Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Blaðsíða 17
DV. FÖSTUDAGUR 3. FEBRUAR1984. 25 óttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Vegna íslendingsins hefur Stuttgart nú mesta sigurmöguleika — Asgeir Sigurvinsson sveif lar stjómarsprotanum hjá þýska liðinu „Kaup Bayern Miinchen á Ásgeiri Sigurvlnssynl voru talln mikil mistök. En hjá VFB Stuttgart sveiflar hann stjómarsprotanum og félagið hefur nú besta möguleika til að vinna sinn fyrsta melstaratitil í vestur-þýsku knattspymunni frá því 1952. Og það er vegna íslendingslns sem Stuttgart hef- ur mesta möguleika,” skrifar Klaus Söndergaard í Fodboldmagasinet í Danmörku. Sex dálka grein í blaðinu um Stuttgart og þar er langmest skrif- að um Ásgeir. Birt mynd af honum, einum leikmanna. Það eru meira en 20 ár frá því Stutt- gart vann meistaratitilinn. Síðustu sex leiktimabilin hefur liðiö náð góðum árangri en orðið að horfa á eftir titlin- um annaðhvort til Hamburger SV eða Bayem Miinchen. Einfalt að benda á skýringuna. Það lék glæsilega gegn lakari liðunum en leikmenn höfðu ekki trú á sjáifum sér í uppgjörum við sterkustu liðin. Þetta hefur breyst á þessu leiktímabili. Sigrar gegn Hamburger, Bayem og Werder Bremen. Liðið hefur góöan markvörð, Föster- bræðurna í vörninni og stórefni þar eins og Hans-Peter Magan og Guido Buchwald. Miðjumennirnir mjög snjallir, Kurt Niedermayer, Ásgeir Sigurvinsson, Karl Allgöwer og „gamli” Hermann Ohlicher. I framlín- unni Dan Comeliusson (Svíi), Walter Kelsch og Peter Reichert. Engar stór- stjömur mundi einhver ef til vill segja. I Stuttgart telja þeir sig þó hafa eina stórstjörnu, tslendinginn Ásgeir Sigur- vinsson, og hann er þýðingarmesti leikmaöur liösins. Mistökin hjá Csernai - Þá er ferill Asgeirs rakinn í danska blaðinu og sagt frá því þegar hann var keyptur frá Standard til Bayern fyrir mikla peninga. Þjálfarinn þar, Pal Csemai, var á móti honum. Eftir tvo mánuði sagði hann að kaupin á Asgeiri hefðu verið jafnmisheppnuö og kaupin á Kalle Del’Haye. En mistökin lágu einmitt hjá Csemai sjálf um. Bayem á eftir að gjalda þeirra, Csemai var rekinn og er nú í Grikk- landi. Ásgeir hafði engan hug á þvi að vera „vatnsberi” fyrir Paul Breitner, leikstiH hans er ekkert í þá áttina. Ásgeir fór til Stuttgart fyrir 1,3 milljónir marka (ásamt Nieder- mayer) og margir voru hissa á að svo miklir peningar voru greiddir fyrir leikmann, sem hafði verið „fiasko” hjá öðm stórliði. En þjálfarinn Benthaus vissi hvað hann var að gera. Hann eftirlét Ásgeiri stjómarsprotann á miðjunni og hljóm- sveitin lét vel að stjórn. Ásgeir fann sig ekki í hinu kalda andrúmslofti hjá Bayem, bæði andlega sem á knatt- spymusviðinu. Sagt er aö hann hafi lært meira í þýsku á einum mánuði hjá Stuttgart en heilu ári hjá Bayern. Þar mætti hann velvild og skilningi — eftir frystinguna hjá Bayem. Kom í stað Miiller Asgeir var keyptur til Bayem til að fylla gatið sem Hansi Miiller skildi eftir sig þegar hann fór til Inter Milano. Leikstíll þeirra er svipaður. Aðal Ásgeirs er hnitmiðaðar, langar sendingar, 30—40 metrar. Hann hefur mikla yfirsýn á leikvelli, — kann einn- ig að halda knettinum og minnka hraöann þegar það er nauðsynlegt. Oft sér maöur þrumuskot frá honum. Eina vandamál hans em slæmir ökklar og hann hefur orðið að fara í uppskurði. Haustið 1982 missti hann af 11 leikjum í Bundesligunni. Það var slæmt fyrir 'Stuttgart sem aðeins fékk 12 stig úr [þeim. Sl. sumar varð hann aftur að gangast undir uppskurð og þaö var fyrst eftir að leiktimabilið hafði staðiö í mánuð að hann tók aftur við sínu yfir- burðahlutverki. Aftur dæmigert fyrir liðið að það náði sér fyrst virkilega á strik frá því augnabliki sem Ásgeir kommeðáný. En auðvitað er Asgeir ekki eina ástæðan fyrir velgengni Stuttgart. Dan Corneliusson hefur gert þaö gott og fann strax vin og stuðningsmann þar sem Ásgeir var þegar hann kom til Stuttgart. En meiðsli hafa h'ka sett strik í reikninginn hjá Svíanum. Síðan fjallar danski blaöamaðurinn vítt og breitt um aðra leikmenn Stuttgartliðs- ins og ef til vill komum við nánar að þvi síðar. hsím. Ein insgesamt starker VfB mít zwei glánzenden „Nordlichtern' úberrannte die harmlosen Lauterer „Sigi“ foppte wie er wollte VfB Stuttgart — 1. FC Kaiserslautem 5:1 (2:0) VfBStuttgart: Trainer: Benthaus Roleder (2) Schafer(í) Makan(2) Buchwald(2) Niedermayer (3) Ohlicher(3) Allgöwer(3) Sigurvinsson (1) Zietsch (3) Reichert (3) Corneliusson (2) Ásgeir Sigurvinsson — maður dagsins í V-Þýskalandi. .Brasilíumaðurinn frá Islandi’ Ásgeir f ær f rábæra dóma, en Hans-Peter Brigel meðaumkun Það er að bera í bakkafulian lækinn að segja frá snilldarleik Asgeirs Sigur- vinssonar með Stuttgart gegn Kaiser- slautern um sl. helgi, þar sem við erum búnir að segja ítarlega frá frammi- stöðu hans í leiknum. Við gátum þó ekki setið á okkur þegar vlð sáum lof- samleg ummæli um Ásgeir í v-þýska knattspyrnutimaritinu „Kicker”. Þar segir að þeir knattspymuunn- endur sem sátu heima hjá sér í Stutt- gart þegar félagið vann Kaiserslaut- ern 5—1, geti nagað sig í handarbökin fyrir að hafa misst af „Sigi-Super- show”, en leikur eins og hann hafi sýnt sæist ekki á hverjum degi í V-Þýska- landi. Blaðið segir aö menn hafi haft meðaumkun með v-þýska landsliðs- manninum og fyrrverandi tugþrauta- keppa Hans-Peter Brigel, sem átti að hafa gætur á Asgeiri. Ásgeir vissi af því fyrir leikinn og hélt hann sig alltaf í námunda við Brigel, en í 90 mínútur hafi Ásgeir alltaf verið minnst einu skrefi á undan Brigel og notað sér það forskot til hins ýtrasta. — „Asgeir lék sinn besta leik með Stuttgart og hvaða knattspymumaður í V-Þýskalandi hefur yfir að ráða eins mikiili getu, skotkrafti og snilldar- sendingum af 40—50 m færi og hann? Sendingum sem ruglar alla vamarleikmenn í ríminu. Hann er frá- bær knattspymumaður — „Brasilíu- maöurinn frá Islandi”, segir blaðið sem útnefndi Ásgeir mann dagsins. Ásgeir var fljótur að gefa skýringu á góöum leik Stuttgart, hann sagði: — „Við höfum æft mjög vel eftir vetrar- fríið og eftir tvo leiki em þær æfingar að koma í gagniö. Krafturinn er mikill hjá okkur og við höfum nú mjög gaman af því að leika knattspyrnu,” sagði Asgeir, sem einnig var valinn i lið vik- unnar hjá Kicker — hann fékk hæstu einkunnargjöf, einn — sem þýðir frábær. -SOS. Franke (3) Eintr. Braunschweig Kaltz(3) Hamburger SV Herget(8) Bayer Uerdingen Dickgiefler(l) Waldhof Mannheim Scháfer (3) VfB Stuttgart Borchers(1) Eintracht Frankfurt Tripbacher(l) • Sigurvinsson (4) Eintr. Braunschweig VfB Stuttgart M.Rummenigge(l) Corneliusson (2) Schreier(3) Bayern Miinchen VfB Stuttgart VfL Bochum In Klammern die Anzahl der Berufungen in die „Elf des Tages'. Lið vikunnar hjá Kicker. Þetta er i fjórða skipti, sem Ásgelr er útnefndur í liðið í vetur. Fjögur heimsmet settíMilano Sovéskir frjálsíþróttamenn settu tvö ný helmsmet i frjáisum iþróttum inuanhúss í iandskeppni Italiu, Sovétríkjanna og Spán- ar. Igor Pakling stökk 2.36 metra í hástökki en eldra heimsmetið átti landi hans Vladimir Yaschenko, sett 1978. Sergel Bubka bætti elglð heimsmet í stangarstökki um etnn sentimetra. Stökk 5.82 m en þessi tvítugi piltur, sem varð heimsmeistari í Helslnki sl. sumar, stökk 5.81 m á móti 15. janúar si. Tvö önnur heimsmet innanhúss voru sett á mótinu, sem háð var i Milano i fyrrakvöld, Gluliana Salce, Italiu, setti heimsmet i 3 km kappgöngu kvenna. Gekk á 13:08.09 mín. en eldra heimsmetið átti Mla Kjölberg, Noregi. Það var 13:24.00 min., sett í febrúar 1981. Sveit Italiu setti heimsmet í 4 X 200 m boðhlaupi karla. Hljóp á 1:25.42 min., sett 1982. -hsím. Víkingur áAkureyri FH og Valur hafa tryggt sér rétt tii að leika í fjögurra liða úrslitakeppninni um Islandsmeistaratitilinn. Fjögur féiög berjast um hin tvö sætin — Víkingur, Þróttur, KR og Stjaman. Tveir leikir verða leiknir í 1. deildar- keppninni í handknattleik í kvöld. KA fær Víkíng í heimsókn á Akureyri og Stjaman leikur gegn Haukum i Kópavogi. Báðir lelkimir hefjast kl. 20. FH leikur gegn KR í Hafnarfiröi á morgun kl. 14 og Þróttur leikur gegn Val á sunnudaginn kl. 20.15. Hér fyrir neðan má sjá hvaða leiki félögin eiga eftir að leika — H eru heimaleikir og U eru útileikir. Félögin eiga eftir að leika eftirtalda leiki í 1. deildarkeppninni: FH: KR(H), Valur(U) og Haukar(H). Valur: Þróttur(U), FH(H) og Víkingur(U). Víkingur: KA(U),KR(U) ogValur(H). Þróttur: Vaiur(H), Haukar(U) og Stjaman(H). KR: FH =4U), Víkingur(H) ogKA(U). Stjaraan: Haukar(H), KA(H) og Þróttur(U). Haukar: Stjaman(U), KA(H), Þróttur(H) ogFH(U). KA: Víkingiu-(H), Stjaman(U), Haukar(U) ogKR(H). Síðasta umferð 1. deildarkeppninnar verður leikin 18.—19. febrúar. Hart barist íNjarðvík Fjórir leikir verða leiknir í úrvalsdcildinni í körfuknattleik um helgina. Slagurinn hefst í Njarðvík i kvöld kl. 20, en þá fá helmamenn Keflvíkinga í heimsókn. Njarðvíkingar hafa alltaf átt í miklum erfiðleikum með Kefl- víkinga. Þrír leikir verða leiknir á sunnudaginn. Haukar mæta Njarðvíkingum í Hafnarfirði, KR leikur gegn Val og iR-ingar leika gegn Keflvíkingum. Snarsnerist HK íhag Þaö stefndi í fyrsta sigur Fram yfir HK í 1. deild karla í blaki þegar leikurinn snar- snerist. Fram haföi náð 2—1 forystu í Haga- skóla í gærkvöldi, tapað fyrstu hrinu naum- lega 12—15 eftir 12—9 forskot en unnið næstu tvær hrinur, 15—8 og 15—7. Fjórða hrinan varð sem martröð Fram- ara. Leikur liðsins hrundi um leið og HK- menn náöu einbeitingu. Þeir sigmöu 15—2 og unnu svo úrslitahrinuna 15—6. HK stóð því uppi sem sigurvegari, 3—2. Samúel örn Erlingsson, Páll Olafsson og Hreinn Þorkelsson voru bestir hjá HK. Haukur Magnússon stóðsíg best Framara. Karla- og kvennaliö Þróttar áttu ekki í vandræðum með Víkingsliðin, sigraðu bæði 3—0. Kvennaliöiðvannl5—12,15—lOoglð— 9. Karialiðið vann 15—11,15—4ogl5—9. Einn leikur fór fram í bikarkeppni Blak- sambandsins. 1S vann Þrótt Neskaupstað 3-0:15-5,15-12 og 15-6. -KMU. óttir (þróttir (þróttir Iþróttii (þróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.