Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1984, Qupperneq 39
.{'8éi !am .e; huoaqhaoua j vn
DV. LAUGARDAGUR19. MAI1984.
39
Á hverju ári er í London haldin
samkoma sem heitir The Royal
Film Performance, en þá
bregður einhver meðlimur úr
konungsfjölskyldunni sér í bíó
með pomp og prakt. Þessi
hátíðasýning er að jafnaði
nokkuð góð auglýsing fyrir kvik-
myndina sem valin er á hana og
því þykir talsverðu varða að val
á myndinni heppnist sæmilega.
Raunar hefur þetta tekist upp og
ofan, t.d. hefur ósköp venjuleg
afþreyingarmynd eftir sögu
Agöthu Christie orðið fyrir
valinu, en sú mynd var að vísu
skreytt óvenjulegum fans virtra
og velþekktra breskra leikara.
Ef ég man rétt fékk
drottningarmóðirin gamla að
sjá Chariots of Fire og það árið
voru flestir ánægðir með valið á
kongunglegu kvikmyndinni.
Sama máli gegnir um myndina í
ár, en þá fór drottningin sjálf í
bíó og sá The Dresser.
uövitað skiptir minnstu
máli hvort Elísabet önnur fór aö sjá
The Dresser, hitt er öllu mark-
verðara að gagnrýnendur beggja
vegna Atlantsála hafa keppst við að
bera lof á myndina en mest hrós hafa
leikararnir að líkindum hlotið, enda
engir aukvisar á ferð þar sem þeir
eru í aðalhlutverkunum, Tom Court-
ney og Albert Finney.
The Dresser gerist í Englandi árið
1942 og loftárásir Þjóðverja á
breskar borgir eru í hámarki. Grand
Theatre í Plymouth er meöal þeirra
bygginga sem jafnaðar hafa veriö
viö jörðu, en ekki nóg meö það,
heldur hafa allir yngri karlleikarar
leikhússins verið sendir á'Vígvöllinn.
Aldraður leikhússtjórinn, sem
kallaður er Sir, er þó ekki á því að
gefast upp heldur leggur upp í leikför
vítt og breitt um byggðir Englands.
Leikflokkur Sirs flytur einvörðungu
leikrit eftir konung breskrar leik-
ritunar, Shakespeare, og Sir er
sjálfur í öllum aöalhlutverkunum.
Loftvarnarsírenurnar trufla sýning-
arnar á hverju kvöldi en ekkert fær
stöðvaö viöleitni leikhússtjórans og
samstarfsfólks hans í þá átt að halda
á lofti stolti breskrar leikhúsmenn-
ingar, sýningum á Lé konungi,
Othello og þeirra líkum.
'
he Dresser fjallar þó ekki
um það sem gerist á sviðinu heldur
það sem fram fer að tjaldabaki,
nánar tiltekið í búningsherberginu
hjá Sir. Albert Finney túlkar leikhús-.
stjórann og leikarann sem hefur
helgað lif sitt leiklistinni og rekur
leikhópinn áfram hvað sem tautar og
raular. Þaö eru einkum Sirs nánustu
sem goldið hafa einstrengingslega
tryggð hans við leikhúsið dýru verði,
en nú er hann sjálfur einnig að niður-
lotum kominn. Hann er bæði sjúkur á
líkama og sál, þurfti að legg jast inn á
sjúkrahús, en sá sjálfur um að út--
skrifa sig til að geta staulast aftun
upp á sviðið og í augsýn áhorfenda.
Mikilvægasti maðurinn í lífi Sirs er
Norman, dyggur þjónn sem sér um
að klæða húsbónda sinn fyrir hverja
sýningu og af honum dregur kvik-
myndin nafn sitt. Það er Tom
Courtney sém fer með titilhlut-
verkiö. I upphafi myndarinnar þvær
Norman svart sminkið af Sir eftir að
leikhússtjórinn hefur túlkað Othello
hinn þeldökka. Meginviðfangsefni
Normans er síðan að koma Sir í
búninginn og upp á leiksvið í Brad-
ford til að túlka Lé konung í 227. sinn.
Ibúar Bradford ætla ekki að láta sig
vanta í leikhúsið þar sem sýna á
sálarkvalir hins aldna konungs og
hver einasti miði hefur verið seldur.
Kvikmyndiii
mEDRESSER
segir sögu af lelkara
og þjönihans. Þad
eru Tom Courtney
og Albert Finney
sem fara meö
aöalhlutverkin og
í aukahlutverkum
eru ekki
ömerkari leikarar
en Michael Gough,
Eileen Atkins,
Edward Fox, Zena
Walker og
Lockwood West
enda f ör svo aö
Bretadrottningu
var boöiö í bíö
Norman ver húsbónda sinn af ákafa þegar aðrir telja þann gamla ófæran um að koma fram. Ofar til hægri:
Lafðin, eiginkona Sirs (Zena Walker), og Norman (Tom Courtnay) hjálpa Sir (Albert Finney) ut í sviðsljós-
ið. Neðar til hægri: Norman les úr upphafi ævisögunnar ssm Sir er nýbyrjaður á og húsbóndinn hlustar á
með velþóknun.
Sir hefur ekki kært sig um varamann
og því er um tvennt að velja, að leika
eöa aflýsa sýningunni. Og Sir fær
ekki að velja — Norman sér um þaö.
orman skjallar, hótar og
dekstrar Sir til aö koma honum fár-
sjúkum fram í sviðsljósið. Ef Nor-
mans nyti ekki við væri Sir líklega
fyrir löngu kominn í gröfina eða á
vitlausraspítalann, en nú er sá gamli
kominn svo að fótum fram að hann
verður tæpast kallaöur fram eftir að
sýningunni á Lé lýkur.
Sir fær allar tegundir reiðikasta,
’ummæli hans eru oft á tíðum eitruö,
hann er farinn að kalka á köflum og
sleppir sér í bræði þegar mhinst
varir. AUt þetta lætur Norman sér þó
lynda og tryggð hans við Sir er
óbrigðul þó öllum megi ljóst vera að
Sir er sjúklega eigingjarn harðstjóri
sem ætlar að ganga af sjálfum sér
dauðum vegna þess að hann þráir
sviðsljósið meira en allt annað. Og
auövitað kemur fleira til. Sir á sínar
stóru stundir þegar vottar fyrir
snillingum í honum á sviðinu.
Spurningin er líka hver kúgar
hvorn í sambandi Sirs og Normans
því þó sá gamli geri ótrúlega
ósanngjarnar kröfur til þjónsins þá
hefur Norman líka ýmislegt út úr
sambandinu. Hann myndi tæpast
geta fundið annan leikhússtjóra sem
hann næði jafnmiklu valdi yfir með
smjaðrinu og fortölunum einum
saman.
ISÍ ið þetta bætist svo að
Norman er hommi og í rauninni
dálítið ástfanginn af gamla
durgnum. Honum verður líka um og
ó þegar í ljós kemur að sá gamli er
ekki slappari en svo aö honum tekst
að reyna dálítið við yngsta kven-
manninn í leikflokknum. Allt þetta
má svo eiginkona Sirs þola. Hún
leikur með hópnum og er köliuð Lafði
til samræmis við Sör.
The Dresser er byggð á leikriti
með sama nafni eftir skáldið Ronald
Harwood og hann skrifaði einnig
handritið að kvikmyndinnL Leikritið
hefur hlotið margvísleg verðlaun og
verið sýnt við stórkostlega aðsókn
bæði í London og á Broadway. Þó
verkið f jalli um leikhús og leikara er
það fyrst og fremst skrifað fyrir
leikara og það kunna þeir að notfæra
sér, Tom Courtney og Albert Finney.
Finney er löngu viðurkenndur kvik-
myndaleikari, hefur leikið í átta
myndum síöustu tvö árin, en Tom
Courtney hefur hingað til haldiö sig
við sviðið og raunar leikið Norman í
leikhúsum bæði í Bretlandi og
Bandaríkjunum við mikinn fögnuð
viðstaddra.
—
eter Yates er vel þekktur og
virtur leikstjóri og hefur tekist að
gera mikið stykki úr The Dresser
sem kostaöi í vinnslu litlar fimm
milljónir sterlingspunda eöa rúmar
tvö hundruð milljónir íslenskra
króna. Anda annars flokks leikhúsa á
bresku landsbyggðinni nær Yates
fram með því að hafa dimmt í
kringum leikara og láta linsuna
ganga nærri þeim. Gagnrýnendur
telja það fæstir nokkurn galla á
myndinni að Yates hefur litið breytt
út frá sviðsgerð The Dresser og að
myndin ber mikinn keim af
leikhúsinu. Þegar á allt er litið er
nærri fullvíst aö drottningunni hefur
ekki þurft að leiðast í bíói þann 19.
mars síðastliðinn. -SKJ.
Heimildir: Movies and Video,
Levende billeder og films.