Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1984, Page 18
DV. LAUGARDAGUR 21. JANUAR1984.
HAM
FÉLLÁ
ZETIIMI
— idnadarrádherra í stafsetnlngarprófi
Eins og alþjóö veit hefur iönaðarráöherra, Sverrir
Hermannsson, mælst til þess að starfsfólk sitt skrifi
zetu. Hefur starfsfólkiö orðið viö þeim tilmælum og í
síðustu viku var haft eftir ráðuneytisstjóranum, að
„zetan vefðist ekkert fyrir fólki”.
En skyldi hún vefjast fyrir ráðherranum sjálfum?
Menn hafa talsvert velt því fyrir sér og flestir ályktað
sem svo að fyrst ráðherrann gæfi út slík tilmæli hlyti
hann sjálfur að vera sterkur á svellinu. Til þess að
ganga úr skugga um þetta í eitt skipti fyrir öll fórum
við þess á leit við Sverri að hann leysti úr stafsetningar-
prófi sem við legðum fyrir hann. Hann varð vinsamlega
við þeim tilmælum og hér er árangurinn.
Við höfðum samband við rektor MR og fékk hann
Magnús Guðmundsson íslenskukennara til að láta okkur
í té stafsetningarpróf. Magnús fór síðan yfir prófið, að
úrlausn fenginni.
-KÞ.