Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Side 12
12
óf. fös¥uÍ)AGúr i itiMftsk
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 684611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr.
Helgarblaö28 kr.
Fre/s/ð kostar fómir
I þessari viku var þess minnst að fjörutíu ár eru liðin
frá innrás bandamanna á meginland Evrópu í Normandí,
en sú stórsókn var upphafið að endalokum síðari heims-
styrjaldarinnar. D-dagur markaði tímamót í stríðinu
gegn ógnum og yfirráöum nasista og tíðindin af atburðin-
um fóru sem fagnaðarbylgja meöal stríöshrjáðra þjóöa
Evrópu.
Árásin kostaði þúsundir mannslífa, miklar fórnir voru
færðar og hetjudáðir drýgðar. Á D-degi voru örlög ráðin,
sigur unninn, sem hafði áhrif á sögu líðandi stundar og
alla framtíö. Hermennirnir, sem féllu í bardögunum fyrir
réttum fjörutíu árum, fórnuðu lífi sínu í þágu frelsisins, í
þágu þeirrar baráttu sem háð er milli einræðis og lýð-
ræðis, milli ógnar og friðar, milli f jötra og frelsis.
Sú kynslóö sem nú lifir og er komin á miðjan aldur og
þaöan af yngri man ekki þessa miklu atburði. Þorri
mannfólks hér á landi og í Evrópu hefur ekki þurft að
upplifa heimsstyrjöld og þá kúgun, sem því fylgir, að er-
lendir hermenn gangi um götur, gráir fyrir járnum, og
skipi almenningi til með byssustingjum. I augum lang-
flestra nútímamanna er grimmd nasismans og eyðilegg-
ing styrjaldar aðeins mannkynssaga liöinna tíma, fjar-
lægir atburðir á spjöldum sögunnar.
Samt eru fjörutíu ár ekki langur tími og saga Evrópu
er raunar samfelld stríðssaga. Það heyrir til undantekn-
inga, að jafnlangur tími líöi á milli stríðsátaka og nú. Enn
eru ófriðarblikur á lofti og verða áfram, meðan austur og
vestur standa vígbúin hvort frammi fyrir öðru og helftin
af Evrópu býr við ógnarstjórn einræðis. Friður hangir á
bláþræði og enginn veit hvenær næst verður blásið í
herlúðra og Evrópa verður vígvöllur blóöbaða og átaka
upp á líf og dauða.
Mannkynið vill frið. Evrópubúar vilja ekki þurfa aö
ganga í gegnum þær þjáningar og hörmungar, sem
heimsstyrjaldirnar tvær höfðu í för með sér. En hvers-
konar frið viljum við? Nasisminn boðaði einnig frið. Hann
átti að vera undir verndarvæng Hitlers, þúsund ára ríki
þjóðskipulags, sem, að mati nasistanna, var betra og fall-
egra en annað sem mannkynið hafði áður reynt.
Samt var það svo, að þjóðir bandamanna háðu vonlitla
en heilaga baráttu, börðust til síðasta manns, fórnuðu lífi
sínu og limum, hlupu í opinn dauðann á ströndum
Normandí, þegar kallið kom. Ekki var það í þágu friðar-
ins á þeirri stundu, heldur frelsisins og framtíðarinnar.
Hermennirnir á D-degi gengu fram fyrir skjöldu í þágu
barna sinna, sögunnar og þeirra mannréttinda, sem eru
öllum friði, öllum sæluríkjum dýrmætari. Þeir sættu sig
ekki við og viðurkenndu ekki, að friður í skjóli kúgunar og
einræðis, borinn fram á spjótsoddum, væri það líf, sem
þeir óskuðu sér og sínum til handa.
Aðalritari Atlantshafsbandalagsins, JosepLuns, var í
heimsókn á íslandi á fjörutíu ára afmæli D-dags. Hann
var hér sem fulltrúi bandalags frjálsra þjóða, sem þrá
frið, en vita að friðurinn kostar sitt því hann er friður um
frelsi. Atlantshafsbandalagið er vissulega hernaðar-
bandalag, en sá vígbúnaður og það bandalag er til varnar
fyrir frelsið, sem hermennirnir á Frakklandsströndum
drýgðu sínar hetjudáðir fyrir. Vörn gegn einræði
kommúnismans og þeim ógnum, sem við blasa úr austri
dag og nótt. Núverandi kynslóöir eiga að sjá til þess, aö
fórnirnar fyrir fjörutíu árum hafi ekki verið unnar fyrir
gýg. Við eigum að standa vörð um friðinn, um frið
frelsisins. ej3S
„Sambandið þarf ekki að leggja fram veð. Það er i sjáifu sér ekki óeðlilegt — vitanlega eiga bankar að
meta það hvort nauðsynlegt sé að leggja fram veð og mér vitanlega hefur enginn banki tapað fé á að lána
Sambandinu. . . "
EYJÓLFUR
ANGRAR BANKANA
Eyjólfur Konráö Jónsson, hrl. og
alþingismaöur, hefur gefiö heldur
stóroröar yfirlýsingar um ofurvald
Sambandsins og yfirgang gagnvart
bönkum. Hann hefur einnig skamm-
aö bankana fyrir aö hlíta ekki fyrir-
mælum yfirmanns síns, viðskipta-
ráöherrans, og þrjóskast við aö taka
upp þaö sem Eyjólfur kallar eölilega
og heiðarlega viðskiptahætti.
Nú efast enginn um þaö aö Eyjólf-
ur fer ekki meö fleipur í þessum efn-
um og veröur gaman aö fylgjast meö
þessari glímu hans. Og þaö eru
vissulega teikn á lofti um aö sam-
trygging banka sé aö hverfa, a.m.k.
eru bankarnir famir aö bjóða í spari-
fé landsmanna. Stefán Gunnarsson,
bankastjóri Alþýðubankans, segir í
blaöaviötali aö þaö sé ódýrara og
eölilegra aö kaupa nauösynlegt fé af
almenningi á hærra veröi heldur en
fá þaö lánað á refsivöxtum frá Seðla-
banka Islands.
Sambandið þarf ekki aö leggja
framveö.
Þaö er í sjálfu sér ekki óeðlilegt, —
vitanlega eiga bankar að meta þaö
hvort nauösynlegt sé að leggja fram
veð og mér vitanlega hefur enginn
banki tapaö fé á að lána Sambandinu
þótt vitanlega hafi bankar og aörir
farið flatt á aö lána einstaka kaupfé-
lögum eöa hlutafélögum í eigu kaup-
félaga eöa Sambandsins. Þaö er eöli-
leg áhætta og getur alltaf komiö fyr-
ir.
Gagnrýni
Gagnrýni Eyjólfs beinist aö ríkis-
bönkunum. Hann er ekki að gagn-
rýna einkabankana. Og af hverju
skyldi það nú vera?
Það er vegna þess aö einkabank-
amir halda aðalfund á hverju ári.
Þar geta hlutahafar mætt og gagn-
rýnt störf bankastjómarinnar og
lagt fram tillögur sínar. Þannig lagði
t.d. Loftur Jónsson til á aðalfundi
Iönaöarbankans að bankinn yröi
lagðurniður.
En þaö eru engir aöalfundir hjá
ríkisbönkunum. Bankastjómin þarf
aldrei aö gera eigendum sínum grein
fyrir árangri starfa sinna. Eyjólfur
Konráö getur ekki mætt þar á fundi
og spurt: Af hverju er Sambandið
eini stóri viðskiptavinurinn sem
aldrei þarf aö leggja fram trygging-
ar? Hann getur ekki lagt þar fram
tillögur til þess aö koma störfum
bankans í betra horf. Og þó er Eyjólf
ur í hópi þeirra manna sem kjósa
bankaráöin í ríkisbönkunum.
Svavar heitinn Pálsson, forstjóri
Sementsverksmiðjunnar, sagöi mér
einu sinni aö því fylgdu verulegir
ókostir aö verksmiðjan væri ekki
hlutafélag. Og raunar var hann
þeirrar skoöunar aö öll ríkisfyrirtæki
ættu aö vera hlutafélög. Ein af
ástæðunum var sú aö forstjóri og
stjórnir fyrirtækjanna hafa ekki
möguleika á því að kynna störf sín —
þaö fara aldrei fram nein formleg
reikningsskil. Þaö er enginn mættur
utan stjómarinnar til þess að gera
athugasemdir, — hvort heldur er til
þess aö koma hlutum í betra horf eöa
þakka þaö sem vel er gert. Og þaö er
mikill sannleikur í þessu.
Á aöalfundi
Eg man eftir því aö einu sinni fór
ég með Eiríki Ketilssyni stórkaup-
manni og Haraldi Jóhannssyni hag-
fræöingi á aðalfund Þömngavinnsl-
unnar h/f.
Ríkissjóður á yfir 90% hlutaf jár og
vitanlega skiptu athugasemdir fund-
armanna litlu þegar fariö var aö
greiða atkvæði. En á þessum aöal-
fundi vom bændurnir í sveitinni
mættir og þeir gerðu sínar athuga-
semdir — stjómin varö aö svara
þeim og framkvæmdastjórinn — og
Eiríkur flutti ræöu á annan klukku-
tuna um fjármál verksmiðjunnar.
Þeirri ræðu varö framkvæmdastjór-
inn að svara. Þarna komst gagnrýni
aö — þaö var hægt aö krefjast
upplýsinga — það var ekki hægt að
Kjallarinn
HARALDURBLÖNDAL
LÖGFRÆÐINGUR
segja einfaldlega: Eg vil ekki tjá
mig um þetta eins og bankastjórar
ríkisbankanna gera þegar Eyjólfur
spyr.
Eyjólfur er hins vegar í þeirri góöu
stööu að hann getur flutt tillögur til
breytinga á bankalögunum. Og ég vil
skora á hann aö flytja þegar á næsta
þingi fmmvarp til breytinga á lögun-
um um Landsbankann, Búnaðar-
bankann og Otvegsbankann þar sem
lagt er til aö bankarnir veröi gerðir
aöhlutafélögum.
Ríkissjóður getur eftir sem áöur
átt allt hlutaféö en þaö er hægt til aö
byrja meö að fela alþingismönnum
að fara meö atkvæðin á aöalfundum,
hver þingmaöur færi meö eitt at-
kvæði á aðalfundinum. Þá getur
Eyjólfur mætt á fundina eins og
Eirikur forðum á Reykhólum og lesið
bankastjórunum pistilinn og krafist
upplýsinga.
Eyjólfur kann aö hugsa til þess aö
verið sé aö endurskoða bankalög-
gjöfina. Eg vil hins vegar benda hon-
um á að 1927 vom fyrir misskilning
felld úr gildi lög um réttaráhrif þing-
lýsinga. Nýtt f mmvarp var til endur-
skoðunar í hálfa öld áöur en lög voru
sett aö nýju um þetta þarfa mál,
(Hæstiréttur haföi aö vísu dæmt aö
fara skyldi eftir gömlu lögunum,
enda ekki annað hægt!). Og ef bíöa á
endalaust eftir endurskoöun banka-
laga þá er hætt við að Eyjólfur verði
orðinn þreyttur á stjórnmálum og
farinn aö hélga sig málflutningi aö
nýju.
Haraldur Blöndal.