Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Page 21
.wei mm, s auoAauTaö'?.va
’ "DV* FÖSTUETÆGUR'8T JCNI-19M:
wóttir
íþróttir
Iþróttir
íþróttir
íþróttir
„Áttum að skora
fleiri mörk”
— sagði Sverrir Einarsson,
fyrirliði Fram, eftir leikinn
gegn Þór
„Þaö var lélegt hjá okkur að bleypa þeim
inn í leiklnn í síðari hálfleik. Við áttum að
skora fleiri mörk og verðum að nýta f ærin bet-
ur. Ég er nokkuð ánægður með vörnina sem
fer batnandi með bverjum leik. Þetta var mik-
iU baráttuleikur og sigur okkar var sann-
gjarn,” sagði Sverrir Einarsson, fyrlrliði
Fram, eftir leiklnn gegn Þór.
„Markið lá i loftinu"
„Þetta var ósanngjarn sigur hjá Fram. En
það er alltaf sama sagan, okkur tekst ekki að
skora mörk. Við fengum til þess mörg tækifæri
i þessum lelk. Við sóttum stift á þá á siðustu
mínútunum og markið iá í loftinu,” sagði Arn-
ar Guðlaugsson, liðstjóri Þórs.
„Nóg að gera"
„Þetta var ekki auðveldur leikur. Það var
nóg aö gera og leikmenn börðust af mikilli
grimmd. Ég get ekkert sagt til um hvernig
leikurinn var eða hvort sigur Fram var sann-
gjarn eða ekki því ég hreinlega tók ekki eftir
því,” sagði dómarinn, Þorvarður Björnsson.
„Grátlegt"
„Það er einfaldlega grátlegt að tapa leik
eftir leik á þennan hátt. Við fengum urmul af
tækifærum og áttum skillð að sigra. Þá bætti
það ekki úr skák að dómarinn sleppti augijósri
vítaspyrnu á Fram í síðari hálfleik þegar einn
varnarmaöur Fram stöðvaði fyrirgjöf frá mér
með hendinni,” sagði Hálldór Áskelsson,Þór.
-SK.
Bjuggust við
nauðlendingu
Svo sem venja er komu leikmenn 1. deildar-
liðs Þórs fljúgandi með leiguflugvél til
Reykja víkur eða því sem næst i gær.
Það var ekki látið breiðast út manna á með-
al i flugvélinni er hún nálgaöist höfuðborgina
að ekki var hægt að lenda í Reykjavik vegna
þoku og brá flugmaöurinn á það ráð að lcnda á
flugvellinum á Sandskeiöi skammt fyrir ofan
Reykjavik. Margir leikmenn urðu furðu lostn-
ir og héldu sumir að verið væri að undirbúa
nauðlendmgu. Svo var þó ekki og allt fór vel að
lokum. -SK.
Jafnt hjá ÍA og
Breiðabliki
Afar þýðingarmikill leikur fór fram í 1.
deild Islandsmótsins í kvennaknattspyrnu í
gærkvöldi. Áttust þar við tvö bestu liöin að
flestra mati, ÍA og Breiðablik, og lauk leiknum
meö markalausu jafntefli. Leikurinn var bæði
spennandi og vel lcikinn.
Þá léku einnig KR og Víkingur og sigruðu
KR-stúlkurnar 2—0. Ama Steinsen skoraði
fyrra markiö fyrir KR en síðara markið var
sjálfsmark Víkingsstúlkna. -SK.
Páll týndur?
Þorsteinn Ólafsson, þjálfari Þórs frá Akur-
eyri, stóð í marki Akureyrarliðsins í gærkvöldi
gegn Fram. Páll Guðlaugsson hefur fram að
þessu varið markmaður Þórsara og eru skoð-
anir manna skiptar um frammistöðu hans i
leikjum liðsins í sumar.
Þegar ákvörðunin um markvarðaskiptin
vora tekin likaði Páli ekki gangur mála og
hvarf á braut og þegar DV leitaði upplýsinga
um hvers vegna hann væri ekki á varamanna-
bekknum fengust þau svör ein að hann væri
týndur. Hefði ekkert látið heyra frá sér og
héldu sumir norðanmanna að hann væri jafn-
velhættur.
-SK.
Gísliístað
Grétars
Ar hvert velja knattspyraudómarar „lið”
sitt fyrir hvert keppnistimabil og svo var auð-
vltað einnig nú. Ails dæma fimmtán dómarar í
1. deild en eitt sæti hefur verið autt frá því að
vertíöin hófst í vor vegna óvissu um hvort
Grétar Noröfjörð myndi dæma í sumar. Nú
hefur borist endanlegt svar frá Grétari og hef-
ur Gísli Guðmundsson verið valinn í hans stað.
Gísli dæmir fyrir Val. -SK.
'Wlf1
Guðmundur Steinsson skorar hér sigurmark Fram í leiknum gegn Þór í gærkvöldi. Þorsteinn Ólafsson kemur engum vöraum við í markinu.
DV-mynd Brynjar Gauti Sveinsson.
Skeyt-
iðkom
ekki
■ „Ég er mjög svekktur yfir
Iþessu. Ég er orðinn löglegur með |
* Fram en það hefur ekki enn borist .
| skeyti frá vestur-þýska knatt-1
_ spyrausambandinu, þess efnis að ■
| ég sé laus aUra mála í Þýska- I
Ilandi,” sagði Hafþór Sveinjónsson I
en margir áttu von á því að sjá •
Ihann í Frambúningnum í gær- I
kvöldi gegn Þér. _
I „Ég skil ekki þennan seinagang. |
* En ég verð að gjöra svo vel að bíða ■
| rólegur. Skeytið hlýtur að koma á I
Ihverri stundu,” sagði Hafþór. I
-SK.I
VILL FÁ STAPLE-
TON TIL BARCELONA
Terry Venables hefurgert Man. Utd. tilboð
„Ég er reiöubúinn tU að greiða eina
og hálfa mflljón sterlingspunda fyrir
Frank Stapleton,” sagði Terry Ven-
ables, hinn nýi framkvæmdastjóri
Barcelona á Spáni, nýlega og hefur
hug á því að fylgja þvi máU eftir þar
sem litlar líkur eru á að hann næU i Ian
Rush, markaskorarann mikla hjá
Liverpool. Venables verður ekki í
vandræðum með peninga. Barcelona
er eitt ríkasta knattspyraufélag heims
og á líka von á stórpeningum, þegar
Diego Maradona, argentinski leik-
maðurinn frægi, verður seldur tU ítalíu
— sennUega NapoU. Maradona er
æstur í að komast f rá Barcelona.
Talsvert miklar líkur eru á því að
Frank Stapleton vilji komast tU
Barcelona. Vinur hans í írska landsUð-
inu og æskufélagi, Liam Brady, hefur
gert það gott á ItaUu og unnið sér inn
stórar fúlgur þar. Stapleton hefur hug
á að f eta í fótspor hans.
Stapleton er líka engan veginn
ánægður hjá Man. Utd. — eöa réttara
sagt með framkvæmdastjórann þar,
Ron Atkinson. Þeir lentu nýlega í
miklum deilum þegar Stapleton ákvað
aö fara í keppnisferð með írska lands-
Uðinu, þar sem m.a. var keppt í Tokíó,
í stað þess að fara með United í
keppnisferð tU Ástralíu. Atkinson
ætlaði að reyna að hindra Stapleton en
tókst ekki, þar sem í samningi hans við
Man. Utd. er ákvæði um að hann geti
tekið þátt í öllum landsleikjum Irlands
— vináttu-landsleikir ekki undanskiid-
ir. Það eru því verulegar líkur á því að
Frank hverfi frá Old Trafford eins og
enski landsUösmaöurinn Ray Wilkins.
Hann var seldur tU AC Milanó fyrir
eina og hálfa nulljón sterUngspunda.
Terry Venables hefur ekki aðeins
hug á því að fá góða leikmenn til
Barcelona, hann hefur einnig náð í
aðstoðarmann smn hjá QPR, AUan
Harris. Þeir hafa verið meira og
mrnna saman í 20 ár, allt frá því þeir
léku saman meö Chelsea. Harris var
aðstoðarstjóri Venables hjá QPR og
eigandi QPR, miUjónamæringurUin
Gregory samþykkti að Harris færi til
Barcelona, þegar Venables fór fram á
það. Talsverðar líkur eru nú á að Alan
MuUery, enski landsUösmaöurUin hjá
Fulham og Tottenham á árum áður,
verði næsti stjóri QPR. -hsim.
NORSKIKRINGLUKASTAR-
INN EKKI í LYFJAPRÓFIÐ
Éinn kunnasti frjálsíþróttamaður
Noregs, kringlukastarinn Knud Hjeltn-
es, sem nú er í Bandarikjunum, hvarf
skyndilega þegar læknanefnd lyfja-
nefndar norska iþróttasambandsins
Knud Hjeltnes — norski kringlukastar-
inn f rægi.
var i Bandaríkjunum á dögunum til að
taka lyf japróf af norskum keppendum
þar. Hjeltnes fannst ekki hveraig sem
læknarnir leituðu eða gerðu fyrir-
spurnir um hann. Þess má geta að
fyrir nokkram árum var Knud
Hjeltnes dæmdur i langt keppnisbann
fyrir lyf janotkun.
Eftir aö læknanefndin var komin til
Noregs aftur tókst blaðamönnum í
Noregi að ná sambandi við Hjeltnes og
hann var spurður hvort hann hefði
verið að forðast læknana. Hann
svaraði. „Síður en svo. Ég fékk skila-
boð um að mæta á flugvelli, sem var
einnar og hálfrar klukkustundar flug
frá heimili mínu í Provo í Utah. Það
var stuttur fyrirvari og ég hafði þá
ákveöið ferð til Texas. Haföi sótt um
starf þar.”
Ekkert varð af því að Knud Hjeltnes
tæki starfið — við líkamsræktarstöð.
Hann mun hins vegar halda áfram
námi við Bringham Young háskólann í
Utah. Verður þar eitt ár til viðbótar og
lýkur þá námi í íþróttafræðum. Hann
mun síðar hafa náð samkomulagi við
lyf janefnd norska íþróttasambandsins
að ganga undir lyf japróf í San Diego —
er þó á leið heim, þar sem hann mun
taka þátt í landskeppni Noregs og Sví-
þjóðar eftir nokkra daga. -hsím.
Skytturnar skor-
uðu 2 sjálfsmörk
| Þrír leikir fóru fram í gærkvöldi í
EI 4. deild Islandsmótsins í knattspyrau
og urðu úrslit þeirra sem hér segir:
D-riðill: Skytturnar (Siglufirði) -
IReynirÁO—4.
E-riðiIl: Árroðinn—Vorboðtan 1—1
Æskan (Svalbarðseyri) — Vaskur I
2—4. i
Skytturaar voru ekki á skotskón- I
um í gærkvöldi nema þá helst við cig- I
ið mark. Tvö marka Reynis voru 1
sjálfsmörk Siglufjarðarliðsins. -SK. ■
Ottó Guðmundsson.
OTTÓ
Ottó Guömundsson, fyrirliði KR-
inga í knattspyrnu, er rifbeinsbrotinn
og verður frá æfingum og keppni um
nokkurt skeið. Mikil meiðsli herja nú á
KR-inga og í samtali við DV í gær-
kvöldi sagði Hólmbert Friöjónsson
þjálfari að erfitt væri orðið að stilla
upp liði.
Auk Ottós hafa þeir Sæbjörn
Guðmundsson, Omar Ingvason og
Elías Guðmundsson allir tognað.
-SK.