Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Qupperneq 19
DÝ."FösWDÁ6tíká;!j®Íri itó'1
19 1
Menning
Menning
Menning
Menning
STORVIÐBURÐUR
í LANDAKOTI
The
Chieftains
Listahótfð í Reykjavfk
Tónleikar Helgu Ingólfsdóttur f Landakots-
kirkju 7. júnf.
Efnisskrá: Johann Sebastian Bach: Prelúdfa og
fúga í B-dúr 890; Frönsk svfta nr IV í Es-dúr
BWV 815; Konsert f ftölskum stíl f F-dúr BWV
971; Forleikur aö frönskum hœtti f h-moll BWV
831.
Helga Ingólfsdóttir, semball og
Bach. Þetta þrennt er svo rækilega
samfléttaö aö segja má aö þrenningin
öll komi í hugann þá einn þáturinn er
nefndur. Þaö er ef til vill ekki rétt aö
rígbinda nafn Helgu viö Bach. Efnisval
hennar spannar vítt sviö og höfundar
verka sem hún hefur leikiö fylla
langan lista. En jafnan er það Bach-
túlkandinn Helga sem manni kemur
fyrstíhug.
Hafi nokkur veriö í vafa um hversu
stórkostlegur Bachtúlkandi Helga er,
fyrir tónleikana, þá vænti ég þess aö sá
sé þaö ekki eftir þá. Oft hefur Helga
leikiö vel en aldrei sem nú. Það er
hreint ótrúlegt hversu voldugt í hljómi
þetta einfalda og veikbyggða strengja-
hljóöfæri getur oröið í höndum snill-
ings eins og Helgu. Hér hjálpaöi heyrð
kirkjunnar aö sjálfsögöu til en meö því
er sagan ekki nema hálfsögö því ekki
nýtast slíkar aðstæður öörum en þeim
sem vel viö ráöa. Þaö eru til tónleikar,
sjaldgæfir aö vísu, sem verða
áheyrandanum sérstök upplifun. Upp-
lifun meö þeim hætti aö í tónleika-
salnum veröur sérstakt spennuþrungið.
andrúmsloft. Tónleikamir veröa eins
konar uppljómun og tónleikagesturinn
gengur út, fullviss þess aö hann hafi
öðlast hlutdeild í meiriháttar viöburöi.
Þannig voru þessir tónleikar — Þeir
voru stórviöburður.
EM
ARGAÞRAS
Ríkisútvarp — Hljóövarp:
NÓTT Á NÍUNDU HÆÐ
eftir Agnar Þórðarson.
Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir.
Agnar Þóröarson á aö baki aldar-
fjóröung, sem leikskáld, fjölda verka
fyrir sviö, hljóðvarp og sjónvarp. Eftir
að hann haföi ungur maöur fengist viö
skáldsagnagerð og unniö sér nokkurt
álit sem raunsæishöfundur sem lagði
mikla vinnu í vandaöa persónusmíð,
sálfræðilega þaulunna, sneri hann sér
aö nútímalegri miölum og skrifaöi
framhaldsleikrit fyrir hljóövarp, einn
fárra islenskra skálda, en ekki eitt
heldur mörg. Leikrit hans hafa ekki
verið fyrirferöarmikil á síðustu árum
þau eru ekki endurflutt og eru líkleg-
ast flestum gleymd. Hann er ekki einn
um þau örlög. Hér á landi er lítil rækt
lögö við aö endurflytja og endurmeta
eldri leikverk. Þau smjúga upp á yfir-
boröiö og hverfa jafnskjótt oní þaö
aftur. I þessu tilfelli væri réttara aí
segja, aö þau smygju útí loftið, blönd-
uöust þar saman viö öll boð sem við
sendum um ljósvakann, óskipuleg boð
útígeiminn.
ÍMótt íblokk
Ekki er yfir því aö kvarta aö1
þátturinn í gærkvöldi var ósköp
manneskjuleg mynd af einmanaleika
og ótta einstæöings á okkar tímum.
Greindist skjótt úr fléttu leiksins og sat
áheyrandi í leikslok og saknaði þess
sárlega aö ekki var meira spilaö úr því
efni sem tæpt var áí leiknum: ofsókn-
artilfinningu mannsins hjá póstinum
og sögunni sem hann vildi segja blaöa-
snápnum unga, sambandi hans viö ná-
granna sína og hund, uppljóstrun og
sambandi blaöamannsins viö stúlkuna
meöhassiö.
Þræðirnir voru semsagt nokkrir í
þættinum, en allir í styttra lagi, þó einn
væri lengstur: hundur og maöur ráf-
andi í ljósadýrð borgarinnar.
Talmál
Leikstjóri og leikendur lögðu
auöheyrilega rækt viö aö færa texta
skáldsins sem næst talmáli meö hálf-
kveönum oröum, innskotum og
óljósum endingum í setningum. Þetta
er fáheyrt. Lítið er aö því gert að laga
bóklegan texta höfundar, eöa þýöanda
aö málvana venjulegs fólks sem talar
og hugsar í slitrum í staö þess að tala í
fullmótuðum setningum, án mismæla,
með „réttri” skipan samkvæmt
setningarfræðinni. Þetta er gott aö
heyra. Meira af slíkum tilraunum.
Leikhópurinn stóö sig þokkalega,
eins og efni stóðu til: samleikur Ró-
berts Arnfionnssonar og Jóhanns Sig-
urðssonar gat haft skýrari drætti,
skammvinnur áhugi piltsins, mann-
fælni mannsins voru rétt dregin en
máttu vera skýrari, og heldur fannst
mér rifrildi Róberts viö konu á gangi í
fjölbýlishúsinu langt, skorta í þaö
snerpuna og þá þungamiðju sem grætti
þennan einmana póstmann í lok þátt-
arins. Lokaræða Róberts yfir hundi og
borg var fallega flutt og áhrifamikil,
án mæröar og tilfinningasemi.
Leiklist
Páll B. Baldvinsson
Fjörefnisskortur
Viö flutning þessa þáttar Agnars er
vert aö leiða hugann að þeirri sorglegu
staöreynd hve fá leikskáld við eigum
sem að staðaldri skrifa fyrir útvarp.
Eru launin fyrir þessa vinnu svona
smánarieg eöa hvaö? Ef til vill hafa
þeir ekki áttaö sig á tilvist leiklist-
ardeildarinnar hjá Rithöfundasam-
bandinu. Allur þorrinn af mektugustu
skáldum okkar hefur ekki unnið fyrir
þá deild, máske væri ráö fyrir deildina
aö hvetja menn meira til tilrauna á því
sviöi skáldskaparins. Kynna þeim
kjör, möguleika, eiga óformlegar
könnunarviðræöur um hulin og dulin
skáldskaparmál þeirra sem gætU'
hentaö 1 jósvakanum.
í lokin
Semsagt, þokkalegt áheymar meoan
á því stóð.
P.S. Fyrir hálfum mánuöi flutti
hljóðvarpið líka ágætt verk, þýskt, í
prýöilegri þýöingu og með afbragös-
leik. Þökk fyrir það.
Listahátíð í Reykjavík.
Tónleikar The Chieftains á Broadway 7. júní.
Irska þjóölagahljómsveitin, The
Chieftains, viröist ekki vera tiltakan-
lega þekkt á Islandi. Þó er þetta virtur
hópur og dáöur um víöa veröld. Ein-
hvern veginn hef ég lúmskan gmn um
aö landinn hafi á sinn hátt misskilið
kynningu hátíðarinnar okkar bless-
aðrar — haldiö aö hér væru á feröinni
írsk fyllibyttuhljómsveit en sem slík er
þessi ágæta þjóölagagrúppa ekki
þekkt. Raunar er þaö á sinn hátt ekki
óeðlilegur misskilningur þegar írskum
þjóölögum og þjóödönsum og göróttum
drykk er ruglaö saman. Hvort tveggja
gistir gjaman undir sama þaki og þeir
græneyingar hafa síst tamið sér
tepruskap í umgengni sinni við ,,uis-
gebeatha” og sitt daglega, dökka,
fljótandi brauö.
Sérírskar útgáfur
Égáttisatt aösegjafyrirframvoná
aö þessi ágæta hljómsveit myndi kakk-
fylla húsiö en önnur var raunin á. En
þótt þeir aðeins hálffylltu Broadway
náöu þeir heldur betur til áheyrenda
sinna og byggöu upp góöa stemmingu
með þeim. Hljóöfæraskipan er nán-
ast hrein-írsk; stór handtromma,
flauta, sekkjarpípa eöa tinflauta, tvær
fiðlur og saltari eöa harpa. Á sínum
tíma þróuöust sérírskar útgáfur af
ýmsum hljóðfærum. Tinflautan er í
sjálfu sér aö uppruna til venjuleg
„pentatónísk” reyrflauta en efnið og
gerðin bjóöa upp á möguleika sem
reyrflautur hafa ekki og meö yfir-
blæstri og ýmsum fleiri brögðum má fá
út úr þessari litlu púkablistru hina fjöl-
breytilegustu músík. Irska sekkjarpíp-
an er andstætt þeirri skosku ekki blás-
in meö munninum, heldur er fýsibelg-
ur knúinn með handafli. Reyndar er sú
blástursaöferö mun aigengari um alla
Evrópu aö minnsta kosti, enda þarf
drjúgmikinn damp til að halda
sekkjarpípu gangandi. Harpan irska
er kapítuli út af fyrir sig. Hún er litlu
stærri en sumar þær „lýrur” sem til
dæmis „anthroposofar” nota. Þetta er
hljóöfæri sem fátt á ; sameiginlegt
meö hinni stóru, rómönsku hörpu
annað en nafnið og sköpulagiö.
Tónlist
Eyjólfur Melsted
Hljómur hennar minnir í mýkt sinni og
hógværð á barokhörpu.
Lifandi grúsk
Meðlimir The Chieftains eru þjóö-
lagasafnarar og fella flutning laganna
í sinn eigin sérstæða stíl. Hljóðfærin og
gerö þeirra mótar aö sjálfsögðu
stílinn. „Bourdontónn” (síbyljutónn)
sekkjarpípunnar takmarkar til dæmis
hljómaúrvaliö viö tvo hljóma. En
skemmtimúsík fyrri alda tak-
markaöist viö þaö sem leika mátti á
þau hljóöfæri sem tiltæk voru alþýðu
manna og hugkvæmnin og f jölbreytnin
er oft ótrúleg þótt tækninnar sviö sé
takmarkaö. Og þannig eru írsk
þjóölög, hvort sem þau eru f jörug eöa
:angurvær — þau ganga beint í æö. The
Chieftains eru þjóðlagagrúskarar
fyrst og fremst þótt þeir meö góöum
árangri blandi svo fjarskyldum
hlutum sem kínverskri músik saman
við sína til skemmtunar og skrauts. En
þeim nægir ekki hiö f ræöilega grúsk —
þeir spila þessa músík líka, og spila
hana vel.
-EM.
MIKIÐ ÚRVAL AF TJÖLDUM
OLYMPIA SPECIAL
T ; f ? 'v]
*Mt| — 260 !stiil 280 —
! I J».J i 140 í
Gerð 120, hæð 110 cm, þyngd 5,0 kg. Verð 1.790
Gerð 150, hæð 130 cm, þyngd 5,5 kg. Verð 1.990
Gerð 180, hæð 150 cm, þyngd 6,0 kg. Verð 2.420
2 manna
göngutjald
Hæð 125 cm,
þyngd 2,0 kg.
Verð 2.990
1 manns göngutjald
Hæð 65/45 cm,
þyngd 1,5 kg.
Verð 2.273
I
D?s
wal Iker
P7
Jí
220
270
Hústjaid
Hæð
150-
200 cm,
þyngd
21,5 kg.
Verð 8.670
£\ager<f •
Eyjarslóð 7.
Simar: 14093 og 13320.