Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Blaðsíða 18
18 DV. LAUGARDAGUR 7. JULI1984, Likami Annemarie Schenk borinn i kistu út af kránni þar sem hún fannst myrt. Krá nokkur sem heitir Zum schnellen Klaus og er í þorpinu Alten- kessel í Vestur-Þýskalandi er mjög áþekk krám hvar sem vera skal annars staöar í landinu. Hún er bara minni. Hún er hrein, þægilega skreytt húsgögnum en í henni eru einungis f jögur borö og þaö eru bara tveir kollar viö bardiskinn. Hægra megin við bar- inn er gengiö um dyr inn á salernin til hægri og eldhúsið beint áfram. Kiaus Becker sem er eigandi staöar- ins þarf ekki aö vera snar í snúningum. Altenkessel er sérlega lítiö þorp ekki langt frá bænum Saarbruecken viö landamæri Frakklands og þaö eru sjaldan nógu margir viðskiptavinir til aö öll sæti viö borðin fjögur séu setin. Auk þess eru fleiri krár í nágrenninu. Á hinn bóginn eru jákvæöir hlutir viö þaö aö eiga krá í þessum stæröar- flokki á þessum slóðum. Þaö er til dæmis lítil hætta á aö menn rjúki til og fari að stela öllu steini léttara. Fyrir utan nokkra feröalanga þá eru næstum allir viöskiptavinirnir úr þorpinu og þeim má treysta fullkomlega. Klaus Becker var ekki kunnugur öllum íbúum Altenkessel og nær- liggjandi sveitarfélaga eins og eigendur annarra kráa því hann haföi tekið viö kránni áriö áöur og var ekki fæddur í héraðinu. Hann treysti viö- skiptavinum sínum hins vegar full- komlega og þegar hann að kvöldi þess fimmta ágúst 1981 fékk hringingu frá eiginkonu sinni sem baö hann um að sækja sig úr verslunarleiðangri vegna þess aö hún haföi misst af strætis- vagninum þá fór hann af staö án þess aö hika og skUdi þrjá viöskiptavini eftir eina. Hann sannfæröi þá um að hann myndi verða kominn aftur eftir hálftíma, fór út í bU sinn og ók á braut. Hann vissi ekki hvaða fólk þetta var en

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.