Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR 7. JULl 1984. „Þarna var það ekki á valdi ijósmyndar- ans að stilla neinu upp," segir Gunnar. „Þetta gerðist úti i náttúrunni fyrir framan nefið á mér." Gunnar benti einnig á að kostur- inn við þessa mynd væri að i henni væri góður bakgrunnur. MYNDIN GETUR GEYMT DÝRMÆTUSTU MINNINGAR rabbað við Gunnar V. Andrésson, Ijósmyndara DV, ítilefni af sumarmyndakeppninni um hvernig góð mynd eigi að vera „Góð mynd er ekki tekin af neinni hendingu,” segir Gunnar V. Andrés- son, gamalreyndur ljósmyndari DV. „Það veröur að bera sig eftir hlutun- um. Myndin verður kannski ekki góð. Það þarf að vinna aö tökunni og þar er kannski það sem er skemmtilegt við ljósmyndun. Hún krefst töluverðrar út- sjónarsemi og smekkvísi. Ljós- myndarinn hefur það í hendi sér að ráða uppbyggingu og gæöa myndefnið lífi ef hann tekur áhugamálið alvar- lega.” — Eru einhverjar reglur sem þú getur gefið fólki ef það vill taka sóma- samlegar sumarmyndir? ,,Já, það eru fastar leikreglur í þessu sem öðru sem veröur að fara eftir. Það getur munaö öllu hvort mynd verður mynd eða ekki aö gæta þess að ljósnæmi filmunnar sé stillt inn á ljósmæli vélarinnar. Ljósmælirinn, ef vélin er meðmæli, segir hvaða ljósop á að nota. Eins verður fólk að gera sér grein fyrir hraöastillingu. Fókusinn er mikilvægur. Svo er það að nota hvern fersentímetra í glugga vélarinnar fyrir myndefnið og bera sig þannig að að aukaatriði lendi ekki inni á myndfletin- um. Oft sér maður það á myndum áhugamanna að myndefnið sjálft nýtur sín ekki vegna aukaatriða. Hver kannast ekki við mannamyndir þar sem maðurinn er eins og eldspýta í stórri mynd. Landslagsmyndir — Hvaö segirðu um landslagsmynd- ir? „Það gildir það sama um landslags- myndir og aörar myndir að vilji maður eiga minningar um ákveöið fjall til dæmis þá tengir maður þaö ferðalag- inu með því að hafa tjaldiö eða ferða- félagann í forgrunninum. Myndir áhugamanna eru mikið teknar í von um að þær verði góðar. Menn standa oft langt frá því sem þeir ætla að taka mynd af. Þaö er ríkjandi einkenni. I ljósmyndun kemur það fyrir að maður tekur af heppni mynd sem teng- ist einhverjum atburöi. Langflestar myndir eru þó teknar þannig að ljósmyndarinn hagræðir bæði sér og myndefninu.” — Manstu eftir einhverri skemmti- legri, hagræddri mynd? „Eg á til dæmis mjög líflega mynd af íslendingum á sólarströnd. Þar leikur fólk sér í öldurótinu. Þetta fólk var allt togað upp af sólbekkjum og úr varð kannski dálítið athyglisverð mynd. Skemmtileg skyndimynd sem ég hef tekið er graðhestamynd sem allir þekkja. Þar var það ekki á valdi ljós- myndarans að stilla neinu upp. Þetta gerðist úti í náttúrunni fýrir framan nefiðámér.” „Ef fólk skoðar myndir í blöðum þá sést að myndflöturinn er allur nýttur. Myndirnar í blöðunum eru líka yf irleitt notaðar eins og þær eru teknar. Það er ekki stækkað út úr þeim og þannig geta allir tekið myndir.” Myndavél og filmur Hvað um myndavél og filmu? Hefurðu einhverjar ráðleggingar til fólks um slíkt? „Eg er oft spurður þessarar spumingar og ég svara meö spurning- unni: „Hvað ætlarðu að eyða miklum peningum?” Á markaönum er ótelj- andi fjöldi véla á mismunandi verði. Ef maður kaupir ódýran hlut þá verða myndgæðin í hlutfalli við það. Eg hvet menn til að leggja út í dálítinn stofn- kostnaö við myndavélakaupin því hráefniskostnaðurinn, filmur og annað, er sá sami hvort sem vélin er ódýr eða dýr og ódýra vélin skilar minni gæðum. Það er engin skröksaga um myndina að hún getur geymt dýrmætustu minningar úr lífi hvers og eins. Til þess að hún verði minnisstæð og markverð þarf að vanda til myndatökunnar því hún verður aldrei endurtekin.” SGV Dæmi um að Gunnar hefur orðið að hagræða fyrir mynda- töku. „Þetta fólk var allt togað upp af sólbekkjum og úr varð kannski dálitið athyglisverð mynd, " segir hann. ...............m. Mynd af Gunnari. Þarna er farið nálægt og á myndfletinum er ekkert nema andlit hans. Galla við margar myndir af fólki segir Gunnar að ekki sé farið nógu nálægt og of mikið af aukaatriðum sé ímyndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.