Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Blaðsíða 14
14 DV. 18''r V'í.r v ; \ LAUGARDAGUR 7. JÚLl 1984. Fyrirliggjandi í birgðastöð Stál 37.2 og 42 DIN 17100 Þykktir 2-50 mm.Ýmsar stærðir, m.a. 1000x2000 mm 1500x3000 mm 1500x5000 mm 1500x6000 mm 1800x6000 mm 2000x6000 mm STALHF Borgartúni 31 sími 27222 „EG FANN MIG í FLUGUNUM!” SEGIR CLAUDE Q'JIDORT BÝFLUGNABÓNDI flugnanet á höföi og hanska á höndum. Þaö var greinilegt að hann haföi lært sitthvað frá því hann hóf búskap því handtökin voru róleg og yfirveguö. Fyrst pumpaöi hann reyk inn í búiö. „Eg er að láta þær vita aö ég sé kominn,” sagði hann kankvís. En þegar hann sá hvaö viðmælandinn varð toginleitur útskýrði hann raun- verulegu ástæðuna. Flugumar skynja reykinn sem hættu og fyrstu viðbrögö þeirra eru að belgja sig út af hunangi því aö útivistin getur orðið löng. En um leið dregur úr árásargimi þeirra og röskunin verður minni í búinu. Eftir að hafa hinkraö stundarkom opnaði Claude kassann og tók upp eina of mörgum vaxplötum sem innihalda hunangiö. Smellt var af, síðan setti hann plötuna aftur ofán í kassann og lokaöi vandlega. Merkjamál „Sérðu þessar tvær?” spuröi Claude og benti á tvær flugur sem stóðu á brúninni við op kassans, börðu vængjum ört og sveifluðu aftur- endanum í sífellu. „Þær eru að gefa merki um að hættan sé liðin hjá. Þær gefa frá sér sérstaka lykt sem gefur burtf lognum flugum til kynna aö allt sé nú í lagi. Þessar þarna við opið eru „dyraverðir”, þær fylgjast með að engar utanaðkomandi býflugur geri sig heimakomnar í búinu þeirra. Að- eins „rétt” lyktandi fluga fær að fara inn.” Það var eins og hann þekkti hverja flugu persónulega og hann greindi frá öllu með þekkingu líf- fræðingsins og skarpskyggni fjár- bóndans. 1 samfélagi býflugnanna ríkir eins og kunnugt er ákaflega flókið en full- komið skipulag sem bæði virðist bygg jast á næmu lyktarskyni þeirra og ótrúlegrí getu í staðarákvörðun miðað við sól. I því sambandi nægir að minna á „býflugnadansinn” fræga en með honum gefa býflugurnar til kynna stærð, stefnu og f jarlægð blómabreiöu. I hverju búi ríkir ein frjó kvenfluga, drottningin, yfir hundruðum ófrjórra kvenflugna sem hefur sínu ákveðna hlutverki aö gegna, safna forða, búa til vaxhólf, hreinsa til, verja búið og svo frv. En hvað gera karlagreyin? Hlut- verk þessara fáu, sem eru í hverju búi, felst aðeins i einu: aö skemmta drottningunni. „Þær eru alveg ótrúlega iðnar, greyin. Sem dæmi um dugnaðinn í þeim má nefna aö talið er að til söfnunar á einu kílói hunangs leggi býflugan að baki um fjörutíu þúsund kilómetra eða eins og eina hnattferð! ” segir Claude og horfir hreykinn á flugurnar sínar þar sem þær iða i sólskininu. Fjallabeit Talið barst nú að skilyrðum til býflugnaræktar í Provence. „Þau verða víst að teljast nokkuð góð. Ovinir okkar býflugnabænda eru einkum tveir. Annars vegar þurrkur- inn hér á sumrum sem veldur því að stór hluti blómanna skrælnar og drepst um mitt sumar. Hins vegar er það eitrið sem bændur bera á akra sína í baráttunni við illgresið,” útskýrir Claude. Til að forðast sumarhitana fer hann með flugumar til fjaBa (Lágalpanna) og „beitir” þeim á fjallagróöurinn. Afrakstur slíkrar beitar mun vera sér- deilis ljúffengt hunang. Úr raftækni í flugur Þegar undirritaður renndi í hlað á dögunum lá vel á býflugnabóndanum því að þetta var fyrsti dagurinn í langan tima sem sást til sólar. „Þær Flugnamorgð. Iðandi vaxplötur með hunangi. Quidort vígalegur með tvær fallegar plötur. ættu þá að geta viðrað sig aðeins, greyin,” sagði hann og meinti bý- flugurnar. Það var augljóst að honum þótti vænt um býflugumar sínar og þess vegna lá beint við að spyrja manninn hvort hann hefði verið alinn upp við slíkar aðstæður. „Nei, blessaður vertu,” skellihló hann,” það er nú öðru nær. Ég er tæknifræðingur að mennt og starfaði um árabil í raf- eindaiðnaðinum. En mér fannst ég ekki finna mig í því starfi og var svona hálfpartinn að þreifa fyrir mér með ýmislegt annað. Svo gerðist það árið 1975 að hún móðir mín rauk til og keypti býflugnakassa og stillti honum í brekkuna hér fyrir neðan. Síðan keyptum við okkur bækur um þetta efni og fórum að lesa okkur til. Þannig stunduöum við býflugnaræktina í frístundum og smájukum við okkur allt fram til ársbyrjunar 1982. Þá sagði ég upp í verksmiðjunni og sneri mér alfarið að býflugnabúskapnum. Og sé ekkieftirþví.” Búsýsl Ymsir gætu haldiö að býflugnabú- skapur útheimti litla vinnu en Claude er fljótur aö leiðrétta þá fásinnu. Fylgjast þarf reglulega með þessum 300 kössum sem hann er með því að bæði veður og dýr geta gert þar usla, hagamýs eru til dæmis mestu sælkerar og hunangsunn- endur. Svo þarf að dytta að kössunum, fylgjast með hitastiginu í þeim og vaka á allan hátt yfir velferð og sálarró flugnanna. „Já, þær eru með sál og vita sínu viti,” fullyrðir Claude um leið og hann opnar einn kassanna undir kvíðnu augnaráöi undirritaðs. En bóndinn fullyrðir að allt sé í góöu lagi, flugurnar spakar og við vel varðir með „Þetta byrjaði nú ekki ýkja gæfu- lega hjá mér. I fyrsta skiptiö sem ég opnaöi kassa kom allt heila gerið á móti mér og þrátt fyrir að ég forðaði mér á hlaupum fékk ég einar tuttugu stungur í andlitið!” Sá sem svo segir frá heitir Claude Quidort og er bóndi, dálitið sérstakur bóndi þó því að þessi stóri og mikli maöur stundar búskap með fremur smágerðan búfénað: flugur. Claude þessi býr ásamt fjöl- skyldu sinni og foreldrum í snotru múrsteinshúsi skammt frá smábænum Pertuis í Provencehéraði miðju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.