Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 34
34
DV ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR1984
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
Hjónamiðlun og
sitthvað fleira
á lagningardögum
I níundu viku hlaupárs býöur
Dvölin ykkur ljúfan þriðjudag meö
von um góðar stundir allan guös
langan daginn. Vel á minnst, „kom-
iöi sælir, félagar og vinir góðir”.
Dægradvöiin er aö þessu sinni
meira en lítið spes. Viö fjölium nefni-
lega um hjónamiölun. Þaö er vitað
mál aö þaö er „dægradvöl” margra
aö þeysa á böll og ieita sér aö maka.
Þaögetur tekiö langan tima.
Dvölin skeilti sér hins vegar í
hjónahugleiðingum upp í Mennta-
skólann í Hamrahlíö. I tilefni iagn-
ingardaga skóians var þar rekin
hjónamiðlun meö aöstoö tölvu. Og
viti menn, tölvan kom að vörmu
spori meö 10 hentugustu einstakling-
ana fyrir Dægradvölina.
Viö komum viö á fleiri stööum i
skólanum og segjum frá þvi í máli og
myndum. Lagningardagamir eru
lika bara einu sinni á ári, ekki satt?
Viö dembum okkur þá í lokaslag-
inn. Punkturinn okkar er í viöbragös-
stööu, klár í slaginn eins og sagt er á
góöri íslensku. Og hér miðlar hann
okkur fróöleik sínum.
Texti: Jón G. Hauksson Myndir.
Gunnar V. Andrésson og Einar Ólason
Persónu/egar upp/ýsingar settar á b/að fyrir hjónabandstölvuna í MH. A meðal upplýsinga: Hæð: 179 cm,
þyngd: 78 kiló, augnlitur: grænn, hárlitur: dökkur, áhugamál: keppnisiþróttir, kvikmyndir, matargerð,
skák og bridge. Já/nei spurningar: Horfirðu á Dallas? tjá), Borðarðu svið og gellur? (já), Brtu
morgunsvæfur? (já), Ertu rómantiskur? (já), Lestu stjörnuspár? (nei). Einkunn þin (á skalanum 0—9) að
eigin mati fyrir kurteisi (7), hugrekki (6), hreinskilni (9) og sjálfstraust (6). D V-mynd: Einar Ólason.
GENGIÐIHJONABAND
langt í námi viö skólann. Sumar eru á
annarri önn og aörar aö Ijúka námi í
vor. Þær sögöust hafa skráö sig hjá
tölvunni í byrjun lagningardaganna.
Bioferðir voru eitt af þvi sem við höfðum öll mikinn áhuga á. Það var þvi
ekki um annað að ræða en hópurinn setti sig i eins konar James Bond-
stellingar. (Umhu). Er það ekki lika Bondmynd sem heitir Goldfinger sem
við þýddum sem Gullbaugfingur. Talið frá vinstri, fremsta röð: Magnea
Halldórsdóttir, (er i voginni). Þuríður Guðmundsdóttir (fiskur). Miðröð:
Hanna Leifsdóttir (sporðdreki), Dægradvölin (sporðdreki), Arndis Jónas-
dóttir (fiskur). Aftasta röð: Margrét Kr. Magnúsdóttir (meyja) og Helga
Ágústsdóttir (steingeit).
Bíóferðir sameigin-
legt áhugamál
En hvaö um áhugamálin? Jú, þær
nefndu keppnisíþróttir, skíði, hesta-
mennsku, bíóferðir og fleira. Þetta
meö bíóferðirnar, þaö var sameigin-
legt áhugamál okkar allra.
Uppáhaldsleikaramir? Þær nefndu
menn eins og Marlon Brando, Robert
Redford og „Bondarann” Roger
Moore. — Hvaö meö Jack Nicholson?
„Hann er alltof geöveikislegur.”
— Lesiö þiö einkamáladálkana?
„Já, þaö kemur fyrir. Þó fyrst og
fremst vegna þess aö það er gaman aö
lesa þá. Þeir em oft ansi frumlega
oröaðir.”
— Hvernig líst ykkur á hjónabands-
miölun eins og tölvu? „Bara vel. Hún
viröist einföld.” — Foreldrar ykkar
hafa ekki kynnst með þeim hætti?
„Nei, nei, þaö var nú ekki.”
Þaö var kominn tími til aö færa sig
inn á hjónabandsumræðumar. Eg
haföi meðal annars gefið tölvunni þaö
upp aö ég horföi á Dallas. Þaö sama
höfðu þæraösegja. „Ef viö höfum ekk-
ert annaðaðgera,” bættu þær viö.
Samkeppni við JR?
— ErégísamkeppniviðJR?
„Nei, það ert þú ekki. Hann slær þig
út. Á meiri peninga.” Þaö var enn
Kann ekkert að mála
— rabbad við Krístínu Pétursdóttur í galleru Menntaskólans íHamrahlíð
MEÐ AÐSTOD TÖLVU
— rætt við „topp tíu stúlkur” sem hjónabandstölvan í MH sagði
hentugastar fyrir Dægradvölina
„Eg kann ekkert aö mála. Þetta er
bara eitthvert rugl sem ég er aö setja
hér á pappír. En mig langaði, svona
meira fyrir forvitnis sakir, aö grípa í
penslana er ég leit hingaö inn í
galleríið,” sagöi Kristín Pétursdótt-
ir, 17 ára nemandi í MH, er við
hittum hana á einum lagningardegi
skólans í síðustu viku.
Þess má reyndar geta aö Kristín er
oröin 18 ára þegar þetta viötal birt-
ist. Hún átti afmæli í fyrradag, á
sunnudaginn. Viö sendum henni hér
með afmæliskveðj ur.
Kristín sagöi aö lagningardagamir
heföu mælst mjög vel fyrir og þátt-
takan væri almennt mjög góð.
„Þessir dagar virkja félagslifiö inn-
an skólans sem hlýtur aö vera af
hinugóöa.”
— Hvaö hefur vakiö mesta athygli
á lagningardögunum?
„Tvímælalaust galleríiö og hjóna-
bandsmiðlunin.” — Ertu búin aö fá
þinn „topp tíu lista” frá tölvunni?
„Nei, en ég er einmitt aö fara núna
aö ná í strimilinn. Þaö veröur gaman
aö s já hvaöa nöfn veröa á honum. ”
— Trúirðu á hjónabandsmiölun
semþessa?
„Nei, þaögeriégnúekki.”
Kristín sagöi ennfremur aö
meiningin heföi verið hjá sér aö
vinna upp gamlar syndir í náminu á
lagningardögunum. „En það hefur
ekki tekist enn. Þaö er svo margt
sem hefur heiilaö hér þessa daga. ”
„Góðan daginn. Þetta er þátturinn
Dægradvöl í DV. Svo ég snúi mér beint
aö erindinu þá er ég í giftingarhug-
leiðingum og hjónabandstölvan í MH
var rétt í þessu að segja mér að þú
værir ein af tíu hentugustu konunum
fyrir mig. Hvernig líst þér á aö ræöa
málin örlítiö betur í kvöld? ”
A þessa leiö hljóöaöi samtal Dægra-
dvalarinnar við sex stúlkur sem
stunda nám í Menntaskólanum í
Hamrahlíö. Allar uröu þær örlítið
hvumsa viö þessa beiöni. En samt.
Þær höfðu jú einu sinni skráö sig hjá
hjónabandstölvunni. Og þegar tölvur
eiga í hlut getur allt gerst.
Sefurðu í sokkum?
Stúlkurnar sex vildu þó vita eitt áöur
en þær tækju ákvöröun um aö koma.
„Ágæta Dægradvöl, geturöu sagt mér
hvort þú sofir í sokkum?” Sofi í sokk-
um? Umhum, nei, slíkt gerist aldrd.
„Þaö er ágætt. Viö sjáumst þá í
kvöld.”
Nú, þær virðast vera sæmilega rögg-
samar þessar, skemmtilega ákveönar.
En er tölvan nokkuö aö gabba mig? Og
ég sem er búinn aö auglýsa margoft í
einkamáladálkunum. Og hvað meö
hinar fjórar á „topp tíu lista” tölvunn-
ar, sem ekki náöist samband viö? Ja,
koma tímar og koma ráö.
En var þaö ekki skrítið hvaö þetta
var í rauninni auövelt? Bara aö labba
upp í MH. Setja persónulegar
upplýsingar á blaö. Síöan annaöist
tölvan framhaldiö. Segi fólk svo aö viö
lifum ekki á tíma tækninnar.
Ugla sat á kvisti
Og þarna eru þær mættar. Ugla sat á
kvisti... Nei, ekkert svona. 1 kvöld eru
þaö heildarsamningar enda eru allir í
þjóðfélaginu aö gera heiidarsamninga
um þessar mundir. Þetta veröa þó
örugglega engar VSl-ASI-umræöur.
Þaömá tölvan bóka.
Gott kvöld, stúlkur. Þaö er Dægra-
dvölin hérna megin. Þiö spuröuö hvort
ég svæfi í sokkum. Eg gleymdi bara aö
segja ykkur aö ég sef ekki heldur í
skóm.
Og þá hófust viðræðumar. I ljós kom
að stúlkurnar heita Þuríður
Guömundsdóttir, Hanna Leifsdóttir,
Helga Agústsdóttir, Arndís Jónasdótt-
ir, Magnea Halldórsdóttir og Margrét
Kr. Magnúsdóttir. Allt bráöhugguleg-
ar og hressar stúlkur. Þaö yröi greini-
lega úr vöndu að ráöa.
Stúlkurnar eru komnar mismunandi
Kristin Pétursdóttir. Hún var 17 ára siðastliðinn fimmtudag er þessi
mynd var tekin. Nú er hún orðin 18 ára, átti afmæli siðastliðinn
sunnudag. Dægradvölin sendir henni afmæliskveðjur.
DV-myndir: Einar Ólason.