Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Page 4
DV ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR1984
SvanurJónsson:
„Ekki tilbúinn
íverkfall”
„Eg er ekki tilbúinn til aö fara í
verkfall,” segir Svanur Jónsson,
starfsmaöur Reykjavíkurborgar.
Svanur segist ekki hafa efni á því ,að
fara í verkfall og þaö hafi enginn.
„Viö erum allir svo blankir,” segir
hann.
Hann telur að þaö eina rétta heföi
veriö aö samþykkja samninga ASI og
VSI.
„Vissulega eru þetta lélegir
samningar en ég er hræddur um aö viö
fáum ekkert betra,” segir Svanur
Jónsson.
-SþS
Kristian Beck:
„Ekkimeð
verkfalli”
„Nei, ég er ekki fylgjandi verkfalli,”
segir Kristian Beck, starfsmaöur
Reykjavíkurborgar.
Kristian er þeirrar skoöunar að
verkamenn fái ekkert meira út úr því
aöfaraíverkfall.
„Eg held aö þaö hefði veriö best aö
samþykkja samning VSI og ASI,”
segirKristianBeck. -SþS
Vilja þeir verkfall?
rætt við nokkra Dagsbrúnarfélaga
Eftir að Verkamannafélagið Dagsbrún felldi ný-
gerða kjarasamninga ASÍ og VSÍ, bíða menn
eftir því hvað komi út úr samningaviðræð-
um Dagsbrúnar og VSÍ. Spurningin er, tekst Dags-
brúnarmönnum að fá betri samning en ASÍ og ef
ekki, ætla þeir þá í verkfall?
Á meðan beðið er eftir svörum við þessum
spurningum leitaði DV álits óbreyttra Dags-
brúnarfélaga á verkfallsaðgerðum.
-SþS
Páll Gunnarsson:
„Fylgjandi verkfalli”
„Eg fer í verkfall ef farið veröur
fram á þaö,” segir Páll Gunnarsson,
starfsmaöur viö Reykjavíkurhöfn.
„Eg vil fá aö lifa á launummínum og
ég tel að viö getum fengiö eitthvaö
meira meö verkfalli,” segir hann.
Páll heföi ekki viljaö samþykkja
samning ASI og VSI og telur aö fáist
ekkert út úr komandi samningum
Dagsbrúnar og VSl veröi að reyna
verkfall.
„Þaö er eina vopniö sem viö höfum.
Viö höfum ekki efni á að láta stela af
okkur,” segir Páll Gunnarsson. -sþS
Sigurður Magnússon:
„ Verkfall er eina leiðin”
„Eg er tilbúinn til aö fara í verk-
fall,” segir Siguröur Magnússon,
starfsmaður viö Reykjavíkurhöfn.
„Það hafa aldrei fengist neinar úr-
bætur fyrir verkafólk nema meö verk-
falli,”segirhann.
Siguröur á ekki von á aö mikiö komi
út úr samningaviðræðum Dagsbrúnar
ogVSI.
„Þaö eru ekki verkamenn sem eru
aö semja fyrir okkur heldur einhverjir
hálaunaðir háskólaborgarar sem hafa
ekki hugmynd um hvaö þeir eru aö tala
um. Þess vegna er verkfall eina
leiðin,” segir Siguröur Magnússon.
-SþS
Sigurður Helgi Gunnarsson:
„Fáum betra án verkfalls”
„Nei, ég er ekki tilbúinn til aö fara í
verkfall,” segir Siguröur Helgi
Gunnarsson, starfsmaöur viö Reykja-
víkurhöfn.
„Eg hef hreinlega ekki efni á verk-
falli,”segirhann.
Siguröur Helgi álítur aö þaö hafi
verið rétt aö hafna samkomulagi ASI
ogVSI.
„Eg held aö viö getum fengið betri
samninga án þess aö fara í verkfall,”
segirSiguröurHelgiGunnarsson. -SþS
Einar Már Gunnarsson:
„Tilbúinn íverkfall”
„Eg er tilbúinn í verkfall ef þess þarf
meö,” segir Einar Már Gunnarsson,
starfsmaöur viö Reykjavíkurhöfn.
„Vissulega hef ég ekki efni á því en
ég hef heldur ekki efni á því að vinna á
þeim launum sem ég hef núna,” segir
hann.
Einar Már segist ekki trúa ööru en
aö verkfall bæti stööuna hjá Dags-
brúnarmönnum.
„Eg býst ekki viö aö þaö fáist neitt
meira í samningum en auövitað vonast
ég til aö þaö fáist einhver meiri
prósentuhækkun en ASI og VSI sömdu
um. En ég býst fastlega viö aö þetta
fari út í hörku,” segir Einar Már
Gunnarsson.
-SþS
Ragnar Bergsson:
„Vilekki
verkfall”
„Verkfall vil ég ekki. Viö höfum
ekkert efni á að fara í verkfall eins og
útlitið í þjóöfélaginu er í dag,” sagöi
Ragnar Bergsson, starfsmaöur
Reykjavíkurborgar.
Ragnar telur aö Dagsbrún heföi átt
aö samþykkja þann kjarasamning sem
ASI og V SI geröu með sér.
„Viö fáum ekkert meira út úr þessu
en aðrir,” segir Ragnar. -gþg
Guðbrandur
Valdimarsson:
„Ekkertefni
á verkfalli”
„Eg segi afdráttarlaust nei viö verk-
falli,” segir Guöbrandur Valdimars-
son, starfsmaöur Reykjavíkurborgar.
„Eg hef ekkert efni á að fara í verk-
fall og veit ekki um neinn sem hefur
efni á því,” segir hann.
Guðbrandur telur aö samþykkja
heföi átt samning VSI og ASI.
„Þaö getur vel verið aö við fáum eitt-
hvað meira út úr þeim samningum
sem framundan eru en ég held aö
menn hafi tekið of mikla áhættu meö
því aö hafna samkomulagi ASI og
VSI,” segir Guðbrandur Valdimars-
son. -SþS
í dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
Sjónvarpsprédikarínn f rá Dagsbrún
Þær eru orönar ansi fáar, skraut-
fjaðrir Alþýðubandalagsins. Þar
stendur raunar ekkert eftir nema
Guðmundur jaki og Jón Kjartansson
í Eyjum. Verkalýðsfélög hafa eitt af
ööru virt bann Alþýðubandalagsins
viö samþykkt kjarasamninga ASI og
VSÍ að vettugi. Eftir stendur Svavar
flokksformaður eins og berstripaöur
hani sem .er hættur að geta vakið
nokkurn með gali sinu.
Það er á allra vitorði að forysta
Alþýðubandalagsins gaf út dag-
skipun þess efnis aö kjara-
samningarnir skyldu felldir á félags-
fundum. Jafnframt var barist með
oddi og egg gegn samkomulagi í
Straumsvík og Þjóðviljinn birti
„viðtöl” við starfsmenn í álverinu
lon og don. Að vísu voru viðmæl-
endur blaðsins sjaldnast nafngreind-
ir og því gætu þessi „viðtöl” allt eins
hafa verið unnin á kontór blaðsins án
afskipta verkamanna í álverinu. En
þegar samningar tókust í Straums-
víkinni reyndi blaðið að nota þá
samninga í baráttu sinni gegn ASI
samningunum, meö því að hamra á
því að betri samningar hafi náðst í
álverinu.
Gífurlegur áróður var rekinn
meðal félaga í Verkakvennafélaginu
Framsókn gegn kjarasamningunum.
Meðal annars var boðað til almenns
kvennafundar áður en félagsfundur
Framsóknar var haldinn þar sem
varað var við samþykkt á samkomu-
lagi ASÍ og VSÍ. En allt kom fyrir
ekki og þá var gripið til þess ráðs að
kæra fundarstjórn á Framsóknar-
fundinum. Það sýður og kraumar í
forystuliði Alþýöubandalagsins
þessa dagana þegar draumar um
verkföll og skæruhernað hafa runnið
út í sandinn.
Guðmundur Joð spriklar í netinu.
Hann er annars vegar laminn áfram
af Svavari sem nú setur allt sitt
traust á Dagsbrún en á hinn bóginn
eru Pétur Tyrfingsson og félagar
innan Dagsbrúnar, sem hóta
formanninum að setja allt í bál og
brand ef ekki verður haldið fast á ítr-
ustu kröfum Dagsbrúnar. Guð-
mundur spriklar eins og leikbrúða og
slær úr og í milli þess sem hann
hvessir augun á landslýð og dregur
seiminn djúpri röddu þegar hann
lýsir hinum ódrepandi baráttuhug
Dagsbrúnarmanna. Ef svo færi að
Guðmundur yrði rúinn öllum tignar-
stöðum hér heima, er engin hætta á
öðru en hans bíði frægð og frami er-
lendis. Hann þyrfti ekki annað en
skella sér á enskunámskeið og flytja
svo til Bandaríkjanna. Þar kæmist
hann í fremstu röð sjónvarpsprédik-
ara á nokkrum sunnudögum en til-
þrif þeirra frægustu þar sla alla
Hollywoodframleiðslu út. Jafnvel
Einar í Filadelfíu kemst ekki með
tærnar þar sem Guömundur Joö
hefur hælana þegar sjónvarps-
messur eru annars vegar. Sérstak-
lega er það áhrifaríkt þegar Dags-
brúnarformaðurinn er kominn með
vísifingurinn á loft oe sko^— ’
, . .. _____ nann
offnvpv’'*'
„—..janai í átt að áhorfendum úr
hópi atvinnurekenda um leið og djúp
röddin boðar þeim eld og brennistein
nema því aðeins að þeir snúi frá villu
síns vegar.
Á meðan æðsti prestur Dags-
brúnar og hans nótar hamra á þeirri
gífurlegu kjaraskerðingu sem hefur
átt sér stað og flest alþýðuheimili
komin á vonarvöl, dunda kommamir
í bæjarstjóm Neskaupstaðar sér við
að koma saman f járhagsáætlun fyrir
1984. 1 Austfjarða-Þjóðvilja er haft
eftir Loga bæjarstjóra, að rekstrar-
afgangur er áætlaður 14 milljónir
króna eða 33%. Ástæðan er einkum
sú að í fyrra hafði fólk í Neskaupstaö
miklar tekjur. Meðal annars hækk-
uðu tekjur sjómanna á staðnum um
95% milli áranna ’82 og ’83.
Sömuleiðis hefur bæjarsjóður beitt
miklu aðhaldi síðustu tvö ár sem leitt
. hefur til aukinnar hagkvæmni hjá
stofnunum bæjarins. Þá segir Logi
ennfremur að lækkun verðbólgu hafi
mikil áhrif til góðs. Ríkisstió—'
, , iilii ælti
ao vpr« *- J
.-.o auægð með árangurinn a
Neskaupstað.
Dagfari.