Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Síða 12
12 DV. LAUGARDAGUR19. MAI1984. AÐALFUNDUR S.Í.F. Aðalfundur Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda fyrir árið 1983 verður haldinn aö Hótel Sögu 7. júní nk. og hefst kl. 10 f.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. STJÓRN SÖLUSAMBANDS ÍSLENZKRA FISKFRAMLEIÐENDA. ' r' ý't.AiL in;.- .. IJ'j!. TC Frá menntamálaráðuneytmu Lausar kennarastöður Lausar eru til umsóknar kennarastöður við eftirtalda skóla: Menntaskólann á ísafirði, staða stærðfræðikennara, íslensku- kennara og staöa kennara í viðskipta- og félagsgreinum (bók- færslu, rekstrarhagfræði, félagsfræði o.fl.). Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki, staða dönskukennara og íslenskukennara. Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum, staöa íslensku- kennara. Umsóknir sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf fyrir 1. júní næstkomandi. menntamalarAðuneytið. NÝIR OG NOTAÐIR BÍLAR SELJUM í DAG TEGUND ÁRGERÐ EKINN LITUR VERÐ RENAULT 5 TL 1979 63.000 blár 120.000 RENAULT 20 TL 1979 51.000 grænn 210.000 BMW315 1981 38.000 drappl. 295.000 BMW315 1982 20.000 rauður 330.000 BMW316 1981 39.000 silfurgr. 300.000 BMW 320 1978 100.000 rauður 250.000 BMW 320 1982 30.000 blásans. 445.000 BMW518 1980 26.000 silfurgr. 355.000 BMW 518 1982 14.000 hvítur 445.000 BMW 520i 1982 31.000 grænsans. 550.000 BMW 520, auto 1982 42.000 rauðsans. 550.000 MAZDA 929, auto 1980 40.000 blásans. 245.000 OPIÐ 1 -5 KOMIÐ SKOÐIÐ OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633 TIL SÖLU Mercedes Benz 450 SE árg. '75, gullfallegur bíll — mefl öllu. Toyota Landcruiser árg. '81, toppbill. 8B Opið laugardaga kl. 10—19. BÍLASALAN BLIK Skeifunni 8, sími 86477. „HEF NOTAÐ ALLT T Rætt við Jón Högnason skipstjóra sem er níutíu og þriggja ára og fyrirsjötíuárum ,,Það er ekki vegna þess að ég hafi fengið gott uppeldi. Eg var á flækingi lengi. Eg missti foreldra mína ungur og uppvaxtarárin voru reglulega erfið. Eg var á mörgum bæjum, komið fyrir hér og þar,” svarar Jón Högna- son skipstjóri, kominn á nitugasta og fjórða aldursár, þegar hann er spurður hvernig hann hafi farið að því að verða svona gamall. ,,Eg er fæddur 1891 á Eystri-Sól- heimum í Mýrdal í Vestur-Skaftafells- sýslu. Eg var þarna austurfrá til átján ára aldurs og þá flutti ég til Reykjavík- ur.” Hvernig stóö á því að þú fluttist til Reykjavíkur? „Frændi minn, Sigurður Oddsson skipstjóri, tók mig í vinnu. Einhver gekk á milli og útvegaði mér pláss hjá honum. Og á skútu var ég með honum í fimmúthöld. Það er ómögulegt að lýsa því hvemig þetta var. Maður var kominn í allt annan heim þegar maður var kom- inn á skútu og úr sveitalífinu.” Var þetta ekki erfitt? „Nei, það var ekki erfitt en það var ósköp lélegt líf. Fæði og allur aöbúnaöur var ósköp lélegur.” Hvaö voru túrarnir langir? „Þeir voru upp í sex vikur. Það var einn túr frá lokum til Jónsmessu, allt- af. Hinir túramir voru styttri.” Var gott upp úr því að hafa að vera á skútu? „Það fór allt eftir því hvaö maður dró. Maður hafði helminginn. Þeir höfðu gott upp úr sér sem vora góðir dráttarmenn. Eg var í meðallagi góður og ég held að árskaupið mitt hafi kom- ist mest upp í 600 krónur eða þar um bil. Svo var þama tímabil sem ekkert var að gera hjá skútukörlum. Það var hætt í september og ekkert farið að gera fyrr en í byrjum mars. Og þá var ekki nokkur skapaður hlutur að gera. ” — Hvemig eyddirðu tímanum? „I bara ekki neitt. Það var einstöku sinnum aö maður fékk dag og dag á Eyrinni. Þá var maður með um 20 til 25 auraátímann.” Sjómannaskólinn ,,Eg fór i sjómannaskólann og út- skrifaðist þaðan 1914. Eg fékk svonefnt meirapróf. Það veitti réttindi til utan- landssiglinga.” Þurftiröu ekki að safna til að komast í Sjómannaskólann? „Nei, ég var hjá skipstjóra mínum og frænda, Siguröi Oddssyni, þennan tíma sem ég var í skólanum og konu hans, Herdísi Jónsdóttur. Þeim ágætis- hjónum á ég mikið að þakka. Eg held að ég hafi borgað 30 krónur á mánuði í fæði og húsnæði. Það var hægt aö lifa góðu lífi á 600 krónum fyrir einhleypa menn. Svo fór ég á togara. Fyrst sem háseti, svo stýrimaður. Eg var stýri- maður hjá Þórami Olgeirssyni, Great Admiral hét skipið. Hann var með útgerð i Englandi. Meðan ég var meö Þórami átti ég heima í Grimsby. Það vora tvö ár. Þá var skipiö selt og þar með var búinn tími minn með Þórami. Eg sótti Skaftfelling til Danmerkur og sigldi honum á seglunum einum heim vegna þess að það var ekki dropi af olíu fáanlegur og var með hann í siglingum við suöurströndina í tvö ár. Síðan var ég, eftir nokkum tíma í landi, stýrimaður á Leifi heppna og áfram skipstjóri á togurum. Vínlandi fyrst, gamla Gulltoppi og sex ár skip- stjóri á Karlsefni, gamla. Svo fór ég í land og hætti eiginlega til sjós. Eg fór þá að vinna hjá áfengis- versluninni og bruggaði þar allt brennivín í fimm ár, þá fór ég til Skipa- skoðunar ríkisins og þar var ég í tuttuguogtvöár.” Á stríðsárunum fékk ég að fara ein- staka túra til Englands í forföllum ann- arra. Eg fékk frí til þess, menn vildu yfirleitt ekki sigla á stríðstímum.” Þú hefur ekki verið hræddur? „Ja, það var mikiö upp úr þessu að hafa. Allir gera kröfur Hvenær hættirðu að vinna? „Eg varð að hætta sjötíu ára. Mér var að vísu boöið að halda áfram en ég vildi hætta. Síðan hef ég ekki annað gert en að láta mér leiðast.” Attu þér ekki eitthvert tómstunda- gaman? „Nei. Eg er helst að glugga í bækur. Eg hef eiginlega ekkert getað fundið mér til dundurs. Eg bý með seinni konunni minni. Eg er tvígiftur, hún er sex árum yngri.” Áttu einhverja afkomendur? „Eg á f jögur böm með fyrri konunni minni.” Nú hefur orðið mikil breyting frá því að þú fæddist? t „Þetta er allt annar heimur sem maður lifir í núna heldur en maður geröi þá. Allir gera kröfur að mér finnst. Þeir vilja minni vinnu og meiri laun. Svona kröfur þekktust ekki þá. Til dæmis á skútunum. ” Var ekki mikil vinnuharka þá? „Ekki á skútunum. Það var hver sjálfráður hvað hann stóð lengi við fær- ið. En það er ekki hægt að lýsa því hvemig farið var með mann á togurun- um áður en vökulögin komu. Þaö var iðulega svoleiðis að það voru allir hætt- ir að borða. Maður datt með hausinn ofan í diskinn sinn í stað þess að borða. Eg er hræddur um að það væri búið að gera verkfall núna,” segir Jón og hlær. Síðan verður hann alvarlegur: „Þetta var hörmulegur tími. Það var oft svoleiðis í Englandsferðum að við vorum ekki búnir að ná okkur eftir „Jón er grannvaxinn og teinréttur þrátt fyrir aidurinn sé farinn að færast yfir."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.