Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Side 9
DV. LAUGARDAGUR19. MAl 1984. 9 Laugarclags- pistillimi Ræöur vilji fólksins ferðinni? Flestir stjórnmálamenn munu segja, aö stundum veröi aö stuðla aö heill þjóöarinnar með því að ganga gegn straumnum. Landsfeður eigi ekki að fara í einu og öllu eftir marktækum skoöanakönnunum. En við viljum lýðræði, þannig að vilji fólksins marki til lengdar stefnuna. Því miður gerist það hér, að í fjölmörg- um stórum máium er fólkið hundsað. Sums staðar sjást merki umbóta. Einokunarvald samtryggingar kaupmanna og verzlunarmanna varð síðastliðinn vetur að hopa und- an almenningi og leyfa, að hafa mætti verzlanir opnar lengur en áður. Landsmenn höfðu margsinnis sagt í skoöanakönnunum, að þeir vildu, að afgreiðslutimi verzlana skyldi vera frjáls. En fullur sigur vannst ekki. Enn í sumar verða verzlanir lokaðar á laugardögum frá 20. júní tn ágústloka. Líklega verður vilji fólksins gagnvart grænmetis- einokuninni hefur komiö fram. Frá hádegi á föstudag til mánudags lágu frammi í verzlununum undirskrífta- listar, þar sem krafizt var frjáls inn- flutnings á kartöflum. A þessum skamma tima skrífuðu yfir tuttugu þúsundir manna undir áskorunina. Fólkið vill, að einokun Sölufélags garðyrkjumanna og Grænmetis- verzlunar landbúnaðaríns verði afnumin. En vilji fólksins er hundsaður. I allan vetur lá óafgreidd i nefnd tillaga um að gefa græn- metisinnflutninginn frjálsan. Þar var fyrir nefndarformaður, vörður hins ríkjandi kerfis, sem hafði aðeins fá atkvæði á bak við sig en réð þó, að þingheimur fékk allan þann tíma ekki að sýna vilja sinn. Stjórnvöld höfðu uppi loforö í kartöflumálinu, þegar landsmönnum hafði rétt einu sinni verið boðin „hrein drulla”. En landbúnaöarráöherra mun liklega Hanknr Helgason aðstoðarritstjéri Þessi gamla málpípa flokksforystu Framsóknar túlkar að líkindum sjónarmið ýmissa sterkra afla þar á bæ. Þórarinn segir í fyrirsögn grein- ar sinnar: „Tekjuskatturinn leggst einkum á launastéttimar.” Þar tek- ur hann undir eitt helzta gagnrýnis- atriði andstæðinga tekjuskattsins. I greininni segir hann meðal annars: ,,Eg verð að játa, að ég var í upp- hafi mikill fylgismaður beinna skatta. Skoöanaskipti mín urðu, þeg- ar ég fór að starfa í fjárhagsnefnd neðri deildar. Mér varð fljótt ljóst, eftir að ég fór að starfa í nefndinni, að tekjuskatturinn leggst fýrst og fremst á launafólk, en aðrir sleppa meira og minna, bæði vegna skatt- svika og undanþáguákvæða tekju- skattslaganna, sem erfitt eða útilok- að hefur reynzt að breyta vegna öflugra þrýstihópa...” Liklegast er, að þessi grein sé nú skrifuð, vegna þess að gagnrýnin á ÞING OG ■■ ^BWaBT TWW M 'WMj" MM W MMJtl 1 hvemig sala á kartöflum og öðm grænmeti fari fram — hvort ein- hverjir hér megi drekka alvörubjór. I slíkum málum nær lýðræðið ekki lengra en þetta. Þingið mun ætla sér að samþykkja ný kosningalög. Það er í samræmi við þjóðarvilja samkvæmt skoðana- könnunum að jafna vægi atkvæða milli landshluta. Afnám tekjuskatts Annaö merkilegt mál, sem kann að fara í gegn nú, samkvæmt horfum þegar þetta er skrifaö, þótt alls óvíst sé, em tillögur um afnám tekju- skatts af almennum launatekjum. Glöggir menn hafa lengi barizt gegn tekjuskattinum hér á landi fyrir þær sakir, hversu ranglátur ’ hann er. Almenningur á ísiandi er uppiýstari en margur stjórnmálamaðurinn viðurkennir. DV-mynd Einar Ólason. þó ekki amazt við kaupmönnum, sem bara starfa með f jölskyldum sínum. Frumkvæöi sparisjóðsins Bankakerfið hefur enn i litlu einu sinnt kröfum og nauðsyn fyrir lengri afgreiðslutima bankanna. Því ber að fagna því, að Sparisjóður vélstjóra byr jar nú f yrstur banka á því að hafa deildir sínar opnar til klukkan sex á föstudögum. Vonandi er þarna vísir að því, að þyrkingshætUnum í af- greiöslutima banka verði brátt hætt Samkeppni i bankakerfinu hefur góðu heilli aukizt stórlega síðustu vikur, eins og allir þekkja. Eins og aukin samkeppni i verzlun við minni verðbólgu braut á bak aftur sam- trygginguna um afgreiöslutíma þeirra, þannig má vænta, að sam- keppni bankanna geri að verkum, að þeir hafi frekast opið, þegar starf- andi fólk getur hægast komið því við aölítainn. Grænmetiseinokunin Af enn stærri málum má nefna, að manna sízt hrófla við einokuninni. Hann hörfar kannski með tregðu en mun síðan að nýju styrkja ríkjandi kerfi. Fyreta verk hans í fyrradag var að veita einokuninni söluforskot, þegar kartöflur voru settar á markaðinn. Útvarp og sjónvarp Landsmenn hafa margsinnis lýst fylgi við frjálst útvarp í skoðana- könnunum. Einokun ríkisútvarpsins til reksturs hljóðvarps og sjónvarps á sér formælendur fáa en dygga. Þar eru öflugir varðhundar fyrir í kerf- inu. Svo hefur farið, að líklega af- greiðir alþingi ekki útvarpslaga- frumvarpið um afnám einkaréttar- ins. Þess í stað var, þegar þetta er skrifaö, allt eins búizt við, að frum- varp um fjarskipti, sem herðir einokunina, næði fram að ganga. Þannig ganga landsfeðurnir í þessu mikilvæga máli þvert gegn vilja al- mennings. Bjórinn Nýlegar skoðanakannanir benda til þess, að meirihluti iandsmanna vilji leyfa bjór. Mikill meirihluti fólks í öllum flokkum vill, að þjóðar- atkvæði fari fram um málið, eins og tiflaga á alþingi hefur gert ráð fyrir. I aflan vetur sat einn smákóngurinn i þingnefnd á þessu máli og hindraöi, að það kæmi til atkvæöa í þinginu. Þegar þetta er skrifað, er enn afls óvist, að vilji almennings fái ráðið ferð í þessu mikilvæga máli. Auðvitað má margt færa til stuðn- ings þeim kenningum, sem fram hafa komið, aö þjóðaratkvæði skuli ekki ráða i sliku máli — þeir megi einfaldlega fá að drekka bjór, sem vilji bjór, þótt í minnihluta kynnu að vera, slíkt séu mannréttindi. Hér er einfaldlega verið aö leita leiða til þess, að málið nái fram að ganga — öðruvísi gengur það ekki fram. Hér hafa verið nefnd nokkur mál, sem rædd hafa verið á þinginu, af því að alþingi er nú að ljúka störfum. Augljóst er, að vilji fólksins ræður ekki endflega ferðinni, þótt um ræði mál af þessu tagi: hvers konar út- varp og sjónvarp fólk megi hafa sér til lærdóms og afþreyingar — Afnám tekjuskatts á almennar launatekjur var liður í samkomulagi núverandi stjómarflokka. Ekki að ástæðulausu hafa margir grunað annan stjómarflokkinn að minnsta kosti, það er Framsóknarflokkinn, um að leika tveimur skjöldum i mál- inu. Framsókn tók ekki vel í afnám tekjuskattsins fyrir síðustu kosning- ar og hefur ekkert gert í málinu eftir kosningamar. Ymsum þingmönnum leiddist biðin. Nýlega lögðu nokkrir sjálf- stæðisþingmenn fram þings- ályktunartillögu um afnám tekju- skatts af almennum launatekjum. Um sama leyti báru alþýðuflokks- þingmenn fram þingsályktunartil- lögu um afnám tekjuskatts á launa- tekjur. Tiflögumar áttú það sam- merkt, að samkvæmt þeim skyldi breytingin undirbúin þannig, aö hún gæti orðið næst, þegar bing kemur saman. En til þess þarf að sam- þykkja tillögur í þessum dúr nú á yfirstandandi þingi. Sflkar tillögur gætu sem hægast notið fylgis þingmeirihluta. Því er nokkur akkur i yfirlýsingum Þórar- ins Þórarinssonar ritstjóra í NT. núverandi tekjuskattsform hefur enn orðið ofarlega á baugi í kjölfar tillagna sjálfstæðis- og alþýðuflokks- manna. Þeir, sem vilja afnema tekjuskatt- inn, horfa á málið opnum augum. Þeir viðurkenna, að niðurfellingu yrði að mæta annaðhvort með sam- drætti ríkisbáknsins eða nýjum sköttum. Hvort tveggja verður vafa- laust að koma til. Ef svo fer, sem ekki er enn vonlaust, að þingið verði við þessum óskum, hefur verið farið að vilja almennings. Landsfeður kunna að þurfa að taka óvinsælar ákvarðanir, þegar þjóðar- heill krefst. En íslenzk þjóð hefur sýnt, að hún hefur ábyrgðartilfinn- ingu. Það sýndu viðbrögðin við kjaraskerðingunni í fyrra. Fólk biður ekki alltaf um brauð og leiki. Stjórnmálamenn færu viturlega að ráði sínu, ef þeir stigju niður af stöllum sínum og tækju meira tillit en áöur til þess, sem til dæmis skoðanakannanir segja um, hvað fólkið vifl. Fólkið hér á landi er vitr- ara en margur stjómmálamaðurinn viðurkennir. . Haukur Helgason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.