Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Side 22
22
DV. LAUGARDAGUR19. MAl 1984.
KONG ASLAGU R
í ALÞÝÐUBANDALAGINU
Ymslr helstu forystumenn Alþýðubanda-
lagsins í verkalýðshreyfingunni hafa verið í
stríði við forystu flokksins og málgagnsins,
Þjóðviljans, í vetur og hefur það stríð magnast
stig af stigi.
Síðustu dagana hefur greinarhöfundur rætt
við marga í Alþýðubandaiaginu um þennan
ágreining. Ymslr áhrifamenn í flokknum,
bæði í Asmundararminum og flokksarminum
eins og fylkingarnar eru nefndar hér til hag-
ræðis, hafa rætt málln opinskátt í skjóii nafn-
leyndar og gefið að sumu leyti svipaðar en að
öðru leyti óiikar skýringar á átökunum og
orsökum þeirra. Þó er augljóst að þar kemur
til bæði ágreiningur um stefnu í kjarabarátt-
unni og persónulegir árekstrar, aiveg sérstak-
lega á milli kónganna tveggja í Alþýðubanda-
laglnu, sem sumir nefna svo — Ásmundar
Stefánssonar, forseta ASÍ, og Svavars Gests-
sonar, formanns flokksins.
Það er rik tilhneiging til þess að túlka allan
þennan ágreining sem deilur milli einstak-
linga, en það er bara hluti málsins,” segir einn
af áhrifamönnunum í flokksarminum.
Hann og fleiri benda á að Alþýöubandalagið
sem stjómarandstööuflokkur þurfi að halda
uppi eins öflugri andstöðu viö núverandi rikis-
stjórn og hún geti. Alþýðusambandið þurfi
hins vegar fyrst og fremst að hugsa um að ná
fram sem bestum kjörum fyrir sína félags-
menn. Þetta geti auðvitað farið saman, en
þurfi hins vegar ekki að gera það.
Þaö er augljóst að ágreiningur um taktík í
verkalýðsbaráttunni hefur veriö til staðar ailt
frá því að núverandi ríkisstjóm var mynduö,
samningsrétturinn afiiuminn og verötrygging
launa bönnuð fyrir ári.
Dagskipun Svavars
um verkfall strax
Einn heimildarmannanna í Asmundararm-
inum segir að þessi ágreiningur hafi sagt til
sín mjög alvarlega þegar eftir að ríkisstjórn
Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var
mynduð. ,,Svavar gaf strax út dagskipun um
allsherjarverkfall gegn afnámi samningsrétt-
arins,” segir hann. ,,Við vorum alveg gáttað-
ir. Við vissum að það var algjört brjálæði aö
gera það og stóðum því hart gegn slíkum hug-
myndum. Við höfum mátt þola það alla tíö
síðan að vera sakaðir um þaö innan flokksins
aö vera aumingjar. Það er forystan í verka-
lýðshreyfingunni sem liggur á fólkinu segir
flokksforystan, þótt við vitum að fólk var alls
ekki reiðubúið til átaka — og síst til átaka sem
auðveldiega heföi mátt túlka sem flokkspóli-
tísk verkföll.”
Annar forystumaöur í verkalýðshreyfing-
unni tekur í svipaðan streng: „Viö stóöum í
þessari svakalegu stöðu í fyrra að við urðum
að gera eitthvað, en vissum að fólk var ekki
reiðubúið til átaka. Þá var ákveðið að fara af
stað með undirskriftasöfnunina og meö gífur-
legri vinnu náöum við aðeins rúmlega 30
þúsund undirskriftum. Þetta var mjög erfitt
og sýndi afstöðu fólks. Berðu þetta saman viö
kartöfluundirskriftimar núna þegar meira en
20 þúsund manns skrifa undir á fáeinum dög-
um og það af sjálfsdáðum. Enn í dag heyrum
við engu að síður á fundum í flokknum að
skipulagsleysi og dugleysi okkar hafi ráðið
mestu um aö fleirí undirskriftir náðust ekki.”
Deilt um hlutverk
verkalýðsforystu
„Það er alveg rétt að það hefur verið ágrein-
ingur við ýmsa forystumenn í verkaiýðshreyf-
ingunni um þaö hvaö fólk væri reiðubúið aö
gera og eins um hvert væri hlutverk foryst-
unnar í verkalýðsfélögunum,” segir áhrifa-
maður á flokksvængnum. „Við teljum að
forystan sé kjörin til þess að finna leiöir til að
búa fólk undir baráttu, efla stemmningu stig
af stigi, en i stað þess að gera þaö lögöu þeir á
ASI-kontómum máliö alltaf þannig fyrir: Vilj-
iö þið þetta, sem við ætlum að gera, eða viljiði
átök? Þegar málin em lögð þannig fyrir er
ekki von að svörin verði nema á einn veg. ”
Innan flokksforystunnar er sú skoðun sögð
ríkjandi að þróunin aö undanförnu hafi sýnt
að þeir hafi haft á réttuaöstanda: fólkiðséað
rísa upp — það sýni þróun mála í Dagsbrún,
Sókn, kennarasamtökunum og fleiri félögum.
Jafnframt hafi þeir forystumenn, sem harðast
börðust í sínum félögum fyrir samningunum,
sett sig í verulega hættu.
I verkalýðsforystunni er máliö alls ekki talið
standa þannig, þótt viðurkennt sé að and-
staöan gegn ASI-VSI-samkomulaginu hafi
verið meiri en reiknaö var með. „Olafur og
Svavar hafa veriö duglegir við að fara á
vinnustaði og eftir slíka fundi heyra þeir oft í
harðlínumönnunum, sem hringja í þá og vilja
átök, og síðan segja þeir: þama sjáiö þið, fólk-
ið vill átök en þið ekki,” sagði einn áhrifamað-
ur í verkalýðssamtökunum. „Þeir saka okkur
um að vera ekki í tengslum viö almenning, en
við segjum þetta vera alveg öfugt: þeir eru
bara í tengslum viö þá sem vilja hávaða en
ekki við hinn breiöa f jölda.”
Deilurnar um skrif Þjóðviljans
Sú stefna, sem birst hefur á síðum
Þjóðviljans í umf jöllun um samningamálin og
Svavar Gestsson, formaður Alþýðubanda -
lagsins:,, Það er oft mjög auðvelt fyrir
Ásmund að sýna fram á að tillögur frá
Svavari sóu tóm vitleysa, og það gerir hann
oft á fundum."
kom m.a. fram í harðri andstöðu blaðsins við
ASI-samkomulagið, olli því að framkvæmda-
nefnd stjórnar verkalýðsmálaráðs flokksins
samþykkti með átta atkvæðum, en einn —
Þröstur Olafsson, formaður nefndarinnar —
sat hjá, að mótmæia harðlega ritstjórnar-
stefnu blaðsins, sem væri að gera „heildar-
samtökin og einstaka forystumenn verkalýðs-1
hreyfingarinnar tortryggilega með rang-
færslum og óbilgjörnum árásum”. Þjóðviljinn |
svaraði fullum hálsi í leiðara: „Krafan um aö
fámennur foringjahópur eigi að ráða frétta-
flutningi er draumur um vald sem heyrir for-j
tíðinni til.” Og sl. þriðjudag var samþykktin
harðlega gagnrýnd á fundi í stjóm verkalýðs-
málaráðsins. „Þaðvaröi þá bara einn maöur á
fundinum,” segir einn fundarmanna.
„Þeir á Þjóðviljanum veifa mikið stalínista-1
grýlunni þegar verið er að gagnrýna skrif j
blaðsins. En deilan snýst ekkert um þaö hvort
Þjóðviljinn megi sjálfur ráða því sem hann
skrifar,” segir einn af stuðningsmönnum
Asmundar. „Málið er einfaldlega að Þjóövilj-
inn hefur lagst á mjög óeðlilegan hátt á
forystumenn flokksins í verkalýðshreyfing-1
unni og þá alveg sérstaklega Asmund. Blaðið
hefur réynt að gera hann að eins konar tákni
fyrir undanlátssemi verkalýösforystunnar.
Og þetta á Asmundur ekki skilið nema síöur
sé því hann fór í þessa samninga eftir að hafa
boöiö félögunum að semja sjálfum. Hann
gerði það á f ormannaráðstefnunni í desember,
en þá fóru allir' á handahlaupum í burtu —
Dagsbrún líka. Asmundur tók þvi að sér að
vinna verk sem hinir treystu sér ekki til að
vinna og svo er hann tættur niður á eftir — og
það með aðstoð sumra þeirra sem hann var að
vinnaverkinfyrir.”
,,Algför hystería"
„Þetta er aigjör hystería og byggist á þeirri
ríku tilhneigingu, sem sumir hafa, til þess að
sjá alltaf sjálfan sig í miðdepii atburðarás-
arinnar,” segir heimildarmaður á Þjóðvilj-
anum þegar þessi fullyrðing er borin undir
hann. „Asmundur kaus að binda sig persónu-
lega alltof mikiö viö þessa kjarasamninga.
Hann fór aö túlka sérhverja gagnrýni á
samningana sem eins konar persónulegt
vantraust á sig. Þaö er auövitaö alger mis-
skilningur. Við á Þjóöviljanum höfum þvert á
móti reynt eftir bestu getu að hafa gott
samband viö Asmund og höfum ekki á neinn
hátt haft tilhneigingu til þess að setja hann.á
þennan útskúfunarbekk eins og menn vilja
vera láta. En þegar hann persónugerir
samningana í sjálfum sér, sem var algjör
óþarfi hjá honum, þá er kannski ósköp eðli-
legt að í hvert sinn, sem hann sér gagnrýni á
samningana í Þjóðviljanum, þá sjái hann um
leið gagnrýni á sig.”
Þessi heimildarmaður taldi að hér kæmi til
það gamla vandamál í Alþýðubandalaginu að
öll gagnrýni á viðhorf eða verk manna í
flokknum væri tekin sem gagnrýni á mennina
sjálfa. Þetta yrði að breytast og sú breytta
stefna, sem Þjóðviljinn hefði tekið upp, væri
liður í slíkum breytingum sem menn yrðu að
sætta sig við.
„Auðvitaö var þaö þannig áöur aö Þjóðvilj-
inn sagöi aldrei neitt annað um kjaramálin og
verkalýðsmálin en það sem toppamir í verka-
lýðshreyfingunni sögðu. Asmundur og ýmsir
aörir hafa viljað fá þessa valdatíma á nýjan
leik. Þetta er hreyfingin-það-er-ég-kompiex,”
segir þessi heimildarmaður. Og hann heldur
áfram:
,,Staðreyndin er sú að búið er að breyta
Þjóðviljanum úr geltu lögbirtingablaði fyrir
toppa í hreyfingunni í blaö. þar sem opinská
umræða um innri mál verkalýöshreyfingar og
vinstrimanna fer fram.”
„Lrtil og léleg tengsl við
forystuna"
I verkalýðsarminum er kvartaö mikið und-
an því að sambandsleysi sé á milli flokksfor-
y stunnar og verkalýðsforystunnar.
„Það eru og hafa verið lítil og léleg tengsl
innan flokksins milli forystunnar og verka-
lýðsforystunnar,” segir einn þeirra. „Þetta er
alvarlegt vandamál flokksins. Sumir gera of
mikið úr því að þetta sé persónulegt vanda-
mál Ásmundar og Svavars. Það er auövitað
ekkert leyndarmál að grunnt er á því góða
milli þeirra og hefur lengi verið en málið er
ekki svo einfalt að hægt sé að afgreiða það
með þessu einu. Samband forystunnar við
aðra forystumenn — flesta að minnsta kosti —
er lítið skárra. Þeir virðast einfaldlega vera
of stórir til þess að hafa samband við okkur,
þótt oft nægði eitt símtal. ”
Heimildarmenn á flokksvængnum eru
heldur ekkert að fela erfiðleikana á sambandi
Svavars og Asmundar — sem nánar verður
fjallað um hér á eftir. En þeir telja að of mikiö
sé gert úr sambandsleysinu.
„Mikið hlustað á þá"
„Forystan hefur mikið til verkalýösfor-
ingjanna leitað og á þá hlustaö og því er hér
um miklar ýkjur að ræða,” segir einn þeirra.
Hann nefndi sem dæmi að í byrjun janúar hefðu
ýmsir í forystu flokksins viljað að Alþýðu-
bandalagiö færi í ítarlega fundaherferð á
vinnustöðum. Þetta var rætt á fundi í fram-
kvæmdastjóm flokksins og þar var Asmund-
ur mættur. Svavar lagði þessa tillögu fram og
fékk stuðning Olafs Ragnars og fleiri fram-
kvæmdastjórnarmanna, en Ásmundur lagðist
alveg eindregið gegn þessu og kvað það myndu
skemma fyrir fundaherferö sem hann ætlaöi
að standa aö í janúarmánuði. Niðurstaöan var
svo sú að það var orðið við hans óskum og
flokkurinn f ór ekki í þessa fundaherferð.
„Þetta er aöeins nýlegt dæmi um hvaða tillit
er tekið til óska Asmundar. Það eru einnig oft
haldnir sameiginlegir fundir þingflokks,
stjómar verkalýðsmálaráðs og framkvæmda-
stjórnar flokksins og forystumenn ræðast viö
þar fyrir utan. Þetta um sambandsleysiö eru
því undarlegar ýkjur.”
Góð fréttamennska eða samsœri?
„Hitt er svo annað mál,” hélt þessi heim-
ildarmaðut af flokksvængnum áfram, „að
ýmsir í flokksforystunni telja að nokkuð hafi
skort á það að sumir í verkalýðsforystunni
létu þá fylgjast nægilega vel með þeim kjara-
samningum sem verið var að gera. Og ég held
að meginreiði Asmundar stafi einfaldlega af
því aö duglegir blaðamenn á Þjóðviljanum
komust að þvi sem átti að vera leyndarmál
gagnvart flokksforystunni. og túlka það svo
sem eitthvert samsæri.”
Asmundarmenn, sem talaö var við, eru í
engum vafa um að fréttin umdeilda í Þjóðvilj-
anum 24. janúar um viðræður ASI og VSI hafi
verið birt til þess að skemma fyrir þeim við-
ræðum.
„Fréttin um að samningar væru í gangi kom
fyrst í Þjóöviljanum einmitt þegar mikilvægt
var aö reyna aö halda því sem var að gerast
innan forystuhópsins í verkalýðshreyfing-
unni,” segir einn þeirra. „Eg get ekki ímynd-
að mér annan tilgang en þann aö reyna að
eyöileggja fyrir því að samningar tækjust. Og
það var altalað í okkar hópi að Svavar hefði
sjálfur hringt í menn á ríkisfjölmiðlunum til
þess að láta þá vita hvað væri að gerast. ”
„Ásmundur og Svavar hafa
aldrei getað starfað saman"
Heimildarmönnum ber almennt saman um
að formaður flókksins og forseti Alþýðusam-
bandsins séu litt hrifnir hvor af öðrum.
„Þeir eru mjög ólíkir menn og eiga einfald-
lega ekki skap saman,” segir einn úr
stuðningsmannahópi Asmundar. „Og það
hefur orðið margt til þess að gera sambúö
þeirraerfiða.”
„Þeir hafa aldrei getað starfað saman, svo
einfalt er það,” segir heimildarmaður á
flokksvængnum.
„Þeir eru mjög ólíkir og velja sér líka mjög
ólíka samstarfsmenn,” segir einn Asmundar-
manna. „Asmundur hefur mun meiri þekk-
ingu á grundvallarþáttum þjóðmálanna: efna-
hagsmálunum, atvinnumálunum, kjaramál-
iunum. Hann íhugar málin mjög vel og sér
allar hliðar þeirra, en Svavar er djarfur —
hendir fram hlutum sem síðan standast ekki.
Það er því oft mjög auövelt fyrir Asmund að
sýna fram á að tillögur frá Svavari séu tóm
vitleysa, og það gerir hann oft á f undum.
Þá er Asmundur í reynd mun valdameiri í
þjóðfélaginu sem forseti ASI og það virðist
Svavar stundum eiga erfitt með að þola.”
„Fara alltaf að rifast"
A flokksvængnum er þessu lýst nokkuð á
annan veg: „Svavar er sjóaður í stjómmálun-
um og gerir sér grein fyrir því sem formaöur
að hann verður að taka ýmsu. Hann er búinn
að standa í áróðri, deilum og pólitískum slag.
Asmundur er hins vegar miklu meiri
embættismannatýpa; kontóristinn. Hann er
kosinn af forystusveit verkalýðshreyfingar-
innar til þess að vera i forystu þar og hefur
því aldrei farið í gegnum þá skólun sem fé-
lagsleg átök og glíma mánuð eftir mánuð á
berangri hef ur í för með sér.
Oneitanlega eru gáfur hans og lærdómur