Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Síða 11
• DV. FÖSTUDAGUR 8. JÚNl 1984.
11
Stúdentarnir sem útskrifuðust frá Menntaskólanum að Laugarvatni um helgina.
Tungnastúlkur væru hæstar.
Ljósm.:E.J.
Menntaskólanum að Laugarvatni slittó:
Tungnastúlkur
voru hæstar
Menntaskólanum að Laugarvatni
var slitið um helgina í 31. sinn. Alls út-
skrifuðust 32 stúdentar, 13 úr mála-
deild, 7 úr eðlisfræðideild og 12 úr
náttúrufræðideild. Hæstu einkunn
hlaut Sigríður Jónsdóttir, Gýgjarhóls-
koti Biskupstungum og fékk hún 8,60 á
stúdentsprófi. Tvær stúlkur sigldu í
kjölfarið, einnig úr Biskupstungum,
Kristín Þóra Harðardóttir með 8,53 og
Ingunn Sighvatsdóttirmeð8,30.
Nemendur við skólann í vetur voru
157 talsins. Aðsókn var góð og skólalíf
meö blómlegra móti. Nemendum af
höfuðborgarsvæðinu fjölgar stöðugt,
en þeir voru um 20 í vetur. Kennsla við
Menntaskólann hefst að nýju 23.
september næstkomandi. EA
Finnur Eydal stjórnar yngri börnunum frá Akureyri.
DV-mynd Ingibjörg Magnúsdóttir, Húsavík.
Fjórar lúðrasveitir
skemmtu Húsvíkingum
Frá Ingibjörgu Magnúsdóttur,
fréttaritara DV á Húsavík:
Um helgina var mót skólalúðra-
sveita á Norðurlandi haldið í Hafra-
lækjarskóla í Aðaldal. Þar voru
samankomnar 4 lúðrasveitir með sam-
tals um hundraö hljóðfæraleikurum.
Finnur Eydal o.fl. frá Akureyri
mættu með tvær lúörasveitir frá tón-
listarskólanum þar, voru það eldri og
yngri börn.
Benedikt Helgason kom frá Húsavik
með lúðrasveit tónlistarskólans og
Guðmundur Norðdahl stjórnaði lúðra-
sveit tónlistarskólans í Hafralækjar-
skóla.
Á sunnudag, að loknu mótinu, komu
allar lúðrasveitimar til Húsavíkur
ásamt stjórnendum sinum og léku
fyrir framan félagsheimilið áheyrend-
um til hinnar mestu ánægju. Fyrst
léku sveitimar hver fyrir sig nokkur
lög og síðan allar sameiginlega.
Börnunum var mjög hælt fyrir prúð-
mannlega framkomu á mótinu.
NÝTT TÍMARIT
UM VEIÐISKAP
,,Á veiðum” nefnist nýtt tímarit um
veiðiskap sem nú er að hefja göngu
sína. Það er gefið út af útgáfufyrirtæk-
inu Frjálsu framtaki hf. í samvinnu við
tvö áhugamannafélög um veiðiskap,
Ármenn og Skotveiðifélag Reykjavík-
ur. Ritstjóri tímaritsins er Olafur
Jóhannsson, sem m.a. ritaði um
stangaveiði í Morgunblaðið um nokk-
urra ára skeið.
Fyrsta tölublað tímaritsins mun
væntanlega koma út um miðjan mán-
uðinn og verður þá einkum fjallað um
nú að hef jast. I framtíðinni er ætlunin
að fjalla jöfnum höhdum um skotveiði
og stangaveiði og verður lögð áhersla á
fjölbreytt efni í blaöinu, bæði til fróð-
leiks og skemmtunar. Þá mun tímarit-
ið verða mjög myndskreytt, m.a. með
litmyndum.
Tímaritið „Á veiðum” verður um 100
bls. að stærö og verður fyrsta tölublað-
inu dreift til flestallra veiðimanna sem
félagsbundnir eru í einhverjum félög-
um stanga- eða skotveiðimanna, en
talið er að fjöldi þeirra sé nú um 5000.
Tímaritið verður einnig selt í lausa-
. sulu. n X', X' I m. *■ ÍXXXxxJ'
FLUGFÉLAG í
mVyatnssvqt
Ungur Mývetningur stofnaði nýlega
flugfélag og hyggst bjóöa fólki í skoð-
unarferöir um nágrenni Mývatnssveit-
ar. Félagiö heitir Mýflug, en eigand-
inn er Leifur Hallgrímsson,. Hann festi
kaup á gömlu „Frúnni” hans Ömars
Ragnarssonar, sem er af geröinni
Cessna 172.
Leifur sagði í samtali við DV að hann
færi út í þetta vegna þess að hann teldi
mögulegt að bjóöa erlendum ferða-
mönnum upp á útsýnisflug í Mývatns-
sveit. Hann væri líka mikiU flugáhuga-
maður og hefði verið að læra f lug.
Mýflug hefur ráðið flugmann í sum-
ar. Sá hefur atvinnuflugmannspróf og
kennararéttindi og mun jafnframt því
að sjá um útsýnisflugið kenna flug á
vegum Mýflugs.
Boðið er upp á fjóra möguleika í út-
sýnisfluginu. I fyrsta lagi flug innan
Mývatnssveitar, í öðru lagi flug tU
Öskju, Herðubreiðar og Kverkfjalla og
í fjórða lagi flug yfir Ásbyrgi, Dettifoss
og Kröflu. Ekki er áformað aö lenda á
þessum stöðum.
Flugfélagið Mýflug hefur fengið
flugrekstrarleyfi sem miðast við þjón-
ustuflug. Leifur sagði aö meðan verið
væri að kanna markaðinn fyrir svona
útsýnisflug yrði aðeins notuö ein vél.
JBH/Akureyri
BLÓMLEGT STARF
HJÁ LEIKFÉLÖGUM
Aðalfundur Bandalags íslenskra annarsstaðará Noröurlöndum.
leUcfélaga og ráðstefna í tengslum Sú breyting var gerð á lögum
við hann var haldinn að Flúðum í bandalagsins að nú geta leikfélög
Hrunamannahreppi fyrir skömmu. aldraðra og leikfélög öryrkja fengið
Fundinn sátu 50 fulltrúar frá 25 leik- inngöngu í það, en áöur haföi það
félögum, en aðildarfélögin eru nú 82 ekki veriö möguleikt fyrir leikfélög
og hafa aldrei verið fleiri. Þrjú ný tengd stofnunum.
leikfélög fengu aðild að bandalaginu, Þá sýndi Leikfélag Sólheima leik-
Leikdeild Ungmennafélags Möðru- ritið Lífmyndir að Flúðum fyrir
vallaskóknar, Leikfélag Hellissands fundarmenn og gesti, en leikfélagiö
ogLeikfélagSólheima. er nú að leggja upp í leikferö um
Efni ráðstefnunnar var leiklistar- Norðurlönd. Var leiknum vel tekið,
starf meðal aldraðra og meðal en þess má geta að Leikfélag Sól-
öryrkja og var í inngangserindum heima er yngsta félagið í Bandalagi
fjallað um þá starfsemi hérlendis og íslenskra leikfélaga. -sa
JÚNI
ÚTBOÐ
RÍKISVÍXLA
Skilafresturtilboöa ertil kl. 14:00 miövikudaginn
13. júní 1984. Tilboöum sé skilað til lánadeildar
Seölabanka íslands, Hafnarstræti 10, Reykjavík, fyrir
þanntíma.
Útboðsskilmálar, sem eru hliðstæðir þeim sem giltu
í maíútboðinu, liggja frammi ásamttilboðseyðublaði í
afgreiðslu Seðlabankans, en þeir eru helstir:
IGert sé tilboö í lágmark 5 víxla hvern aö
■ fjárhæö kr. 50.000.- þ.e. nafnverð
kr. 250.000.-, eöa heilt margfeldi af því.
2 Tilboðstrygging er kr. 10.000.-
O Útgáfudagur víxlanna er 15. þ.m. og
gjalddagi 14. september n.k.
A Ríkisvíxlarnir eru stimpilfrjálsir og
án þóknunar.
Um skattalega meðferð þeirra gilda
sömu reglurog hverju sinni um
innstæður í bönkum og sparisjóðum.
Reykjavík, 7. júní 1984
RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS
t,w»t> r- fxfr &**■*■*"*-***•*■*■*->**+■** ■* -< W