Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Page 32
ÚRVALSEFNI m ALLRA HÆFI ASKRIFTARSfMINN ER 27022 TALSTÖÐVAR- BÍLAR UM ALLA BORGINA SÍMI8-50-60. , 27Ö?AUGLÝSHV,GAR < ' &.í£SjDUM|jLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLT111 ÞRÖSTUR SÍÐUMÚLA10 OCC1! ; RiTSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1984. Tómasá nýjan Benz „Þetta er ekkert leynimáL Þaö er búiö að segja frá þessu áður í blööum. Eg held að Morgunblaðið hafi sagt frá því í haust aö ég sé einn af sex ráðherr- um fyrrverandi stjómar sem nýtt hafi sér þessa heimild til niðurfellingar að- flutningsgjalda,” sagði Tómas Áma- son, fyrrverandi ráðherra, um bíla- kaupsín. Tómas staðfesti þá frétt Þjóðviljans í morgun að hann hefði fyrir nokkm keypt sér nýjan bíl af gerðinni Merce- des Benz 280 SE. Verð bílsins er um 1,1 milljón króna. Tómas fékk hann á 500 þúsund krónur því aöflutningsgjöld vom felld niður. Reglurkveðaáumað fyrrverandi ráðherrar megi nýta sér þessa heimild í allt að eitt ár eftir að ráöherradómi lýkur. Tómas sagðist ekki vera búinn að taka nýja bílinn i notkun. „Eghefekki séð ástæðu til þess. Ég er ekki búinn að selja gamla bilinn minn,” sagði al- þingismaðurinn. Tók hann fram að hann hefði i þessu máli farið að réttum reglum. -KMU. Húsnæðis- stjórn „gúmmar” grimmt „Það er ekki rétt að viö höfum ekki getað greitt út lán í dag,” sagði Sigurður E. Guðmundsson, forstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, er DV spurði hvort stofnunin gæti ekki greitt út lán, en sögusagnir gengu um það i gærdag. „Við höfum þurft að standa við margar skuldbindingar aö undan- fömu, sérstaklega gagnvart lífeyris- sjóðum. Þetta hefur þýtt að yfir- dráttarlán okkar hjá Seðlabankanum hafa orðið hærri en gert var ráð fyrir og heimilaö hafði verið. Seðlabankinn er ókátur yfir þessu. Og í morgun kvöddu bankastjórar Seölabankans okkur á sinn fund til að ræða þessi mál. Niðurstaðan úr þeim umræðum varð sú að starfsemi okkar verður áfram með sama hætti en yfir- drættinum verði komið í eðlilegt horf á næstunni.” -JGH LOKI Allir fá sór Benz meðan , þeir hafa sjens. FALSAÐIVEÐ- BÓKARVOTTORD fékk veðbókarvottorð á annað númer en breytti því í sitt! Seldi bíl semá hvfldu 400 þúsund krónur: Lögreglan í Reykjavík hefur nú til rannsóknar alvarlega fölsun á veð- bókarvottoröi, sem upp komst um í sambandi viö bílakaup sem gerð vom fyrir nokkrum dögum. Maður sem ætlaði aö selja bíl sinn fékk tilboð í hann og hljóðaði það upp á skipti á sléttu. Var honum boð- in lítil Subaro sendiferðabifreið í staöinn og vom verðmæti hennar talin 200 þúsund krónur. Gengiö var frá samningum og fylgdí sendiferðabílnum veðbókar- vottorð sem sýndi að á honum hvíldu engar skuldir. Þegar maðurinn kom á skrifstofu tollstjóra síöar um dag- inn til að skipta um númer og annað upplýstist aö búið var að taka veð í bílnum fyrir yfir 400 þúsund krónur — þrátt fyrir að veðbókarvottorðið værihreint. Þegar farið var að kanna máliö nánar kom í ljós aö eigandinn fyrr- verandi hafði falsað vottorðið. Hafði hann farið til Borgarfógeta og beðiö um veðbókarvottorð á bíl sem var með fjögra stafa númeri — fjórum fyrstu stöfunum á númeri hans. Eftir að hafa fengið það í hendurnar bætti hann fimmta stafnum við á vottorðið og var þá þar með kominn með númerið á sínum bíl á þaö. Lögreglan komst þegar í málið en þá var maðurinn kominn á góða leið með aö selja bílinn sem hann haföi fengiö í skiptum. Ef það hefði gengiö hefði hann fengiö 200 þúsund krónur í peningum i hendurnar en hinn setið uppi með sendiferðabílinn sem búið var að taka veð í fyrir yfir 400 þúsundkrónur. DV VALDIMAGNÚS BJARN- FREDSSON „PENNA ÁRSINS” Ellert B. Schram, ritstjóri DV, efhendir Megnúsi Bjemfreðssyni virðingervott blaðsins, „penna ársins". Penninn ergefinn af ritfangaversluninni Pennanum. DV-mynd Einar Úlason. Magnús Bjarnfreðsson var í gær útnefndur af DV kjallarahöfundur ársins. I hófi sem Magnúsi var haldið í gær afhenti Ellert B. Schram, rit- stjóri DV, Magnúsi „penna ársins”. Magnús skrifar reglulega kjallara- greinar i DV og gat Ellert þess aö greinar hans væru ávallt málefna- legar og vektu mikla athygli lesenda. Magnús skrifar um þau mál sem eru efst á baugi hverju sinni og gerir þaö af skarpskyggni. Penninn sem Magnús Bjamfreðs- son hlaut er af Lamy-gerð, gefinn af ritfangaversluninni Pennanum. Penninn er glæsilegur sjálfblekung- ur úr silfri. Pennaoddurinn er úr gulli með handfægðri platinuhúö. Stallur pennans er úr islensku grá- grýti. Silfurplata er á stallinum með áletrun og stálkúla, sem penninn hvílirá. Magnús Bjarnfreðsson fæddist 9. febrúar 1934 á Efri Steinsmýri í Meðallandi. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1954 og stundaði nám i tvö ár viö tækniháskóla i Þýskalandi. Hann gegndi starfi þular hjá rikisútvarp- inu og var blaðamaöur um árabil. Dagskrárgerðarmaður var hann viö s jón varpið í tíu ár en síðustu ár hefur Magnús unnið sjálfstætt við ýmis konar fjölmiðlun. Kona Magnúsar er Guörún Ingibjörg Amadóttir. -JH ÓLGA Á TÍMANUM „Þessi ákvörðun kom mér mjög á óvart. Vinnubrögðin i þessu máli hafa veriö meö þeim hætti, aö ég bjóst alls ekki við þessu eför það sem á undan er gengið,” sagði Elías Snæland Jónsson, ritstjóri Tímans, við DV í morgun. En Elíasi var í gær tilkynnt aö hann hlyti ekki endurráöningu hjá hinu nýja út- gáfufyrirtæki blaösins, Nútimanum. 1 hans staö hefur verið ráöinn Magnús Olafsson hagf ræðingur. Eins og DV greindi frá var þessi á- kvöröun . tekin á fundi stjórnar Nútímans í fyrradag. Þá var Gisla Sigurðssyni framkvæmdastjóra til- kynnt í gær að hann yrði ekki endur- ráöinn en i stað hans hefur Sigurður Skagfjörð Sigurðsson rekstrarhag- fræöingur verið ráðinn í starf fram- kvæmdastjóra blaösins. Enn hefur ekki verið tilkynnt um endurráðningar annarra starfsmanna. Samkvæmt heimildum DV munu talsveröar breytingar fyrirhugaðar á stjómun Tímans þegar hinir nýráðnu taka við. Mun fyrirhugaö að fram- kvæmdastjórinn verði valdameiri en áður. Sitji hann m.a. ritstjómarfundi blaðsins sem eins konar yfirritst jóri. Mikil ólga er nú meðal starfsmanna á ritstjóm Tímans vegna uppsagnar Eliasar og lögðu a.m.k. tveir blaða- menn niður vinnu i gær í mót- mælaskyni við ákvöröun blaðstjórnar. Þá hafa starfsmennimir sent fré sér yfirlýsingu þar sem þessí ákvörðun stjómarinnar er hörmuð og talin með ölluóskiljanleg. -JSS. BUR-togar- ar leggja í’ann Togarar Bæjarútgerðarinnar eru nú að leggja í hann. Aætlaö er að Hjörleif ur sigU á miðin þann 20. og Jón Baldvin fylgi í kjölfariö tveim dögum síðar. Þá hefur viö- gerð á togaranum Ottó N. Þorláks- syni gengið það vel eftir brots jóinn sem hann fékk á sig 5. janúar að Ifklegt eraðhann sigli þann 26. EIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.