Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Síða 12
12
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 86611.
Sétning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun:
Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verö í lausasölu 22 kr.
Helgarblaö 25 kr.
Langstærsta gróðurhúsið
Suður á Keflavíkurflugvelli er hús, sem stendur að
mestu autt í tuttugu klukkustundir af hverjum sólar-
hring. Það er flugstööin, sem vaknar til lífsins, þegar
flugvélarnar fara á morgnana, og síðan undir kvöld,
þegar þær koma aftur.
Ekki verður vart við, að þrengsli hrjái farþega á
þessum tveimur tímabilum anna. Og auðvelt ætti að vera
að semja við flugfélögin um mpiri breidd í brottfarar- og
komutímum, ef umferðin ykist mjög frá því, sem nú er.
Helzt verður vart þrengsla í litlu fríhöfninni, sem
farþegar nota, þegar þeir koma til landsins. En þar er um
að ræða þjónustu, sem er umfram þá, er flestar aðrar
flughafnir veita. Hún ber vitni um mat á, að rýmið sé
nægilegt.
Æskilegt væri að bæta aðstöðu þeirra, sem bíða eftir
farþegum, koma upp salernum og biðstofu með sætum.
En það verkefni má leysa með einfaldri og ódýrri
viðbyggingu, eins og auka má rýmið í litlu fríhöfninni.
Nauðsynlegast af öllu er að byggja færanlega arma frá
flugstöðinni út í flugvélar, svo að farþegar þurfi ekki að
sæta óblíðri veðráttu. Einnig það verkefni er hægt að
leysa við núverandi flugstöð á Keflavíkurflugvelli.
Hugmyndin um nýja flugstöð varð til á tíma meiri
flugumferðar. Þá buðu Loftleiðir einar upp á ódýr far-
gjöld yfir Atlantshafið. Og þá var mikið um millilending-
ar erlendra farþegavéla. Báðar þessar forsendur eru úr
sögunni.
Einhverjum hugmyndaríkum manni hefur dottið í hug,
að efla mætti landkynningu og minjagripasölu, ef
áningarfarþegar gætu rölt um í pálmalundum í stíl
aldingarðsins Eden í Hveragerði. En það vantar bara
þessa áningarfarþega.
Þótt forsendur hafi breytzt, er enn ráðgert að reisa
flugstöð með langstærsta gróðurhúsi landsins. Hitun þess
og loftræsting mun kosta nokkrar milljónir króna á
hverju ári umfram það, sem kostar að hita núverandi
flugstöð.
Ennfremur þarf her garðyrkjumanna til að sjá um, að
pálmalundirnir leggist ekki í órækt og verði ekki að verri
landkynningu en til var stofnað. Vafasamt er, að sá
launakostnaður skili sér til fulls í sölu banana og
vínberja.
Til að koma þessari vitleysu á fót hyggst ríkið taka 616
milljónir króna að láni. Það er gífurleg viðbót við skulda-
byrðina gagnvart útlöndum, sem þegar er komin upp í
60% af eins árs þjóðarframleiðslu og má ekki hækka.
Fyrir sömu upphæð mætti ráðast í eitthvert arðbært
verkefni, svo sem lagningu bundins slitlags á þrjá fjórðu
hluta hringvegarins um landið. I kaupbæti mætti ljúka
smíði þjóðarbókhlöðunnar, sem stöðvast hefur vegna
fjárskorts.
Talað hefur verið um, að ekki þurfi að nota alla þessa
peninga. Áætlaður rúmmetrakostnaður sé tvöfaldur á við
það, sem annars tíðkast hér á landi. En óskhyggja af
slíku tagi hefur sjaldan orðið að veruleika hjá ríkinu.
Auðvitað væri æskilegt að skilja á milli farþegaflugs og
hernaðarflugs. En í ljósi þess, að núverandi flugstöð er og
verður nógu stór og að nýja flugstöðin verður ekki
arðbær, getur þetta ekki talizt forgangsverkefni.
Gróðurhúsið mikla suður á Keflavíkurflugvelli verður
ódauðlegur minnisvarði um fákænsku og skort á
sveigjanleika. Það verður reist í hreinni þrjózku og and-
stöðu við heilbrigða skynsemi. Og síðan verða utanríkis-
ráðherrar okkar jafnan kallaðir garðyrkjuráðherrar.
Jónas Kristjánsson.
mi aAUHaa'R .ss HUOAauiQm<i v
DV ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR1984
EINSTÆÐ HELGI
Vorvindar léku um landiö um
þessa helgi, og á laugardagsmorgun
komst hitinn á Austfjörðum og
nokkrum hentugum stööum fyrir
noröan, yfir 10 gráöur, þótt auðvitað
væri veöurguöinn meö allt niörum
sig á suöurláglendinu. — En samt
var vor í lofti þar og snjórinn virðist
vera á förum. I bili aö minnsta kosti.
Ölfusá beljaði til sjávar, ógnvekj-
andi og volg, eftir flugið. Um helgina
ræddu menn ýmis mál, um banka-
ránið og Búnaöarþingiö, sem nú
situr, um samningana og ráðstafanir
ríkisstjórnarinnar.
Bensínmaöurinn var kominn í
sjóklæðin, og hann var óhress með
Búnaðarþingið.
— Þetta er allt borgaö af ríkinu,
sagði hann. Feröir, uppihald og fæði
á Sögu og svo fá þeir sama kaup og
alþingismennirnir, sem þó gera ekki
mikið gagn heldur, sagöi hann. Já,
helduröu aö þaö sé nú munur, sagöi
hann, að ræöa um kláöa og girðingar
upp á kaup? Veistu hvaö þetta
kostar? spuröi hann svo og setti lokiö
á tankinn. Og ég varö aö viöurkenna
aö ég vissi þaö ekki.
— Nei, þaö er ekki von, sagöi hann
og svaraði sér sjálfur. Þú ert líka
framsóknarmaöur, hélt hann áfram,
og þá vita menn ekki hvaö Búnaöar-
þingið kostar. En ef þú vilt vita þaö,
þá þarftu aö vinna þig upp í flokkn-
um, því þetta er nefnilega leyndar-
mál, falið í reikningi Búnaöarfélags-.
ins, sem fær margar milljónir króna
á ári til þess að búa til skýrslur um
fátæktina í sveitunum og um kláö-
ann. Og hann byrjaði að afgreiða
annan.
Já, svona var nú gállinn á honum í
dag, hugsaöi ég með mér og færöi
bílinn frá dælunni, því í dag var ös á
bensínstöðinni. Menn voru að æfa sig
á malbikinu, eftir ísöldina fyrr í
vetur. Og ég var hugsi, en viö nánari
eftirgrennslan kom þaö í ljós, aö
þetta var rétt hjá bensínmanninum.
Búnaðarþing var greitt af ríkissjóöi,
rétt eins og Alþingi Islendinga. Þing-
fulltrúar sitja á fullu kaupi og taia
um girðingar sínar og gripi og um
landið sitt, — og þurfa ekki einu sinni
aö gefa upp hvað þinghaldið kostar,
Hóteliö, Sögufæöiö, eöa ferðalögin. I
ríkisreikningi er þetta aöeins
kostnaður viö aö hafa Búnaðarfélag
Islands, sem er á bilinu 20—30
milljónir króna í ár.
Að vísu er þetta ekki alveg eins-
dæmi, að opinberu fé sé veitt til þing-
halda. Þannig fékk kirkjuþing í fyrra
rúmlega 200 þúsund krónur, en þar
þarf hinsvegar ekkert aö fela. Menn
geta lesiö um þaö í f járlögunum fyrir
1983, enda er almættið auövitaö
miklu minna leyndarmál en innri
málefni landbúnaöarins.
Eg skal að vísu játa þaö, aö ég veit
ekki hvort búnaðarþing eru gagns-
laus, en vona þaö þó eftir að hafa
lesiö listann yfir þau mál, sem þar
eruádagskrá.
Einstæðir foreldrar
Annaö mál, sem talsvert var rætt í
mínum hópi, voru málefni einstæðra
foreldra, sem mjög eru til umræöu
JONAS
GUÐMUNDSSON
RITHÖFUNDUR
nú um stundir. Og undir þessu
þjáningarheiti ræöa menn nú ýmsar
opinberar aðgeröir til styrktar
einstæöingum og fátæku fólki með
börn.
Eg veit aö þetta kunna margir aö
meta og einkum þeir sem koma með
börn á dagheimili, og sjá þær koma,
einstæðar mæður, út úr storminum
með hálfsofandi aleiguna í fanginu.
Barn sem hefur verið vakiö af
værum svefni til að fara annað, svo
móðirin geti haldiö til vinnu sinnar í
hraöfrystistööinni, eða í annan þann
bónus, er sést betur á baksvipnum
en í reikningum Búnaöarþingsins.
Hjá sumum er ástandiö enn verra.
Þær þurfa aö sjá af bömum sínum
allan daginn, eöa sjá þau ef til vill
aldrei framar, nema ef þær skyldu
þekkja þau í sjón síðar á ævinni.
Þótt nú séu liönar hartnær 10 aldir
síðan bannað var aö bera út böm á
Islandi, svona í hinum bókstaflega
skilningi, þá hófst um líkt leyti ööru-
vísi barnaútburöur. Þá var dauöa-
refsing í vissum tilfellum viö því aö
verða einstæð móöir og böm voru
boðin upp, og venjulega slegin lægst-
bjóðanda. En í drekkingarhyl sög-
unnar greinum viö þó enn ýmsar
hetjur úr hversdagslífinu. Einstæðar
mæöur, er bmtust gegnum lífiö meö
ung böm á því er virtist, svipuöum.
kosti og fuglinn í fjömnni hefur. En
nóg um þaö. Þær hetjusögur eru ekki;
allar skráöar.
Við hljótum því öll aö fagna því
með ríkisstjóminni, aö búiö sé aö
finna upphafið aðréttlætinu fyrir ein-
stæöa foreldra. En fleira hefur þó
gerst, aö því er sagt er, sumsé aö
dáh'tiö sé um þaö aö menn séu
byrjaöir aö koma sér upp
einstæðingsskap. Þykist bara vera
einstæðir foreldrar, af því aö þaö
borgar sig út af sköttunum. Sumir
ganga svo langt að halda því fram aö
núna séu þeir fleiri, sem vilja heldur
einstæðingsskilgreiningu skattstof-
unnar enhjónabandiö.þóttþeirlifiá
hinn bóginn í samskonar sambúö og
tíökaöist í hjónaböndum til skamms
tíma. Og svo er þaö hka öfugt, aö
menn heimta aö vera taldir vera í
skattfræöilegri sambúö, ef þaö
hentar þeim betur, þótt eigi séu þeir
giftir.
I stuttu máli er þetta þannig, aö
einstætt foreldri meö barn eða böm
undir 16 ára aldri, nýtur hærri
bamabóta og fær hærri frádrátt af
skattskyldum tekjum, þannig aö það
getur borgaö sig að vera einstætt for-
eldri, en í sambúð þó, ef bæöi vinna
úti þó í sambýli séu.
I raun og veru hefur gifting hjá
presti, eöa fógeta ekkert gildi lengur
sem shk. Ovígö sambúð er t.d. viöur-
kennd, þótt sambýlisfólkiö hafi ekki
einu sinni sama heimihsfang, eða
lögheimili. Urskuröur er fyrir því.
Þess vegna geta þeir, sem þá list-
grein vilja stunda, aö búa sér út
einstæðiskap, gjört þaö með mjög
auðveldum hætti, nema að ennþá aö
minnsta kosti, er þess krafist af
skattayfirvöldum aö einstæðir for-
eldrar eigi börn, eöa hafi bam á
framfæri sínu.
Þetta er á nútíöarmáh oft nefnt, aö
veriö sé aö spila á kerfiö. Og þaö er
einfaldlega gjört meö því að fólk býr
saman, en hefur hvort sitt heimilis-
fangiö. Og allir eru ánægöir, sérstak-
lega meö skattana.
Er eftirlit
hugsanlegt?
Ef maður gefur sér þá forsendu, að
það sé iðkað í stórum stíl aö leika
einstæða foreldra, og aö jafnvel
sumir talsmenn einstæðra mæðra
hafi haft þann háttinn á, þá vaknar
sú spurning, hvort eftirht sé hugsan-
legt? Auövitaö fær skattstofan sín
gögn, framtöl og skýrslur frá Hag-
stofunni. Þau er sjálfsagt að skoöa,
en verra er aö setja varðmenn í
svefnherbergi, eða á heimili fólks.
Þess vegna finnst mörgum, aö þetta
mál mætti leysa einfaldlega meö því,
aö þar sem fyrirvinnan er aðeins ein
á heimili þar sem börn eru, þá séu
foreldrar taldir einstæðir hka. Þaö
er nefnilega engin glóra í því, aö
„einstæð” vinnandi móðir fái hærri
bamabætur og sérstakan skattfrá-
drátt aö auki, en sambýlismaðurinn
(með annaö lögheimih) fái svo með-
lagsgreiöslurnar dregnar frá skött-
um.
Ekki skal ég fullyrða um út-
breiöslu hins skattafræöilega
einstæðisskapar. En nægjanlega
ljótur er þessi leikur þó, til þess að
rétt sé að hindra aö menn stundi
hann i nafni þeirra einstæðu for-
eldra, sem sannarlega þurfa á allri
aöstoö að halda, til þess að komist
veröi hjá hörmungum. Einstæöa for-
eldra þarf því aö skilgreina upp á
nýtt og þá hvenær fyrirvinnan telst
vera ein á heimilum þar sem böm
vaxa upp. Fátæk heimili með eina
fyrirvinnu em nefnilega engu betur
sett en margir, er nú flokkast með
einstæðum mæörum meö börn á
framfæri. Þetta kynni aö veröa til
þess aö auka svigrúm ríkisins til að
uppræta ómegöarfátæktina.
Veöriö um helgina var einstætt.
Jónas Guðmundsson
rithöfundur.