Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 32
32 DV ÞRIÐJUDAGUR28. FEBRUAR1984 í gærkvöldi_______» í gærkvöldi Mánudagar eru toppurinn Sjónvarpiö heldur enn uppi dampinum á mánudagskvöldum. Um langt skeiö hafa mánudagar, ásamt laugardögum, veriö toppurinn á sjónvarpsdagskránni. Gærkvöldiö var engin undantekn- ing. Gæöaþættir á borö viö banda- ríska teiknimyndaflokkinn um Tomma og Jenna og grínþátt Dave Allen eru meöal þess sem allflestir kunna velaömeta. Iþróttaþátturinn á þessum kvöldum ætti eingöngu aö innihalda margar en stuttar glefsur úr sem .flestum áttum. Lengri myndir ætti aö eftirláta laugardagsþættinum. Reyndar viröist mér sem íþrótta- fréttamenn hafi þetta aö leiöarljósi. Kvikmynd Sigurjóns Sighvatsson- ar, sem hann geröi viö nám í Bandaríkjunum, fannst mér þokka- leg. Myndin fjallaöi um ungan blaöa- mann sem fer aö leita aö gömlum verkfræöingi, sem í áratugi hefur fariö einförum úti í skógi. Blaða- maðurinn ætlar sér aö skrifa góöa grein um gamla manninn enda hefur hann þaö á tilfinningunni aö þar sé á feröinni hinn athyglisverðasti frétta- matur. Þegar blaðamaöurinn loks finnur einbúann kemst hann aö þeirri niöurstööu aö best sé aö láta máliökyrrtliggja. Islenskir blaðamenn lenda oft í svipaöri aöstööu. Eg hygg aö oftar en íslenskir blaðalesendur geri sér grein fyrir sé sleppt að skrifa um for- vitnileg mál af tillitssemi viö viö- komandi. Blöð eru stundum sökuö um æsi- fréttamennsku og fyrir aö gera nánast allt til að auka söluna. Þeir sem segja slíkt gleyma því gjaman aö blaðamenn em mannlegir eins og aörir og með tilfinningar. Blaöa- menn reyna aö foröast aö valda sak- lausu fólki, sem kannski á um sárt aö binda, sársauka eöa vanviröu. Að lokum vil ég beina til útvarps- ins þeirri tillögu aö þaö minni fólk á hinn óvenjulega útsendingartíma Tomma og Jenna. Utvarpiö ætti að skjóta því inn í lok fréttalestrar klukkan 19.30 aö Tommi og Jenni séu að byr ja í sjónvarpinu. Kristján Már Unnarsson. Þórunn Valgerður Björasdóttir, lést 17. febrúar sl. Hún fæddist 22. febrúar 1917. Þórunn starfaöi lengst af viö segavarnadeild Landspítalans. Utför hennar veröur gerö frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Þorvaldur Markússon, Noröurbrún 1, lést í Landspítalanum sunnudaginn 26. febrúar. Olgeir Vilhjálmsson, fyrrverandi bifreiöaeftirlitsmaöur, Meðalholti 13, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 28. febrúar kl. 15. Kjartan Hjálmarsson, Eyvindarstöð- um Alftanesi, verður 'jarösunginn frá Kristskirkju, Landakoti, miövikudag- inn 29. febrúar kl. 13.30. Viktoría Kolbeinsdóttir veröur jarð- sungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 29. febrúar kl. 10.30. Ingunn Þorleifsdóttir frá Eskifiröi, Tómasarhaga 41, veröur jarösungin frá Neskirkju miövikudaginn 29. febrúarkl. 15. Einar Pálsson, Baldursgötu 1, and- aðist 24. febrúar. Öttó Guöbrandsson andaöist á Elli- heimilinu Grund 26. þessa mánaðar. Gunnar Jóhannsson lést 17. febrúar sl. Hann var fæddur á Kirkjubóli í Múla- sveit í Austur-Baröastrandarsýslu, 25. maí 1916, sonur hjónanna Guörúnar Bæringsdóttur og Jóhanns Sigurösson- ar. Gunnar fluttist til Hafnarfjarðar áriö 1963, starfaöi hann í Straumsvík um tima, síðan í Bátalóni um árabil. Hann hóf störf hjá Byggingavöru- verslun Kópavogs í ágúst 1979 og starfaöi í trésmiöju BYKO til hinstu stundar. Utför hans veröur gerö frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Margrét Pálsdóttir lést 20. febrúar sl. Hún fæddist 21. október 1905. For- eldrar hennar voru Guöbjörg Ogmundsdóttir og Páll Arnarsón. Eftirlifandi eiginmaöur Margrétar er Guðjón E. Guömundsson. Þeim hjónum varö ekki barna auðið en ólu upp eina fósturdóttur. Utför Mar- grétar var gerö frá Fossvogskirkju í morgunkl. 10.30. Editha MöUer lést 19. febrúar sl. Hún var fædd í Bad-Oldesloe 17. mars 1923. Editha starfaði lengst af í vestur- þýska sendiráðinu, hún eignaðist eina dóttur. Utför Edithu veröur gerö frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Sigurbjörg Anna Einarsdóttir, Laugavegi 86, andaöist í öldrunardeild Landspítalans 27. febrúar. Emiiía Jónasdóttir leikona andaðist aö Sólvangi 26. febrúar. Gyða Hjörleifsdóttir, Bragagötu 29A, lést í I^andakotsspítala sunnudaginn 26. febrúar. Guörúu Guðmundsdóttir frá Nýjabæ, Kelduhverfi, Reynimel 92, lést á kvennadeild Landspítalans föstu- daginn 24. febrúar. Utförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 1. mars kl. 13.30. Ársháfíðir Árshátíð Breiðfirðinga verður haldin í Doiihls Medica laugardaginn 3. mars nk. og hefst kl. 19 með borðhaldi. Skemmtiatriði, og góð hljómsveit spilar fyrir dansi. Aðgongumiðar og borðapantanir í Domus Medica þriðjudaginn 28. febrúar milli kl. 17 og 20 og fimmtudaginn 1. mars frá kl. 17—20. Upplýsingar í símum 33088, 41531 og 16689. Skemmtinefndin. Fundir Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur fund á Hallveigarstöðum fimmtudaginn 1. mars kl. 20.30. Gestur fund- arins verður Guðbjörg Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur og fræðir hún konur um orsakir og forvarnir krabbameins. Vestfirðingafélagið í Reykja- vík heldur aöalfund sinn nk. sunnudag kl. 16.00 aö Fríkirkjuvegi9. Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur fund í félagsheimili kirkjunnar fimmtudaginn 1. mars kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá m.a. einsöngur Kolbrúnar Amgrims- dóttur, kaffi. Að lokum hugvekja sem sr. RagnarFjalar Lárusson flytur. Spilakvöld Húsmæðrafélag Reykjavíkur Spilafundur verður í félagsheimilinu að Baldursgötu 9, fimmtudaginn 1. mars kl. 20.30, spiluö félagsvist og kaffi. Konur fjöl- mennið. Spilakvöld í Hallgrímskirkju Spilakvöld verður í félagsheimili Hallgríms- kirkju í kvold, þriöjudag, kl. 20.30. Agóðinn rennur til sty rktar kirkjunni. Frá Snæfellingafélaginu í Reykjavík Munið spila- og skemmtikvöld félagsins í Domus Medica föstudaginn 2. mars nk. kl. 20.30. Mætið vel og stundvíslega. Skemmtinefnd. Vonskuveöur gekk yfir Suöurland í nótt og voru flestir vegir ófærir í morgun. HeUisheiöi lokaöist en stórir bílar brutu sér leiö um Þrengslaveg. I morgun var byrjað að moka og vonast er til að allir vegir veröi opnir aftur í dag. Tónleikar Háskólatónleikar A fimmtu Háskólatónleikum vormisseris 1984, sem veröa í Norræna húsinu miðviku- daginn 29. febrúar, leika Einar Jóhannesson og David Knowles saman á klarinettu og píanó. Þeir flytja Sónatinu eftir Arthur Honegger, Andantino eftir Florent Schmitt og Sónötu eftir Francis Poulenc. Tónleikamir hefjast kl. 12.30 og standa u.þ.b. hálftima. Tónleikanefnd Háskóla Islands. Siglingar Áætlun Akraborgar Frá Akranesi Frá Reykjavík Kl. 8.30 Kl. 10.00 Kl. 11.30 Kl. 13.00 6Ki. 14.30 KI. 16.00 Kl. 17.30 . Kl. 19.00 Skipadeild Sambandsins HULL/GOOLE: Jan..............6/02,20/02,5/03,19/03 ROTTERDAM: Jan..............7/02,21/02,6/03,20/03 ANTWERPEN: Jan...............8/02,22/02,7/03,21/03 HAMBURG: Jan..............10/02,24/02,9/03,23/03 HELSINKI/TURKU: Arnarfell........................22/02 LARVIK: Hvassafell......30/01,13/02,27/02,12/03 GAUTABORG: Hvassafell......31/01,14/02,28/02,13/03 KAUPMANNAHOFN: HvassafeU....... 1/02,15/02,29/02,14/03 SVENDBORG: HvassafeU..............2/02,16/02,1/03 Helgafell........................24/02 AARHUS: Hvassafell..............2/02,16/02,1/03 HelgafeU........................24/02 FALKENBERG: MæUfeU.......................... 16/02 GLOUCESTER, MASS.: JökulfeU.........................15/02 SkaftafeU........................25/02 HALIFAX, CANADA: SKAFTAFELL.......................26/02 Tilkynningar Alþjóðlegur bænadagur kvenna er föstudaginn 2. mars og verðurþá samkoma í Dómkirkjunni í ReykjavUc, auk þess sem samkomur í tUefni dagsins veröa á ýmsum stööum á landinu. Samkoman i Dómkirkjunni hefst kl. 20.30. Stjómandi hennar verður Helga Hróbjartsdóttir en ávörp flytja sr. Sól- veig Lára Guðmundsdóttir og Margrét Hró- bjartsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Agústa Agústsdóttir syngur einsöng en orgelleUcari verður Sigríður Jónsdóttir. Samkomur verða haldnar í fjölmörgum löndum víðs vegar um heiminn þennan dag og bænaefni hiö sama (Kristur hið lifandi vatn, von okkar). Allir hjartanlega velkomnir. Undirbúnings- nefndin. I morgun var enn vont veður í Borgarfiröi og nágrenni. Hætta varð viö kennslu í Heiöarskóla í Leirársveit og einnig féll kennsla niöur í skólanum í Borgamesi í morgun vegna veðurs. -klp- Breiðfirðingafélagið í Reykjavík gengst fyrir Borgfirðingamóti í félagsheimili fóstbræðra Langholtsvegi 11, laugardaginn 3. mars og hefst það með borðhaldi kl. 17.00. Upplýsingar í simum 12322 og 38174. Frá Launamálaráði háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna innan BHM Á fundi sínum hinn 23. febrúar sl. samþykkti Launamálaráö háskólamenntaöra ríkis- starfsmanna aö staöfesta fyrirliggjandi sam- komulag um aöalkjarasamning Launamála- ráösins og f jármálaráöherra. I framhaldi af þessu tekur Launamálaráö há- skólamenntaöra ríkisstarfsmanna þaö sér- staklega fram, aö þessi samningur felur að þess mati ekki í sér neinar viðunandi bætur vegna hinna gifurlegu kjaraskeröinga undan- farinna mánaða. Aöalkjarasamningur þessi er hins vegar af hálfu Launamálaráös sam- þykktur vegna tveggja meginákvæða hans. Annaö er þaö sem kveöur á um aö samnings- timi skuli vera samkomulagsatriði og ekki nema til eins árs í senn án samþykkis Launa- málaráðs. Hitt atriöiö er ákvæöiö um nefnd aðila til raunverulegrar vinnu viö gagnaöflun og úrvinnslu til að bera saman kjör háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna og kjör þeirra, sem vinna hliðstæð störf annars staöar. Launamálaráö iítur svo á aö meö þessum samningi sé stigið fyrsta raunhæfa skrefiö um langt árabil í þá átt, aö ná fram því megin- markmiöi kjarabaráttu háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, aö þeirra störf séu metin hliöstætt til launa og störf háskólamanna hjá öðrum launagreiðendum. Launamálaráö há- skólamenntaðra ríkisstarfsmanna leggur áherslu á, að samkomulagið felur í sér, aö ríkiö muni leggja samanburöarnefnd fullt liössinni til aö inna verkefni sitt af hendi. Ný fyrirtæki Sigurjón Sigurösson, Geröavöllum 15, Grindavík og Sveinn Gunnarsson, Austurvegi 8, Grindavík, reka í Grindavík sameignarfélag undir nafn- inu Auöbjörg sf. Tiigangur félagsins er útgerð vélbátsins Auöbjörg GK-86. Skiltageröin Marko hefur breytt nafni sínu í Marko-merki. Tilgangur fyrirtækisins er sá sami aö viðbættum innflutningi á hráefni til skilta- og merkjageröar. BELLA Ég gæti víst betur sýnt hæfileika mina í verki. . . hvenær er kaffi- tíminn? IMauðungaruppboð Eftir kröfu Baldurs Guðlaugssonar hrl., Valgeirs Kristinssonar hdl. og Asgeirs Thoroddsen hdl. veröa eftirtaldir lausafjármunir seldir á nauöungaruppboöi, sem haldið veröur á bæjarfógetaskrifstofunni í Kópavogi að Auðbrekku 10, þriðjudaginn 6. mars 1984 kl. 14.00. Sófasett, sófaborð, skápasamstæða, 2 litsjónvarpstæki, Foster frysti- klefi. Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrifstofu uppboðshaldara. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarf ógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gísla B. Garðarssonar hdi., bæjarsjóðs Kópavogs, Ásgeirs Thoroddsen hdl., Hafsteins Sigurðssonar hrl. og Vilhjálms Vilhjáims- sonar hdl. verða cftirtaldar bifreiðir seldar á nauðungaruppboði, sem haldið verður við bæjarfógetaskrifstofuna i Kópavogi að Auðbrekku 10, þriöjudaginn 6. mars 1984 kl. 16.00. Y-3701, Y-2849, Y-2841, R-6963 og Akerman H-12 árg. 1975. Uppboösskilmálar liggja frammi á skrifstofu uppboðshaldara. Greiösla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Vont veður í nótt: VEGIR OG SKÓLAR LOKAÐIR í MORGUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.