Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Qupperneq 9
DV. FÖSTUDAGUR 8. JUNI1984. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Rauði krossinn fordæmir írak harðlega: LOFTÁRÁSIR GERÐAR Á ÓBREYTTA BORGARA Obreyttir borgarar í Irak og Iran eiga yfir höföi sér áframhaldandi loftárásir þar sem báöir stríðsaöilar hyggja á hefndaraðgerðir í formi loftárása á byggö ból. Stjórnarerindrekar í Bagdad segja að Irakar hafi tekið í notkun tvær nýjar geröir af sovéskum eld- flaugum sem gætu gefiö hótunum þeirra um aö eyöa olíuútflutnings- stöð Irans á Kharg-eyju nýjan kraft. Alþjóða Rauöi krossinn fordæmdi í gær harðlega loftárásir Iraks á borgina Baneh í Iran fyrir þremur dögum. Sagöi í hinni harðorðu yfir- lýsingu Rauöa krossins frá Genf aö .þar hefði verið um moröárás aö ræöa. Hundruð óbreyttra borgara létu lífiö eða særöust í loftárásinni á. Baneh og sagöi í yfirlýsingu Rauöa krossins aö búast mætti viö sífelldum hefndaraögeröum á báöa bóga á hendur varnarlausum óbreyttum borgurum. Iran kallaöi fulltrúa Rauöa kross- ms tvívegis til utanríkisráðuneytis síns vegna árásanna á Baneh þar sem sagt var aö nítján óbreyttir borgarar hefðu látið lífið og 200 særst. Fulltrúanum var tjáð að árás- irnar væru gróft brot á Genfar-sátt- málanum. Ali Akbar Velayati, utanríkisráð- herra Irans, sendi og bréf til Perez de Cuellar, framkvæmdastjóra Sam- einuöu þjóöanna, þar sem hann hvatti framkvæmdastjóra Samein- uöu þjóðanna til aö grípa þegar i staö til aðgeröa til aö stööva Irak í svo „ómannúölegum glæpum.” I bréfinu kom fram aö borgirnar Baneh og Nahavand heföu oröið fyrir loftárás- um þrjá daga í röö og hefðu um 900 manns látið lífið eöa særst í þeim árásum. Irak skýröi á hinn bóginn frá því aö þar í landi heföu 35 óbreyttir borg- arar látiö lífið og 123 særst eftir stór- skotaliðsárás Irans á hafnarborgina Basra og loftárásir á Jalaula og Kifri. Enrico Berlinguer, leiötogi ítalska kommúnistaflokksins. Leiðtogar sjö ríkja funda í London Fundur leiötoga sjö iönríkja hefst í London í dag. Á fundinn mæta leið- togar Bretlands, Bandaríkjanna, Vestur-Þýskalands, Frakklands, Italíu, Japans og Kanada. Samkvæmt heimildum frá aöstand- endum ráðstefnunnar munu leiötog- amir meöal annars ræöa afvopnunar- mál. Taliö er líklegt aö leiötogarnir sjö séu sammála um aö ekkert veröi gefið eftir í varnarmálum vesturveldanna fyrr en ljóst sé að Sovétmenn fáist til aö setjast að samningaboröi um afvopnunarmál. Auk þess veröur rætt um ástandiö viðPersaflóa. Thatcher bauð leiötogunum til kvöld- verðar í gær að Downingsstræti 10. Kváöust þeir vongóöir um góöan Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Reagan Bandarikjaforseti og Mitterrand, árangur af fundinum. forseti Frakklands, ræöast við. Þeir eru allir á fundinum í London. Margret Thatcher á leiðtogaf undinum: Vill herða baráttuna gegn hryðjuverkum Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, ræddi við Pieteer W. Botha, forsætisráðherra Suður-Afriku, á dögunum. Botha hefur fengið misjafnar móttökur í Evrópuferö sinni og víöa hefur komið til mótmæla þar scm hann hefur komið. Margaret Thatcher, forsætisráö- herra Bretlands, mun leggja til, á fundi leiðtoga sjö iönríkja sem hefst í London í dag, aö baráttan gegn hryöjuverkamönnum veröi hert. Ríkin sjö sem þátt taka í fundin- um eru auk Bretlands: Bandaríkin, Kanada, Frakkland, Vestur-Þýska- land, Italía og Japan. Samkvæmt breskum heimildum mun Thatcher leggja fram ýmsar til- lögur í þessum efnum. Til dæmis aö ríkin sjö miöli upplýsingum um hryðjuverkamenn sín á milli og til- kynni meöal annars um þá sendi- ráðsstarfsmenn sem tengjast slíkri starfsemi. Leggur Thatcher mikla áherslu á aö veröi sendiráðsstarfs- manni vísaö úr einu ríkjanna vegna tengsla viö hryöjuverkamenn þá veröi sá hinn sami útilokaöur frá hin- um löndunum. Fréttaskýrendum ber saman um að sennilega muni Thatcher ekki ná fram öllum sínum óskum í þessum efnum á fundum leiötoga ríkjanna sjö. Leiðtogarnir ræddu þessi mál stuttlega í kvöldveröi í gær og bar þeim öllum saman um aö heröa þurfi baráttuna gegn hryðjuverkamönn- um. Ríkisstjórn Thatchers lýsti yfir stríöi á hendur hryðjuverkamönnum eftir aö skotið var á mótmælendur fyrir utan líbýska sendiráöið í London fyrir skömmu. Þar lét lífið bresk lögreglukona og 12 líbýskir mótmælendur særöust. BERLINGUER FÆR HEILABLÓDFALL Enrico Berlinguer, formaður ítalska kommúnistaflokksins, fékk heilablóöfall í gær. Gekkst hann und- ir aögerð á sjúkrahúsinu i borginni Padua. Var Berlinguer fiuttur á gjör- gæsludeild og herma heimildir að ástand hans hafi verið alvarlegt. Berlinguer var staddur á flokks- þingi kommúnista í Padua sem er skammt frá Feneyjum. Átti hann mjög erfitt meö mál og var því flutt- ur í skyndi á sjúkrahús. Berlinguer er 62 ára og er formað- ur stærsta kommúnistaflokks á Vest- urlöndum. Heimsókn Botha sætir mótmælum Pieter Botha, forsætisráöherra Suður-Afríku, sem veriö hefur á ferð um Vestur-Evrópu, er nú staddur í Austurriki. Um 1200 manns mótmæltu komu hans til Austurríkis í Vin í gær. Kröfðust mótmælendumir þess að ,'Fred Stnowatz, kanslari Austurríkis, aflýsti fundi sinum meö Botha vegna aðskilnaðarstefnu stjórnar Suður-Af- ríku. Ennfremur var þess krafist aö- Austurriki sliti öllum stjórnmála- tengslum viö Suður-Afríku. Sinowatz sagði fyrr í vikunni aö hann heföi andúö á stefnu Suður-Af- ríku i kynþáttamálum. „Á fundi mín- um meö Botha mun ég skýra frá þeirri afstööu minni og ennfremur fara þess á leit viö hann að öllum pólitískum föngum veröi sleppt úr haldi,” sagði Sinowatz ennfremur. Indíánar í Nicara- gua sæta pyntingum Hundruö miskito-indíána i Nicaragua hafa verið fangelsaöir á ólöglegan hátt og pyntaðir, aö því er CIDH-mannréttindahreyfingin skýröi frá í gær. I yfirlýsingu CIDH segir aö miskito-indíánarnir sem handteknir voru af yfirvöldum hafi verið „settir í einangrun í langan tíma og í sumum tilfellum sannreyndi nefndin aö þeir heföu veriö pyntaöir.” Þá sagöi í skýrslu CIDH aö sann- anir væru fyrir því aö hermenn sandinista hefðu drepiö miskito- indíána í nokkrum tilfellum i hefndarskyni fyrir dauöa stjómar- hermanna eftir átök þeirra viö skæruliöa. Skæruliðar í Chile tóku útvarpsstðð Þrír vopnaðir karlmenn og tvær konur réöust inn í útvarpsstöð í Santiago, höfuöborg Chile, í gær- kvöldi og tóku stöðina á sitt vald og útvörpuöu þaðan í fimmtán mínútur boðskap vinstrisinnaörar skæruliöa- hreyfingar. I yfirlýsingu skæruliöanna sagöi aö Ættjaröarfylking Manuel Rodriguez, eins og hreyfingin nefnir sig, heföi ekki borið ábyrgð á sprengjutilræði á neöanjaröar- brautarstöð í Santiagó í aprílmánuöi síðastliðnum þar sem sautján manns særðust. Skæruliðamir lokuöu sex starfs- menn útvarpsins inni á einni skrif- stofu þess og hótuöu aö sprengja þá í loft upp ef þeir heföu ekki hægt um sig. Þetta var þriöja árás skæruliða á útvarpsstöö á þessu ári. Sjóm Augusto Pinochets hefur sakað skæmliöa um aö bera ábyrgö á flestum þeim sprengjum sem sprungiö hafa i borgum Chile á liönum mánuöum. Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson og Gunnlaugur S. Gunnlaugsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.