Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1983, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1983, Side 22
30 DV. FÖSTUDAGUR16. DESEMBER1983. o Hinar eftirsóttu hátísku háls- festar frá Danmörku Íslandi. loksins á Takmarkaðar birgðir. Ómissandi við vetrartisk- una. Tilvalin jólagjöf fyrir pjatt- rófur á öllum aldri. Verð aðeins kr. 265,- ÞETTA ER GJÖFIIVI. ÓMISSANDI Á JÓLUNUM. Hnetuskálar, hnetubrjótar og kertahlífar. FYRIR JÓLAUNDIRBÚNINGINN. Kleinujárn og kökukefli. Sérvíettuhringir, korktrekkjarar og eggjabikarar. GOTT VERÐ. O KERTI, KERTI, KERTI, vönduð handsteypt kerti. Hvergi fallegra úrval. Úti- kertin sívinsælu vænt- anleg um helgina. GJÖFIN FYRIR STRÁKANA OG STELPURNAR er pappírskarfa frá G JAFAHÚSINU Sendum í póstkröfu um land allt. Munið 10% afsláttarkortin. Gjafahúsid, Skólavörðustíg 8, sími 18525, og Laugavegi 11. Nýjar bækur Nýjar bækur Lending á Jörðn ekkl Hojrið mttö pttfa Átta bækur um ævintýri Smára Bókaútgáfan Vaka hefur gefiö út fyrstu átta bækurnar í nýjum bóka- flokki fyrir börn, Smárabækumar. Bækurnar eru upprunnar í Bret- landi, sögumar eftir Denis Bond og myndimar eftir Ken Morton, en bama- bókahöfundurinn vinsæli, Guöni Kol- beinsson, hefur þýtt bækurnar á íslensku og gefið söguhetjunum stór- skemmtileg íslensk nöfn. Smári er ekki nema einn sentímetri á hæð. Hann er frá plánetu sem heitir Krílus. Dag nokkum bilaöi geimfarið hans og hann hraktist til jarðarinnar og lenti þar i stórum garði, fullum af illgresi. Smári vingaðist brátt við skor- dýrin, sem áttu heima í garðinum og ákvaö að dvelja hjá þeim um tíma. Þannig er Smári geimstrákur kynntur í Smárabókunum nýju frá Vöku en sögumar eru síöan um ævintýri hans hér á jörðinni með vinum sínum, flugum og öörum skemmtilegum smá- dýmm í garðinum sem áður var nefndur. Þær átta Smárabækur sem nú eru komnar út hjá Vöku heita: Lending á jörðu, Blómasafi Borghildar, Gefumst ekki upp, Flogið milli garða, Draugur í salatinu, Viltu verða poppstjama? Góðir grannar og Allt orðið í rusli. Smárabækuraar eru um 30 síður aö stærð, litmyndir á hverri síðu þeirra og bækurnar innbundnar, en kosta aðeins 89 krónur í bókabúðum. Setning og filmuvinnsla fór fram hjá Prentrún hf. en bækumar voru prentaðár í Bret- landi. Finnur Jónsson Almenna bókafélagið hefur gefiö út listaverkabók um Flnn Jónsson listmálara. Myndaval og útgáfu hef- ur annast Frank Ponzi listfræðingur, og hann skrifar einnig ritgerð sem nefnist Listamaður á undan sinni samtíð og er rækileg úttekt á list Finns Jónssonar. Indriði G. Þor- steinsson skrifar um ævi Finns og styðst þar við frásögn listamannsins. Prentsmiðjan Oddi hefur annast setn- ingu, prentun og band bókarinnar, auðsjáanlega með miklum ágætum. Finnur Jónsson er nú níutíu og eins árs og er því mál til komið að út komi bók um hann. Listferill hans er sér- kennilegur. Hann er fyrsti framúr- stefnumálarinn á Islandi, en framúr- stefnulist hans var ekki vel tekið hér heima þegar hann sýndi hana hér 1925. Samtímis því sýndi hann átta framúrstefnumyndir í Sturm-salnum í Berlín á samsýningu meö Kandinsky og Paul Klee o.fl. sem taldir em upp- hafsmenn nútímalistar. Vöktu mynd- ir hans þar mikla athygli og var skrifað um hann af frægum listfræð- ingum í Þýskalandi, Frakklandi og víðar. En það var aldrei kunnugt hér heima og meginhluti þessara mynda glataðist, hafa sennilega lent í mál- verkabrennum Hitlers. Tvær þessara mynda björguðust þó til Ameríku og em þar i listasafni Yaleháskóla og vel þekktar af listunnendum þar því aö þær em sífellt á farandsýningum víðsvegar um Bandarikin. Annars var Finnur Jónsson alltaf mikils metinn málari hér á Islandi, en ekki fyrir framúrstefnulist sína, heldur landslagsmálverk sem hann málaði mikið af á tímabilinu 1930— 1960. Nú er Finnur Jónsson viður- kenndur jafnt hér á Islandi sem í út- löndum sem einn í hópi merkustu framúrstefnumanna álfunnar á fyrri hluta aldarinnar. Um þennan sérkennilega listaferil fræðumst við rækilega með myndum hinnar nýju bókar sem og í ritgerðum þeirra Franks Ponzi og Indriða G. Þor- steinssonar. Nærmyndir Fimmtán þjóðkunnir samtíðarmenn undir smásjá Bókaútgáfan Vaka hefur gefið út bókina Nærmyndir, með undirtitlinum „Fimmtán þjóökunnir samtiðarmenn undir smásjá”. Það eru átta núverandi og fyrrver- andi blaöamenn Helgarpóstsins sem tekið hafa saman þetta óvenjulega bókarefni. Nærmyndirnar voru upphaflega unnar til birtingar í Helgarpóstinum, en hafa nú verið endurskoöaðar. Er til dæmis Stein- grímur Hermannsson snarráöur og harðfylginn eða fljótfær yfirborðsmað- ur? Er Halldór Laxness smámuna- samur uppskafningur eöa ljúfur og hlýr og góður sveitungi? Er Davíö Oddsson ófyrirleitinn og montinn hrokagikkur eöa stórgáfaður húmor- isti? Er Hjörleifur Guttormsson rétt- nefndur konungur möppudýranna eða aðeins nákvæmur og samviskusamur maður? Er Sverrir Hermannsson spilltur fyrirgreiðslukall eða röggsam- ur ljúflingur? Er Olafur Jóhannesson þrárri en sjálfur andskotinn? Er Hrafn Gunnlaugsson ósmekklegur montrass eða sérstæður listamaður? Er Ragn- hildur Helgadóttir yfirborðakona í ís- lenskum stjórnmálum eða líkamning- uríhalds af versta tagi? Auk þeirra samtíðarmanna okkar sem hér hafa verið nefndir eru eftir- taldir skoðaðir í Nærmyndum: Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, Pálmi Jónsson, kaupmaöur í Hagkaupum, Pétur Sigurgeirsson, biskup Islands, Bryndís Schram ritstjóri, Jóhannes Nordal seðlabankastjóri, Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari og Sigriður Dúna Kristmundsdóttir al- þingismaður. Bókin Nærmyndir er rúmlega 180 síður, með myndum af þeim sem um er fjallað. 011 prentvinnsla hennar fór fram í Prentstofu G. Benediktssonar en bókin er bundin hjá Bókfelli hf. Næsta kynslóð eftir Howard Fast Ægisútgáfan/Bókhlaðan hefur gefið út Næsta kynslóö eftir Howard Fast, en hún er framhald Innflytjendanna er kom út á síöasta ári. Þar kynntust lesendur baráttu ítölsku inn- flytjendanna, Lavette fjölskyldunni og afkomendum hennar. önnur kynslóð innflytjendanna fjallar um dótturina Barböm og líf hennar, sem blandast þeim atburðum er geröust i upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar, nasistar vaða yfir Evrópu, Japanir ráðast á Pearl Harbour. Barbara er eirðarlaus, að mörgu lík föður sínum, í leit aö sjálfri sér fer hún til Evrópu og lendir þar í ástarsambandi sem hefur afdrifaríkar afleiðingar. Þessi bók er ekki síðri en sú fyrri enda báðar metsölubækur um allan heim. Þær em skrifaðar fyrir nútímafólk um atburði er gerðust á afdrifaríkum tímum. Þýöandi bókarinnar er Asgeir Ingólfsson. Setning og prentun: Prentsmiðja Áma Valdimarssonar. Bókband örkin. Næsta kynslóð er 476 bls. INNFLYTJENDANNA Á tímum friðar og ófriðar 1924-1945 heimildaljósmyndir Skafta Guðjónssonar Ot er komin hjá bókaútgáfunni Hag- allglæsileg Ijósmyndabók með heim- ildaljósmyndum Skafta Guðjónssonar frá ámnum 1924—45. Nefnist hún Á tímum friðar og ófriðar 1924—1945 og eru í henni hátt í 200 gamlar ljósmynd- ir. Formáli og ítarlegir myndatextar eru eftir Guðjón Friðriksson blaða- mann en Hafsteinn Guðmundsson sá um útlit bókarinnar. Howard Fas t NÆSTA KYNSLÓÐ MImum friðaf 3G0FRIÐAR1924 -1945 Skafti Guðjónsson (1902—1971) var bókbindari að mennt og starfi en byr jaði snemma að taka ljósmyndir af merkum atburðum og bæjarbragnum í Reykjavík og víðar. Oft á tíðum starf- aði hann eins og þaulvanur blaða- ljósmyndari og er því safn hans ákaflega merkilegar heimildir um tímabilið 1924—1945. I bókinni birtist úrval úr myndum Skafta frá þessu timabili og er hún skemmtileg upprif jun fyrir þá sem muna þessi ár og fróðleg fyrir þá sem yngri eru. Bókin er 128 blaðsíður, prentuð á góöan pappír. Filmugerð og prentun annaðist Kassagerð Reykjavíkur, setningu og bókband Prentsmiðjan Hólar en Ámý Herbertsdóttir ljósmyndavinnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.