Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Side 26
26 DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER1983. Saga. SAGA — HEADS OR TALES: BETURMAEF DUGA SKAL Kanadískar rokkhljómsveitir hafa á- vallt skotiö upp kollinum meö jöfnu millibili innan rokkheimsins. Hver man ekki eftir hljómsveitum eins og Guess Who og þungarokkurunum í Bachman, Tumer Overdrive. I dag eru þaö fyrst og fremst tvær rokkhljómsveitir af þyngra taginu sem halda merki kanadískrar rokktónlistar á lofti í heiminum. Þetta eru hljóm- sveitirnar Loverboy og Saga. Saga hefur veriö frá fyrstu tíö þekkt fyrir vandaöa rokktónlist og hámarki vinsælda sinna náöi hún í fyrra meö hljómleikaalbúminu In Transit, sem hlaut gífurlega góöar viötökur víöa um heim. Margir biðu því spenntir eftir næstu stúdíóplötu frá hljómsveitinni, en' hræddur er ég um aö einhverjum hafi ekkiþótt biöinþessvirði. Platan, sem nýlega er komin út, heitir Heads or Tales og þó svo aö hún sé langt frá því aö vera léleg veldur hún mér engu að síöur nokkrum von- brigðum. Þar er þó ekki viö hljóðfæra- leikinn að sakast, þar er allt pottþétt. Hins vegar finnast mér lögin frekar slök og lítt grípandi. Hér er því um þokkalega rokkplötu aö ræöa en hún er langt frá því aö vera í fremstu röö og víst er aö þeir Sögumenn geta betur. -SþS. Hall & Oates. HALL& OATES - ROCK'N SOUL PART1: URVALSPLATA Þaö er engum vafa bundiö hvaöa dúett er vinsælastur í poppheiminum. Það eru þeir Daryl og John Oates eða Hall & Oates eins og þeir kalla sig. Þeir hafa á rúmum tveimur árum átt hvert lagiö af ööru á vinsældalistum og virðist ekkert lát á vinsældunum. Þaö hefur ekki alltaf gengiö eins vel hjá þeim félögum eins og gerir í dag. Þeir eiga aö baki tíu ára feril. Þeir voru nokkur árin aö finna réttu tón- listina sem hæfði þeim og þrátt fyrir nokkur lög er náöu vinsældum, er þaö ekki fyrr en eftir 1980 sem þeir fundu réttatóninn. Nú hafa þeir látið fara frá sér safn- plötu, Rock’n Soul Part 1, er inniheldur tólf lög. Tíu þeirra eru lög sem hafa orðiö vinsæl meö þeim og tvö ný lög fylgja með. Annað þeirra er Say It Isn’t So, lag sem nýtur töluveröra vin- sælda þessa dagana. Þaö er hægt aö skipta tímabili Hall og Oates í tvennt. Frá fyrra tímabilinu eru þrjú lög á plötunni, She’s Gone, Sara Smile og Rich Girl. Þetta eru frekar róleg lög og ágæt, þótt þau séu ekki í sama gæðaflokki og nýrri lögin. Seinna tímabilið byrjar 1980 meö endurkomu þeirra, en þeir höföu reynt fyrir sér þá áöur hvor í sínu lagi með litlum árangri. Þar er hvert lagið öðru betra létt rokk af bestu gerö, og þótt á plötunni séu ekki öll lögin sem vinsæl hafa verið meö þeim eftir 1980 þá gef ur Rock’n Soul Part 1 góöa mynd af tónlistarferli þeirra og mæli ég með plötunni fyrir alla þá sem hafa gaman af tónlist þeirra Daryl Hall og John Oates. Þetta er pottþétt rokktónlist meö soul ívafi eins og nafn plötunnar gefur til kynna. -HK. MEZZOFORTE — YFIRSÝN: „KLASSASTYKKI” Þá er hún komin nýja platan frá Mezzoforte og hér heima ber hún hiö virðulega nafn Yfirsýn. Svo ég hespi fyrst af staðreyndum um plötuna þá eru á henni níu lög, fimm eftir Friörik, þrjú eftir Eyþór og eitt eftir Kristin. Sjö laganna eru ný af nálinni, en tvö, Rockall og Sviö, hafa komiö út áöur (hiö fyrra á smáskífu en hið síðara á liveplötunni Sprelllifandi, undir nafninu The Venue). Platan var tekin upp í Lundúnum (aö sjálfsögöu) og upptökunni stjórnaöi Geoff Calver. Aö svo búnu er ekki annað að gera en aö venda sér í hóliö. Eg held ég byrji á aö lýsa því yfir aö Yfirsýn er aö líkindum besta plata Mezzoforte. Aldrei áöur hefur heyrst eins pottþétt sánd frá nokkurri íslenskri hljómsveit, leyfi ég mér að fullyröa. Þaö er sannkallaöur klassa- svipur yfir þessari plötu. Aö mínum dómi hafa þeir fimmmenningarnir (og nú er sá sjötti kominn í hópinn, Niður- lendingur er mér sagt) nú hrist af sér öll bönd, leitinni er í sjálfu sér lokiö en heldur þó vonandi áfram, framundan liggur beinn og breiður vegur og spurningin er einungis sú; hafa þeir heppnina meö sér eöa ekki? Þegar ég segi aö leitinni sé lokiö á ég viö aö þeir hafa búiö sér sinn sérstaka stakk, þeir hafa náö upp „Mezzosándi” sem þekk- ist úr fjöldanum. Þeir hafa haldiö inn á hliöarstíg sem enginn annar er fær um aö feta. En hafa samt ekki gengið stíginn á enda. Því heldur feröin á- fram, í þaö minnsta er óskandi aö þeir stoppi ekki á miðri leið, hvað þá snúi til baka (nema leiðin sýni sig aö vera blindgata). Nóg um heimspekilegar . vangaveltur í bili. En svona lyftir Yfir- sýnmanniupp. Áöur en ég hlustaði á Yfirsýn haföi ég satt aö segja mínar efasemdir um innihaldiö (það er kannski þess vegna sem hún hljómar svo vel sem raun ber vitni). Mér fannst siðustu framlög Mezzoforte. drengjanna ekki gefa ástæðu til óhóf- legrar bjartsýni. Rockall fannst mér missa marks sem „hit”-fluga og nýja lagiö á Sprelllifandi, The Venue (sem nú heitir Sviö), fannst mér ekki virka sterkt. Og í framhaldi af því kem ég aö tveimur kjömum málsins aö ég held: annar er sá aö platan sem heild er mun betri heldur en einstök lög gefa tilefni til. Af þeim sökum kann ég mun betur viö Sviö og Rockall á þessari skífu en viö fyrri kynni. Utsetningarnar hafa einnig sitt aö segja við aö lyfta lögunum upp. Hinn kjarninn er sá að tónlist Mezzoforte nýtur sín betur á stúdíóplötum en á hljómleikum eöa liveplötum. Því miður hef ég ekki nóg fyrir mér til aö geta stutt þaö síðar- nefnda gildum rökum og þó tel ég mig 'hafa oröið varan viö þetta (t.d. á Sprelllifandi). Þegar þetta er skrifaö eru enn tveir dagar í hljómleikana í Háskólabíói (sem voru í gærkvöldi) þannig aö má vera aö undirritaöur sé í dag, mánudag, kominn á aöra skoðun. Og svo er náttúrlega framkoma þeirra á hljómleikum allt annar (og brothætt- ari) handleggur sem ég læt liggja á millihluta. Ég sé ekki ástæöu til aö nefna frammistööu kappanna hvers og eins því allir standa þeir sig í samræmi viö þaö sem á undan er sagt. Þó langar mig til aö geta um saxófónleik Kristins Svavarssonar; Kristinn hefur aldrei blásið jafnvel og nú sem sýnir vel aö tónlistarmenn geta lengi tekiö fram- förum. Eg lét víst þau orö eitt sinn falla aö mér þætti hann einhæfur saxisti. Þaö er tímabært að taka þau til baka. Auk þess gleöur þaö eyraö að heyra þverflautunni bregöa fyrir þótt í litlum mæli sé. Þaðan af síöur er ástæða til aö tíunda ákveöin lög öörum fremur enda heildin jöfn og góö. Ef eitthvað er stendur Miönætursólin örlítið upp yfir önnur, ekki sístfyrir feiknagott brass. Semsagt; klassaplata. -TT. MILLITVEGGJA ELDA - ÝMSIR FLYTJENDUR: FURÐULEGT LAGAVAL Þegar best lætur geta safnplötur veriö mjög eigulegir gripir og dregiö upp skýra mynd af þeirri tónlist sem mest er látiö meö hverju sinni. Lögin þurfa helst aö vera öll sæmilega þekkt og misbrúkun aö minni hyggju aö nota safnplötuformið til þess aö kynna, óþekkta flytjendur meö óþekkt lög. A þessu flaska Fálkamenn á þessari nýju safnplötu sinni. Innan um af-; bragöslög og vinsæl eru gersamlega óþekktir flytjendur meö hallærislega diskótónlist eins og hún gerðist verst fyrir fimm árum eöa svo, Lisa Boray, Zu Zu Shark og Cruella de Ville — hvaðan koma þessi ósköp? Ætla heföi mátt aö Fálkinn meö öll sín stóru umboð gæti önglað saman lögum á bitastæöari plötu en þessa. Hvaö meö Elton John, Siouxsie & the Banshess, Club House, Level 42, Cliff Richard, Genesis og Malcolm McLaren, flytjendur á merkjum Fálkans sem allir hafa gefiö út vinsæl lög á síðustu mánuðum? Stóöust þeir ekki Zu Zu Shark snúning? Kostur plötunnar eru fimm gæðalög í röö á síöari plötuhliðinni. Þar er byrjaö á Union Of the Snake, lagi Duran Duran, þá Promises Promises með annarri breskri hljómsveit, Naked Eyes. Þriðja lagið er Big Apple með KajaGooGoo, fjóröa lagi og besta lag plötunnar, In A Big Country með Big Country og fimmta lagið Forever And A Day meö Classix Nouveaux. Önnur lög plötunnar eru í lakari gæöa- flokkum, þar á meðal nýtt lag Gunn- ars Þórðarsonar, titillag plötunnar, Milli tveggja elda, sem hljómsveit Gunnars flytur. Þá eru lögin meö John Miles, Kim Carnes og David Essex skólabókardæmi um flytjendur sem eru á hraðri niöurleið og óskiljanlegt að reisa þeim bautasteina af því tilefni. Safnplötur veröa alltaf misjafnar. Hér hefur lagavalið mistekist og bita- stæðu lögin eru of fá til þess aö heildar- útkoman geti talist viöunandi. -Gsal. EDDA ERLENDSDÓTTIR: Frönsk — íslensk píanóplata Hljómplata með píanóleik Edrju Erlendsdóttur. Píanóverk eftir: Franz Schubert, Alban Berg og Arnold Schönberg. Upptaka: Stúdíó Stemma í Háskóiabíói. Skurður og pressun unnin í Frakklandi. Útgefandi: Classicorama/Folkorama FLK 547009. Plötur meö píanóeinleik eru allt annað en algengar hér á landi. Reynd- ar er þaö svo aö jafnvel heims- markaöurinn í slikum plötum er í föstum farvegi og vissum, heldur föstum skoröum. Engrar roksölu er aö vænta nema til komi mikið umtal og jafnvel deilur um listamanninn, þá’ helst ef píanistinn kollvarpar hefð í túlkun og meöferð viöfangsefna sinna. , Langsótt tengsl Edda Erlendsdóttir virðist eiga hauk í homi hjá Classicorama, sem gefið hefur út plötu meö leik hennar, þar sem hún leikur Drei Klavierstúcke D. 946, eftir Schubert, Sonate op. 1 eftir Alban Berg og Drei Klavierstúcke op. 11 eftir Arnold Scönberg. En þaö þarf heldur ekki lengi aö hlusta til að kom- ast aö því, sem raunar mátti vita fyrir, aö leikur Eddu á fuílt erindi á hljóm- plötu. Hún hefur leikinn meö rondóum Schuberts, sem gefin voru út löngu eftir dauöa hans. Á sinn hátt er þaö dá- lítið langsótt aö sækjast eftir tengslum á milli Schuberts annars vegar og Bergs og Schönbergs hins vegar. Nema allir tengjast þeir Wáhring, hverfinu sem ber númeriö níu í Vínar- borg, þar í hverfi unnu líka svo ólíkir brauöryðjendur sem Semmelweis og Freud, svo endalaust má finna sam- tengingar snillinganna í því ágæta hverfi. Schubert finnst mér Edda ofgera dáh’tið í leik sínum — á köflum fer hann aö minna á Chopin. Áberandi er þaö. mest í fyrsta þættinum en kemur einnig glöggt fram í þeim þriöja. En hér er þaö fyrst og fremst spuming um smekk, ekki hæfni. En í sónötu Albans Berg nær leikur Eddu virkilega aö glansa, og þar kemur listamanns- þroski hennar og hæfni hvaö gleggst fram. Meöferð hennar á píanóþáttum Schönbergs er af svipuðum toga þótt leikur hennar í Berg sónötumii hafi höföaö steÆast til mín. Otkoma þess- arar f ransk-íslensku samvinnuplötu er gleðiefni og ekki veröur heyrt aö sá hluti vinnunnar sem hér á landi er unninn gefi öörum þáttum í neinu eftir. -EM. ^ndsdóttír. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.