Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Blaðsíða 2
2
DV. FÖSTUDAGUR 3. FEBRUAR1984.
STEINGRÍMUR ER
TÆKIFÆRISSINNI
— skil ummæli hans þannig að ég eigi að fara úr ríkisstjórninni,
segir Albert Guðmundsson
„Steingrímur Hermannsson er allt
of mikill tækifærissinni. Hann hefur
sjálfur samþykkt fjárlögin og for-
sendur þeirra sem gera ráö fyrir 4%
launahækkunum en ekki 6%. Eg vil
enga hentistefnu og ég get ekki skilið
ummæli forsætisráöherra á annan
veg en þann aö ég eigi aö fara úr
ríkisstjórninni,” sagði Albert Guö-
mundsson fjármálaráðherra er hann
var inntur álits á ummælum sem
höfð voru eftir Steingrími
Hermannssyni í DV í gær.
Albert Guömundsson sagði aö hon-
um bæri aö fylgja þeirri stefnu sem
mörkuö hefði verið meö fjárlög-
unum. Fjárlögin heföu sett launa-
hækkunum þann ramma aö þær yröu
ekki meiri en 4% og ef þessi rammi
yröi sprengdur þá væri stefna ríkis-
stjórnarinnar líka sprungin og hún
ætti þá aðfarafrá.
-ÖEF.
YFIRLÝSINGIN
BREYTIR ENGU
— segir Guðmundur J. Guðmundsson
„Eg tel aö þessi yfirlýsing breyti
engu ein sér,” sagði Guömundur J.
Guðmundsson, formaöur Verka-
mannasambands Islands, er hann var
inntur álits á ummælum Steingríms
Hermannssonar forsætisráðherra í DV
ígær.
Haft var eftir Steingrími í gær aö
þótt ríkisstjórnin hafi sett markiö viö
4% almennar launahækkanir sæi hann
ekki aö þaö kollvarpaði öllu þótt þær
færu í 6%, sérstaklega ef þeir sem
lægst heföu launin nytu þess mest.
Guömundur J. Guömundsson sagöist
ekki álíta aö þetta myndi liðka fyrir
samningum. ,,Steingrímur hefur
engar yfirlýsingar gefið áöur en þeir
hafa skipst á meö y firlýsingar ráöherr-
amir og viö skulum vona aö þaö haldi
áfram. Eg bíö bara eftir því aö Sverrir
fari aö yfirbjóða Steingrím,” sagöi
Guömundur J. Guðmundsson. -ÖEF.
Vel að verki verið vœri eflaust réttnefni á þessa mynd. Bein-
brotum hefur fjölgað mjög að undanförnu í hálkunni en
þessar rösku konur leggja sitt af mörkum til að borgarar á
för um stéttir haldi limum sínum ósködduðum.
DV-mynd GVA.
Magnús Gunnarsson, f ramkvæmdastjóri VSÍ, um
stækkun launaramma ríkisstjórnarinnar:
„BREYTIR ENGU UM
EÐU MÁLSINS”
„Þetta breytir alls engu um eöli
málsins. Viö komumst ekki fram hjá
því lögmáli aö ekki er hægt að eyða
meira en aflað er. Ef engin ný eöa
aukin verðmætasköpun kemur til
hefur atvinnulífið ekki úr neinu að
spila tii þess aö greiða hærri laun. Og
þá gildir einu hvort samiö er um 4%
eöa 6% sem tekin verða aftur meö
gengisfellingu eöa öðrum hætti,” segir
Magnús Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambandsins.
Hann var inntur álits á ummælum
iönaöarráöherra og forsætisráöherra
sem telja nú aö launarammi ríkis-
stjórnarinnar, mest 4% hækkun launa-
kostnaðar í landinu, dugi ekki til þess
að sættir náist á vinnumarkaönum.
„Þegar ljóst varð viö hvern vanda
var aö eiga eftir aö rannsóknir sýndu
fram á áfall í fiskveiðum ofan á allt
annað, sögöum viö strax aö augljós-
lega væri enginn raunverulegur grund-
völlur fyrir launahækkunum á þessu
ári. Þetta endurtókum viö þegar ríkis-
stjórnin setti þennan 4% ramma og
raunar um leið 5% mark á gengissig til
þess aö vega þarna á móti,” sagöi
Magnús.
-HERB.
Varúð-asbest:
Sex létust af ill-
kynja mesótelíóma
— hér á landi á árunum 1965-1982
Sex tilfelli af illkynja mesótelióma
hafa greinst hér á landi á tímabilinu
1965-1982. Leiddu öll tílfellin tíl
dauða. Þá virðist sh'kum sjúkdóms-
tilfellum hafa fariö heldur f jölgandi
á undanfömum árum.
Þetta eru m.a. niðurstööur rann-
sóknar sem Vinnueftirlit ríkisins lét
gera í samvinnu viö Rannsóknastofu
Háskólans í meinafræöi á tíðni ill-
kynja mesótelíóma hér á landi á
ofangreindu tímabili. Sjúkdómurinn
er æxli, vaxiö frá brjósthimnu, sem
umlykur lungu og klæöir innan innri
vegg brjóstkassans eöa lífhimnu,
sem umlykur líffærin í kviöarholinu.
Hefur sjúkdómurinn veriö rakinn til
asbestmengunar, og þykir samband
þeirra hafa komið æ betur í ljós m.a.
í nýjum rannsóknum frá Bandaríkj-
unum og Kanada. Sjúkdómurinn
mesótelíóma leiöir yfirleitt til dauða
á nokkrum mánuðum, aö því er segir
í frétt frá Vinnueftirlitinu og hafa
læknisaögeröir enn sem komiö er
haft lítil sem engin áhrif á gang
hans.
I niðurstöðum rannsóknar Vinnu-
eftirlitsins kom enn fremur fram aö
tíöni mesótelíóma viröist svipuð hér
á landi og í Bretlandi og Norður-
Ameríku. Bendir könnunin til þess aö
asbestmengun hafi veriö algengari
meðal þeirra sem fengu sjúkdóminn
en hjá viðmiðunarhópnum.
Dregur Vinnueftirlit ríkisins þá
ályktun af framangreindum rann-
sóknamiðurstööum aö takmarka
beri asbestnotkun hérlendis, eins og
framast sé mögulegt. Þegar hafi
tekið gildi reglur sem banni inn-
flutning og notkun asbests nema í
undantekningartilvikum en slíkar
undanþágur verði takmarkaðar eins
og kostursé.
Hefur Vinnueftirlitið gefiö út bækl-
ing sem ber heitið Varúö-asbest og er
hann ætlaður til leiöbeiningar fyrir
þá sem þurfa aö vinna með efnið.
-JSS.
Slæmar horfur íþjóðhagsspá
—þjóðarf ramleiðsla minnkar og erlendar skuldir stef na yf ir hættumörkin
Kaupmáttur ráöstöfunartekna
mun veröa 8% minni að meðaltali á
yfirstandandi ári en áriö 1983 ef
launabreytíngar veröa innan þess
ramma sem settur var í fjárlögum.
Þetta kemur fram í nýrri þjóöhags-
spá sem Þjóðhagsstofnun hefur sent
frá sér.
Þetta hlutfall minnkandi
kaupmáttar er miöaö við 26%
hækkun á verðlagi einkaneyslu. Þá
er gert ráö fyrir 9 til 10% hækkun
framfærsluvísitölu yfir áriö og talið
að veröbólgan muni stefna undir
10% í árslok miðað viö forsendur
fjárlaga. I spánni segir þó að ekki
þurfi mikið til aö raska þessari
verölagsþróun, því meðal annars séu
aö koma enn fram verðbreytingar
sem afleiðingar af liönum verðbólgu-
tíma. Þótt framfærsluvísitala hafi
hækkað um 1% á mánuði aö undan-
fömu er óvíst aö úr hækkun hennar
dragi frekar á næstunni. Þetta stafar
meöal annars af taxtahækkunum
opinberra þjónustufyrirtækja auk
þess sem innflutningsvöruverð kann
að hækka meira en undanfarna
mánuöi og jafnframt kynni búvöru-
verö aö hækka nokkuð.
Leitt er getum aö því aö búast
megi við að skráð atvinnuleysi í heild
geti numiö allt aö 2% af mannafla til
jafnaðar á yfirstandandi ári. Þó er
geröur sá fyrirvari aö erfitt sé aö
gera um þetta nákvæmar spár, en
bent á aö minnkandi afli muni án efa
leiða til slaknandi atvinnuástands og
aö staöbundinna erfiöleika kunni aö
gæta í ríkara mæli en í fyrra. Á
síöasta ári taldist atvinnuleysi l%af
mannafla til jafnaðar.
Verulegt átak þarf til að halda
hlutfalli erlendra skulda innan við
60% af þjóöarframleiöslu, segir um
horfuraar í þessum efnum í
þjóöhagsspánni. Viö þetta hlutfall er
hættumarkiö dregiö i lánsf járáætlun
ríkisstjórnarinnar. I árslok 1983 var
þetta hlutfall talið nema um 58% af
þjóðarframleiðslu og haföi hækkaö
úr 48% á árinu 1982. Ástæðumar
fyrir þessari hækkun voru viðskipta-
halli á árinu, hækkun bandaríkja-
dollars, lækkun gengis íslensku
krónunnar gagnvart erlendum gjald-
miðlum og að auki dróst þjóðarfram-
leiösla saman um 5,5 aö raungildi
áriö 1983.
Lánsf járáætlun var lögö fram á Al-
þingi í október en hefur enn ekki
verið afgreidd. I þjóðhagsspánni
segir aö lánsfjárþörf ríkisins hafi
síöan reynst meiri en reiknaö var
meö viö samningu lánsfjáráætlunar,
þar sem nú er gert ráð fyrir nokkrum
rekstrarhalla á fjárlögum 1984. Þar
var gert ráö fýrir verulega aukinni
lántöku innanlands en horfur um
innlenda lántöku eru nú óvissar bæði
í 1 jósi dræmrar sölu ríkisskuldabréfa
á undanförnum mánuðum og þar
sem útlit er fyrir minni kaupmátt og
umsvif innanlands en gert var ráð
fjTÍr þegar lánsfjáráætlun var
samin.
I síöustu þjóöhagsáætlun var
þjóöarframleiðsla talin verða 2,5%
minni 1984 en var á árinu 1983. Nú-
verandi horfur benda hins vegar til
þess að útkoman veröi tveimur
prósentustigum lakari, þannig aö
þjóðarframleiöslan minnki um 4,5%
frá fyrra ári. Þetta er minni sam-
dráttur en í fyrra en yrði þriðja sam-
dráttarárið í röð. Þjóðarframleiðsla
heföi því minnkað um 11 til 12% á
þremur árum ef spá Þjóðhagsstofn-
unar gengur fram. En vegna
væntanlegs bata á viðskiptakjörum
eru þjóöartekjur taldar minnka
minna en þjóöarframleiöslan eða um
3,5 til 4%. Þetta skerðir þjóðarfram-
leiðsluna aö gert er ráö fyrir auknum
vaxtagreiöslum til útlanda.
Horfur eru nú á aö viöskiptakjörin
viö útlönd veröi 1 til 2% betri á þessu
ári en því síöasta. I þjóöhagsáætlun
var gert ráö fyrir aö viöskiptakjörin
yrðu aö meöaltali svipuð milli ára en
horfur í þessum efaum hafa nú
breyst. Álverö er talið hækka meira
en í fyrri spám og sama gildir um
verö á kisiljámi. Gert er ráö fyrir aö
verð á áli hækki um 24% í dollurum
en kísiljárn hækki um 15% í norskum
krónum. Ekki eru þó taldar horfur á
hækkun á veröi annarrar útfluttrar
iönaöarvöru í erlendri mynt. Spár
OECD virðast benda til hagstæöari
þróunar fyrir utanríkisviðskipti
Islendinga. Horfur um fiskverö
erlendis eru þó ekki bjartar.
Markaösverö sjávarafuröa er nú
taliö vera 2% lægra í dollurum en
var aö meðaltali áriö 1983. Þessi
lækkun stafar meðal annars af verð-
lækkun á freðfiskflökum á
Bandaríkjamarkaði, ásamt lækkun á
saltfiski og skreið. A móti vegur
hækkun á veröi mjöls og lýsis og hátt
verð viö beina sölu fiskiskipa er-
lendis.
Um afkomu útgeröarinnar segir í
þjóðhagsspánni að hún muni aö
miklu ráðast af því hvort útgerðar-
kostnaður lækki með tilkomu nýrrar
fiskveiðistefhu. Engu aö síður blasir
þó við mikill rekstrarhalli á togurun-
um og rekstur bátaflotans stendur í
járaum. Spáö er að botnfiskveiöar
veröi reknar með tapi sem nemi aö
minnsta kosti 7 til 10% af tekjum og
ef ekki dregur úr sókninni veröur
tapið mun meira. OEF