Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Blaðsíða 11
.W8í MOl .v HUOAOHAOTJA J Mi DV. LAUGARDAGUR 7. JULl 1984. Karaibiske benbind og melanesisk armring Bönd á útlimum sem notuð eru til að framkaiia allskyns bugður. Indiánabarn i höfuðpressu. Nakin stúlka tattóveruð á sjó■ mannshandlegg. Sama stúlkan komin i kjól þegar sjómaðurinn er orðinn ráðsettur. Fætur eins og skóframleiðendurnir virðast hugsa sérþá. spillandi eins og meðferð hvíta kyn- þáttarins á mitti og fótum. Með reyringu lífstykkisins hefur evrópsk og indversk siðmenning frá bronsaldartímum til okkar daga valdiö bæklun sem ekki á sér samsvörun með- al nokkurrar frumstæðrar þjóðar. Veg- ur lífstykkisins í gegnum söguna er stráður kvensjúkdómum sem hafa breiöst út með farsóttarhraöa. Nokkrir frumstæðir bálkar við Papúaflóa hafa að vísu notaö þröng líf- stykki en þau minna þó fremur á þrengd belti borin saman við evrópsk lífstykki sem hafa teygt sig frá lærum upp að öxlum. Það eru líka einungis liljufætur kín- verskra mandarínkvenna sem geta keppt við venjulegan vestur-evrópskan fót úr nútimanum hvað snertir af- myndun. Fótur mannsins er ólíkur fótum allra annarra hryggdýra. Með 26 liðum er hann tengdur í teygjanlega hvelfingu. Háir skóhælar eyðileggja alveg fjöðrunarkerfið og þegar maöurinn gengur á slíkum skóm fylgir því stöð- ugur heilahristingur. Háu hælunum fylgja einnig gjarnan stöðugt bogin hné, bakhlutinn skagar út i loftiö og fólk fer í sikksakkhreyfingum upp og niður. Það er ekki eitt einasta líffæri í skrokknum á réttum stað. Uppreimaðir skór eru ennfremur eins og hulstur sem ýtir ristinni og il- inni niður. Þegar ilinni hefur verið þrýst niöur er hún studd með innleggi sem enn frekar færir vöðva hennar úr sambandi. Að lokum eru skórnir okkar támjóir þrátt fyrir að eðlilegur mannsfótur breikki tvöfalt frá hæl fram á tá. Bera má ungbarnaskó við skó fulloröinna. Umskurður á egypskri skurðmynd. Börnin fæðast með eðlilega fætur — enn þá. Líkamsafmyndanirnar eru þjóð- félagsleg auðkenni. Litli fóturinn er drottningarfótur. Eðlilegan líkama fær maöur ókeypis en lífstykkjamitti er af- rakstur rándýrrar viðleitni sem ein- ungis forréttindahópar geta leyft sér. Tattóveríngar eru enn eitt merkið um afmyndanir í fortíð og nútíð. Afrískir negrar eru með tattóveringar í mynd hvítra eða bleikra öra sem greina sig skýrt frá svartri húöinni. Meðal fólks með ljósa húð er litur bor- inn í sárin. Merkin vekja beint hug- myndir um hugprýði. A Suðurhafs- eyjum eru tattóveringar forréttindi. Haidaindiar í Norður-Ameríku eru með tattóveringar sem gefa fjölskyldu og stétt þess sem ber þær til kynna. Frumstæðar þjóöir eru með ýmis form tattóveruð á sig en áVesturlönd- umeruþaðmyndir. Það getur verið erfitt að koma hæfileikum sínum á framfæri i viðtali. Vantar þig vinnu? Hvar á að byrja ef þú vilt sækja um vinnu? Góð byrjun er að fara í gegnum atvinnuauglýsingar í blöðum. Sæktu síðan um með hraöi um leið og þú sérð auglýsinguna. Þetta er mikilvægt en ekki nóg. Breskar athuganir benda til þess að einungis um fjörutíu prósent starfa séu nokkru sinni auglýst svo að það þýðir litiö að sitja á endanum og bíða eftir réttu auglýsingunni. Ákvarðaðu hvaða fyrirtækjum þú vilt vinna hjá og láttu þau vita hvað þú hefur að bjóöa. Það hjálpar þér ekki í atvinnuleit aö hanga og bíöa. Sjálfsagt er að kanna markaðinn og skrifa síðan til fyrirtækjanna sem þú hefur áhuga á. Þar skýrir þú hvers vegna þú viljir vinna hjá þeim. Þú skalt alltaf komast að nafninu á mann- eskjunni sem þú ætlar að ná til (Þú kemst að því á skiptiborðinu) og skrifar henni síðan beint. Sérhvert bréf á að vera stílað beint á ákveöið fyrir- tæki, gefðu aldrei þá hugmynd að þú sért að senda frá þér eitthvert fjölrit. Ef enginn svarar bréfinu þá skaltu hringja og spyrja hvort viðkomandi fyrirtæki hafi fengið bréfið. Mundu að starfsmannaráðningar eru tímafrekt og leiðinlegt starf. Ef ráðningarstjóri á um tvennt að velja: tilbúinn um- sækjanda eða þaö að þurfa að vaða i gegnum tvö hundruð starfsumsóknir þá er ljóst hvort hann velur. Að gera mikið úr hæfileikum Reyndu að notfæra þér kunningja og sambönd. .JSettu upp eigið net,” segir Martin Highan sem hefur skrifað nokkrar bækur um málið. , Jivort sem það er vinur, frændi eða kærasti skaltu láta vita af þér og fá þá til aö komast að því hvemig best sé að nálgast hin ýmsu fyrirtæki. Þeir gætu jafnvel komið á viðtali. Láttu alla vita að þú sért að leita þér að vinnu og hvers kon- arvinnaþaðsé. Sumir hafa fengið vinnu í gegnum það að minnsta á það þar sem þeir voru úti að skemmta sér. Það þarf mikinn kjark og einurð til aö selja kraftasína. Umsóknir eru oft fyrsta þrepiö til aö ná viðtali sem síðan hugsanlega leiöir til þess að maöur fær vinnu. Það er því ljóst að það er þó nokkrum tíma verjandi í það að fylla umsóknina sómasamlega út. Reyndu að afla allra þeirra aupplýsinga sem þú getur um fyrirtækið og starfiö, sem þú ert aö sækja um, áður en þú byrjar að skrifa umsóknina. Reyndu síðan að miða umsóknina við það. Málið er aö gera sem mest úr hæfileikum þínum sem tengjast því starfi sem þú átt að inna af hendi. Skriftin á að vera snotur og læsileg. Svart blek er best þar sem umsóknin er gjarnan ljósrituð. Góö vélritun er næstbest á eftir góðri skrift en slæm vélritun vekur samstundis hugmynd um kæruleysi og slóðaskap. Staf- setningarvillur eru mjög slæmar. Geröu uppkast áður en þú skrifar endanlega umsókn. Viðta/ið Farðu aftur í auglýsinguna og allar upplýsingar sem þú getur orðið þér úti um starfiö. Reyndu að setja þig í spor spyrilsins. Hverju myndirðu leita að í hinum fullkomna um- sækjanda? Hvaða hluti af þinni reynslu eöa ágæti áttu að leggja mesta áherslu á í viðtalinu. Hvar liggja stærstu gallar þínir og hvernig áttu aö sannfæra spyrillinn um að þú sért ein- mitt rétta manneskjan? Gakktu úr skugga um það að þú getir talað skiljanlega og sannfærandi um hvers vegna þú sækir um þetta starf og hverju þú getir áorkað. Hvaða spurningu viltu leggja fyrir spyrilinn? I viðtalinu gefst þér kostur á að komast að einhverju um fyrirtækið alveg eins og spyrlinum gefst kostur á að komast að einhverju um þig. Hvað viltu? Atvinnuumsóknir veröa engar nema þú vitir hvað það er sem þig langar til að starfa við. Hvað á að gera ef þú veist það ekki og ert búin að fá nóg af núverandi starfi þínu? Hugsaðu málið vandlega. Gerðu lista yfir það sem þú getur, áhugamál þín og vinnureynslu. Hvað þér finnist skemmtilegast í starfinu sem þú gegnir núna? Áttu best með að vinna ein(n) eða í hópvinnu? Ertu góður skipuleggjandi eöa á betur við þig aö vinna undir stjóm einhvers annars. Verðurðu oft leið(ur), þarfnastu til- breytingar? Ertu innimanneskja eða úti-? Hvað segir listinn þér um það sem þú ert góð(ur) í og hvað þér þykir skemmtilegast. Er það einhver hópur starfa sem höföar sériega til þín. Vertu heiðarleg(ur) og raunsær þegar þú metur eigin hæfileika og stööu vinnumarkaöarins. Fyrirliggjandi CTAUI í birgðastöð í:aái (ALMgSi 0,5) Seltuþolið. Fjölbreyttar stærðir og þykktir. ÁLPRÓFÍLAR □□□czzin VINKILÁL FLATÁL SÍVALT ÁL LlLLL A • •• sindra/I j\STÁLHE Borgartúni 31 sími 27222

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.