Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Blaðsíða 17
DV. FÖS5TUÐAGUR 8. JtJNM984;’ ,VQ 17 / bakgarði verður hægt að fá sér mat og drykk við borð sem þar á að koma fyrir. Tii að skemmta fólki á meðan verður á stundum boðið upp á hijóm- sveitarieik, leikrit eða einhvern annan listviðburð. Þeir Örn Ingi og Sverrir Hermannsson voru önnum kafnir við að smíða palla og ekki fúskað við það verk frekar en aðra smiði á þessum stað. kaffi til kl. 18. Á kvöldin veröa borð dúkuð og boðinn matur. Þá verður hægt að kaupa léttvín með. „Miðað verður við að hálfblankir einstaklingar geti komið í Laxdals- hús,” sagði Öm Ingi um verðlag á matnum. Réttir verða af einfaldri gerð og áhersla lögð á sjávarrétti. I eld- húsinu munu standa Öm Ingi sjálfur og Guölaugur Arason sem er þekktari sem rithöfundur en kokkur. Á laugar- dagskvöldum verður ýmsum matreiðslumeisturum boðiö að koma og leika matarlistir sínar. Fullkomin þjónusta verður á borð og eru starfsmenn alls um 10 talsins og standa stuttar vaktir. Inni í húsinu þurfa þeir að þjóna fólki í fjórum litl- um sölum eða herbergjum þar sem komast fyrir um 50 manns. Eftir nokkra mánuði má svo eiga von á mik- illi breytingu þegar búið verður að inn- rétta loftið í Laxdalshúsi. Þar verður auöveldlega hægt að koma fyrir boröum fyrir 60—70 manns og mögu- leikaropnast jafnframttilörlítiðfínni matsölu. Laxdalshús stendur á fallegum staö, nærri Höpnersbryggjunni, rétt við tjömina sem myndaðist ‘þegar Drottningarbrautin varð til. Þama er kjörin aðstaöa til hollrar útivera og hefur kvisast að frá Laxdalshúsi verði gerð út ýmis tæki til líkamsstyrkingar bæði á tjörninni og kringum hana. Opnunarhátíöin, Iaugardaginn 9. júni, á að verða herleg og standa allan daginn meö góðri blöndu af list og magaglaðningi. Ef sólin verður i essinu sínu má þó alltaf kæla sig niður og borða Laxdalsís með húsfriðunar- sósu. / annarri stofunni, sem snýr fram að götunni, var Guðrún LHja Jónsdótt- ir að hreinsa og þvo gluggana. Kynslóðirnar leggja sitt fram hver af annarri tH að Laxdalshús haldi æskublómanum. Afi hennar Guðrúnar Lilju á þó stærstan hlut að máli þar, sjálfur Sverrir smiður. Viðarliturinn fær að halda sér inni i húsinu og það þarf ekki annað en slípa gólfin og lakka. Ingólfur Bragason er þarna að slipa gólf i vesturhlutanum. Allt handbragð á viðgerð hússins ber snilli meistarans, Sverris, fagurt vitni, ekki sist hurðin þar sem er aðalinngangurinn i Laxdalshús. ÚTGERÐARMENN UPPGERÐIR GÁMAR FYRIR KÆLI- OG FRYSTIVÖRUR FRYSTI-OG KÆLIGÁMAR hf SKÚLAGÖTU 63RVK. S.25880 Tilvalið sem geymsla fyrir bala. (Rúmar 82 bjóð.) Við höfum frystigámana, geymslugám- ana og flutningagámana. Hafið samband og ræðum þessar spurningar, það getur borgað sig. Er hægt að tvöfalda verðmæti þess tak- markaða afía sem að landi kemur með nýjum framleiðsluaðferðum? Og hvað ef hægt væri að framkvæma slíka verðmætaaukningu á ótrúlega hag- kvæman hátt? Hafið þið athugað. möguleikana með gámafrystíngu? ATHUGIÐ! Bastkörfur undir óhreina tauið, arinviðinn í búðstaðnum, ieikföng- in og margt fleira. Hjá okkur eruð þið alltaf velkomin. Sendum í póstkröfu. GJAFAHÚSIÐ / sumarbústaðinn, á veröndina, í garðinn, við arininn, á svalirnar: sígildir, ódýrir tágastólar. Þeir sóma sér vel alls staðar. Eigum mikið úrval af basthillum, tilvaldar á baðið, undir kryddið eða hvað sem er. Fallegir stólar í eldhúsið, við skrif- borð eða við barinn. Hægt að hækka og lækka stólinn. Gott verð. E IUROCARD. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 SÍM118525 og LAUGAVEG111, Smiöjustígsmegin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.