Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Page 10
DV. LAU G ARDAGUR19. MAI1984.
10
Jón Pétur Jónsson, handknattleiksmaður í Val, sýnir á sér hina hliðina
Texti:
Stefán
Kristjánsson
Jón Pétur Jónsson er þekktur
maður í handboltaheiminum. Þekkt-
astur er hann fyrir mikla skothörku,
afburða kimnigáfu og orðheppni á-
samt því að flytja inn HUMMEL í-
þróttavörur ásamt bróður sínum
Öiafi H. Jónssyni, fyrrum fyrirliða
islenska landsliösins í handknattleik.
,,Viö stofnuðum innflutnings-
verslun 20. september 1975 og hlaut
hún nafnið O.H. Jónsson hf. Viö
höfum síöan þá flutt inn alls kyns í-
þróttavörur frá Hummel og eins
riffla og ýmis skotfæri ásamt mörgu
ööru. Þaö fer mikill hluti sólar-
hringsins í vinnuna og hún er eitt
aðaláhugamálið sem stendur alla-
vega. Iþróttimar eru líka ofarlega.
Eg les mikið í bókum, hef mikið
meira lagi orðheppinn og skemmti-
legur. Er eitthvað til i þessu?
„Eg læt aðra dæma um það. Kimn-
in hefur þróast í gegnum íþróttirnar.
Það hafa verið margir „léttir” í Val í
gegnum árin og ég er ekki sá eini. ”
Nú flytur þú inn skotfæri. Skýtur
þú s jálfur?
„Eg hef farið nokkrum sinnum til
rjúpna en meira er þaö ekki. Hins
vegar hef ég gaman af aö renna fyrir
lax og silung.”
Kanntu skemmtilega veiðisögu?
„Þaö gæti verið, já. Við Valsmenn
héldum eitt sinn af stað austur fyrir
fjall og ætluðum í sjóbirting rétt hjá
Klaustri. Okkur var sagt að melda
allt, maðk, flugu, svið og meira að
segja appelsínubörk en ekkert gekk.
Upp úr hádeginu komumst viö að því
að áin góða var áveituskurður og að
sjálfsögðu ekki bein að hafa þar. Við
æddum að bænum en þar var engan
að sjá. Veiðiferðin endaði síðan með
því að við slógum upp glímumóti og
Olafur Benediktsson markvörður
vann það f rekar létt.”
„Stjórna ríkinu
í hádeginu"
Fylgist þú með þjóðmálum al-
sinn íslensk sendinefnd á ferð í
Bandaríkjunum og kvöld eitt var
boðið til kvöldveröar. Var ekki langt
liðið á máltiðina þegar einn Banda-
ríkjamaður vindur sér að einum
íslenska nefndarmanninum og spyr
hann hve velta ríkissjóðs sé mikil ár-
lega. Islendingurinn, sem ég held
örugglega að sé alþingismaður,
svaraði um hæl og nefndi líklega
tölu. Bandaríkjamanninum bregður
við og svarar: „Þetta er aðeins hluti
af veltu mins fyrirtækis. Eg gæti
Reyndum n^k-^
«iðoga^'«*ori‘
dálæti á Halldóri Laxness, MacLean
og Hammond Innes svo einhverjir
séu nefndir. Annars er ég alæta á
bækur.”
„Margir Séttir í Val"
Þú hefur fengið orð fyrir að vera í
okkur á bæ einum og gefa bóndanum
þar flösku af brennivíni. Hann myndi
þá glaður vísa okkur á bestu veiði-
staðina. Síöan færðum við honum
flöskuna, skáluðum við hann og hann
benti okkur á góöa staöi. Um morg-
uninn örkuöum viö af staö, léttir í
lund aö venju, og nú átti aldeilis að
þurrka upp sprænuna. Við reyndum
mennt og hvaða álit hefur þú á
stjórnmálamönnum þessa lands?
, ,Eg tel mig fylgjast vel með en álit
mitt á íslenskum stjómmála-
mönnum er því miður ekki mikið. Eg
tel að þaö ætti að fækka þeim í 30
stykki og þá gengju málin hraðar
fyrir sig. Núna er veriö aö velta ýms-
um málum fyrir sér svo árum
skiptir. I þessu sambandi dettur mér
í hug skemmtileg saga. Þaö var eitt
stjómað íslenska ríkinu í hádeginu.”
Þetta finnst mér gefa ýmislegt til
kynna varðandi störf okkar alþingis-
manna og afkastagetu þeirra.”
Að lokum, Jón: Ert þú að leggja
skóna á hilluna?
. „Eg byrjaði í handbolta í marki
hjá Breiðabliki. Við Oli bróðir
vorum alltaf aö leika okkur á
ganginum heima í Kópavogi í þá
daga. Knötturinn var einfaldlega
búinn til úr sokkum og Oli reyndi allt
sem hann gat til að skjóta í andlitið á
mér. Svo reif hann í eyrun á mér og
sagði svo: ,,Svona förum viö með
Breiðabliksmenn.” Hann var þá
byrjaður að leika með Val og á end-
anum fór ég þangað líka.
Ef ég verö ferskur og heill heilsu í
júlí þá ætla ég að vera með eitt ár
enn. Valur á mikið af ungum og efni-
legum leikmönnum sem fara að taka
við en ef not verða fyrir mig næsta
vetur mun ég ekki láta mig vanta,”
sagði Jón Pétur Jónsson og baö fyrir
kveðjurtil Ola bróður.
Jón Pétur Jónsson ásamt f jölskyldu sinni.
„Kom ekki vel fyrir
til að byrja með”
segir eiginkona Jóns Péturs, Jóna Rútsdóttir
„Þetta var frekar venjulegt hjá
okkur Jóni. Við kynntumst á
skemmtistað, nánar tiltekiö í Sig-
túni,” sagöi Jóna Rútsdóttir, eigin-
kona Jóns Péturs Jónssonar hand-
knattleiksmanns, í stuttu samtali við
DV.
„Hann kom mér ekki vel fyrir
sjónir í fyrstu, var frekur og ágengur
en ég komst að því síðar að þetta var
besta skinn. Frekjan og ágengnin
var einungis á yfirborðinu. Hann var
æstur í að dansa og vildi helst alltaf
vera á dansgólfinu.
Jón Pétur er mjög ákveöinn
maöur og hann kemur sínu fram í
flestum tilfellum. Hann er ekki
hjálpsamur við húsverkin og þau
lenda nær undantekningarlaust á
mér. Hins vegar er hann mjög góöur
faöir og sér ákaflega vel fyrir sér og
sínum. Hann er ákveðinn og oftast
nær finnst mér hann vera skemmti-
legur,” sagði Jóna Rútsdóttir. -SK.
\
Gísli Halldórsson leikari er í miklum
inetum hjá Jóni Pétri.
FULLT NAFN: Jón Pétur Jónsson.
HÆÐ OG ÞYNGD: 1,91 og hálfur og
94 kg.
BIFREIÐ; Daihatsu Charade.
GÆLUNAFN: Ekkert.
VERSTU MEIÐSLI: Sem betur fer
engin.
UPPAHALDSIÞROTTAMAÐUR, 1S-
LENSKUR: ASGEIR SIGURVINS-
SON.
UPPAHALDSIÞROTTAMAÐUR, ER-
LENDUR: CarlLewis.
MINNISSTÆÐASTI LEIKUR:
Valur-Dinamo Bukarest í Evrópu-
keppninni 1977 í Rúmeníu.
ÖNNUR UPPAHALDSÍÞRÖTT:
Knattspyrna.
UPPAHALDSMATUR: Sjávarfæða,
sama hvað er.
U PPAHALDSDRYKKUR: Tvöfald-
ur viski í vatni og bjór.
UPPÁHALDSSJONVARPSÞATTUR:
Iþróttir og fréttir.
UPPAHALDSLEIKARI, ERLEND-
UR: Jack Nicholson.
ÍSLENSKUR: Gísli Halldórsson.
UPPAHALDSBLAÐ: Morgunblaðið.
UPPAHALDSHLJOMS VEIT: RoU-
ingStones.
BESTI VINUR: Konan í Breiö-
holtinu.
ERFIÐASTI ANDSTÆÐINGUR:
Steinar Birgisson.
HELSTA METNAÐARMAL I
LlFINU: Að hafa ofan í mig og á.
HVAÐA PERSONU LANGAR ÞIG
MEST TIL AÐ fflTTA? I myrkri eða
björtu. Chemenko í glasi. Bæði í
björtu og myrkri.
EFTIR AÐ FERLI ÞlNUM LYK-
UR: Sinna fjölskyldunni betur en
hingað til.
STÆRSTI VEIKLEIKI: Skapið í
leik.
STÆRSTI KOSTUR: Skapið fyrir
utan leik.
UPPAHALDSLH) IENSKU KNATT-
SPYRNUNNI: Man. Utd.
BESTIÞJALFARISEM ÞU HEFUR
HAFT: HUmar Björasson.
HVAÐ FER MEST I TAUGARNAR
Á ÞER? Baktjaldamakk alls konar
og óheiðarleiki.
YRÐIR ÞÚ HELSTI RAÐAMAÐUR
ÞJÖÐARINNAR A MORGUN,
HVERT YRÐI ÞITT FYRSTA
VERK? Leyfa bjórinn.
ANNAÐ VERK: Hækka fjárframlög
rikisins til iþróttamála almennt séð.
Hilmar Björnsson er besti þjálfari
sem Jón Pétur hefur haft á sínum
ferli.