Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Síða 23
DV. LAUGARDAGUR19. MAÍ1984. 23 „Rík tilhneiging tii þess að túlka ágreininginn sem deilur milli einstak linga" • „Svavar gaf strax út dagskipun um allsherjar- verkfall gegn afnámi samningsréttarins" „Sakaðir um að vera aumingjar og að forystan liggi á fólkinu" • „Þeir eru bara í tengsl- um við þá sem vilja há- vaóa en ekki við hinn breiða fjölda" • „Þeir á Þjóðviljanum veifa mikið stalínistagrýl- unni" „Ásmundur tók að sér að vinna verk sem hinir treystu sér ekki til að vinna" • „Ásmundur og Svavar hafa aldrei getað starfað saman" • „Inn í þetta allt saman blandast nokkurs konar kóngakomplexar" „Ásmundur kaus að binda sig persónulega alltof mikið við þessa samninga" ^ „Þjóðviljinn er ekki leng- ur gelt lögbirtingablað fyrir toppa í hreyfing- unni" O „Það virðist allt notað til að ögra Ásmundi" „Átökin um efsta sætið í Reykjavík 1978 höfðu slæm áhrif á sambúð Ás- mundar og Svavars" O „Árið 1978 var Ásmund- ur bara kontóristi inni á Alþýðusambandi" O „Engum dettur annað í hug en að Ásmundur verði áfram forseti ASÍ" þannig að hann ber að ýmsu leyti höfuð og herðar yfir þá menn sem eru í miðstjóm ASI og nýtur þar algjörrar forystu. Þegar hann hins vegar kemur á flokksvettvanginn þá eru menn engan veginn alltaf sammála og það fer dálítið í pirrumar á honum að hafa ekki sömu stöðu þar og í miöstjóm ASI. Annars er þetta þannig að ef þeir koma saman á fund þá byrja þeir aö rífast, hvert sem málefnið er. Og svo geta menn úti í bæ farið að túlka það sem deilur milli verkalýðs- hreyfingar og flokksins.” Kóngakomplexar Forystumaður í verkalýðshreyfingunni seg- ir að Asmundur hafi aldrei verið sáttur við Svavar sem formann Alþýðubandalagsins. „Hann notar hvert tækifæri í flokknum til þess aö lítillækka Svavar og draga fram veikleika hans í öllu sem snertir verkalýðsmál. Svavar getur auðvitað ekki verið sérfræðingur í öllu frekar en aðrir og ef hann gefur höggstað á sér, afhjúpar þekkingarskort á einhverju sviði sem snertir t.d. kjaramálin þá sleppir Ásmundur aldrei tækifærinu til að draga það skýrt fram í dagsljósið.” „Því er ekkert að neita að inn í þetta allt saman blandast nokkurs konar kónga- komplexar,” segir einn heimildarmanna. „Sumum finnst stundum að gert sé nokkurt til- kall til þess, sérstaklega af hálfu Asmundar, að hann eigi bara að fá að ráða þessu öllu. Það segir sig hins vegar sjálft að það fær enginn maður slíkt vald. Formaður flokksins hefur ekki slíkt vald. Forseti ASI fær heldur ekki slíkt vald. Framboðsslagurinn 1978 Sumir telja að deilumar um framboðsmál Alþýðubandalagsins í Reykjavík árið 1978 skýri að hluta til þetta ósætti forystumann- anna tveggja. Þá gerði Snorri Jónsson, þáver- andi forseti ASI, tillögu um þaö i uppstiUinga- nefnd bandalagsins í Reykjavik að Asmundur tæki fyrsta sætið á Ustanum í höfuðborginni í stað Magnúsar Kjartansson, sem dró sig í hlé. Fyrir þessu var enginn meirihluti og sagði Snorri sig þá úr uppstUUngamefndinni og As- mundur fór ekki í framboð. Svavar fékk svo fyrsta sætið á Ustanum I staðinn og tveimur árum síðar formennskuna í Alþýðubandalag- inu. „Það hefur alltaf verið mér ráögáta hvemig Snorra datt í hug að gera kröfu til þess að As- mundur, sem reyndar er náskyldur Snorra, yrði arftaki Magnúsar Kjartanssonar í efsta sætinu í Reykjavík. Þá var Asmundur bara kontóristi inni á Alþýðusambandi. Og síðan að labba út úr uppstiUingamefndinni þegar þetta var bara ekki samþykkt í hveUi án nokkurrar flokkslegrar umræðu,” segú heimildarmaður á flokksvængnum. ,,En auðvitað finna menn það í flokknum að þetta hefur haft áhrif á sam- búðÁsmundar og Svavars.” Sumú vilja leita enn lengra aftur í tímann. Sú staðreynd að Asmundur og Svavar voru saman í bekk í menntaskóla hefur orðið sum- um í flokknum tilefni til upprif junar á því að stjómmálasagan geymi mörg dæmi þess að glímur úá skóladögum setji svip sinn á sam- skipti stjórnmálamanna síðar á Ufsleiðinni, og er nefnt sem frægasta dæmið þar um Hannes Hafstein og Skúli Thoroddsen. Það er ljóst aö þetta vandamál hefur lengi verið til umræðu innan Alþýðubandalagsins og Á bak við tjöldin Elías Snæland iónsson aðstoðar- ritstjóri skrifar gerðar hafa verið margar tUraunir til þess að fá Asmund og Svavar tU að „tala saman”. HeimUdarmenn segja að þeú sjálfú segi það sínum mönnum að þeir hafi hvor um sig gert tiúaunú tU þess, og sömuleiðis hafa sl&ar tU- raunir verið gerðar af öðrum forystu- mönnum, en án árangurs. Ásmundur áfram forseti ASÍ „Það eru alls konar fáránlegar spekúla- sjónú um þetta úti í bæ,” sagði einn heimUdarmanna á flokksvængnum. „Ein er sú sem þú nefnir að þessi átök núna séu Uður í því að gera eigi Þröst Olafsson að forseta ASI. Það er eins og hvert annað kjaftæði. Eg er viss um aö það hefur ekki hvarflaö að neinum manni í f orystu Alþýðubandalagsins annað en að Asmundur yrði áfram f orseti ASI.” Þaö leiðú hugann að spurningunni: hver gerði Asmund að forseta ASI? Það kann að hljóma undarlega því væntanlega hafa menn talið að þing ASI hafi unnið það verk en auðvitað hefur það átt sér einhvern aödrag- anda. Astæðah fyrir því að þetta hefur komist inn í umræðuna er sú fullyrðing Olafs Ragnars í blaöaviðtali aö hann hafi verið „megin- höfundurinn að því innan Alþýðubandalagsins að Asmundur Stefánsson yrði forseti Alþýðu- sambandsins. Eg tók ítarlegan þátt í því með Snorra Jónssyni, Guðmundi J. Guðmundssyni og Lúðvík Jósepssyni á sínum tíma”. ögrun eða staðreynd? Heimildarmenn úr röðum stuðningsmanna Asmundar vísa þessu alfarið á bug. „Þessi yfúlýsing Olafs Ragnars kom eins og ögrun,” segir einn þeirra. „Það var þar verið að skvetta olíu á eldinn, auk þess sem þetta er endaleysa og firra. Menn þurfa ekki að líta á nema tvennt til að skýra kjör Asmundar á sín- um tíma: annars vegar náið persónulegt sam- band hans við forverann, Snorra Jónsson, sem byggði mjög mikið á Ásmundi, og hins vegar það mikla traust sem Ásmundur ávann sér innan ASI þegar hann starfaði þar sem hag- fræðingur. En það vúðist allt notað til þess að ögra Asmundi.” Á flokksvængnum eru skoðanir skiptar um þetta. Einn þeúra, sem fylgdist vel með gangi þessa máls á sínum tíma, segir að það sé rétt að Olafur Ragnar hafi átt þama hlut að máli ásamt öörum forystumönnum flokksins. „Eft- ú lætin 1978 (vegna framboðsins í Reykjavík) voru margir í flokknum engir sérstakir vinir Asmundar og töldu það satt að segja engan sérstakan feng fýrir Alþýðubandalagið ef hann yrði forseti ASI. Það var mikiö verk Snorra, Guðmundar, Olafs Ragnars og Lúð- víks að mynda pólitískar forsendur innan Alþýðubandalagsins til þess að hægt væri að fara af stað með framboð Asmundar. Þessir menn unnu það verk saman, en auðvitað er óþarfi fyrir Olaf Ragnar að vera sérstaklega að hæla sér af því.” Samkomulag Olafs Ragnars og Asmundar virðist hafa verið mun betra en Svavars og forseta ASI, en menn virðast þó sammála um aö Þjóðviljamálið hafi spillt þar nokkuð fyrir nú. Ásmundarmenn vita sem er að Olafur Ragnar er maðurinn á bak við breytingamar á Þjóðviljanum og skrifin þar. Þeir vita einnig af nánu sambandi hans við Svavar Gestsson aö ógleymdu fóstbræðralaginu við Guðmund í Dagsbrún. Hverjir ráða ferðinni? Það er áberandi þegar talað er við alþýðu- bandalagsmenn, kannski ekki síst þá sem eru í andstöðu við flokksforystuna að einhverju leyti, að þeir tala yfirleitt um „Svavar og Olaf Ragnar” nokkum veginn í sömu andránni. Hvers vegna, vom þeú spurðir, nefnið þið aldrei Ragnar eða Hjörleif? Era þessú fyrr- verandi ráðherrar ekki í toppforystunni lengur? Af svörunum, sem fengust, viröist skýringin á því, að menn eins og Ragnar og Hjörleifur hafa horfið í skuggann, einfaldlega vera sú, að þeir hafa ekki lengur ráðherradóminn sem bakhjarl. Sem einstaklingar höfða þeú að sjálfsögðu til ákveöinna hópa í flokknum eftir sem áður, en mun fremur hópa en heildar- innar. „Ragnar slapp vel frá fjármálaráðherra- embættinu einkum vegna þess að hann notaði Þröst Olafsson, sem var aðstoðarráðherra hans, alveg miskunnarlaust sem brimbrjót í öllum átökum við launafólk,” segir áhrifa- maður innan verkalýðshreyfingarinnar. „Þröstur vann þar vanþakklátt starf og með því að kúvenda svo rækilega sem raun ber vitni og gerast forystumaður hjá Dagsbrún þá er hann að ávinna sér traust og hefur tekist það nokkuð vel með miklum dugnaöi. Það er þó langt í það ennþá aö þaö dugi honum til póli- tisks frama, svo sem eins og þingmennsku. Ef þú ert að velta fyrir þér hvort hann fari í framboð í Reykjavík þá skaltu gleyma því: hann hefur ekkert fylgi nú til slíkra hluta. ” En þótt menn virðist sammála um að Ragn- ar hafi sloppið vel frá ráöherradómi þá segja þeir jafnframt að hann starfi mjög þröngt í, f lokknum og sé í litlu sambandi við stóra hópa, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Hjörleifur er hins vegar umdeildur innan flokksins ekki síður en utan og er eins og Ásmundur Stefánsson, forsetiAlþýðusam- bandsins: „Hann fór að túlka sérhverja gagn- rýni á samningana sem eins konar persónulegt vantraust á sig, sem er auðvitað misskilningur." Ragnar talinn ná frekar til hópa í flokknum en flokksins alls. „Svo hefur hann talað marga af sér,” sagði einn heimildarmanna. „A síðustu stjómarárum Alþýðubandalags- ins var það ráðherragengið, eins og við kölluð- um það (Svavar, Ragnar, Hjörleifur) og Olafur Ragnar sem réðu mestu. Eftú að ráð- herradómi lauk hefur myndin smám saman breyst. Nú er forystan langmest hjá Svavari og Olafi Ragnari, m.a. vegna þess hvað þeir eiga gott með að starfa saman og bæta hvor annan að ýmsu leyti vel upp. Og þetta á enn frekar við eftir að Olafur Ragnar fékk Þjóðviljann í hendur,” segir áhrifamaður á flokksvængnum. Aörú hafa bent á að þau mál, sem verið hafi í brennidepli síðasta árið, hafi einkum veriö efnahagsmálin og kjaramálin og aðrir forystumenn flokksins, svo sem Ragnar og Hjörleifur, hafi yfúleitt verið lítið í þeim málaflokkum. Það hafi meira verið mál Svav- ans og Olafs Ragnars og svo verkalýðsforingj- anna, og því eðlilegt að mest hafi borið á þeim. „Það fer ekki á milli mála að flokksmenn almennt líta á Svavar, Asmund og Olaf Ragn- ar sem sterkustu menn flokksins,” segir einn úr Asmundararminum. „Margir í flokknum, sem ekki eru í grautnum ef ég má orða það svo, hafa bent á það hvereu sterk forysta flokksins væri ef þessir þrú menn næðu sam- an. En það er langt í slíka samstöðu. Já, hún er reyndar útilokuð.” Hvað gerist á næstunni? Hvað veröur úr þessum deilum innan Alþýðubandalagsins? Mun öldumar lægja eða eru enn harðvítugri átök framundan? „Það eru engar klofningshugmyndú í gangi eða neitt slíkt ” segir áhrifamaður í As- mundararminum. „Allt tal um slíkt er fárán- legt. En ég sé lítil teikn á lofti um að sambúðin muni eitthvað batna. Þá er einnig fáránlegt að telja að flokksforystan reyni að koma As- mundi frá sem forseta ASI. Eg veit ekki hver j- ir ættu aö gera það. Og svo hafa þeú hvort sem er engan annan frambjóðanda.” Dagsbrúnarmenn hafa talaö ákveðið um aö samningum verði sagt upp 1. september. As- mundur og margir aðrú innan ASI hafa ekki viljað taka af skarið þar um. Almennt vútist þó álit þeúra, sem við var talað, að allar líkur væra á uppsögnum á samningunum 1. sept- ember. „Það er ljóst að krafan í verkalýðsfélögun- um, bæði innan ASI og BSRB, verður yfúgnæf- andi um aö knúið verði á til uppgjöre á haust- mánuðum,” segir áhrifamaður á flokks- vængnum. „Það er allt að síga í þá áttina. Hins vegar era margar leiðú til og það ræðst síðar hverjar þeirra verða farnar.” Uppgjör um önnur mál? En sumú era þeúrar skoðunar að átök í Alþýðubandalaginu muni magnast á næst- unni, en þá vegna stefnumörkunar á öðram sviðum þjóðmálanna. „Það er alveg rétt að stóra spurningin í Alþýðubandalaginu á næstu mánuðum mun varða ákveðið uppgjör um efnahags- og at- vinnumál en ekki kjaramálabaráttuna 1. september,” segir áhrifamaður í Alþýðu- bandalaginu. „Þá mun reyna á það hvort flokknum tekst að hrista til í aö ýmsu leyti úr- eltum viðhorfum og kerfishagsmunum. sem eiga rík ítök í öðrum flokkum líka og beri gæfa til þess að móta efnahags- og atvinnu- stefnu með skýrum nýjum áherehim, sem taki mið af því samfélagi sem blasú við á síðustu tveimur áratugum aldarinnar en miðist ekki við að ríghalda einhverjum hagsmunum sem vora í gildi fyrir tíu árum eða svo. Þetta veröur mikil prófraun fyrir flokkinn- og það mun væntanlega hvína verulega í áður en því lyktar.” Hann taldi jafnframt að þessi umræða yrði mun afdrifaríkari fyrú Alþýðubandalagið en deilumar í vetur. „Margir í forystu flokksins eru þeirrar skoðunar að ef Alþýðubandalag- inu takist ekki að nota næstu 4—5 mánuöi til þess að stokka þessi spil töluvert upp og fram- kalla þetta uppgjör þá eigi flokkurinn i raun og vera ekkert erindi inn í ríkisstjóm til að umskapa þjóðfélagið. Og flokkur eins og Alþýöubandalagið á auðvitað ekkert erindi inn í ríkisstjóm til þess að verða einhver kerfis- varðhundur.” Aðrir viðmælendur vora á því margú hverj- ir að full þörf væri á slíku uppgjöri innan flokksins. „Um stóru punktana í efnahags- og atvinnu- málum hefur engin raunveraleg umræða farið fram í flokknum,” segir einn af áhrifamönn- unum í verkalýðshreyfingunni. „Það hefur verið svo mikill ótti við sundurlyndi og ólík viðhorf og hagsmuni í þeim málum, ekki síst atvinnumálunum, að ekki hefur verið lagt út í þá umræðu og flokkurinn því ekki haft neitt raunverulegt svar í þeim efnum. Menn hafa ekki þorað að grípa til fallaxarinnar og höggva á hnútana í þessum málum.” Skyldi hvína í fallöxinni í Alþýðubandalag- inu í sumar og haust?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.