Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1984, Page 6
6
DV. LAUGARDAGUR17. MARS1984.
Tímarnir breytast og mennirnir meö, stendur þar.
Blaðaútgáfa og blaðamennska er eitt af því sem miklum breyting-
um hefur tekið á undanförnum árum. Þar hangir margt á spýtunni,
ekki síst menningarbragurinn. Dagblað veröur að laga sig að háttum
og venjum fólksins. Það verður að fjalla um þau mál og á þann hátt
sem fellur í kramið eða vekur áhuga og eftirtekt. Að öðrum kosti er
eins gott að vera ekkert að gefa út blað.
Ef skoöuö eru til dæmis fjörutíu ára gömul blöö, eins og við gerum
á þessum síðum, kemur margt skrýtið og skemmtilegt í ljós. Fréttir
til að mynda eru sumar hverjar skrifaðar eins og „ekki á að skrifa
fréttir” samkvæmt viðhorfum sem ríkja í dag. Aftan við þær er svo
gjarnan bætt eins konar siðferðispistli frá hjarta blaðamannsins.
Stíllinn er því oft á tíðum persónulegri en nú enda skrifar blaöa-
maðurinn oft beint til lesandans. Sumar þessara frétta gætu þó vel
sómt sér á hvaða forsíöu sem væri í dag.
En lítum á skondnar fréttir og alvarlegar í bland frá lýðveldisár-
inu. Og ekki má gleyma auglýsingunum. Þær eru kapítuli út af fyrir
sig.
-KÞ tók saman
Kvíkmyndahúsin:
DÆMALAUS AÐSÓKN ÍGÆR
Aðsókn að páskamyndum kvik-
myndahúsanna varð með mesta
móti í gær eins og endranær um
páskana.
Fyrstu gestirnir voru mættir við
aðgöngumiðasöluna fyrir klukkan
átta í gærmorgun, og þegar opnað
var náðu raðirnar langt út á
götur.
Klukkan tæplega níu í morgun
voru bömin farin að raða sér upp
við Gamla Bíó til að fá miða aö
barnasýningunni á „Bambi”.
FJÖRUTÍU OG ÞRJÚ ÞJÓFNAÐAR
MÁLÁHÁLFUM MÁNUÐI
Iskyggilegur þjófnaðarfaraldur
hefur geisað í Reykjavík síðan um
nýár. Hefur rannsóknarlögregl-
unni verið tilkynnt um 43
þjófnaðarmál á síðustu tveimur
vikum. Eru sum þeirra allstór og
umfangsmikil. Flest þessara
mála eru nú að fullu upplýst.
Langflestir hafa þjófnaðir
þessir verið framdir af unglingum
eða ungum mönnum innan tvitugs-
aldurs. Tveir piltar, 17 og 18 ára,
hafa á þessum skamma tíma
framið 13 innbrot og stolið einum
bíl. Þá hefur komist upp um
„þjófafélag” sex unglinga á
aldrinum 9—16 ára, og hafa þeir
framið 11 þjófnaði, aðallega úr
, verslunum og ólæstum íbúöum.
Piltarnir tveir, sem flest inn-
brotin frömdu, voru oftast nær
undir áhrifum víns, er þeir fóru á
vettvang. Leituðu þeir einkum
eftir peningum og voru jafnvel svo
vandlátir, að þeir vildu helst ekki
smápeninga, skildu þá gjaman
eftir.
REIMLEIKAR
í LÍKBÍL
Blaðiö hefur frétt um einkennilegan atburð, sem
gerðist hér í bænum fyrir stuttu. Maður nokkur ætlaði
að kvöldlagi með bifreið sína á bílaverkstæði. Maður
þessi hefur greiðan aðgang að verkstæði þessu. Er
maðurinn kom að verkstæöinu, fór hann fyrst inn um
dyr, sem eingöngu eru ætlaðar mönnum, til að opna
dyrnar, er bifreiöum er ekið um. Tekur hann ljós, er
hann ætlaöi að nota til að lýsa sér leið um verkstæðið, að
ljósrofanum. Þegar maðurinn kemur inn á verkstæðið,
verður hann þess var, aö vél einhverrar bifreiðarinnar
er í gangi. Hélt maðurinn í fyrstu að þetta myndi stafa
af athugunarleysi þeirra, er þarna gengu síöast um.
Þar sem hann verður ekki var við að nokkur lifandi sála
sé þar inni, lætur hann ljósið falla á bifreið þá, er var í
gangi. En um leið og ljósið fellur á bifreiðina, sem var
líkbíll, deyr ljós það, sem maöurinn hélt á í hendinni, og
um leiö var eins og allt ætli um koll að keyra, þvílíkur
var gauragangurinn. Maöurinn gat þó komist aö
slökkvaranum, en um leiö og hann kveikti, datt allt
aftur í dúnalogn.
MINKURÁ
HÓTEL BORG!
- rotaður með brennivínsflösku
Um 9-leytið í gærkveldi, um það leyti, sem dansinn
var að hefjast á Hótel Borg, lenti allt í uppnámi í saln-
um. Þangað var skyndilega kominn óboðinn gestur,
dálítill minkur, sem piltar nokkrir höfðu verið aö eltast
viö úti á Austurvelli, en flýði undan þeim og leitaði
skjólsáBorginni.
Þegar menn urðu varir við hinn nýstárlega gest í veit-
ingasalnum, komst allt í uppnám. Kvenfólkið stökk upp
á stóla og borð, en karlmennirnir komust margir í víga-
hug og tóku að elta minkinn. Aðstoðuöu þjónamir við
„handtökuna”, og ætlaði þó að veröa bið á því að
minkurinn næðist. Sá litli var snar í snúningum, hljóp
undir borð og stóla og skaust eins og örskot undan fjend-
um sínum. Stóð eltingarleikur þessi á að giska í 15 mín-
útur. Loks tókst að handsama hann, og komu þjónar
með borðdúk til að vefja utan um minkinn. En þá tókst
ekki betur til en svo, aö minkurinn smaug úr höndum
þeirra og tók til fótanna, og var nú engu viðbragðsseinni
enáður.
Hófst nú eltingarleikurinn að nýju. Eftir alllanga
mæðu, hlátur áhorfenda, sem margir skemmtu sér hið
besta, og skræki kvenna, tókst að króa minkinn af úti í
gluggakistu. Maður nokkur náði tökum á honum
miðjum og hélt honum, en fleiri þustu þegar til
aðstoðar. Greip einhver það vopnið, sem næst var
hendi, flösku, og greiddi minkinum rothögg með henni.
Lét minkurinn þar líf sitt eftir frækilega vörn.
GEYMDI 450 KRONUR I TANNI í
SKÓNUM SINUM
1 gær kvað sakadómari upp dóm
yfir manni, sem hafði stolið 1500
krónum frá vinkonu sinni. Hlaut
hann 3ja mánaða fangelsi skil-
orðsbundið. Dómurinn var hann var tekinn fastur, hafði hann
bundinn því skilyrði, að maðurinn eytt öllum peningunum, nema 450
endurgreiddi stúlkunni alla þá krónum, sem hann geymdi í tánni
peninga, sem hann hafði tekið. Er á öðrum skónum sínum.
r r
TIK FELLURIGJA A ÞING-
VÖLLUM OG ER ÞAR ÍFIMM VIKUR
Fyrir nokkru skeði sá fáheyrði
atburður á Þingvöllum, að tík,
sem hermennirnir eiga, féll niður í
djúpa gjá og var þar í fimm vikur
án þess að verða meint af.
Gjáin sem tíkin datt ofan í, er
mjög djúp og ógerningur einn,
hvort heldur er fyrir menn, eða
skepnur að komast þaðan hjálpar-
laust upp úr.
Gátu hermennirnir með engu
móti náð tíkarskömminni upp,
því enginn þeirra treysti sér til
þess að síga eftir henni.
Köstuðu þeir því mat niður til
hennar í fimm vikur, en að þeim
tíma liðnum seig Jón í Svartagili
eftir tíkinni og kom með hana upp
og var hún þá með öllu ósködduð,
að öðru leyti en því, að hún var
orðin nokkuð horuð. Mun eitthvað
af matnum hafa lent á syllum í
gjánni, sem ekki er gott að varast,
og tíkin því ekki fengið nóg að éta.
Geta má nærri hversu tíkar-
skömmin var frelsinu fegin, þegar
hún var komin upp úr gjánni.
Hlutavelta Kvénnadeildai: SlysavarnaléL
hefst kl. 3 á œorflun e,h. < Ll*tamiuin*skál»nuin.
Kvlðld *»kkl kulöanum
)& U>t>n ai kolttRi W*fea«i8 » W Mir# tooatí, -
ti heppnia vr ttusH.
Fylfll#* meö tlMtottm.
vm vðinr j?«Uór e3a tftte W
Allt á elnum stad:
Stílrerk, Ijó«&kr6wttr, kt'w*kájmr, áívwUfftl, kárlmannstrykfntkkaj-, Íer5 tU Igtttjttrðaf. kJW i itótf-
am okr<Míma, bóaáhSM, tttöttmjSuvörur, npvrtvnrut' hveití «* alU tíl tmfcutMtr, re^afcBpur, h*f*r, tm***,
,r, tutmafut, Mkfánz, tyfj*afcHn, kvenrenfc», ^fciíCfinaCtir, „fcarl^ripír og úínt tnnrxi tk-íru. -
Ljösleitar
Það, sent «« vcvðs <j| j
jr ev af P‘u*'sk;l*!'
mu,
’TOFT
lí afkHm
Sí*< llá,.
t’iUil 4 lAS
Matiölur
101
(U'n'bicUviftnokkruiii iif utu J
i Maitalnn Ik'i'gsstuííi- ,j.
,, , . í ;:t li
. ‘____ i'i l
NOlvKUttt »»•'>" 1:1
(31 í
nýtt urval.
— Stór uúmer.
iaakastrieti 7.