Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1984, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1984, Síða 15
DV. LAUGARDAGUR17. MARS1984. 15 Danir vega Brján konung í tjaldi sinu árið 1014. mál hringsins var 4—5 hundruö metrar og hann var á beru svæöi utan viö borg- ina. Og innan og utan hringsins efndi hann og menn hans til kappræöu heilan dag. Endimörk hlaupabrautarinnar voru knékrjúpandi danskar konur. Þegar kvöldið kom og leikunum var lokið var konunum loks leyft aö rísa á fætur. En þær beiddust þess ekki af sigurvegurunum aö hverfa aftur til borgar sinnar þar sem ekki stóö steinn yfir steini. Mánuöir liöu og Danir komu aftur á flota sínum en nú var meginmáttur Dana brotinn á bak aftur og auðvelt að halda þeim í skefjum. Kahon var tví- mælalaust konungur í Kunster, eöa svo virtist, og enginn til aö keppa viö hann umvöldin. Og enn liöu níu góö ár. En áriö 976 var Kahon ráðinn af dög- um af hópi samsærismanna. Þaö var óþokkabragö sem átti eftir aö hafa áhrif á sögu Kelta. Donnabhain, vinur konungs, kom í heimsókn til hans, naut gestrisni hans, bar hann ofurliði við hjálpannarra. Kaelmadh, einnþeirra, vann á konungi. Fyrir þaö lýsti öll klerkastéttin í Kunster bölvun yfir hon- um. Skömmu seinna var hann líka drep- inn á orrustuvelli. En um sama leyti komu Danir til Kunster hvattir af sam- særismönnum. B rian varö nú konungur og sór þess eiö aö hefna bróöur síns. Hann dró saman her, fyrst felldi hann Ivar, fyrirliöa Dana, því næst losaði hann eyjamar og virkin viö alla Dani. Donnabhain, Júdasinn sem átt haföi frumkvæöi að dauða Kahons, varö ótta sleginn, sendi eftir Dananum Haraldi, sem kallaöi sig nú konung í Kunster. Haraldur safnaöi miklum her til orr- ustu við Brian. I henni vann Brian al- gjöran sigur og þeir Haraldur og Donnabhain féllu báöir. Með árinu 984 varð Brian aö lokum konungur í Kunster og æösti maður í Suður-Iriandi. Hann gat því meö nokkrum rétti titlað sig , JConung Ir- lands alls”. Smám saman færöi hann út ríki sitt til Connought og Ulster. Skattar bárust honum hvaöanæva aö. Titill hans, Boru, er kominn frá fom- írska orðinu boroma eða skattur. Hann varð voldugur maöur. Og um leið var hann góöur og vitur stjórn- andi. Hann keypti bækur erlendis frá svo aö þegnar hans næmu visku. Hann stofnaði kennaraembætti víðsvegar um landið og greiddi kennumm örlát- lega. Þá byggöi hann kirkjur. Lög- leysur höföu viðgengist í landinu allt fram á stjómartíö hans. Hann bætti lögin og framfylgdi því stranglega aö þau væru höfð í heiðri og greip til harðra refsinga við afbrotamenn. Og minni háttar sakamenn sluppu ekki með öllu hvaö hegningu varðaði. Lagabætur og aukin þekking fór aö segja til sín í ríkinu er fram liðu stund- ir. Þaö er hald manna að fyrstu ár ell- eftu aldar hafi veriö góð og friösöm á Irlandi undir styrkri stjóm Brians, en ekki vill sagan taka undir það að öllu leyti. Samsæri, uppreisnir, morð og launmorö áttu sér oft staö og stóöu Danir þar aö baki og launuöu skálkun- um sem viö þetta vom riðnir. Þessa sælu friöar og velmegunar, þó að hún væri villandi á sinn hátt, verð- skuldaöi Brian lof fyrir. En þetta tímabil stóö ekki lengi vegna þrætu hans og konungsins í Leiuster. Leiust- erkonungur með Dani aö bakhjarli haföi hugsað sér að hann, en ekki Brian, yröi konungur yfir öllu Irlandi. Hann skoraöi á konunginn í Kunster aö útkljá deiluna. 23. apríl 1014 hélt Brian yfir Shannonfljót til bardaga viö hersveitir • Leiuster og Dana. Hann var þá áttatíu og átta ára, enn hraustur á sál og lík- ama, hafði stjrka stjóm á hermönnum sínum og var elskaður af þeim. Hann var ekki í neinum vafa um aö meö guðs hjálp mundi hann sigra óvininn, sann- færöur um aö hann væri verjandi trú- arinnar á Krist gegn heiöinni Oöins- dýrkun. Clontarf (Bolavöllum) mættust herimir. Fyrir sjónum Brians og her- sveita hans var hér um krossferö aö ræöa og gunnfánar meö krossi Krists blöktu í vindinum þegar vopnin skullu saman. Orrustan haföi byrjað meö hvatvíslegu áhlaupi nokkurs hluta hers Brians sem sonur hans réð fyrir. En hann var maöur ákaflyndur. Ahlaupiö mistókst og hann varö að hörfa undan. Höfuðherirnir áttu í blóð- ugri ormstu á næstu grösum. Skammt frá bardagasvæðinu, i litlu tjaldi rétt viö herbúðir Kunsterhersveitanna, baö konungurinn aldni. Hann söng sálma, lasbænir. Faöirvor. Samkvæmt írsk- um heimildum var hann aleinn í tjald- inu ásamt skjaldsveini sínum og al- gjörlega óvarinn meöan ormstan geis- aöi innan mílu vegar frá tjaldinu. Danasögu ber saman um þetta og aö gamli konungurinn hafi veriö vopn- laus en getur þess um leiö aö ásamt sveininum hafi hann verið innan hrings vopnaöra manna. Sveinninn, sem heyröi sívaxandi ormstugný, stunur deyjandi manna og vopnaglam, spuröi konunginn hvort hann vildi ekki leita undan. Urslit orr- ustunnar vom tvísýn en hættan fyrir gamla manninn fór vaxandi. „Eg bið þig, herra, færðu þig héöan áöur en þaö er umseinan.” „0, guö, drengur minn, viö þurfum ekki aö hörfa undan. Mér er það ofur- ljóst aö ég mun ekki yfirgefa þennan staö lifandi og hvaöa gagn væri það fyrirmig?” „En, herra...” „Þetta ernóg.” Akugnabliki síðar leit sveinninn út um tjaldskörina og hrópaöi: „Bláir, naktirmenn nálgast okkur.” Ogþetta var f jtít þá sem ekki höfðu séð þá áöur allnákvæm lýsing á Dönum í sínum nærskomu bláu brynjum. „Það skiptir engu, drengur minn. ” Þrir menn mddust inn í tjaldiö. Þeir gáfu sveininum engan gaum og þrifu gamla manninn sem ennþá lá á hnjánum. „Konungurinn,” sagöieinn þeirra. „Það er ekki konungurinn. Það er einn af prestunum. Hann er á bæn.” Gamli maöurinn veitti þeim enga athygli og hélt áfram aö biðja. „Menn deyöa ekki prest.” „En þetta er ekki prestur. Sjáiö, þetta er konungsskikkja. Drepiö hann.” Og Danirnir þrír drápu Brian kon- ung Kunster og Irlands alls í tjaldi sinu. Hann haföi veriö, miðaö viö þá tíma sem hann lifði á, góöur konungur, vitur oghugrakkur. Honumhaföitekistmeð skynsamlegum ráðum og dáöum aö verða konungur yfir þvi nær öllu Ir- landi. Ef stjómarstefnu hans heföi verið fylgt hefði afkomendum hans heppnast að styrkja innviði ríkisins og gera Irland öflugt. Og á sömu stundu og Brian lét líf«sitt var her hans aö vinna stórsigur á Dönum og öörum ó- vinum Irlands. En þegar Brian var fallinn frá og Kurchadh sonur hans skömmu síðar (í ormstunni við Clontarf) þá snerist allt til öfugrar áttar. Ein ógæfan rak aöra viö skærur og svik skaðræðismanna. Það tók langan tíma fyrir Ira að rétta viö. A langri ævi, sem er þó örstutt tíma- bil í sögu Ira, aflaði Brian Bom sér ófölnandi frægðar sem mikill og góður stjómandi er sannaöi aö unnt var aö sameina Ira. Hann hefur veriö borinn saman við Skotakonunginn Róbert Bmce og ormstan viö Clontarf viö orr- ustuna hjá Bannockburn því aö báðir voru mennimir vitrir stjórnendur og báöar orrustumar höföu í för með sér mikinn ósigur fyrir fjandmennina. En Skotland Róberts Bmce stóö traustari fótum en Irland Brians og Bruce barð- ist með þjóðina sameinaöa að baki sér gegn kunnum óvini en ekki viö fimmtu herdeild sem stóð með Dönum. Og Bmce lifði ormstuna af, haföi tækifæri til þess aö treysta sigurinn og færa Skotlandi friö og réttlæti eins og hann haföi barist fyrir. E n þó aö stjórnarhættir Brians væm kæföir og sigur hans því ekki eins end- anlegur eins og hann heföi getað orðiö þá hefur hann hlotið veröskuldaöan dóm sögunnar sem er sá aö hann hafi verið vitur og hugrakkur þjóðhöfðingi, einn af mikilmönnum írsku þjóöarinn- ar. [ VfK/ilM blaSUS«um Beitum hugmyndaflugmu^ og sporum. Peysur a 10 krónur! MISSTU EKKIVIKU ÚR LÍFI ÞÍNI j 4 OPIÐI DAG tilkl. Allar vörur á markaðsverði Leiðin íiggur ti! okkar íöllum deildum ■hhr V^4 í vers/anamiðstöð vesturbæjar JL-GRILLIÐ —GRILLRÉTTIR ALLAN DAGINN Munið okkar hagstæðu greiðs/uski/má/a Jón Loftsson hf. hringbraut 121 — SIMI 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.