Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Síða 26
26 DV ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR1984 Smáauglýsingar Sími 27022 Þverholti 11 Einkamál Konur athugið. Eg er 54 ára giftur bý úti á landi en vantar aö eiga góða, heilbrigöa vin- konu í bænum, sem hefur gaman af að fara á gömlu dansana og getur skemmt sér án mikillar vinneyslu. Æskilegur aldur 35—47. Ef einhver hefir áhuga þá sendið mynd og síma- númer til DV merkt „2299” fyrir 5. mars. Fullum trúnaði heitið. Ég er 37 ára, venjulegur útlits, rólegur og snyrti- legur en finn fyrir einmanaleika. Það hlýtur einhver kona að vera á svipuðu reki sem langar að kynnast góðum manni. Sendu mér svar til DV merkt „5005”, þú tapar engu, því lofa ég. Þú mátt eiga börn og vertu ekki feimin við að svara. Eg heiti fullum trúnaði. Ungur maður óskar eftir blíðlyndri konu á aldrinum 20—30 ára. Má eiga börn. Trúnaði heitið. Æskilegt að mynd fylgi. Tilboð óskast sent DV merkt „Beggja hagur 769”. Barnagðjsla^ Tek börn í gæslu, ekki yngri en 3ja ára. Er í noröurbæ Hafnarf jarðar. Sími 54208. Barngóður unglingur óskast til aö passa eins árs gamla stelpu frá kl. 16—18 eða 19 á daginn, 6 daga vik- unnar. Uppl. veittar á Grettisgötu 66, annarri hæð. Margrét Magnúsdóttir. Framtalsaðstoð Annast framtöl og skattauppgjör. Bókhald og umsýsla, Svavar H. Jóhannsson, Hverfisgötu 76, símar 11345 og 17249. Skattframtöl. Onnumst sem áður skattframtöl og bókhaldsuppgjör fyrir einstaklinga og rekstraraðila. Sækjum um frest fyrir þá er þess óska. Aætlum opinber gjöld. Hugsanlegar skattkærur innifaldar í verði. Markaðsþjónustan, Skipholti 19, 3. hæð. Sími 26911. Framtalsaðstoð 1984. Aðstoðum einstaklinga við framtöl og uppgjör. Erum viðskiptafræðingar, vanir skattaframtölum. Innifaliö í verðinu er allt sem viðkemur fram- talinu, svo sem útreikningur áætlaðra skatta, umsóknir um frest, skatta- kærur ef með þarf, o.s.frv. Góð þjónusta og sanngjarnt verð. Pantið tíma sem fyrst og fáið upplýsingar um þau gögn sem með þarf. Tímapantanir eru frá kl. 14—22 alla daga í símum 45426 og 73977. Framtals- þjónustan sf. Annast skattf ramtöl, uppgjör og bókhald fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Sæki um frest fyrir þá er þess óska. Aætla opinber gjöld. Hugsanlegar skattakærur eru inni- faldar. Eldri viðskiptavinir eru beönir að ath. nýtt símanúmer og stað. Ingi- mundur T. Magnússon viðskipta- fræðingur, Klapparstíg 16 Rvk. Sími 15060 — heimasími 27965. Fyrirtæki Tökum vörur í umboðssölu. Erum með sölufólk í Reykjavík og um allt land. Allar tegundir vara koma til greina, ný og traust viðskipti. Flutningsþjónustan, sími 19495 á skrif- stofutíma milli kl. 9 og 12 og 13 og 16 og í síma 11026 eftir kl. 19 og um helgar. Kennsla Tek nemendur í aukatíma í stærðfræði og eölisfræði á mennta- skólastigi, er ódýr. Uppl. í síma 40087. Geymið auglýsinguna. Aukakennsla — stærðfræði. Viðskiptafræðinemi á 1. ári óskar eftir aukakennslu í stærðfræði. Vinsaml. hringið í síma 27142. Skurðlistarnámskeið. Fáein pláss laus fyrir byrjendur í tré- skurði á þriðjudagskvöldum frá 6. mars næstkomandi. Hannes Flosason, símar 23911 og 21396.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.