Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Page 16
16
DV. LAUGARDAGUR19. MAI1984.
ummeTRics
i.
VHF-talstöóvar
fyrir skip og báta
Verð aðeins kr. 6.600.-
Týsgötu 1, símar 10450 og 20610.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 85., 88. og 93. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Tjarnarbraut 27, 1. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Ragnheiðar
Gústafsdóttur, fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl. á
eigninni sjálfri miðvikudaginn 23. maí 1984 kl. 13.0«.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 131., 137. og 140. tölublaöi Lögbritingablaðsins 1983 á
eigninni Laufási 2, neðri hæð, Garðakaupstað, þingl. eign Magnúsar
Matthíassonar fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar rikisins og
Guðjóns Steingrímssonar hri. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 23. maí
1984 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 85., 88. og 93. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Brekkubyggð 55, Garðakaupstað, tal. eign Árna
Sigurðssonar, fer fram eftir innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri
miðvikudaginn 23. maí 1984 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 19., 24. og 27. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Bröttukinn 33, 1. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Steinunnar
Ölafsdóttur, fer fram eftir kröfu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á eign-
inni sjálfri miðvikudaginn 23. maí 1984 kl. 16.00.
Bæjarfógetinn í Hafnarf irði.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Hverfisgötu 24, Hafnarfirðf, þingl. eign
Einöru Sigurðardóttur, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 23.
maí 1984 kl. 16.45.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 19., 22. og 24. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á verbúð á
Breiðdalsvík, þingl. eign útgerðarfélagsins Drífu hf., fer fram skv.
kröfu Sigríðar Thorlacius hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 24. maí
1984 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu. .
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 19., 22. og 24. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á Búðavegi
18 Fáskrúðsfirði, þingl. eign Hafnarsjóðs Búðakauptúns, fer fram skv.
kröfu Fiskveiðasjóðs Islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 24. maí
1984 kl. 11.30.
Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu.
Breið-
síðan
Vasadiskó hættulegt
Nú hafa sérfræðingar komist að
þeirri niðurstöðu að svokallað vasa-
diskó geti verið hættulegt fyrir heyrn-
ina þegar músíkin er höfð of hátt stillt.
Meö því að hlusta á of hátt stillta
músík einn tima á dag geta menn átt á
hættu að fá varanlegar heyrnar-
skemmdir. Þær skemmdir sem hér um
ræðir er ekki hægt að lækna. Það eru
taugafrumur í innra eyra sem eyði-
leggjast. Þeir sem verða fyrir þessu
eiga i erfiöleikum meö að heyra orö og
setningar rétt.
„Að hlusta á vasadiskó er eins og að
standa á bak við þotu sem er að hef ja
sig til flugs,” segja sænskir sérfræö-
ingar sem hafa kannað þessi mál.
I könnun sem þeir gerðu meðal hóps
unglinga, sem notar vasadiskó reglu-
lega, kom í ljós að styrkleikinn á
músíkinni var 92 til 102 desíbel. En al-
gengt er að leyfilegur hljóðstyrkur í
iðnaði sé 85 desíbel.
Derrick fær konu
sérviðhlið
Við munum öll eftir honum Derrick.
Hann er enn í fullu fjöri þó við fáum
ekki aö njóta hans eins og sakir standa.
En nú hafa gerst mikil tiðindi hjá hon-
um. Fram að þessu hefur það verið
skoðun margra að hann hafi vantað
eitt sem talið er nauösynlegt mörgum
leynilögreglumönnum, nefnilega konu.
Nú hefur verið ákveðið að bæta úr
þessu og Derrick er búinn að fá konu
sér við hlið.
Fyrirtækið sem framleiðir þennan
sakamálaþátt hefur stööugt fengiö að
heyra þaö að Derrick vanti konu. Höf-
undur þáttanna hefur verið mótfallinn
því og telur aö Derrick eigi að vera
hinn dæmigerði rannsóknarlögreglu-
maður sem er giftur starfinu. En hann
hef ur orðiö að skipta um skoðun.
Þessi nýja kona Derricks heitir í
þáttunum Ariane og er rauöhærö og
þokkalega útlítandi.
„Þetta er bæði gaman og huggulegt
fyrir mig. Loks einhverjar ástasenur
fyrir mig og koss af og til. En þaö er á
hreinu að þaö verða engar ástasenur af
okkur nöktum uppi í rúmi,” segir
Derrick sem reyndar heitir Horst
Tappert þegar hann er ekki í þáttun-
um.
Hjólataminn haf inn
Nú er hjólreiðatiminn að hefjast og
er ekki úr vegi aö minna á það aö ekki
er ráölegt aö taka þaö of geyst til aö
byrja með.
Þegar hjól komu fyrst á markaðinn
sýndist sitt hverjum. Þessi mynd hér
að neðan er frá árinu 1895. Hún átti aö
vera varnaöarorð til þeirra sem voru
sem æstastir aö breiða út hjólmennt-
ina.
AFMÆLISBARN VIKUNNAR
Afmælisbam okkar þessa viku er
Guðmundur Ingi Kristjánsson,
fréttaþulur sjónvarpsins, sem lík-
iega allir sjónvarpsáhorfendur kann-
ast við sem nokkuð tíðan stofugest.
Hann er fæddur 25. maí 1950 á
Akureyri. Guðmundur á ekki langt
að sækja þularstarfið því faöir hans,
Kristján Róbertsson, fv. frikirkju-
prestur, starfaöi einnig sem þulur
hjá Ríkisútvarpinu. Guömundur er
meö BA próf úr Háskóla Islands, í
ensku og sagnfræði. Hann stundar
kennarastörf á meðan hann er ekki á
skjánum.
En hvernig maður er Guðmundur
Ingi aö sögn afmælisdagabókarinn-
ar? — Þú ert mjög tilfinningaríkur,
viökvæmur fyrir hrósi og þér gremj-
ast fljótlega mistök og hindranir.
Þroskaðu sjálfstjórn. Einbeittu þér
að störfum þínum. Leitaðu lífsföru-
nautar, sem líkist þér sjálfum.
Kryddarinn
Magnús Oskarsson borgarlögmað-
ur, seinasti Kryddarahöfundur, skor-
aði á Jónas Guðmundsson rithöfund.
Hann varð að sjálfsögðu við áskorun-
inni. Kryddari Jónasar heitir Meist-
araskotið og er á þessa leið: — Sigurð-
ur heitinn Þórðarson, bóndi og hrepp-
stjóri á Laugabóli í Nauteyrarhreppi
við Isafjörð, en hér er átt við þann Isa-
fjörð er lengst skerst inn í Isafjarðar-
djúp, en þetta er langur mjór fjörður,
bjó á föðurleifð sinni um alllangt skeið
eöatilársins 1962.
Sigurður var bróðir Olafs heitins
Þórðarsonar, forstjóra skipafélagsins
Jöklahf.
Það var eitt sinn að Olafur sendi
Sigurði bróður sínum, sem var ágæt
skytta, einn forláta riffil með sjón-
auka. Mikið verkfæri og gott, en þarna
voru stundaðar selveiöar. Vakti þessi
mikla byssa talsverða athygli í sveit-
inni, eins og nýjungar gjöra gjarnan.
Það ber til sama haust og Sigurður
fær riffilinn góöa aö gamall bóndi hin-
um megin fjarðarins hringir og biður
Sigurð aö skjóta fyrir sig hrút.
Siguröur var heldur tregur til og
spurði:
— Getið þið nú ekki lengur skotið
hrútaþarna?
En bóndi lét sig ekki og minnti á riff-
ilinn góða og það verður úr að Sigurður
lætur undan og segir snúðugt við karl:
— Komdu þá með hann út klukkan
níuikvöld.
Dagur líður að kvöldi og á tilsettum
tíma kemur bóndi út meö hrútinn og
setur í klof sér og Sigurður hreppstjóri
gengur út á hlað hjá sér, hinum megin
fjarðarins, með byssuna góðu.
Og hann miðar vandlega yfir fjörð-
inn þar sem karl heldur hrútnum í klof-
inu á homunum. Og skotið ríöur af og
hrúturinn steinliggur, í fyrsta skoti.
Þótti þetta afrek nokkurt en
Sigurður geröi lítið úr, en sagði þó.
— Merkilegt að karlinn, kominn á
þennan aldur, skyldi geta haldið hrútn-
umkyrrum.
Jónas rithöfundursagði: „Varðandi
áskoranda. geri ég sérkröfur og skora
á Guðmund J. Guðmundsson. ”
Hver skyldi vera Kryddarinn hans?
Viöbíðum spennt.
Næst fáum
við að
heyra frá
Guðmundi
J. Guð-
mundssyni,
aiþingismanni
og formanni
Dagsbrúnar.