Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Síða 19
DV. LAUGARDAGUR19. MAl 1984.
19
Menning Menning Menning
Nú stendur yfir á Kjarvalsstööum
sýning á verkum eftir Einar Há-
konarson. Sýnir hann 79 olíumálverk
og 89 grafíkverk. Sýningunni lýkur
20. mai.
Fígúrur
Nú eru senn liðin 20 ár síöan Einar
Hákonarson kom fram á sjónarsviö-
ið með endumýjaða sýn á fígúruna í
islensku málverki. A þessum tíma
hafa orðið töluverðar breytingar í
máiverki Einars, bæði hvað varðar
inntak og myndgerð. En þrátt fyrir
ytri breytingar má glöggt merkja
ákveöinn stöðugleika í málverki
listamannsins, sem byggir á hefð-
bundnum gildum og agaðri sýn.
Einar Hákonarson hefur verið
expressionisti frá fyrstu tíð, og fram
til skamms tíma hafa málverk hans
einkennst af sterkri og kraftmikilli
línu, byggingu umhverfis liti og
form. Málverkin gerðust í teikning-
unni, línuspili og hrynjandi og hröð-
um vinnuaðferðum. Líkt og nýjustu
myndirnar hér á sýningunni gefa til
kynna stendur listamaðurinn nú á
tímamótum. Hann hefur dregiö úr
gildi línunnar og leggur meiri
áherslu á litinn, málar frjálst og
dýnamískt þannig aö við merkjum
vel djúpa tilfinningalega hlutdeild
listamannsins. Myndimar virka
Skáldið bíður eftir andagift
mikiö unnar og myndrænir mögu-
leikar eru nú nýttir til hins ýtrasta.
(Sjá sérstaklega: Skáldiö bíður eftir
andagift og Otemjan.)
IMýtt inntak
Það er greinilegt að listamaðurinn
hefur kunnað að endurmeta mál-
verkið og fundið nýja, óvænta mögu-
leika í opnari meðförum litarins.
Með því að „teikna” með litnum
hefur listamaöurinn breytt eðli mál-
verksins, samtimis sem myndefniö
— fígúran — hefur öölast annað og
nýtt inntak. Fígúran hefur nú eign-
ast meiri sálfræðilega þykkt, innri
möguleika sem ekki voru til staðar í
fyrri verkum listamannsins. Það er
nú sem Einar máli á dýptina og
áhorfendur skynja beinni tilf inninga-
legri tengsl listamannsins við efnið,
litinn og línuna.
Þó svo að segja megi að málverk
listamannsins hafi mildast í lit, er þó
að finna hér á sýningunni myndir
sem lýsa dirfsku og áræöi í meðferð
lita, sem sjaldséö er í islensku mál-
verki. (Sjá myndir no. 17 og no 19.)
Grafík
A sýningunni gefur einnig að líta 89
grafíkverk sem spanna 20 ára feril
listamannsins. Einar hefur algera
sérstöðu í íslenskri grafík bæði hvað
varðar fagleg vinnubrögð og mynd-
ræna úrvinnslu. I grafíkverkunum
kemur einkar vei í ljós teiknisnilli
listamannsins jafnframt sem þau
lýsa vel myndrænu samhengi í list
Einars.
Ljóst er aö þessi umfangsmikla
sýning er merkur áfangi á listferli
Einars. Honum hefur tekist að opna
málverkið og finna nýja leið og
möguleika í eigin myndskrift og stíl.
Þessi sýning er ekki aðeins persónu-
legur sigur yfir listamanninn heldur
eftirtektarveröur listviöburður.
Myndlist
Gunnar Kvaran
Ótemjan. Ljósm. GBK.
EINAR HÁKONARSON
ÁKJAR-
VALS-
STÖÐUM
TAKIÐ EFTIR
Höfum tekið að
okkur sölu á ofnum
fyrir PAIVIELOFINIA hf.f
Kópavogi.
Gerum tilboð samkvæmt
teikningum yður að
kostnaðarlausu.
Sími sölumanns er 28693.
Einstakir greiðsluskilmálar á öllum byggingarvörum.
Allt niður í 20% útborgun og lánstími allt að sex
mánuðum.
□I
PftNELOFNftR HF.
BYGGlNGAVðRURl
Byggingpvörur. 28-600 Harðviðarsala...... 28-604 Sölustjóri. 28-693
Gólfteppi....28-603 Málningarvörur og verkfæri. 28-605 Skrifstofa. 28—620
Flisar og hreinlætistæki. . . 28-430
HRINGBRAUT 120 (Aökeyrsla frá Sólvallagötu)
ÚTBOÐ
Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboðum í
efnisvinnslu II á Vesturlandi.
(14.000 m3)
Verkinu skal lokið 30. ágúst 1984.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík og
í Borgarnesi frá og með 21. maí nk.
Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þann 4. júní 1984.
VEGAMÁLASTJÓRI.
KVARTMÍLUKEPPIMI
Kvartmilukeppni verður haldin laugardaginn 19. mai kl. 14.00 á
kvartmílubrautinni við Álverið i Straumsvik. Nýir, mjög sprækir,
bílar og mótorhjól, nýtt keppnisform.
KVARTMÍLUKLÚBBURINN.
CAN NON-VÖRU RN AR
STUÐLA AÐ VELFERÐ
BARNSINS
Skoðið CANNON-barnavörurnar
í næstu lyfjaverslun.
(smmmd
-b=