Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1984, Qupperneq 22
DV. LAUGARDAGUR 21. JANUAR1984.
Nauðungaruppboð
annaö og síöasta á eigninni Espilundi 10, Garðakaupstað, þingl. eign
Oskars Mikaelssonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 23.
janúar 1984 kl. 16.15.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstaö.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Kjarrmóum 30, Garðakaupstað, þingl. eign
Byggung, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 24. janúar 1984 kl.
15.15.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Hraunprýði, n.h., Garðakaupstað, þingl.
eign Kristjáns Hall, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 25.
janúar 1984 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 85., 88. og 93. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Ásbúð 43, Garðakaupstað, þingl. eign Pálinu Sigurðardóttur,
fer fram eftir kröfu Jóns Ingólfssonar hdl. á eigninni sjálfri mánu-
daginn 23. janúar 1984 kl. 16.00.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 31., 34. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Hegranesi 23, Garðakaupstað, þingl. eign Eövarðs Árna-
sonar, fer fram eftir kröfu Utvegsbanka íslands og Gests Jónssonar
hrl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 24. janúar 1984 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 19., 24. og 27. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Ægisgrund 12, Garðakaupstað, þingl. eign Orlygs Arnar
Oddgeirssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Garðakaupstaðar og Lífeyris-
sjóðs verslunarmanna á eigninni sjálfri þriðjudaginn 24. janúar 1984
kl. 14.30.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 77., 83. og 89. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Lyngási 2, Garðakaupstað, þingl. eign Ásgeirs Long, fer fram
eftir kröfu Helga V. Jónssonar hrl. Garðakaupstaðar og Brynjólfs
Eymundssonar hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 24. janúar 1984 kl.
15.00.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 78., 83. og 89. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Hringbraut, húsi J.M., Hafnarfirði, þingl. eign Þorsteins
Björnssonar, fer fram eftir kröfu Baldvins Jónssonar hrl. á eigninni
sjálfri mánudaginn 23. janúar 1984 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn íHafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 77., 83. og 89. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Suðurhvammi 2, Hafnarfirði, þingl. eign Sigurbjörns Jóns-
sonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri
mánudaginn 23. janúar 1984 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn í Haf narfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 77., 83. og 89. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Hjallabraut 13, 3. h., Hafnarfirði, þingl. eign Oktavíu Ágústs-
dóttur og Karls Kristensen, fer fram eftir kröfu Guðjóns Ármanns
Jónssonar hdl., Jóhanns Steinasonar hrl., innheimtu ríkissjóðs og
Verslunarbanka íslands hf. á eigninni sjálfri mánudaginn 23. janúar
1984 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnari irði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 77., 83. og 89. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Eiðistorgi 3, íbúð 103, Seltjarnarnesi, þingl. eign Emmu Hólm,
fer fram eftir kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl., Sparisjóðs Reykja-
víkur og nágr. og Ólafs Gústafssonar hdl. á eigninni sjálfri
þriðjudaginn 24. janúar 1984 kl. 16.00.
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi.
Menning Menning Menning
Leiklist
AlvöruUms
#2úel
ATHUGASEMD
FRÁ RITSTJÖRN
Enn hefur DV ekkl ráðið leiklistar-
gagnrýnanda til fastra skrifa, eftlr
fráfall Olafs Jónssonar. Jón Viðar
Jónsson féllst góðfúslega á að fjalla
um þessa sýningu LR á Gísl og kann
DV honum bestu þakkir fyrir.
Leikfélag Reykjavíkur hefur ekki
sýnt mikið áræði í verkefnavali það
sem af er þessum vetri. Það hefur
einungis tekið til sýninga verk sem
hafa áður reynst göngustykki: Hart í
bak á sviöi Leikfélagsins sjálfs fyrir
um tuttugu árum, Guð gaf mér eyra
sem slegið hefur í gegn á leiksviðum
heimsborganna og nú síðast Gísl sem
margir muna úr vinsælli sýningu
Þjóðleikhússins á sínum tíma. Um
hin tvö fyrrnefndu verður að vísu
hvorugt sagt að þau séu leikhúsi til
skammar; þau erú vel boðleg leikrit,
en tæpast miklu meira; a.m.k. sýna
þeir leikfélagsmenn ekki sérstök til-
þrif í flutningi þeirra. Leikfélagiö
hefur í rauninni aöeins tekið eina
verulega listræna áhættu á leik-
árinu: að setja mállausa stúlku, sem
aldrei hefur áður stigið á svið, í
annað aðalhlutverkið í Guð gaf mér
eyra, og bar sú tilraun miklu betri
árangur en maður þorði að vona.
Það verður einnig að segjast Leik-
félaginu til málsbóta aö þau tvö
verkefni sem það hefur boðað á
seinni hluta leikársins eru mun for-
vitnilegri en þau sem þegar eru
komin og einkum virðast valin með
hliðsjón af hinum sí-tóma kassa leik-
hússins.
Leikrit Brendan Behans, Gísl, er
vandasamt verk í sviðsetningu. Það
er allt í senn: farsi og harmleikur,
hópverk og stjömuleikrit, og kviknar
ekki til lífs nema óh'kir þættir þess
n jóti sín allir jafnvel. Á sviðinu í Iðnó
verður Gísl ærslafengiö hópverk sem
Stefán Baldursson stjómar eins og
um amatörsýningu væri að ræða:
leggur ofuráherslu á hreyfingu og
fjörlegheit sem ekki verður séð að
spretti á neinn eðlilegan hátt upp úr
því mannlífi sem leikurinn á að lýsa.
Sýningin fær því fljótt á sig eitthvert
eirðarlaust yfirbragð sem orkar
svona heldur þreytandi á mann til
lengdar. Þess sér hvergi merki að
leikstjóri hafi gefið sér tíma til að
móta persónur með leikurum: draga
fram sérkennandi atriði og lyfta
undir innri mótsagnir sem gætu gert
þær hugtækar og spennandi; hann
virðist aðallega hafa hugsað um að
láta sjóið rúlla. Enginn leikari nær
heldur að skapa minnisstæða
persónu í þessari sýningu og er
dálítið hart aö þurfa aö segja slíkt
JÓN VIÐAR
JÓNSSON
samtal Meg og þjónustustúlkunnar
Teresu — hafa hér engin áhrif. Leik-
stjóri og leikendur ná einfaldlega
engu sambandi við mannlegan
kjama verksins og stundum flökrar
að manni að þeir hafi ekki reynt að
leita hans.
Gísl fer fram í niöurníddum
húskumbalda í Dublin, þar sem býr
hið undariegasta samsafn fólks.
Þetta er tjékhovskt leikrit í þeim
skiiningi að persónur em flestar á
einhvern hátt reköld, fólk sem hefur
strandað í lífinu og ber í hjarta sínu
beiskju yfir því hvemig komið er.
Þetta fólk hefur alið með sér háleita
drauma, en þegar leiknum lýkur
stendur það frammi fyrir spurning-
unni um verðleika þeirrar hugsjónar
sem krefst þess að saklausu blóði sé
úthellt. Gísl er grimmileg lýsing á
pólitísku ofstæki; áhrif verksins ekki
aö litlu leyti fólgin í þeirri ógn sem
fólkiö í leiknum býr við — og á sinn
þáttíaöviðhalda.
Gísli Halldórsson fer með aðalhlut-
verk leiksins, Pat. Hann var eitt sinn
Úr sýningu Leikfélags
Reykjavíkur á Gísl eftir
Brendan Behan.
hermaður í lýðveldishernum, reynir
enn að vera fomum hugsjónum trúr
en veit þó innst inni að þær eru blekk-
ing. Þetta er spennandi hlutverk en
Gísli gerir ekkert í því sem hann
hefur ekki sést gera áður; maður
bíður og vonar aö þessi snjalli leikari
breikki registur sitt, nái dýpra sem
skapgerðarleikari, en sú bið er nú
oröin nokkuð löng. Jóhann Sigurðar-
son er í hlutverki unga hermannsins,
sem fómað er í pólitískum hrá-
skinnsleik ofbeldisaflanna; hann er
glæsilegt leikaraefni, en þarf að aga
sig betur og, umfram allt, gangast
meir upp í hlutverkum sínum; hann
er enn óþægilega meðvitaður um
sjálfan sig. Af öörum leikendum í
stórum hlutverkum er skylt að nefna
Margréti Helgu Jóhannsdóttur sem
er Meg, lagskona Pats, og Guðbjörgu
Thoroddsen sem er Teresa. Margrét
Helga má vara sig á því að verða
ekki of gróf i fasi, en hún á bæði til
hlýju og jafnvel fínleik sem hefði átt
aö geta notið sín i þessu hlutverki.
Teresa er ekki rismikið hlutverk og
gefur Guðbjörgu ekki færi á að bæta
miklu við sig, en hún kemur alveg
jafnvel fyrir og efni standa til. Um
frammistöðu annarra leikenda er
vart ástæða til að ræða nema Þor-
steins Gunnarssonar í hlutverki
offíséra í írska lýðveldishemum.
Þorsteini tekst ekki að gæða persón-
una þeim óhugnanlega valdsmanns-
leik sem á þarf að halda og er
nauðsynlegur fyrir það andrúmsloft
sem að réttu lagi ríkir í leiknum.
Frumsýningargestir tóku leiknum
vel og lá þó aldrei í loftinu sú hrifning
sem góð sýning' á þessu verki á að
geta skapað. Gísl er ekki hláturs-
leikur með mórölsku ívafi, eins og
raunin verður hér, heldur verk um
mannlega eymd sem er svo mikil að
henni verður ekki lýst nema með
meðulum hlátursins.
um leikverk sem nánast byggist á
kostulegum karkaterum. Vmsar
persónur — Monsjúr, Miss Gilchrist
og hommamir eru glögg dæmi —
verða þannig ekki annað en litlausar
skrípamyndir sem engin leið er að
finna til samúðar með. Sá ömurleiki
sem ieikritið er þmngiö af og skín í
gegnum groddalegan húmor þess fer
allur forgörðum í hamagangi og
undarlegum skorti á viðkvæmni;
jafnvel atriði sem krefjast nærfærni
og bh'ðu — ég nefni sem dæmi lítið