Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR 3. FEBRUAR1984. 9 í nýafstöðnu happdrætti SÁA voru vinningar tíu SAAB-bifreiðar. Aðeins ein bifreið hefur verið sótt. Hér afhendir formaður happ- drættisnefndar SÁÁ, Grétar Bergmann, vinningshafanum, Guðrún Brynju Bernharðs- dóttur, þá bifreið. Á myndinni eru, auk Grétars og Guðrúnar Brynju, móðir hennar, Guðrún Jónsdóttir, og Árni Reynisson, full- trúi hjá SÁÁ. FIMMTI HVER HAPP- DRÆTTIS- MIÐI — seldist hjá SÁÁ — einn bíll sóttur Vegna ummæla í grein á neytenda- síðu DV mánudaginn 23. janúar sl.,- þar sem vikiö er að nýafstöðnu happ- drætti SAA, þykir mér rétt að upplýsa eftirfarandi: Það er rangt sem segir í greininni að f jöldi útgefinna miöa sé á valdi þeirra sem standa fyrir happdrætti. Þvert á móti eru öll happdrætti háð leyfi dóms- málaráðuneytisins og slík leyfi eru bundin því að vinningar séu a.m.k..l/6 af verðmæti útgefinna miða. í umræddu tilfelli var heildarverð- mæti vinninga 4,5 milljónir króna. Fjöldi útgefinna miða var í samræmi við það, 225.000 númer á 120 krónur hvert. Við sendum út 200.000 miöa. Viðtakendur voru íslenskar konur sem fengu senda 2 miða hver og allmörg fyrirtæki sem fengu 10 miða hvert. Afgangurinn var hafður til lausasölu. Allt er þetta í samræmi viö landslög, leyfi ráðuneytis og venjur í hliðstæöum happdrættum. Því má bæta við að í þessu happdrætti seldist rúmlega fimmti hver miði eöa 22%. Eftir reikningslíkum hefðu því tveir bílar átt að ganga út. Einn hefur þegar verið sóttur. Hugsanlegt er að fleri gefi sig fram en frestur til að sækja vinninga rennur út 6. desember nk. I fyrra' héldum við svipað happdrætti og þá seldust 2/3 útgefinna miða. Þá sleppt- um við heilum aldursflokkum og feng- um skömm í hattinn fyrir. Því ákváðum við að gefa öllum kost á að styðja okk- ur í þetta sinn. Nú má ekki gleymast að tilviljun ræður alltaf úrslitum í happ- drætti. Það hefðu getað gengið út fleiri vinningar en nemur hlutfalli seldra miöa og við hefðum jafnvel getað tapað á öllu saman. Utkoman varð hins vegar sú að hagnaður er 2,9 milljónir króna og þessi fjárhæð dugði okkur til að ljúka byggingu sjúkrastöðvarinnar fyrir áramót eins og stefnt var að. Eg vil nota tækifærið og þakka íslenskum konum, körlum og fyrir- tækjum sem studdu okkur með þátt- töku í byggingarhappdrættinu, svo og í annarri f járöflun. Þið hafið hjálpað okkur að lyfta grettistaki og árangurinn er þegar far- inn aö skila sér. Arnaðaróskir sendi ég kollegum í öðrum hjálparstofnunum sem byggja á samúð og stuðningi al- mennings í landinu. Grétar Bergmann, formaður happdrættisnefndar SAA Fyrirtæki, einstaklingar Höfum til leigu vel útbúnar gröfur til snjómoksturs, einnig vörubíla ef fjarlægja þarf snjó eða annað. KRAFTVERK HF. SÍMI 42763. CAR RENTAL SERVICE - 75 FAST VERÐ - EKKERT KÍLÓMETRAGJALD SÖLUSKATTUR INNIFALINN í VERÐI Leitið upplýsinga. SMIÐJUVEGI 44 D - KÓPAVOCI - ICELAND AÐALSÍMI: 75 400 & 78 660 KVÖLD OG HELGARSÍMI: 45 651 & 46 211 TELEX 2271 IÐN IS AUGLÝSINGASTOFU VANTAR HÚSNÆÐI Óskum eftir að taka á leigu hentugt húsnæði fyrir ört vaxandi auglýsingastofu. Helst staðsett í miðbæ Reykjavíkur. Hentug stærð 60 — 70 fermetrar. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR í SÍMA 75655. KAFFl ^ VÁmNN KVÖLDIN BYRJA AFTUR ÖLL BJÓÐUM EIIMIMIG: fiskréttahlaðborð fyrir hópa og samkvæmi, köld bprð, smurt brauð og snittur. Verið velkomin. FIMMTUDAGS-, FÖSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLD KAffl ' VAéHim Grandagarði 10 —Sími: 15932 SKIÐA- OG FERÐAB I.FYLGIR DV JftlÍÍÍ • SkíðaraH kringum landið • Skíðaferðir til útlanda • Vélsleðamótá öræfum • Trimmlandskeppni á skíðum • FjaHhíf er nýjasta æðið • Umferðarreglur skíða- og vélsleðamanna • Hvernig á að velja skíðin ______ • Nýr og breyttur skíðaskáli • Helstu skíðastaðir á landinu • o.fl. o.fl. o.fl. >' -T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.