Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Blaðsíða 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 8. JÚNl 1984. Rúmlega 20 þúsund pakkar af hertum þorskhausum til Nígeríu: Nígeríumenn skulda enn um milljarð fyrír skreiðina „Jú, viö erum aö skipa núna út 20.200 pökkum af hertum þorskhaus- um til Nigeríu. Þeir fara út meö Lax- ánni á morgun,” sagöi Bjarni V. Magnússon framkvæmdastjóri Is- lensku umboðssölunnarí gær. Hann sagöi ennfremur að um frek- ari sölu væri ekki aö ræða í augna- blikinu en áöur heföu þeir selt 12 þúsund pakka af þorskhausum sem fluttir hef öu veriö út nýlega. — Hvernig gengur aö selja skreið- ina? „Þaö eru viöræöur í gangi þessa dagana og ég held aö menn séu frekar bjartsýnir.” — Helduröuaöhúnseljistöll? „Þaö veitégekki.” Skreiðarbirgöir í landinu eru nú á bilinu frá 200 til 250 þúsund pakkar. Þetta er framleiðsla allt aftur til ársins 1982. Um síðustu áramót voru birgöir af skreið um 190 þúsund pakkar, þannig aö um verulega framleiöslu þessa árs er ekki aö ræöa. Bjarni sagöi aö greiöslur fyrir skreiðarútflutning frá í fyrra væri nú að berast til landsins. „Viö erum búnir að fá um 6 milljónir dollara, um 180 milljónir ís- lenskra króna, og erum að fá til viö- bótar um 1 1/2 milljón dollara, um 45 milljónir íslenskra króna. Ætli aörir útflytjendur séu ekki að fá núna um 1 1/2 milljón dollara frá Nígeríu.” Um þaö hve skuldir Nígeríumanna vegna skreiðarkaupa væru háar sagöi Bjarni aö þær væru um 35 milljónir dollara (rúmur milljaröur íslenskra króna). Þar af skulduöu þeir Islensku umboössölunni um 10 milljónir dollara (300 milljónir ís- lenskra króna). Aöspuröur sagðist Bjami ekki vita um hve miklar birgðir af hertum þorskhausum væru til í landinu. „Þaö veit enginn þessa stundina hve birgöirnar eru miklar, vertíöinni er aö ljúka og þetta liggur ekki alveg fyrir.” -JGH. ÖRLAGA- GÁTAN — í nýrri útsetningu I kvöld veröur söngdrápa Björgvins Guömundssonar, Örlagagátan, við texta eftir Stephan G. Stephansson, flutt í heild í nýjum sinfónískum búningi í Háskólabíói. Hljómsveitarút- setningin er gerö af Roar Kvam en upphafleg gerð tónverksins gerði aöeins ráö fyrir píanóundirleik. Passíukórinn á Akurey ri syngur ásamt einsöngvurunum Olöfu K. Harðardóttur, Þuríöi Baldursdóttur, Jóhanni M. Jóhannssyni, Michael J. Clarke og Kristni Sigmundssyni, Sinfóníuhljómsveit Islands leikur meö en stjómandi er Roar Kvam. Verkið var flutt fyrir skömmu á Tón- listardögum á Akureyri og var því vel tekið. TÆKJALEIGA Fossháls 27 - sími 687160 Vibratorar Gólfslípivélar Jarðvegsþjöppur Hæðarmælar Háþrýstiþvottatæki Vatnsdælur Rafmagnsheflar Handfræsarar Stingsagir Vmkilskífur Pússibeltavélar Pússijuðarar Nagarar Hjólsagir Borðsagir Bútsagir Loftpressur Naglabyssur Heftibyssur Fleigvélar Höggborvélar Vinnupallar Stigar Tröppur Álbúkkar Opiö virka daga kl. 7.30-18.00, laugardaga kl. 7.30-12.00. VÉLA- og PALLALEIGAN. TF-VLU, hinnýja flugvélArnarflugs. DV-mynd: Bj.Bj. Isafjardarmálid: Stöðumar auglýstar — höfum ekkert svarfengiðfrá ráðherra, segir Finnbogi Hermannsson „Nei, nei, viö höfum alveg fengið friö fyrir menntamálaráöuneytinu, þaö hefur ekkert borist þaöan,” sagöi Finnbogi Hermannsson, einn kennarana sjö sem sagt hafa upp störfum við Menntaskólann á Isa- firöi, þegar hann var spuröur hvort sjömenningunum heföi borist svar ráðherra við opnu bréfi til hennar. „Margt er hins vegar bréfið sem berst menntamálaráöherra og varla viö því aö búast að blessuð konan hafi tima til aö svara þeim öllum,” sagði Finnbogi. „Þetta bréf okkar rak inn á ráðherrakontórinn síðast- liöinn föstudag, svo þaö er ekki nema vika síðan þaö var sent. Mönnum finnst þó gæta ansi mikiliar léttúðar hjá Ragnhildi ef rétt er eftir henni haft í DV á miö- vikudag þar sem hún segist ekkert ætlaaðgera.” Finnbogi sagöi aö sem gamall blaöamaöur tæki hann flest meö fyrirvara, einkum ef þaö stæöi á prenti. „En ef þessi orð eru rétt eftir Ragnhildi höfö þá er hún að segja aö hún láti sér þaö í léttu rúmi liggja þó svo að einn menntaskólanna í land- inu sé aö dragast upp og hann er ein- mitt hér á Isafirði.” Eftir uppsagnir kennarana sjö eru 8 kennslugreinar viö skólann lausar. Þaö er íslenska, franska, danska, þýska, stæröfræði, efnafræði, sam- félagsgreinar og viöskiptagreinar. Nokkrar þeirra hefur menntamála- ráöuneytiö þegar auglýst lausar til umsóknar. ,,Hvað varöar afstööu Ragnhildar Helgadóttur til kennara eins og gerst hefur í þessu máli vil ég ekki tjá mig um hér,” sagöi Finnbogi Hermanns- son. Samkvæmt upplýsingum DV mun menntamálaráöherra vera aö senda svarbréf til kennaranna sjö. -KÞ. NÝVÉLÍ FLOTANN Arnarflug fékk á mánudag nýja flug- vél í innanlandsflotann. Þaö er tveggja hreyfla vél af gerðinni Cessna 402C meö sæti fyrir níu farþega. Flugvélin var smíöuö í Banda- ríkjunum áriö 1981. Henni hefur h'tiö veriö flogið, um 500 klukkustundir. Hún hefur hlotiö einkennisstafina TF- VLU. Kaupveröið var um 6 milljónir króna. Á móti seldi Arnarflug tveggja hreyfla, sjö sæta vél af gerðinni Piper Cheyenne fyrir um 7,5 milljónir króna, aö sögn Arnar Helgasonar forstööu- manns innanlandsflugs félagsins. Arnarflug á nú tvær vélar af gerðinni Cessna 402. Leiguflug Sverris Þóroddssonar hefur einnig notast viö þessa gerö flugvéla og á þrjár slíkar. Þriðja vél Arnarflugs á innanlands- leiðum er af geröinni Twin Otter. Hún hefur reynst dýr í rekstri en erfitt er fyrir félagiö aö vera án hennar til aö fljúga á erfiða flugvelli eins og á Suöureyri og Siglufiröi. -KMU. Ásaprestakall: Lögmæt kosning SiguröarÁrna Talin hafa verið atkvæöi í prests- kosningu í Ásaprestakalli í Skaftafells- hreppi. Umsækjandi var einn, sr. Sig- uröur Ámi Þóröarson settur prestur í kallinu. 163 voru á kjörskrá og hlaut Siguröur 90 atkvæði. 9 seðlar voru auö- ir. Samkvæmt þessu telst sr. Siguröur Árni réttkjörinn meö lögmætri kosn- ingu. Þess má geta hér til gamans aö sr. Sigurður tekur nú við Ásaprestakalli af eiginkonu sinni. -óm. Kostnaður við sólarlandaf erðir: Um 150 prósent dýrara frá Reykiavík en Stokkhólmi I könnun sem Verðlagsstofnun gerði í apríl sl. á veröi tveggja vikna sólarferöa til Costa del Sol og dvöl þar á meðal hóteli kom í ljós aö mik- ill munur er á verðinu á Norðurlönd- um. Þessi ferö kostaði frá Reykjavík 25.000 krónur, frá Kaupmannahöfn 9.991 krónu, frá Stokkhólmi 9.282 og f rá Osló kostaöi hún 17.428. Hér á landi er hægt aö fá mismun- andi flugmiðaverö frá Islandi til þessara landa. Svokallaöur „rauður apex” kostar t.d. 9.976 krónur. Meö því að fara til Kaupmannahafnar á slíkum miöa yröi fargjaldið í þessa tveggja vikna ferö til Spánar 19.967 krónur, þ.e. munurinn er 5.033 kr. Þá má einnig búast viö því aö sá sem velji ódýrari kostinn veröi að gista eina nótt í Kaupmannahöfn þannig að þegar upp er staðið er þessi mun- ur ekki svo ýkja mikill. Annað mál er að í Kaupmannahöfn eru stööug tilboö til sólarlanda á niöui'settu verði. I dönsku blaði var auglýsing frá Spies hinum fræga þar sem boðið var upp á tveggja vikna ferð til Mallorca á tæpar 3000 krónur. Þetta var hótelíbúð meö baöi, svöl- um og sundlaug á staönum. Það get- ur því borgað sig fyrir þá sem vilja tefla á tvísýnu aö fara fýrst með áætlunarflugi til borga sem bjóöa upp á mun lægri fargjöld en hér heima. Apex miöar eru reyndar af skomum skammti og háöir vissum skilyrðum og veröur að panta þá með ákveðnum fyrirvara. I sjónvarpsfréttum á miövikudag- inn var greint frá mismunandi verði feröa til Mallorca miöaö viö aö fara beint héöan eöa fljúga með áætlunar- flugi til London og þaöan til Mall- orca. Munurinn reyndist vera nokk- uömikill. Þessi frétt hefur vakiö athygli ferðaskrifstofueigenda hér á landi og er nú verið aö vinna að því aö kanna þetta mál niður í kjölinn og búist er við yfirlýsingu um þessi mál fljót- lega. Ingólfur Hjartarson lögfræðingur Félags ferðaskrifstofa sagöi aö það gætu hugsanlega veriö tilvik þar sem hagstæöara væri aö kaupa miða er- lendis og fara þangaö með áætlunar- flugi héðan en það ætti yfirleitt við um ferðir sem lækkaðar væru í verði rétt fyrir brottför. Hins vegar væri ljóst aö erlendar ferðaskrifstofur gætu stundum boöið upp á ódýrari ferðir. Þar væru mark- aöslögmálin að verki, t.d. væri leigu- flugsgjald mun lægra á meginland- inu en hér. Þá gætu stærstu ferða- skcifstofurnar erlendis oft gert mun hagstæðari samninga viö hótel er- lendis, m.a. vegna þess aö gjaman leigðu þeir þessi hótel allt áriö um kring. APH i*rrrr, wBKdSKwáBKWktWmlBFmWM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.