Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 3. FEBRUAR1984. 3 REYNDIAÐ SNÚA FLUGVÉLINNI Á SVELLINU Litlu munaði að flugmanni vélar- innar, sem rann út af Olafsfjarðarflug- velli um siðustu heigi, tækist að hindra óhappið. „Þegar ég var kominn hálfa braut varð mér ljóst aö vélin myndi h'klega ekki stöövast á þeim hluta sem eftir var miðað við hvað bremsumar geröu h'tið. Til að bjarga því sem bjargað varð reyndi ég aö snúa henni hálf- hring,” sagði Jónas Finnbogason, flug- maður hjá Flugfélagi Norðurlands. til að snúa vélinni eins hratt og mögu- legt væri. „Þegar ég sá aö þetta ætlaði ekki að takast dró ég af báöum hreyflum og lokaði fyrir eldsneytið til að hindra íkveikju,” sagði Jónas. Honum hafði tekist að snúa véhnni rúmlega þvert á brautina þegar hún rann út af. Hefði honum tekist ætlunar- verkið hefðu hreyflarnir beint véhnni frá brautarendanum. -KMU. Flugválin skömmu eftir óhappið. Óvist er hvort borgi sig að gera við skemmdir sem urðu á henni. Flugvél sem þessi kostar um fimm milljónir króna. D V-myndÁsta Helgadóttir. Jónas ætlaði að snúa véhnni til vinstri. Hann beygði henni fyrst aöeins til hægri en gaf síðan hægri hreyfh afl Starfshópur Landhelgisgæslunnar: Þyrla valin um helgina Starfshópurinn, sem skoðað hefur þyrlumál Landhelgisgæslunnar, mun skila áliti sinu um helgina. I álitinu mun væntanlega koma fram hvaöa þyrlu hópurinn telur heppilegast að kaupa fyrir björgunarflug. Þrír starfsmenn Landhelgisgæsl- unnar komu frá Italíu í fyrradag úr kynnisför í boði Agusta-þyrluverk- smiðjunnar. Þeir kynntu sér Agusta Beh-þyriuna. Heim komu þeir með verðtilboð. VerðtUboö eru þá komin um aUar þær fjórar þyrlur sem áUtlegastar þykja; Sikorsky S-76, Dauphin SA- 365N, Westland 30 og Augsta Bell 412. -KMU. Öngþveiti á Arnarneshæð Hafnarfjarðarvegur lokaöist á Amarneshæð, milU Garðabæjar og Kópavogs, síödegis í gær. Skapaðist af þeim sökum mikið umferðaröngþveiti á mesta annatíma dagsins enda vegar- kafUnn einn sá fjölfarnasti á landinu. Ástæða vegarlokunarinnar var vandræði bíla vegna mikillar hálku og skafrennings, sem hindraði útsýn. Nokkrir smáárekstrar urðu á hæðinni og bílar lentu út af. Vanbúnir bíiar komust ekki áfram eftir að hafa stöðvast í hálum brekkunum. Svipuö vandræði sköpuðust á Strandarheiði á Keflavíkurvegi. -KMU. Hverjir eru í eftirlitsnefnd fjárlaganna? „Hver eða hverjir -tilnefna menn í eftirlitsnefd fjármálaráðuneytis og fjárveitinganefndar með framkvæmd fjárlaga?” er ein þeirra spurninga sem Guömundur Einarsson lagði fram í fyrirspurn til fjármálaráðherra á Al- þingi í gær. Við afgreiðslu fjárlaga ársins 1984 í desember kunngerði fjármálaráö- herra að hann hefði i hyggju að skipa sérstaka eftirUtsnefnd til að fylgjast með að f jármálum rikisins yrði hagað í samræmi við fjárlög. Guðmundur Einarsson hefur nú óskaö eftir upplýs- ingum um hverjir séu í nefndinni, hvert sé verksvið hennar, vald og ábyrgö og hvort samþykki fjár- veitinganefndar Alþingis við þessa til- högun við eftirlit með framkvæmd f járlaganna liggi fyrir. -OEF. Hafskiphf. stvðuraukíð átaktl útflutnings islensloar Iðnaðarvöru Vegna aukins átaks í sölu á íslenskum iðnaðarvörum erlendis og í tilefni 25 ára afmælis Hafskips bjóðum við útflytjendum eftirfarandi aðstoð: 1. 2. 3. 4. Aukin umsvif Hafskips erlendis skapa okkar mönnum þekkingu á erlendum stað- háttum, einkum á sviði flutninga, viðskipta og markaðsmála. Þessi þekking stendur til boða, m.a. með ráðgjöf og milligöngu. Fimm svæðisskrifstofur Hafskips erlendis; í Kaupmannahöfn, Hamborg, Rotterdam, Ipswich og New York og eigið flutningafyrirtæki, COSMOS Shipping Co. með skrif- stofur sínar í fimm borgum Bandaríkjanna, eru tilbúnar að veita enn frekari þjónustu. T.d. við ýmiskonar upplýsingaöflun, leit að viðskiptasamböndum, lækkun erlends milliliðakostnaðar, tilboðaleit í flutninga milli svæða erlendis, aðstoð við hráefnisöfl- un og útboð. Skipaður hefur verið sérstakur milligöngumaður á aðalskrifstofu Hafskips í Reykjavík, Þorsteinn Máni Árnason, til að sinna þessum verkefnum auk framangreindra aðila. Leitið til hans með frekari fyrirspurnir. Auk annarrar þjónustu sem að gagni gæti komið nefnum við síðast en ekki síst hvetjandi flutningsskilmála á iðnaðarhráefnum til landsins og fullunninni iðnaðar- vöru héðan. Aukið átak í útflutningi er íslensku þjóðinni lífsnauðsyn. Hafskip hf. gengur heilshugar til leiks. Okkar menn,- þínir menn HAFSKIP HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.