Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Page 13
DV ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR1984
13
Hernaðarstefna iaustri og vestri. Eins og i bók Orwells?
Stóri bróðir í
austri og vestri
— Kvað eiga þeir sameiginlegt með
Stóra bróður í „1984”
• „Við getum sýnt öðrum þjóðum hvernig
hægt er að halda reisn sinni án vopna-
skaks og frumskógarleikja. Bók Orwells er
okkur holl áminning um að halda vöku okkar.”
Ariö 1949 skrifaði Georg Orwell
bókina „1984”, framtíðarskáldsögu
sem lýsir hvert spiUtir váldhafar
geta leitt þjóðir sínar ef menn halda
ekki vöku sinni. Mörgum fannst bók-
in heldur nöturleg framtíðarspá —
en þá þegar árið 1949 mátti sjá mikil
líkindi meö heimi bókarinnar og
veruleika ýmissa ríkja austan hafs
og vestan. Nú árið 1984 hljótum við
að staldra við og velta fyrir okkur
hversu mikið veruleikinn í kringum
okkur líkist sýktu samfélagi
bókarinnar.
Auðjöfrar græða
Og það er óhuggulega margt sem
kemur í hugann. I bókinni er lýst
málamyndastyrjöld sem ríkin þrjú
heyja hvert við annaö. Styrjöldin
tryggir völd ráðandi flokka í ríkjun-
um. Sífellt er alið á ótta við innrás
frá hinum. Og við sjáum fyrir okkur
brjálæðislegt vopnakapphlaup stór-
veldanna, Sovétríkjanna og Banda-
ríkjanna í dag. Hverjum ætli sé mest
í hag að ala á tortryggni milli þess-
ara risa — ætli það sé ekki sameigin-
legt kappsmál ráðamanna þessara
ríkja? Svo maður tali nú ekki um
auðjöfrana á Vesturlöndum sem
raka saman gróöa á hergagnafram-
leiðsiunni.
Þaö er þekkt staðreynd að
vísindamenn fá ótakmarkaðan
aðgang að fjármagni ef þeir helga
sig rannsóknum sem hægt er aö
tengja hemaöarbröltinu — og þessir
menn sem selja sig þannig mamm-
oni hugga sig svo við að flestar
tækninýjungar í hernaði megi einnig
nýta í friðsamlegum tilgangi síðar.
Em þetta ekki sömu afsakanirnar
sem þjónustulið Stóra bróður í bók
Orwells notaöi tii að afsaka eigin
ræfildóm?
Þjónar Stóra bróður
Bókin „1984” lýsir einnig hvemig
Stóri bróöir, hinn alsjáandi og alvitri
stjórnandi, gefur út tilskipanir um
hegðun þegnanna og fylgist grannt
með að menn fari aö fyrirmælunum.
Og er þetta ekki svona í okkar
veruleika? Austan jámtjalds horfa
þýlyndir valdhafar, með slefuna úti,
í átt til Moskvu og bíöa eftir
skipunum frá stóra bróður. Sama er
uppi á teningnum í Vesturheimi —
menn h'ta með lotningu til Reagans
og sjá helst hagnaðarvon í því að
fara að fyrirmælum hans. Og það
þarf ekki nema rétt hvísla óskum
Stóra bróður í eyru sumra vald-
hafanna og þeir mega ekki vatni
halda fyrr en þeir eru sjálfir famir
að óska formlega eftir því að Stóri
bróðirinn í vestri geri nú svo vel að
koma óskum sínum í framkvæmd.
Nokkur dæmi um slíka þjónslund
höfum við Islendingar reynt að und-
anfömu. Má þar nefna þegar utan-
ríkisráðherra okkar „óskaði” eftir
því viö Bandaríkin aö „varnir”
landsins yrðu auknar í formi öflugra
ratsjárkerfis. Og ekki er síöra dæmið
frá fyrrverandi utanríkisráðherra,
Olafi Jóhannessyni, þegar hann
óskaði eftir að Ameríkanar bægðu
frá mengunarhættu sem Njarð-
víkingar búa við vegna olíutanka
hersins á Miðnesheiði. Og þetta áttu
þeir náttúrlega að gera með því að
byggja margfalt stærri olíutanka við
Helguvík og svona í leiðinni að koma
sér upp góðri flotaaðstöðu þar. Og af
svipuðum toga er betlistefna núver-
andi ríkisstjórnar þegar hún vill láta
Kanana fjármagna þá allt of stóra
flugstöð sem byggja á þama suður-
frá. Bandaríski herinn fær svo af-
notarétt af þessu mannvirki þegar
honum þóknast að segja að hættuá-
stand séskolliðyfir í heimsmálunum.
Eymd og örbirgð
„I „1984” er lýst ómanneskjuleg-
um stórborgum þar sem fátækling-
arnir búa í hroðalegum slömmum —
og því miöur er þetta alþekkt
Kjallarinn
HALLGRÍMUR
HRÓÐMARSSON
KENNARI MH
staðreynd í mörgum borgum dagsins
í dag. I Kalkútta, Sao Paulo, Mexíkó-
borg, og jafnvel í stórborgum Banda-
ríkjanna, finnum við fólk sem lifir
við algjörlega óviðunandi aðstæður.
Og hér á Islandi era menn farnir að
ræða opinskátt um að þeir sem verst
era settir þurfi jafnvel að fara að
borða skreiðartöflur sem ætlaðar era
fyrir sveltandi fólk í löndum þriðja
heimsins.
Sagan endurskrifuð
á öllum tímum í
þágu valdhafanna
Og svo var lýst „Ráöuneyti sann-
leikans” í bók Orwells. Þar sátu
menn og endurskrifuðu söguna til
að gera hlut ráöandi afla sem
fegurstan. Og þetta hefur verið
gert á öllum tímum, jafnvel hér á
Islandi.
— Það ætti því ekki að koma
neinum á óvart þegar ráöamenn
þjóöarinnar hlaupa upp til handa og
fóta þegar farið er að innleiða sjálf-
stæöa hugsun nemenda í kennslu
svokallaðra félagsgreina á Islandi.
Það er eðlilegt að ráöamennirnir
telji sér ógnað ef nemendum er kennt
að treysta á eigin heimildaöflun um
líf og kjör fólksins sem hefur byggt
þetta land. Það er eölilegt að ráða-
mennimir vilji heldur að nemendum
sé drekkt í flóði ártala og upptalning-
ar á valdsmönnum og fyrirmönnum
fyrritíma.
Afþreyingarefni sem
treystir ríkjandi heimssýn
Af sama toga er stööluð fjölda-
framleiðsla á afþreyingarefni sem
flæðir yfir Vesturálfu. Stærstur hluti
þess treystir í sessi ríkjandi heims-
mynd þar sem Vesturveldin era sýnd
algóð, en austan járntjalds eru svo
skúrkarnir. Stór hluti þessa efnis
elur svo á trú fólks á ofurmannlega
bjargvætti en jafnframt finnur fólk
enn betur hversu vanmegnugt það er
sjálft — og hverjum skyldi það nú
vera til góða? Og svo kemur mynd-
bandaflóöið og þá kemur manni fyrst
í hug sá aragrúi ofbeldismynda sem
á boðstólum eru. Eftir aö börn og
unglingar hafa kynnst villtum heimi
myndbandanna er auðvelt aö sann-
færa þau um að helsta leiðin til að
komast áfram sé einskonar frum-
skógarleikur — þú skalt bara hugsa
um sjálfan þig og reyna að pota þér
áfram — og helst á kostnaö þeirra
sem hugsanlega geta skyggt á þig.
Mannréttindabrot
I skýrslum Amnesty International
kemur fram að á síðasta ári voru um
hundrað og þrjátíu ríki sem gerðust
sek um mannréttindabrot gagnvart
þegnum sínum. Ur skýrslunum má
lesa um algert virðingarleysi vald-
hafanna gagnvart lífi og limum
þegnanna svo ekki sé minnst á and-
lega þjáningu sem þeir búa við. Þús-
undum pólitískra fanga er haldiö án
dóms og laga og neitað um réttar-
höld eða lögfræöilega þjónustu.
Meðal ríkjanna sem gerst hafa sek
um þessi brot gegn sáttmál Sam-
einuðu þjóöanna má jafnt finna ríki
innan Atlantshafsbandalagsins og
Varsjárbandalagsins. I Mannrétt-
réttindasáttmála S.Þ. segir aö hver
maður skuli frjáis skoðana sinna og
að því að láta þær í ljósi. Og í fram-
haldi af því spyrjum við okkur hvert
þetta frelsi er í svokölluðum lýð-
ræðisríkjum Vesturálfu — er þetta
frelsi ekki háö því að þú hafir
peninga og góðan aðgang að
sterkustu fjölmiölunum? Hvar er nú
andi Stóra bróður?
Stóri bróðir sér allt!
Og svo kemur tölvan — þetta
undratæki. Inn á hana er hægt að
safna hinum ýmsu upplýsingum. Til
dæmis er hægt að safna upplýsingum
um þá sem valdhafarnir á hverjum
stað skilgreina sem „hættulega
hagsmunum ríkisins”. Þetta notar
leyniþjónusta Sovétríkjanna, KGB,
sér gagnvart óþægum borguram
sem ekki falla inn í mynstur Stóra
bróður af fyrirmyndarþegninum. Og
allra verstu tilfellin era lokuð inni á
hælum, innan um geðsjúka. Og CIA,
bandaríska leyniþjónustan, heldur
einnig svona skrár um róttæklinga í
Ameríku og öll persónuleg hneykslis-
mál sem hún kemst að með
stööugum njósnum sínum lætur hún
svo leka til fjölmiöla til að klekkja á
samtökum þeim sem þetta fólk starf-
ar i. Jafnvel hér á Islandi er fullt af Is-
lendingum sem lepja í Kanann
upplýsing um pólitískar skoðanir
fólks og allt er vandlega skráð. Og
ekki þarf að spyrja að því að Rúss-
arnir eru ekkert betri hér á landi
frekar en annars staðar þar sem þeir
telja sér ógnað af bandarísku her-
valdi.
Höldum vöku okkar
Mér hefur orðið tíðrætt um svínarí
sem viðgengst í Vesturálfu og
margir sakna sjálfsagt þess að ég
hef ekki dregið Sovétríkin sér-
staklega út úr og bent á þau sem ljót-
asta dæmiö um brot valdhafa gegn
þegnum sínum eins og fréttaskýr-
endur Morgunblaösins hefðu gert.
Skýringin á þessari afstööu minni er
sú að ég tel aö flest ríki í heiminum í
dag byggi á poti einstaklinga — og
hin svokölluðu lýðræðissamfélög
Vesturlanda era ekkert betri en ríkin
austan jámtjalds. — Svínaríið er af
öðrum toga og kannski hættulegra af
því að þaö er hulið frjálslyndisblæju.
Já, það er full ástæða til aö við
lítum í kringum okkum og stöldrum
aðeins við. Viljum við halda áfram
að treysta þessi potarasamfélög sem
við lifum í? Þar sem allt er vegið og
metiö til peninga. Og þeir stærstir
sem lúta í duftið fyrir erlendu valdi.
Þar sem pólitíkusamir níða skóinn
hver niður af ööram og gæta þess að
rægja þann mest sem líklegur er til
að standa upp úr svínaríinu. — Eða
eigum við að byggja nýtt samfélag
þar sem grandvöllurinn er samvinna
og gagnkvæmhjálp?
Eg hef þá trú að við Islendingar
þurfum ekki að vera þénarar nokk-
urs erlends valds og að við getum
sýnt öðram þjóðum hvernig hægt er
að halda reisn sinni án vopnaskaks
og frumskógarleikja. Bók Orwells er
okkur holl áminning um að halda
vöku okkar.