Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Qupperneq 8
 Á VECUM OC VECLEYSUM *?* vid leigjum hina frábæru PORTARO 4 hjóladrifs-jeppa á verði sem enginn getur keppt viö. —Sfer b)l»li)£»»V NliVt'lf.Tr/í/' SmiOluvegi 44 d • Kúpavogi ^^*^1**^ Simar 75400 og 78660 FULLKOMIÐ ÖRYGGI í VETRARAKSTRI ÁGOODYEAR VETRARDEKKJUM COODYEAR vetrardekk eru gerö úr sérstakri gúmmí- blöndu og meö mynstri sem gefur dekkinu mjög gott veg- grip. GOODYEAR vetrardekk eru hljóðlát og endingargóö. Fullkomin hjólbaröaþjónusta Tölvustýrð jafnvægísstilling GEFUR éy'fíÉTTA GRIPID IHEKIAHF Í170-172 Sími 21240 dv. í’öSTbDa(!úr ío'^iXrtóXtí'öfe vn Neytendur Neytendur Neytendur Neyten Og þá er það þorramaturinn Hvað kostar að blóta? Margar tegundir Á þessum ofangreindu stööum er um aö ræöa flestar tegundir þorra- matar. Þegar um stærri þorrablót er að ræöa er hægt aö fá heitt saltkjöt og pottrétti. Þá á síld stööugt meiri vinsældum að fagna og er yfirleitt hægt aö fá hana meö í þorramatnum. I Naustinu er boöiö upp á selshreifa og magál sem viröist vera nokkuö fágættnúoröiö. I dag hefst þorrinn. Hann er fjóröi mánuður vetrar aö forníslensku tímatali og hefst í 13. viku vetrar og ávallt á föstudegi. Þaö er víst æva- gömul venja aö hafa einhvern mann- fagnað á heimilum í byrjun þorra og heilsa honum meö virktum. Þessir mannfagnaöir nefndust þorrablót. En eftir aö kristni var lögtekin hér á landi var öllum bannað að blóta aö heiönum siö. Þó munu nokkrir hafa blótað allt fram á okkar daga á laun. Líklegt er aö þaö hafi verið Hafnarstúdentar sem fyrstir byrjuöu aö halda þorrablót opinber- lega og mun þaö hafa veriö í Kaup- mannahöfn 24. janúar 1873. Þá eru Akureyringar taldir hafa byrjaö aö halda reglulega þorrablót frá 1874.1 Reykjavík eru fyrst heim- ildir um þorrablót frá árinu 1880. Þessi siður geröist æ algengari eftir því sem árin liöu, en þaö er þó ekki fyrr en um 1960 aö þorrablót er orðiö sjálfsögö athöfn í hverri sveit og kaupstað. Og oröiö þorramatur sést ekki á prenti fyrr en 1958. En sumir guöhræddir menn höföu lengi horn í síöu þessa siðar og töldu hann vera siö heiðingja. Nú er hins vegar árið 1984 og ekki til sá maöur sem ekki hefur komist í kynni viö þorrablót og þorramat. Nú er varla til þaö félag sem ekki efnir til þorrablóts fyrir félagsmenn sína. Hér áöur fyrr, er menn fögnuöu þorra, var farið í búrið og tínt saman þaö sem þar var til. En nú er öldin önnur og enginn slikur matur geymdur í búrinu. Viö verðum aö fara í búöina og kaupa þennan vin- sæla mat. Flestar kjötverslanir bjóða upp á fjölbreytt val af þorra- mat. Einnig eru margir matreiöslu- staðir sem bjóöa upp á þorramat og sjá um aö útbúa matinn fyrir þorra- blót, lítil og stór. Við höföum því samband viö nokkra þá aðila sem selja þorramat og fengum upplýsingar um verölagið. Veitingamaðurinn Veitingamaðurinn v/Vagnhöfða sér um aö útbúa þorramat fyrir þorrablót. Veröiö er frá 300—350 kr. fyrir manninn. Veröiö fer stiglækk- andi eftir því hversu stór þorrablótin eru. Ef um er að ræöa 20 manns eöa mrnna kostar skammturinn 350 krón- ur, 20—50 manns 340 krónur, 50—80 manns 320 krónur og yfir 80 manns 300 krónur. Ef um mjög stórar veislur er aö ræöa kemur til greina að semja um verðiö. I 20 manna þorrablót og þar yfir kemur matreiöslumaöur með matinn og sér um borðhaldið. Og í minni veislur er hægt að fá matinn tilbúinn, niðurskorinn í trog. Lögö er áhersla á aö þeir sem hyggja á þorrablót geri pantanir sem fyrst en annars er maturinn afgreiddur á meðan nóg er til. Um 18 tegundir eru í þorramatnum. Múlakaffi 1 Múlakaffi eru seldir tilbúnir Hressiribragði sýna kokkarnir i Veitingamanninum okkur þorramatinn gómsæta. Verslunin Hólagarður I Hólagarði er boöiö upp á tilbúinn þorramat, niöurskorinn á bakka. Hór má sjá hiuta afþeim þorramat sem boðið er upp á i versluninni Hólagarði i Breiðholti. DV-myndBj. Bj. kassar með þorramat í og kosta þeir 295 krónur. Kassamir vega um 1200 g. I kössunum er sitt lítiö af hverju og þá er einnig hægt aö kaupa auka- lega allar tegundir ef þess er óskaö. Þá eru einnig seld trog fyrir 5 eöa fleiri og kostar skammturinn þá 250 krónur. Múlakaffi sér einnig um aö útbúa mat fyrir þorrablót. I blótum sem í em y fir 100 manns kostar skammtur- inn 300 krónur og fyrir 20—100 manns kostar hann 350 krónur. Þá fylgir með í kaupunum aö matreiðslu- maöur sér um borðhaldið. Þegar um stærri blót er að ræða er ráðlegt aö panta í tíma meö ca 5—6 daga fyrir- vara. Þorramatur er afgreiddur í Múlakaffi frá kl. 11 fyrir hádegi fram til kl. 23 á kvöldin. Naustið Þaö má segja aö vagga þorra- matarins sé í Naustinu. Þar hefur þorramatur verið afgreiddur i lang- an aldur. Naustið sér um aö útbúa þorramat fyrir þorrablót. A færri en 50 manna þorrablót kostar skammt- urinn 350 krónur og yfir 50 manna 300 krónur. Matreiðslumaður sér um borðhald. 1 Naustinu sjálfu er hægt aö fá þorramat og kostar hann þar 650 kr. og geta gestir stappað í sig ómældumagni. Offitaunglinga: EKKIER RÁÐ NEMA í TÍMA SÉ TEKID Þegar þú lítur í kringum þig meðal skólafélaganna, vina og vinkvenna muntu örugglega taka eftir því hversu mismunandi holdafar þeirra er. Sumir eru þvengmjóir aðrir of feitir, en flestir passlegir í holdum. Algengt er að öll fjölskyldan, bæði foreldrar og böm, séu vel í holdum. Þaö getur veriö vegna erfðafræöi- legra þátta. En í flestum tilvikum stafar þaö af matarvenjum. Borðaður er of sætur og feitur matur og ennfremur of mikið af mat. Oftast fá þeir sem eiga við offitu aö stríða of litla hreyfingu. Þeir taka sjaldan þátt í íþróttum vegna þess aö þeir telja sig ekki vera liötæka. Og þar með er vítahringurinn kominn í gang þar sem þeir hreyfa sig of lítiö og bæta stööugt viö sig aukakílóum. I næstum því hver jum bekk í skóla eru einn eöa tveir nemendur sem eiga viðoffituaöstríöa. Hvernig á að megra sig? Sem barn eykur þú viö vigt þína í samræmi við vöxtinn. Borðir þú meira en líkaminn hefur þörf fyrir eykur þú viö þyngd þína. Og þegar þú boröar of lítið léttist þú. Meö hlið- sjón af þroska þínum er ekki ráðlegt aö léttast um meira en 200—300 g á viku ef þú ert of þungur. Ef þú ert einn af þeim sem þurfa aö megra sig ættiröu að ræöa þaö viö foreldra þína. Þaö er hugsanlegt aö nægilegt sé fyrir fjölskylduna aö breyta um mataræöi. Ekki er heldur fráleitt aö nokkrir vinir taki sig saman og fari í megrunarkúr. Megrunarráð Þaö er þýöingarmikiö aö þú borðir eitthvaö á matmálstímum en hættir öllu smánarti á milli þeirra þó svo aö hungriösegitilsín. Reyndu aö boröa hollan mat, t.d. gróft brauö, kartöflur, grænmeti, ávexti, magran ost og magurt kjöt. Þú veröur aö forðast öll sætindi, s.s. sælgæti, kökur og gosdrykki. Einnig áttu aö halda þig frá feitum mat, s.s. frönskum kartöflum, pulsum og kartöfluflögum. Drekktu mikið af vatni, súrmjólk, eitt glas af ávaxtasafa á dag og jafn- vel sykurlausan gosdrykk. Reyndu aö forðast drykki sem inni- halda sykur. Og mundu svo aö hreyfing skiptir miklu máli ef þú ætlar aö ná árangri. Megrunaruppskrift Gulrótarbrauð 50 g ger 21/2 dl volgt vatn 21/2 dl súrmjólk 1/2 dl matarolía 1/2 tsk. salt 21/2 rifin gulrót 350 g rúgmjöl ca 400ghveiti Gerið er leyst upp í vatninu. Súr- mjólkinni, olíunni, saltinu, gulrótinni og rúgmjölinu er bætt út í. Síðan er þetta hrært saman og hveitinu bætt jafnóðum út í þar til deigið er orðiö hæfiiega seigt. Deigiö er látið lyfta sér í 45 mínútur. Eftir þaö eru 25 lítil brauö búin til og látin lyfta sér í 30 mínútur. Brauðin eru síðan bökuð við 200°C hita og í ca 25 mín. En það er vert að taka fram að það þurfa ekki allir að líta eins út. En staðreyndin er sú að fullorðnu fólki, sem á við offfitu aö stríða, hættir frekar til að fjá sjúkdóma en þeim grönnu. (Rád ogresultater)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.