Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1984, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1984, Side 36
ÚRVALSEFNI m ALLRA HÆFI ÁSKRIFTARSÍMINN ffl 27022 TALSTÖÐVAR- BÍLAR AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 U^ALL/^B^R^jNA SMÁAUGLÝSINGAR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLT111 ÞRÖSTUR SÍÐUMÚLA 10 QRC11 R,TSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12-14 Frjálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984. HUNDAMAL ALBERTS ViNDUR UPP Á SIG: „Allir hundar í borginni skulu deyja” —útbreiddasta blað Svíþjóðar birtir fréttir um „hundaslátrun" i Reykjavík m I I m - * 11 —naaaai nmi mmj TPIIIVV \/9LmL M m * w m. m > m is <■ IHI HM.IA l»l N 20.1 VM VIII ALLAHIMDAH I STA\ SKAPO MÞjurvmnnmr öwmrhmlu wurMm pmtrmirrur Mjureteit boía\ - me<l «**» «1*1*1* smartfri moiod m n« *k* »í»> *,$*■*&*»6#*' \H»n »« *l*> m ttfcr iNnwr **■ N i *'tt W ldfcr> * « «i«*t ssO'W t «)«»*'« $M «* Forsíða Expressen I gœr þar sem skýrt er frá hundmálum é íslandi. Eins og sjá má eru stór orð ekki spöruð. Jarðskjálftarí Villmgaholti — náðu ekki að hrísta leirtauið Sverrír hættir þá kannski að núlla við setuna. „Klukkuna vantaði þrjár mínútur í tvö þegar ég fann skjálftann. Ég sat á rúminu í herberginu mínu, klukk- an, sem er hér á veggnum, titraði, svo og allt lauslegt sem á veggjunum er,” sagði Gréta Jónsdóttir, hús- freyja í Villingaholti í Flóa, en þar fundust tveir vægir jarðskjálftakipp- ir í gær. „Þetta er timburhús sem vif búum í og sonur minn, sem var uppi á lofti, fann greinilega þann fyrri en ég aöeins þann síðari. Eg hef nú oft fundið þá sterkari, t.d. hristist leir- tauið frammi í eldhúsi ekkert í kippnum en ég nota það oft sem mælikvarða,” sagði Gréta hús- freyja. Skjálftarnir fundust einnig á Egils- stööum, sem er næsti bær við Villingaholt, og á jarðskjálftavakt- inni á Veðurstofunni mældust fjórir kippir, sá stærsti 3,7 á Richter. Þar telja menn að skjálftinn eigi upptök sín um 60 km frá Reykjavík, miðja vegu á milli Selfoss og Villingaholts. -EIR. Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit- ara DVíSvíþjóð: tslenska lögreglan varð í gær þess vafasama heiðurs aðnjótandi að for- síðan á Expressen, útbreiddasta dag- blaöi Svíþjóðar, er helguð henni, auk heillar síðu inni í blaðinu. Expressen birti fjórar myndir af ís- lenskum lögreglumönnum í áflogum við hund sem þeir eru að aflífa. Fyrir- sagnir blaðsins með fréttunum eru þessar: „Þetta gerist á hverjum degi”, „Hundaslátrun” og „Allirhund- ar í borginni eiga að deyja”. Sá atburður, sem Expressen er hér að segja frá, er auðvitað Framnes- vegarmálið svokallaða sem svo mjög komst í fréttir heima á Islandi fyrir nokkrum mánuðum. Myndirnar fjórar birtust allar í DV á sínum tíma. Frétt Expressen er um margt ákaf- lega villandi og er greinilega til þess fallin að vekja mikla andúð á reglum þeim sem gilda um hundahald í Reykjavík. I fréttinni segir meðal annars að dýravinir um allan heim mótmæli nú hundaslátrun í Reykjavík. Bak- grunnurinn er aö sjálfsögðu mál Al- berts Guðmundssonar fjármálaráð- herra sem mjög ítarlega hefur verið sagt frá í sænskum fjölmiölum aö undanförnu. Svíar, sem rætt hafa við fréttaritara DV í Svíþjóð, hafa skipst mjög í tvo hópa í afstöðu sinni. Margir telja hundabannið í Reykjavík til hreinnar fyrirmyndar og kvarta undan því að í Lundi verði ekki þverfótað fyrir hund- um og hundaskít. Aðrir telja hundareglugerðina í Reykjavík bæði ómannúðlega og óskiljanlega. Vafalaust á þeim eftir að fjölga sem eru þeirrar skoöunar eftir fréttaflutning Expressen af málinu í gær. Blaöið segir og að íslenska sendiráð- inu í Stokkhólmi hafi borist fjölmörg mótmæli vegna bannsins. -JGH Þjóðhagsstofnun spáir um afkomu útgerðarínnar: Tapið 7-10% utan vanskila og með stór- hagræðingu ,,Sé reiknaö með því, að fiskveiöi- stefna haldi aftur af sóknartengdum kostnaði, að minnsta kosti að þvi marki sem ætlað er að dragi úr afla 1984, blasir við 10—16% rekstrarhalli á togurum, en rekstur bátaflotans stæði í járnum. Botnfiskveiðar í heild væru því með 7—10% tapi. 1 þessum tölum er fjármagnskostnaöur gerður upp með nýjum hætti, sem enn er ekki útrætt máL” Þetta segir meöal annars í greinar- gerð Jóns Sigurðssonar, forstjóra Þjóöhagsstofnunar, um afkomuhorfur sjávarútvegsins 1984. Hún liggur nú fyrir samráösnefnd sjávarútvegsráö- herra og eftir er að taka tillit til hugsanlegra athugasemda sem væntanlegar eru á f undum nefndarinn- ar í dag eða upp úr helginni. I samtali við talsmann útgerðarinn- ar eftir að þessi greinargerð barst kvað hann þaö stórfurðulegt að birta nú útreikninga með allt öörum hætti um f jármagnskostnaö en áöur, ,til þess að gerbreyta niðurstöðunni í hag- kvæmari átt”. Hann kvað það geta munað um 10% eða þar um bil. Eins væri búið að reikna inn verulega lækk- un rekstrarkostnaðar í kjölfar kvóta- skiptingar. „Ut úr dæminu má finna alls konar tölur og þær réttu geta eins verið hátt í 40% tap. Þetta dæmi er engan veginn uppgert. I greinargerðinni er sagt að stofn- lánavanskil útgerðarinnar séu nú 1.100 milljónir og 500 milljóna vanskil séu á henni vegna viðskiptaskulda. Um fiskvinnsluna segir að áætlanir um frystingu sýni 7—9% hagnað en um saltfiskverkun 12—16% tap. ,,Af þessu er ljóst að svigrúm til fiskveröshækk- unar er takmarkað,” segir í greinar- gerðinni, og einnig að markaðshorfur sjávarvöru séu verulegri óvissu háðar. HERB. LUKKUDAGAR 21.janúar 49611 Bangsi frá I.H. að verðmæti kr. 750. Vinningshafar hringi í sima 20068

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.