Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Blaðsíða 12
DV Frjálst.óháÖ dagblað Ú-tqáfufclag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastióri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 66611. Auglýsingar: SÍDUMULA 33. SÍMI 27022. Afgreiósla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plótugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarveröá mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblaó25kr. DV. FÖSTUDAGUR 3. FEBRUAR1984. Verðbólgu- skepnan af líf uð —en hvað tekur við? Barist um bankastjóra Bankastjórastööur virðast eftirsótt hnoss, ef marka má það írafár í hvert skipti sem slík staða losnar. Nú er bitist um bankastjórastöðu í Búnaðarbankanum og er það í annað skipti á stuttum tíma. Einhver kynni að halda að það væri ekki sérlega skemmtilegt starf að neita hjálparþurfi fólki um lánafyrirgreiðslu eða skammta því fé úr hnefa út á yfirdrátt í Seðlabankanum. En eflaust eru bankastjórar vel launaðir og svo þykir það fínt. Menn vilja vera fínir á íslandi. Þess vegna skipta stjórnmála- flokkarnir þessum bitlingum á milli sín eftir lögmálum samtryggingarinnar og rífast síðan um það innbyrðis, eins og litlir krakkar, hver jir hreppi hnossið. Framsóknarmenn urðu sér til athlægis á dögunum þegar flokkurinn gerði upp á milli þriggja sauðtryggra flokksmanna, án þess þó að sá erindisrekstur bæri árangur. Framsóknarformaðurinn mælti með Hannesi Páls- syni, bankaráðið valdi Stefán Pálsson og sá þriðji, Stefán Valgeirsson, fór í fýlu. Stefán er enn í fýlu vegna þess að hann vildi að þing- flokkur framsóknarmanna greiddi atkvæði um það hver skyldi verða bankastjóri í Búnaðarbankanum. Þó situr þessi alþingismaður í bankaráðinu og mun vera for- maður þess. Nú hefur það gerst að Magnús Jónsson frá Mel er fall- inn frá og Sjálfstæðisflokkurinn telur sig eiga sætið. Þing- flokkur sjálfstæðismanna hefur samþykkt að mæla meö Lárusi Jónssyni alþingismanni og formaður flokksins til- kynnt bankaráðinu þá samþykkt. En þá bregður svo við að Stefán Valgeirsson snýr við blaðinu. Nú er hann á móti því aö flokkarnir séu aö skipta sér af stöðveitingunni. Nú er principið fokið út í veöur og vind og nú skal hengja bakara fyrir smið. Úr því Framsóknarflokkurinn hunsaði sinn eigin þingmann og bankinn valdi annan framsóknarmann en þann sem flokkurinn vildi, hefur Stefán Valgeirsson valið þann kost að ná sér niðri á Sjálf- stæðisflokknum með því að þvælast fyrir skipan Lárusar. Allt er þetta heldur skondið og aftur eru flokkarnir að verða að athlægi. Þeir geta ekki einu sinni komið sér sam- an um að hafa „system í galskapet”. Þeir slá eign sinni á embætti ríkisstofnana en þykjast samt vilja lúta niður- stöðum bankaráðanna. Þeir þykjast hafa princip en gera eitt í dag og annað á morgun. Stefán Valgeirsson vill ýmist að flokkarnir ráði bankastjórana eða hann vill ekki að flokkarnir ráði bankastjórana. Það er leitt þegar góðir menn og gegnir dragast inn í slík hrossakaup, eins og þau sem nú eiga sér stað. Lárus Jónsson er hinn mætasti maður og hefur sér ekki annað til saka unnið en þiggja tilnefningu flokksbræðra sinna. Enda snýst þessa deila heldur ekki um hans persónu. Hún snýst hins vegar um það hvort flokksræði eigi að ríkja þegar kemur að veitingu áhrifamikilla embætta. Allt þetta vandræðalega brölt, misheppnuð og heldur illa þokkuð afskipti flokkanna af málefnum og stöðuveit- ingum í Búnaðarbankanum eru sennilega fjörbrot þeirrar samtryggingar sem hefur ríkt. Flestum er að verða ljóst að flokkspólitískar stöðuveitingar tilheyra for- tíðinni og ganga ekki í nútímaþjóðfélagi, þar sem fólk vill vinna sig upp í stöðum í krafti þekkingar og starfshæfi- leika. Bankamenn eru bankamenn og pólitíkusar eru pólitíkusar. Því fyrr sem menn viðurkenna þessa stað- reynd því betra, bæði fyrir bankana og flokkana. ebs Veröbólgan er til komin vegna dekurs stjórnvalda viö þá sem stjóma atvinnulífi þessa lands af stakri sér- gæsku. Þaö er komið í veg fyrir sam- keppni á innlendum og eríendum mörkuöum meö ýmiss konar sam- tryggingu og auöhringamyndun. Verslunin og iönaöurinn skrúfa upp verðlagiö og gengiö er fellt fyrir fisk- iönaöinn. t fáum oröum sagt er þetta uppskriftin að íslensku veröbóigunni. Gjafafé var deilt út A bernskuárum sínum malaði íslenska veröbólgan gull fyrir atvinnu- rekendur meö því aö skerða verðgildi launa og breyta fjárfestingarlánum í gjafir. Verkalýöshreyfingunni tókst þó oft að sporna nokkuð viö skeröingu verögildis launanna meö því aö knýja fram visitölubindingu þeirra. Þrátt fyrir þaö streymdi gjafafé áfram úr bönkum og sjóöum í formi óverðtryggðra lána. Alþýöan fékk drjúga mola af boröum húsbændanna sem óverötryggð víxillán, húsnæöis- málastjórnarlán og námslán. Atvinnurekendur notuöu sumt af gjafafénu til aö reka heimili sín meö sæmilegri reisn. Meirihlutinn fór þó í bíræfnar fjárfestingar í fiskiskipum, fiskiöjuverum, verslunarhöllum, skrif- finnskumusterum o.fl. Margar af gjafafjárfestingunum skiluöu dágóöum gróða sem sást þó Þorvaldur örn Árnason lIffrædingur, starfar hjA menntamAlarAðuneytinu. stuölar reyndar hvort tveggja að sóun verömæta, en hverju munar þaö þegar hagur höfðingjanna er annars vegar? Eins og mönnum er kunnugt eru skattalögreglan og dómskerfiö nær óstarfhæf þannig aö stór skattávika- mál, sem uppvís veröa, dagar flestöll uppi. Pöbullinn borgar sem sagt skatt- ana en litlu sólkonungarnir eru skatt- frjálsir eins og í Frakklandi foröum. Almenningur reyndi vissulega aö læra listir húsbændanna. Langar biöraöir mynduöust hjá banka- stjórunum og þeir heppnustu eignuöust veglegar villur og lúxuskerrur og ferðuðust til suðrænna landa á óverðtryggðum víxlum, Launamenn beittu töfrabrögöunum á sína eigin sjóði, lífeyrissjóöina, og úthlutuðu sér óverötryggöum lánum úr þeim á kostnaö lífeyrisþega. Þá varö til máltækið „glötuö er geymd króna” og efnahagurinn blómstraöi. hvergi á skattaskýrslum. Skattalögin eru nefnilega svo haganlega gerö aö gróöi fyrirtækja er að mestu skatt- frjáls. Þaö tekst einkum meö því að hafa fjárfestingar skattlausar og leyfa afskriftir langt umfram þarfir. Þetta Svo kom að skuldadögum Góðæri þetta gat ekki varaö enda- laust. Sparifjáreigendur uppgötvuðu einn af öörum aö það var verið að fé- fletta þá. Þá fór margt gamalt fólk í gröfina án þess aö hafa uppgötvaö aö sparifé þess var oröið að verðlausum pappír. Nú tóku margir þaö til bragös aö láta Dýrmætt starf ungmenna- og íþróttahreyfingar — opið bréf til alþingismanna og forystu ÍSÍ og UMFÍ Málefni ungmenna- og íþrótta- hreyfingarinnar eru nú til meðferöar á Alþingi Islendinga. Af því tilefni vil ég undirritaöur vekja athygli á eftirfar- andi: Iþróttalög voru síðast endurskoöuö af Alþingi fyrir tæpum 30 árum eöa 7. apríl 1956. Þau skiptast í 6 kafla og fjalla m.a. um: stjórn íþróttamála í landinu, íþróttasjóö, íþróttir 1 skólum, réttindi til íþróttakennslu, frjálst íþróttastarf og ýmis ákvæði. Lögin í sjálfu sér hafa verið ágæt og þjónaö sínum tilgangi en þróun þjóðfélagsins hefur á fyrrnefndu tímabili veriö svo ör að endurskoðun og aölögun hlýtur aö vera tímabær. Þaö er öllum ljóst aö starf ung- menna- og íþróttahreyfingarinnar frá upphafi hefur veriö þjóöinni dýrmætt. Svo mun einnig verða um ókomin ár og jafnvel enn mikilvægara eftir því sem tímar líöa. Stór hluti þjóðarinnar er fé- lagsbundinn í íþróttahreyfingunni og þeir eru fáir sem ekki tengjast starfi hennar á einhvem hátt. Frœðslustarf Mikill meirihluti barna og unglinga í landinu veröur fyrir uppeldisáhrifum viö leik og störf í íþróttafélögunum ein- Kjallarinn Hermann Níelsson formaður UÍA mitt á mikilvægu mótunarskeiöi einstaklingsins. Þaö er því brýnt aö hreyfingunni veröi gert kleift aö halda úti góðu fræðslu- og menntunarstarfi, sérstaklega fyrir væntanlega leiðbein- endur sem margir hverjir eru fyrir- myndir æskufólks. Margt væri hægt aö bæta og efla ef fjárhagslegur grund- völlur væri fyrir hendi. Eg vil nefna hér eitt dæmi um málaflokk sem mikiö er til umræöu þessa dagana. Meö átaki í fræðslumálum leiöbeinenda væri hægt að samræma aðgerðir gegn notk- un og útbreiðslu ávana- og fíkniefna. Greinarhöfundur dvaldist viö nám í Svíþjóö fyrir tveimur árum og varö vitni aö jákvæðri tilraun í sveitarfélag- inu Lidingö í Stokkhólmi. Þar tóku fé- lögin sig saman og héldu fræðslufundi og námskeið fyrir alla þjálfara bama og unglinga í sveitarfélaginu. Var þar rætt um áfengisneyslu unglinga, orsakir og afleiöingar. Síöan ákváöu leiðbeinendumir (þjálfararnir) að ræöa málin við nemendur sína og reyna að finna leiðir til áhrifa og ur- bóta. Haldnir vom fundir einu sinni í mánuöi þar sem leiöbeinendumir báru saman bækur sínar og sögöu frá feng- inni reynslu. Fyrrnefnd tilraun var gerð aö undirlagi nemenda og kennara viö Idrottsfolkhögskolan Bosön Lidingö sem rekinn er af íþróttasambandi Svíþjóöar. Því miöur hef ég ekki upplýsingar um árangur í tölum en það er þó alveg víst aö viðleitnin var af hinu góöa og aö mínu mati líkleg til árangurs. Meining min meö þessum skrifum er aö vekja athygli alveg sérstaklega á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.