Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Síða 19
DV ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR1984 19 Menning Menning Menning Menning r Jón Óskar. Sýning að Kjurvalsstöðum. Þaö hafa oröiö breytingar á náms- venjum ungra íslenskra myndlistar- manna hin síöari ár. Fyrir tæpum áratug héldu' þeir í hópum til Hollands, e.t.v. meö stuttumstans í Þýskalandi, en á undanförnum 3—4 árum hafa æ fleiri myndlistarmenn haldiö til Bandaríkjanna, einkum til New York, til framhaldsnáms. Nýir straumar hafa þar með blandast þeim sem fyrir voru, sem er allt af hinu góöa. Nú þegar er t.d. hægt aö tala um bæöi ameríska „línu” og evrópska í málverki yngri manna, en væntanlega gefst tækifæri til spjalls um þann greinarmun síöar. Bandarískt svipmót —Jón Cfekar (nei, ekki höfundur ,Jíynslóðar kalda stríðsins”) er bráðefnilegur ungur myndlistar- maöur í framhaldsnámi í New York, en sýnir nú einn síns liðs aö Kjarvals- stööum fy rsta sinni. Ofugt viö marga aöra af sömu kynslóð er hann ekki upptekinn af hinu „nýja” málverki, þótt ekki sé loku fyrir þaö skotiö aö þaö hafi ýtt undir óþvingaö handbragð hans, heldur af möguleikum ljósmynd- arinnar, einni og sér, eöa í samfloti meö öðrum myndrænum þáttum. I heild er sterkt „amerískt” svip- mót með myndum Jóns Oskars, og þaö í besta skilningi. Þær eru mikiar um sig og metnaöarfullar, hressilega uppbyggðar og lausar við allar mála- Sýning Jóns Oskars að Kjarvalsstöðum vissu augnabliki, eöa portrett af þessari umdeildu konu, heldur fyrst og fremst eitt af mörgum nútíma „íkonum”, boöberi og tákn amerískra yfirstéttarviöhorfa, og vaki margvíslegra tilfinninga meö amerískum almenningi. I gríðarstórum ljósmyndum sín- um, stökum eða í syrpum, ósnertum eöa yfirmáluðum og breyttum, er Jón Oskar einnig að f jalla um viöhorf í nútímasamfélagi, hegðunar- mynstur í sama félagi, fremur en einkanlega reynslu. Syrpan „Boys” (19—38) gæti þó veriö undanskilin, svo mjög sem hún vegur salt milli hins einkanlega og opinbera. Sú syrpa viröist einnig sú eina á sýningunni sem byggö er á fundnu ljósmyndaefni. Aörar syrpur Jóns Oskars virðast hafa sérstaklega tekiö og kompónerað ljósmyndaefni aö uppistööu, og þá fyrst og fremst myndþrennan „Clarification”. Andstæður og inntak Hún sýnir þrjú höfuð sem hafa verið förðuö og smurö svo þau virðast af einum og sama manni, en nánari skoöun leiðir í ljós að þau eru mismunandi. Er þetta fyrsti angi „fótó-installasjón” tækninnar í íslenskri myndlist? Sú tækni gengur einmitt út á sviðsetningu og gagn- vandaða ljósmyndun atvika eöa hluta. Ljósmyndin varðveitir síöan þessa sviðsetningu og er listaverkið. Jón Óskar — „Clarification”. miðlanir. Og einhvers staöar út við ystu sjónarrönd er sá ættbálkur amerískra myndlistarmanna sem leitt hefur í notkun ljósmynda í myndlist, allt frá Rauschenberg, gegnum Warhol, til Roberts Longo. I verkum þessara listamanna er ljósmyndin hvorki notuö til beinnar skrásetningar né sem ljóörænn minnispunktur, eins og tíökaðist meöal margra konsept listamanna. Hegðunarmynstur , í samfélagi Hún er þeim hráefni með Aðalsteinn Ingólfsson innbyggðri skírskotun til þjóöfélags- hátta og menningarlegra viðhorfa. Fyrir Warhol er ljósmynd af Jackie Onassis ekki aðeins skrásetning á Myndlist Andstæðurnar eiga aö draga fram inntak verka Jóns Oskars. Aöeins meö því aö bera andlit nr. 1 saman viö andlit nr. 2 og 3, fær andlit nr. 1 merkingu. Skýrustu andstæöumar er aö finna í syrpunni „New Gold Dream no. 3”, en þar standa ímyndir karlmanna í fullri stærö, ljósmynd- aöar og endurunnar, viö hliö, eða réttara sagt, undir merki, tákna úr norrænni og keltneskri goöafræöi. Sambandsleysi Eg hef orö listamannsins sjálfs fyrir því aö hér sé fjallað um sam- bandsleysi nútímamannsins viö for- tíö sína, og jafnframt um hugsunar- lausa notkun nútíma valdsmanna á fomumtáknum. Sé þetta mergurinn málsins veröui- sá mergur hvorki auölæsilegur úr samhenginu né sérstaklega frumlegur. Táknmyndir nútíma- mannsins, bæði í þeirri syrpu og „New Gold Dream” (10—15), veröa í höndum Jóns Oskars of almenns eölis, og geta þar meö þýtt allt og ekkert. Sama má eiginlega segja um hin fomu tákn, þau sveigjast tæplega í átt til þeirrar sértæku merkingar sem listamaðurinn vill gefa þeim, heldur vísa í allt aörar áttir, aðallega til fortíöar. Hér haldast sem sagt ekki alveg í hendur hiö myndræna og hiö hug- myndalega. En enginn frýr Jóni Oskariáræðis. -AX. Norrænn músíkalsk- ur samnefnarí— ekki til Tónleikar íslensku hljómsveitarinnar í Bú- staðakirkju 23. febrúar. Stjórnandi: Guðmundur Emilsson. Einleikari: Hlrf Sigurjónsdóttir. Einsöngvari: Sigríður Ella Magnúsdóttir, við píanóið Anna Guðný Guðmundsdóttir. Efnisskrá: Johan Helmich Roman: Fiðlukon- sert í d-moll; Albert Kranz/Edward Grieg: Norsk svíta; Carl Nielsen: Til Asali, Irmelin Rose; Jean Sibelius: Spðnet pö vattnet, Saf, saf susa, Flickan kom ifrön sin alsknings möte; Haukur Tómasson: Torrek. Yfirskrift tónleika Islensku hljóm- sveitarinnar var aö þessu sinni Frá Norðurlöndum. Öll verkin sem leik in voru á tónleikunum voru eftir tón- Tónlist Eyjótfur Melsted skáld borin og bamfædd á Noröurlönd- um. Annað er þeim ekki sameiginlegt. Sett upp eftir tímaröö byrjaði efnis- skráin á fiölukonsert eftir Johan Helmich Roman. Svíum er smám sam- an aö skiljast að þeir áttu áður fyrr gjaldgeng tónskáld, Roman Crusell og fleiri, en þeir voru ekkert tiltakanlega sænskir, heldur skálduöu upp á alþjóð- lega vísu samkvæmt forskrift og stíl síns tima. Leikur Hlífar Sigurjónsdótt- ur var frábær, sem og hinnar fáliöuöu en vel skipuöu streng jasveitar. Smávegis þjóðlegheit Þaö er í sjálfu sér skiljanleg árátta aö leita að öllu þjóðlegu, einkum hjá skáldum rómantíkurinnar. Svo vill til að Edward Grieg heyjaði sér stundum efniviö meöal sveitamanna í Noregi. Þeim verkum sem hann á því byggöi hampa norskir óspart og kalla Grieg þjóðlegan fyrir. Afar heppilegt þjóö- legum tilfinningamönnum til að fá breitt yfir það, að í tónsköpun sinni var þjóö- hetjan aö flestu leyti hrein-þýsk. Annars var þessi hálfgrautarlega svíta (eða á kannski að segja „patriotiske hyggemusikk”) á margan hátt vel leikin, hljómaöi vel en heföi þolað meiri nákvæmni í leik. Meiriháttar Ijóðaflutningur Aö loknu hléi hófst þáttur þeirra Sigríöar Ellu Magnúsdóttur og Önnu Guönýjar Guðmundsdóttur. Var sam- vinna þeirra með miklum ágætum. Fyrst komu lög Nielsens, Til Asali og Irmelin Rose, dönsk vegna þess aö þau eru sungin viö danskan kveðskap. Síöan komu þrír af ljóðsöngvum Sibeliusar. Varla hefur nokkurt annað tónskáld koinist í spor Sibeliusar — þaö sem hann skáldaði var finnsk músík, viötekin og löggilt sem slík. Sig- ríður Ella fór frábærlega meö bæði lög og texta. Þroskuö rödd hennar fyllti kirkjuna, svo aö manni fannst aö glymdi í veggjum hennar. Sem fyrr segir — frábær samvinna söngvara og píanista — sem sé meiriháttar ljóöa- flutningur. Fámennt en góðmennt Torrek heitir nýtt verk eftir Hauk Tómasson, sem frumflutt var á tón- leikum þessum. Mér sem fleirum hefur þótt Haukur efnilegur og bráöþroska. Nú brá svo viö að hvorki fann ég haus ná sporð á tónsmiö Hauks. Helst fannst mér þaö samansafn af effektum eins og menn notuöu gjarnan í tilraunum sínum til aö ganga fram af fólki fyrir löngu síðan. En þær eggjar sem þá bitu eru farnar aö sljóvgast nú. Eg fann við þessa fyrstu áheyrn lítiö annaö í verk- inu en heldur kvikindislega samsett tónbil og línur handa spilurunum. Viðkvæmnisleg fiölusóló undir lokin myndaöi þó einhver tengsl viö fyrri verk Hauks. Vera má hins vegar að þegar maður hefur hlustað á upptök- una frá tónleikunum nokkrum sinnum fái maöur annan skilning á verkinu, en svona verkaði það viö fyrstu kynni. Hljómsveitin held ég aö hafi skilaö Torreki óaöfinnanlega. Þar má segja að viö eigi máltækiö gamla — „Fámennt en góðmennt”. Titill tónleikanna, Frá Norðurlönd- um, kann aö hafa veriö fundinn upp til aö finna einhvern músikaiskan norrænan samnefnara. Hafi svo verið, er öruggt aö það mistókst, enda slíkur samnefnari ekki til, sem betur fer. EM Fyrirliggjandi í birgðastöð Heéldregnar pípur Sverleikar: 1“ - 10“ Din 2448/1629/3 ST35 oOO O o ooo o OOo SINDRA AmSTÁLHF Borgartúni 31 sími 27222

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.