Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Side 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER1983. „ÍSLENDINGURINN í MÉR ER STERKARI” — segirPercy Stefánsson, forstöðumaður Byggingasjóðs verkamanna Percy Stefánsson heitir nýr for- manna. Hann tók viöstarfinu þann 19. stööumaður Byggingasjóðs verka- október síöastliöinn. Starf forstöðumanns Byggingasjóðs verkamanna er mikið starf, segir Percy Stefánsson. DV-mynd EÓ. „Forstööumaöurinn hefur yfir- umsjón meö Byggingasjóðnum, áætl- anagerð og fleiru. Þá hefur hann sam- band viö sveitarstjórnir og stjóm Verkamannabústaöa,” sagöi Perey þegar hann var spuröur um hlutverk forstööumannsins. Hann sagöi aö þetta væri mikið starf því aö ásókn í verkamannabústaöi væri alltaf aö aukast og ætti eftir aö aukast enn um allt land. — Eru einhverjar nýjungar á döfinni hjá Byggingasjóði verka- manna? „I nýja frumvarpinu um húsnæðis- málalög er gert ráð fyrir aö bygginga- samvinnufélög, eins og Búseti fái fyrir- greiöslu úr sjóönum. Annaö er þaö ekki.” Percy kemur ekki um langan veg í starf forstöðumannsins því aö áður starfaði hann á tæknideild Húsnæöis- stofnunar ríkisins en Byggingasjóöur verkamanna heyrir undir þá stofnun. Ekki sagðist hann vilja gera upp á milli starfanna. „Það er varla hægt. Ljósi punkturinn er dagleg samskipti viö fólk,”sagöihann. Percy stundaði nám í tæknifræöi í Stokkhólmi og lauk prófi 1978 eftir f jög- urra ára skólavist. Hann hefur þó búiö í Svíþjóö í alls 17 ár enda hálf sænskur. Hann var sex ár í barnaskóla þar ytra, kom hingað í gagnfræöaskóla en fór svo aftur út til Svíþjóðar. — Hvort kanntu betur viö þig á Islandi eöa í Svíþjóö? „Ég get ekki gert upp á milli land- anna. Eg er mikill Svíi en um leiö er ég mikill Islendingur. ” — Þú ætlar ekki aö flytja aftur út til Svíþjóðar? „Ég hef aldrei hætt alveg viö þaö. Eg gæti vel hugsað mér að búa þar nokkur ár í viöbót. En Islendingurinn í mér er kannski aðeins sterkari. Þaö er auðveldara aö lifa hér,” sagöi Percy Stefánsson. -GB. SKYNDIHAPPDRÆTTI UMFERDARRAÐS Síöastliöinn laugardag stóö Um- feröarráö fyrir skyndihappdrætti. Dreift var um 3000 happdrættismiðum til þeirra farþega í bílum sem nota bíl- belti. Dregiö var samdægurs og fór drátturinn fram í þættinum Jólagleöi á Rás 2 sem Ragnheiöur Davíösdóttir og Helgi Már Baröason sjá um. 10 vinn- ingar voru í boði og sáu forráðamenn Umferöarráös um aö draga, þeir Oli H. Þórðarson og Tryggvi Jakobsson. Vinningsnúmer voru þessi: 1. 45568, 2. 45580 , 3. 11127 , 4. 47637 , 5. 11123 , 6. 2367,7.6089,8.2370,9. 11198, 10.6945. Þeir sem eiga einhverja þessara miöa geta vitjaö vinninganna til Umferðarráös aö Lindargötu 46. 1. vinningur var veglegt jólatré, 2. vinn- ingur eplakassi og mandarínukassi, 3. var úttekt á höggdeyfum, 4., 5. og 6. bílapakki til umferöaröryggis 7. ,8. og 9. slökkvitæki í bíl og skyndihjálpar- púöi og 10. vinningur var rafgeymir. Tilgangur þessa happdrættis var aö sjálfsögöu að vekja athygli á notkun öryggisbelta og um þessar mundir stendur Umferðarráð fyrir víötækri kynningu á þeim. -APH Hér er veriö að draga vinningana. Á myndinni eru t.h. Helgi Már Barðason og Ragnheiður Davíðsdóttir, stjórn- endur þáttarins Jólagleði, ásamt Óla H. Þórðarsyni og Tryggva Jakobssyni frá Umferðarráði. DV-mynd S. Patreksfjörður: Hátíð- legað- ventu- kvöld Frá Elínu Oddsdóttur, frétta- ritara DV á Patreksfirði. Þaö var hátíölegt kvöld í Patrekskirkju þann 18. des- ember. Kirkjugestum var boöið upp á kórsöng, hornablástur og helgileik. Aöventukórinn söng sálma, lúðrasveit Tónskólans lék og börn úr 2. og 3. bekk grunn- skólans léku helgileik. Þaö var gaman að sjá kórinn. Hann var skipaður fólki á öllum aldri, frá 9—10 ára upp í fólk á áttræðisaldri. „Þaö er ekki kyn- slóðabil í þessum kór,” sagöi séra Þórarinn Þór er hann hélt ávarp. Lúðrasveitin er skipuö börnum frá 6—7 ára aldri og er gaman aö sjá börn leika á hljóöfæri sem eru jafnstór þeim sjálfum. Stjórnandi er övind Solbakk, skólastjóri Tónskólans. Hann kom hingaö fyrir rúmu ári og það er undur hvað honum hefur oröiö ágengt. Viö höfum aldrei haft lúðrasveit fyrr en nú. Einnig hefur övind Solbakk æft bland- aöan kór undanfariö. Uppistaöan í þeim kór er kirkjukór Patreks- kirkju. Börnin léku fæöingu frelsarans undir stjórn Valdísar Guðjóns- dóttur kennara. Að lokum sungu allir Heims um ból um leið og þeir kveiktu friðarljós. Þetta var mjög hátíðleg og góð tilbreyting frá hinum veraldlega undirbúningi jólanna. Hátíöin var haldin bæði um miðjan dag og um kvöldið og var kirkjan full í bæöi skiptin. Allir þeir sem undirbjuggu hátíðina eiga þakkir skildar. Jólasveinar heimsóttu Pat- reksfjörð á sunnudag meö ærslum og látum eins og þeirra er von og vísa. Þeir sögöust koma aftur í heimsókn á Þorláksmessu meö eitthvað í pokahominu. j dag mælir Dagfari________°_____I dag mælir Dagfari____________Í dag mælir Pagfari Nektin sannar framsóknarmennskuna Oft hafa menn velt því fyrir sér hvers vegna konur fá sjaldan eða aldrei aðgang að þingflokki fram- sóknarmanna. Þar er að finna marg- an valinkunnan gáfumanninn, stór- menni og sauðabændur og afkom- endur framsóknarleiðtoga í marga ættliði. En enginn er þar konan, og það jafnvel þótt þær hafi ekki síður fengiö framsóknarmennsku í arf og þótt litlir ættlerar. Þá sjaldan það sést til kvenna í röðum þessa eðalboraa stjórnmála- flokks er það helst í tylliboðum og þingveislum, vel klæddar og mein- lausar frúr. Þar eru mættar eigin-| konur þingflokksins og óhætt er að segja að samþingsmenn þeirra framsóknarmanna varpi öndinni léttar við þau tækifæri því þar með er ljóst, að framsóknarmenn vita alténd hvernig konur líta út. Nú hefur það gerst sem menn ótt- uðust að framsóknarmenn hafa sin-. ar skýringar á kvenmannsleysinu í þingflokknum. Eitt gáfumenna flokksins, Stefán Valgeirsson að nafni, kunnur maður í landinu, fyrst sem vörubílstjóri á Keflavíkurflug- velli, síðar bóndi í Eyjafirði, og nú síðustu árin sem snjall sláttumaður í bönkum og bankaráðum, hefur upplýst þjóðina um þá meginkröfu sem gera verður til hvers þess sem telst góður og gildur framsóknar- maður. Stefén segir í viðtali við Morgun- blaðið nýlega, að „ekki sé nóg að vera framsóknarmaður yst klæða”. Þarna kom það, þarna er loks leyndarmálið, dómurinn uppiýstur. Klæðin segja ekki allt, flokks- skirteinið er ekki nóg. Hver og einn sem vill komast í úrvalssveit hjá Framsókn og vill komast á þing eða meiriháttar bitlinga, bankastjóra- stöður eða þess konar gæðaflokk, verður að gjöra svo vel að afklæðast ystu klæðum og helst öllu. Þá fyrst kemur í ljós hvers virði hann er flokknum. Nú er ekki að efa að alllr þeir sem skipa þingsæti fyrir Framsókn hafa uppfyllt þessa kröfu. Þeir hafa berháttað fyrir framan formanninn og sannað með nekt sinni, holdi og blóði, að þeb- séu framsóknarmenn af guðs náð og skaparans. Af þessu óhjákvæmilega inntökupróíi er ljóst að annað hvort hefur siðsemi for- mannsins bannað honum að heimta að konur afklæðist fyrlr framan sig, þegar framboð eru ákveðin i flokkn- um, eða þá hitt að vaxtarlag kvenna hefur ekki samrýmst framsóknar- kröfum um inngöngu. Þar sem vitað er að konur eru ekki nándar nærri eins í laginu og Stefán Valgeirsson, og þar sem Stefán er í þingflokknum en ekki konur, þá verður sú ein ályktun dregin að vaxtarlag Stefáns sé mest aðlaðandi í augum þess skapara sem prógrammeraði Fram- sóknarflokkinn. Og karlmenn mættu líka vara sig. Það er ekki nóg fyrir þá að ganga með flokksskírteini upp á vasann meðan þeir fækka ekki klæðum og sanna hollustu sína og rétt vaxtar- lag. Yfirhafnir og kaupfélagsfatnaður knnn að reynast haldgóður dulbún- ingur gagnvart sauðsvörtum kjós- endum en hefur harla fánýtt gildi þegar kemur að úthlutun þingsæta og bitlinga á vegum flokksins. Þá fyrst reynir á umbúðarlausan sann- leik hins nakta framsóknarlíkama í stil við Stefán Valgeirsson. Af þessum ástæðum öllum verður að gera þá kröfu til formanns Framsóknarflokksins að hann sitji ekld einn í dómarasætl. Þjóðin á heimtingu á að hver sá sem býður sig fram til aö vera þingmaður eða bankastjóri á vegum Framsóknar- flokksins gangi nakinn fram á sviðiö. Það er ekki nóg aö vera framsókn- armaður yst klæða. Gæðin verða að koma í ljós. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.