borða
með og margt fleira. Ég kem mér
bara ekki að því að bjóða þeim.
Ef þú hefur svarað öllum þessum spurningum
neitandi þá skaltu bara sleppa því að glugga í Enn
er von — handbók piparsveinsins. Ef ekki. þá
tryggðu þér eintak í tíma..
ENN ER VON
- handbók
piparsveinsins
¥
FJOLSYN
ATHUGIÐ: EKKIÆTLAÐ GIFTUM MÖNNUM.
Menning Menning Menning
Fjórtán ára á föstu
Fjórtán... bráðum fimmtán.
Höfundur: Andrés Indriflason.
Myndir: Anna Cynthia Leplar.
Útgefandi: Mál og menning.
Fjórtán... bráöum fimmtán ersjálf-
stætt framhald af bók Andrésar í
fyrra, Viltu byrja meö mér. Elías,
söguhetjan, er oröinn ári eldri og aö
sama skapi þroskaðri og áfram eru
ástamálin í brennidepli.
Þessi saga gerist aö sumri til. Elías
er í byggingarvinnu ásamt Smára, vini
sínum. Ahugamál þeirra fara ekki
lengur saman. Smári er á kafi í flug-
módelum og bíladeliu en Elías er aftur
á móti upptekinn af sjálfum sér og ást-
inni sinni, henni Evu hlaupaspíru. Eva
á heima á Akranesi en kemur oft í bæ-
inn til að keppa og dvelja hjá vinkonu
sinni sem er nágranni Lása, bróöur
Elíasar. Þama kynnist Elias henni og
smám saman verður samband þeirra
nánara. Ýmislegt drífur á daga Elías-
ar en þungamiöja sögunnar er sam-
band hans og Evu ,þaðmikilvægasam-
band dregur verulega úr því áfalli sem
hann veröur fyrir þetta sumar þegar
hann missir náinn ástvin.
Sagan byrjar 11. júní og skilið er
við Elías eftir viöburðaríka verslunar-
mannahelgi og er hver kafli dagsettur.
Stundum er sagan sögð í þriöju per-
sónu og stundum af Elíasi sjálfum.
Þetta finnst mér ofurh'till galli á frá-
sögninni. Bæöi gætir þama misræmis
viö söguna frá í fyrra sem öll er sögö í
þriðju persónu og svo verður frásögnin
Bókmepntir
Hildur Hermóðsdóttir
ekki eins heilsteypt. Að vísu kemst
höfundurinn nær persónunni meö því-
aö láta hana tala sjálfa og kannski er
Andrés meö þessu aö túlka vaxandi
sjálfstæöi Eliasar — spennandi aö sjá
framhaldiö, því aö auðvitaö væntum
viö þriöju bókarinnar um þessa ágætu
persónu. En oft trufla þessi skipti les-
andann þegar þau koma allt í einu inni
í miðjum kafla, dæmi af bls. 44—45:
„Þaö var einmitt vegna vináttu-
tengslanna viö Smára að hann fékk
sumarvinnuna, byggingarvinnu úti á
Nesi.” Sex línuin seinna:
,,Eg var heppinn aö fá þessa vinnu.
Ég veit um marga á mínum aldri sem
hafa ekki fengið neitt aö gera.” Síöan
hefst þriöju-persónu-frásögn stuttu
síöar þar sem enn er fjallað um hugs-
anir Elíasar.
Stíllinn á þessari sögu er svolitiö
ööruvísi en á sögunni í fyrra, aö sumu
leyti léttari og meira leitað eftir
fyndni.
Andrés fer ekki djúpt í lýsingum sín-
um hvorki á ástarsambandinu né ná-
víginu viö dauöann. En hann gefur
samt býsna heila og góöa mynd af per-
sónum sínum, sérstaklega Elíasi. Viö
vitum hvernig honum líöur þó aö því sé
ekki lýst nákvæmlega.
Fjórtán ... bráðum fimmtán er
skemmtileg unglingabók. Höfundur
nær fram þaö mikilli spennu að lesand-
inn leggur hana ógjaman frá sér. Hún
er skrifuð í léttum dúr og gerist í um-
hverfi og veruleika sem viö þekkjum
og þó aö „unglingavandamáliö” sé
víös fjarri þessari sögu þá eru þaö
býsna eðlilegir unglingar sem eru hér
á feröinni. Unghngar sem Andrés skil-
ur greinilega vel.
Bókin er vel frágengin og útlitsgóö
eins og f yrri bókin um Elías.
HH
Löggan í átökum
við borgarana
Maj Sjöwall, Per Wahlöö: Lögreglumorð.
Bókin heitir ó frummáli „Polismördaren”.
Þýflandi: Ólafur Jónsson.
Mál og menning 1983,241 bls.
Langstærsti hluti þeirra þýddu
skáldrita sem út koma á íslensku eru
afþreyingarrit. I útliti og prentun er
engu minna vandaö til þessara bóka en
annarra, en engu aö síöur þykja þær
annars flokks bókmennir og „ófínn”
skáldskapur. En lesendur þessara
ófínu bóka eru geysilega margir, því
þaö er ekki aðeins að mikinn fjölda
bóka megi ár hvert flokka meö afþrey-
ingarritum, heldur er upplag þeirra
oftast nær mun stærra en „fagurbók-
mennta” svokahaöra. Vinsældir
Ahstairs MacLeans er frægasta dæmið
um viðurkenningu almennings á þess-
arai bókmenntagrein.
Hjónin Maj SjöwaU og Per Wahlöö
voru meðal fyrstu rithöfunda sem
komu auga á að lesendur afþreyingar-
bóka væru stór hópur sem vert væri aö
koma skUaboðum til. Eina sem tii
þurfti var að pakka vörunni inn í um-
búöir reyfarans og þá mætti koma
ýmsum boðskap tU þessara lesenda,
svona innaní og utaná atburðarásinni,
án þess aö spiUa spennunni aö nokkru
marki. Þessi áform urðu yfirlýst
stefna hjónanna í glæpasagnaritun.
Og ekki ber á öðru en þau hafi fylgt
áætlun sinni eftir af samviskusemi og
þó nokkurri sniUd og náö því aö skrifa
reyfara sem almennt eru taldir
„góöir”. Aö minnsta kosti hefur ekki
nokkur maöur sem ég hef spurt veriö
feiminn við að segjast hafa lesiö eitt og
annað eftir Sjöwall og Wahlöö. Hins
vegar get ég enn taiið á fingrum ann-
arrar handar þá sem viöurkenna aö
hafa gluggaö í Ahstair MacLean, hvaö
þá lesiö fleiri en eina bók eftir hann.
Persónur með
einstaklingseinkenni
Sannir andstæðingar „vondra”
reyfara segja þá illa samda og stíl og
málfar vont. Persónurnar séu tómar
týpur og atburöarásin álíka flókin og
frumleg og gömul taökvörn. Enginn af
þessum herfUegu ókostum ritverks
verður hermdur upp á Lögreglumorð
og þarna skilur víst á mUli feigs reyf-
ara og ófeigs. Sagan er listilega saman
sett úr tveim meginmálum, moröi á
fráskilinni gengUbeinu og skotbardaga
lögreglunnar viö tvo unghngsstráka.
TU sögunnar koma persónur sem
hafa skýr einstaklingseinkenni eins
og gengUbeinan smámunasama,
drykkjusvolinn sem hún var gift,
ósjálfstæöi glæpaunglingurinn,
óheppni bófinn sem aUtaf næst og geö-
veiki fiskimaðurinn. Og svo aUar lögg-
urnar. Fremstur í flokki þeirra er
Martin Beck sem er hetja af því aö
hann er betri starfskraftur en obbinn
af félögum hans. Hann er á hinn bóginn
einnig andhetja, heldur dauflegur
persónuleiki, á að baki misheppnað
hjónaband og gengur um í snjáöum
gaUabuxum og krumpuöum jakka.
Martin Beck er langur og mjór og í
samræmi við það er KoUberg, besti
samstarfsmaður hans, feitur, síétandi
glaðsinna náungi. Hann býr meö góðri
konu sem er jafnvel faUegri en upp-
áhalds-kvUanyndastjarnan hans.
Vondar löggur og góðar
Afganginum af löggunum má skipta
í fjóra flokka; montnir kjánar sem
Bókmenntir
Solveig K. Jónsdóttir
vUja pota sér áfram innan lögreglunn-
ar, nokkrir vænir kallar sem alltaf
standa í stykkinu, letiblóð og heiglar
og loks vondu fantarnir sem sparka í
punginn á mönnum viö handtökur, láta
lögregluhunda bíta konur oftar en þörf
krefur og hlýða engum reglum sem
sænsku lögreglunni eru setttar um
meðferö skotvopna.
Og SjöwaU og Wahlöö tekst aö fá
lesandann til aö vorkenna bæöi
löggunni og bófunum. Lesandinn
stendur alian tímann þétt aö baki
Becks og KoUbergs vinar hans og veit
aö þeim mönnum má treysta þó sá
síöarnefndi hafi óvart skotiö félaga
sinn og handleggsbrotiö mann af
handvömm viö yfirheyrslu. En báöir
hafa samvisku og sjá eftir mistökun-
um og ég er ekki frá því aö sumir karl-
kynslesendur gætu samsamaö sig
þessum ágætu laganna vöröum.
Bófunum er vorkunn því löggan er
fantaleg við þá og þjóðfélagið gefur
skít í vandamál þeirra. LitU glæpa-
unglingurinn í Lögreglumorði á til
dæmis hrútleiöinlega foreldra sem
flytjast út á land og skilja drenginn eft-
ir í Stokkhólmi, sitja löngum stundum
viö litsjónvarp, kjósa kratana og
kaupa sér Volvó með afborgunum.
Með því aö draga upp raunsanna
þjóöfélagsmynd foröast Sjöwall og
Wahlöö þá gryfju sem reyfarahöfund-
um er gjarnan brigslaö um aö falla í;
aö efla meö lesandanum lífsflótta,
falsa verömætamat hans, villa honum
sýn á eigin vandamál og svala ósk-
hyggju hans. Svo aö óskhyggja og lífs-
flótti hlaupi ekki meö menn í gönur eru
til dæmis allar bifreiöar í Lögreglu-
morði óttalegar druslur aö tveim
undanskildum, en þær veröa aö vera
nokkuð góöar til aö hægt sé að setja á
sviö ógurlegan hraðaakstur læknis og
lögreglu um Stokkhólm. Hinir
endingargóðu Volvóar og Saabar eru
eins og brak viö hliðina á James Bond
bílunum í „vondu” reyfurunum.
Afþreyingarsaga
af bestu gerð
Martin Beck lendir aldrei í neinum
háska í Lögreglumorði, en engu aö
síöur er sagan alveg firnaspennandi
sakir flókinnar morögátu og eltinga-
leikja lögreglu og illþýöis. Söguþráður-
inn snýst um ósköp hversdagslegt fólk,
en engu aö síður er hann ævintýralegur
fyrir allan þorra lesenda. I augum
langflestra eru morð og glæpir nefni-
lega, sem betur fer, ekki annaö en frá-
sagnir lögreglufréttamanna og and-
svör lögreglunnar sem engan mann
hafa nefbrotið. Lögreglumorð er sem
sagt afþreyingarsaga eins og þær ger-
ast bestar.
Þýöing Ölafs Jónssonar á
Lögreglumorði er prýðilega lipur og
málfar persónanna sannfærandi.
Prófarkalestur er með ágætum þó vill-
ur megi finna og frágangur prent-
smiðjunnar sýnist góður. Bókin er eins
og aörar af hennar tagi með allveg-
legri gyllingu á kili en hana hefði mátt
spara nokkuð því á eintakinu sem ég
hef undir höndum er vart unnt aö
greina stafaskil í nöfnum höfunda.
Káputeikningin er eins og vera ber á af-
þreyingarsögu, gefur margt til kynna
um spennu innihaldsins, enda eftir
Hilmar Þ. Helgason, þekktan mann á
þessu sviði.
-SKJ.