Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Síða 18
18r> r
Mmmmmmmmm
Kennarar óskast
Grunnskóli Raufarhafnar auglýsir lausar kennarastöður.
Æskilegar kennslugreinar: Byrjendakennsla, stuðnings-
kennsla og handmennt, auk almennrar bekkjarkennslu.
Upplýsingar gefur Jón Magnússon skólastjóri í símum 96-
51164 og 96-51131.
Staðurinn þinn
Smiðjuvegi
Opið í kvöld, föstudag, frá kl. 22-03.
Aðgangseyrir kr. 250,-
Aldurstakmark '67.
Allir keyrðir heim:
Rúta 1. Breiðholt - Árbær - Mosfellssveit.
Rúta 2. Kópavogur - Garðabær - Hafnarfjörður.
Rúta 3. Um Reykjavík - Seltjarnarnes.
Nafnskírteini - snyrtilegur klæðnaður.
PS. BREAKAÐASTI STAÐURINN I BÆNUM.
Fréttatilkynning
GÚÐAR FRÉTTIR
FYRIR
BÍLEIGENDUR
Fátt er jafnergilegt fyrir bíleigendur, sem leggja mikla vinnu
í að bóna og halda við ytra útliti bílsins, og þaö að sjá árangur
vinnu sinnar skolast af bílnum í 2—3 þvottum.
En nú virðist séð fyrir endann á þessum raunum því hafinn er
innflutningur til landsins á nýju bóni sem hlotið hefur meiri-
háttar viðurkenningar erlendis og koma þar við sögu risar
eins og General Motors og Ford Motor Company.
Árið 1983 hóf bandaríska fyrirtækið Glossit Manufacturing
Company útflutning á þessu bóni sem teljast verður algjör
tækninýjung. Þetta bón, sem er eina bónið sinnar tegundar í
heiminum í dag, er selt undir nafninu ULTRA GLOSS.
Það sem gerir ULTRA GLOSS svo frábrugðið er að það inni-
heldur engin þau efni sem annars er að finna í hefðbundnum
bóntegundum, svo sem harpeis, vax, plast eða polymer efni.
Grunnefnið í ULTRA GLOSS er glerkristallar, auk bindiefna
og herðis.
Þegar bónað er með ULTRA GLOSS myndast þunnt glerungs-
lag á yfirboröi lakksins sem bæði styrkir það og kemur í veg
fyrir að óhreinindi nái að bíta sig föst við lakkið. Varnarskelin
er það góð að sé bónið borið á ál eða silfur fellur ekki á málm-
inn. Með öðrum orðum, veðrun (oxydering) á sér ekki stað.
Framieiðendur benda auk þess á að ULTRA GLOSS endist
langt umfram hefðbundnar bóntegundir. Þetta þarf engum aö
koma á óvart, því ef borin er saman ending á vax- eða plast-
húð annars vegar og glerhúð hins vegar er nokkuð ljóst hvaða
efni endist lengst.
En ULTRA GLOSS hefur fleiri kosti því eins og kunnugt er
dregur gler úr virkni útfjólublárra geisla en þeir eru höfuðor-
sök þess að lakk á bílum upplitast.
Nýjungar í bílamálum vekja alltaf athygli en þær sem viö-
koma útliti bílsins eru tvímælalaust þær sem veita eigendun-
um mesta ánægju.
ULTRA GLOSS er fáanlegt á bensínafgreiðslum ESSO.
Auglýsing.
Selfoss fagnar
leikfélaginu
Hér á Selfossi er sannkölluð
gróðratíð, sól og hiti en síðan bregst
þaðekkiaö skúr komi síðdegis.
Nú liggur vel á Selfyssingum og
eru þeir montnir yfir Leikfélagi Sel-
foss sem kom hingað í gær eftir vel-
heppnaða leikför til Dundalk á Ir-
landi. Tekið var á móti leikhópnum á
Ölfusárbrú. Voru þaö bæjarbúar
með bæjarstjórn í broddi fylkingar.
Regína/Selfossi.
Hamrahlíðarkórinn:
Vann verðlaun
íÞýskalandi
Hamrahlíðarkórinn undir stjórn
Þorgeröar Ingólfsdóttur vann fyrstu
verðlaun í söngkeppni sem efnt var
til í Þýskalandi fyrir skömmu.
Keppnin var haldin á vegum út-
varpsins í Köln og fór þannig fram aö
kórar sendu inn segulbandsupptökur
sem dómnefnd, skipuö sjö tónlistar-
mönnum, hlýddi á. Verðlaun og við-,
urkenningar voru veitt í sjö flokkum
og sigraði Harmahlíðarkórinn í ungl-
ingaflokki.
Hannes Jónsson, sendiherra Is-
lands í Bonn, og kona hans voru viö-
stödd beina útsendingu þar sem úr-
slitin voru kunngerð. Blandaði
kammerkórinn frá Frankfurt var
valinn besti kór keppninnar.
EA
Ekki af mannavöldum
þegar togarinn Maí fór á
bryggjuna í Hafnarfirði
„Það var skyndileg bilun á stjórn-
búnaöinum og við náðum ekki aö
setja neyöarstoppiö á í tæka tíð,”
sagði skipstjórinn á togaranum Maí,
Gestur Sigurösson.
Eins og sagt var frá hér í blaöinu
sigldi togarinn á bryggjuna í Hafnar-
firði á dögunum. „Þetta var alls ekki:
nein handvömm af mannavöldum.
Við höfum oröið varir við einhverja
bilun þarna öðru hverju. Þaö hefur
verið athugað, þegar við höfum veriö
í landi en aldrei fundist neitt. Sem
betur fer varð lítið tjón, sem veriö er
að vinna að núna,” sagði Gestur.
Togarinn Maí fór út skömmu fyrir
miðnætti i gærkvöld.
-KÞ
Verið er að leggja síðustu hönd á smíði sviðsins í Þjórsárdal.
DV-mynd: Kristján.
Útihátíð i Þjórsárdal
Frá Kristjáni Einarssyni, fréttaritara
DV á Selfossi.
Héraðssambandið Skarphéðinn
(HSK) stendur fyrir útihátíð nk. hvíta-
sunnuhelgi, 8,—10. júní, í Þjórsárdal í
Árnessýslu. Samkomunni hefur veriö
gefið nafnið „DALALlF”. Undirbún-
ingur er í fullum gangi og hefur verið
smíðaður 200 m2 danspallur og 60 m2
leiksvið en þar munu hljómsveitirnar
Mánar, Lótus og Pardus boxa nótur
föstudags-, laugardags- og sunnudags-
kvöld.
Aö sögn Guömundar Kr. Jónssonar
mótsstjóra, verður á sunnudag sérstök
hátíðardagskrá. Þar mun m.a. Árni
Johnsen alþm. koma fram, einnig
verður breakdanssýning og break-
keppni og hljómleikar. Guðmundur
sagöi að 80 manna starfsliö yröi á
svæöinu meðan mótið stendur yfir til
að sjá um gæslu og einnig sölu á veit-
ingum. I þeim hópi er læknir og hjúkr-
unarkona sem verða til taks ef eitt-
hvert óhapp verður. Samkoman hefst
á föstudag og verður svæðið opnað kl.
14.
Nýverið afhentu Landssamtök hjartasjúklinga Landspitalanum að gjöf
hjartasónartæki, afar fullkomið að allri gerð. Myndin er tekin er Þórður
Harðarson yfirlæknir veitti gjöfinni viðtöku úr hendi Ingólfs Viktors-
sonar, formanns Landssamtaka hjartasjúk/inga.
FÖSTUDAGSKVÖLD
í JI5 HÚSINUI í JI5 HÚSINU
OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 8 í KVÖLD
VEITINGASTOFA 2. HÆÐ. MÁLVERKASÝNING: ELLEN BIRGIS.
JL GRILLIÐ: Réttir dagsins í dag og laugardag: JL-PORTIÐ:
GRÍSASNITSEL OG SÚPA KR. 175,
KJUKLINGAPOTTRETTUR OG SUPA KR. 140,
GRÆNMETISMARKAÐUR.
ALLAR GRILLVÖRUR -
KASSAVERÐÁGOSDRYKKJUM.
OPIÐÁ MORGUN,
LAUGARDAG, KL. 9-16.
Munið okkar
hagstæðu
greiðslu-
skilmála
/A A A A A A % k
Lj □l.Dií H3’EH'L-IHIO
m ci c; c~ u
- u Liil il;l
■ffi U Hli n UIU U M U U11H ■ 11 Ih
Jón Loftsson hf. ________________
Hringbraut 121 Sími 10600