Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 7. JULI1984. 5 við borgað skattana. Við áttum íbúö og leigðum hana. Þetta er ekki eins dýrt og erfitt og margir halda. öll ævintýri kosta að visu peninga en þau eru flest þeirra virði. Eg tel að almenningur ætti að gera meira af þessu.” „Fer í viku sumarfrí tii ömmu?" Hvað hyggst þú gera í sumarfríinu? „Ég er nýbúinn að kaupa mér aðra og stærri íbúð og sé mér því ekki fært að taka nema viku sumarfrí. Þá viku ætla ég að nota til að heimsækja ömmur minar í Isafirði og Súganda- firði.” Nokkurorð umeiginkonuna? „Eg kynntist Guðmundi Pálssyni þegar viö vorum á ferð saman á leiö á skíði. Hvert ferðinni var heitið man ég ekki en í þessari ferð byrjaði sem sagt ballið,” sagöi eiginkona Guðmundar E. Pálssonar, Sigrún Erla Hákonar- dóttir, í samtali við DV. Sigrún hefur verslunarpróf og starfar sem ritari á skrifstofum Eimskipafélag Islands. Einnig hefur hún fengist við nám í söng og hljóöfæraleik en hún vildi sem minnst gera úr því. „Guðmundur er mjög duglegur maður og elskulegur í alla staði. Hann hjálpar mér mikið við heimilisstörfin og það þarf ekki að dekstra hann til aö vaska upp. Það gerir hann þegjandi og hljóöalaust. Það hefur reyndar alltaf „Hún er ákveðin kona og veit hvað hún vill. Okkur hefur alltaf komið vel saman og mér er alltaf minnisstætt hvað presturinn sagði þegar hann gifti okkur fyrir 10 árum. Hann sagði að hjónabandið ætti að vera tveir sjálf- stæðir lúðrar sem gætu hljómað sama.” Ert þú að hætta í blakinu? „Ég veit það ekki. Ég á von á því að dingla með í haust en ég hef alltaf sagt þegar ég hef vorið spurður að þessu að ég myndi hætl a um leið og ég þyrfti að fara að berjast um sæti í Þróttar- liðinu. I framtiðinni ætla ég aö þjálfa. Það er mjög skemmtilegt og ég hef mikinn áhuga,” sagði Guðmundur Elías Pálsson. mætt mikið á því að við gætum unnið vel saman. Við höfum reynt að skilja og virða þaö sem hinn aöilinn er að gera hverju sinni og ég held að það haf i gengið bærilega.” Hvað var það sem fyrst vakti áhuga þinnáGuðmundi? „Eg tók strax eftir því þegar ég sá hann í fyrsta skipti að hann var mjög vel vaxinn. Herðabreiður var hann og niðurmjór frekar. Eg féll fyrir því meðal annars. Einnig því að hann virtist vera traustur, talaði ekki mikið en hlustaði á fólk þegar það var að tala. Hann var og er ekki einn af þeim sem alltaf eru að segja einhverja bölvaöa vitleysu,” sagði Sigrún Erla aölokum. -SK. ✓ Guðmundur Pálsson sagði að hann hefði nýverið heyrt talað um kaninurækt í útvarpinu og í f ramhaldi af þvi langaði hann til aö vita hvemig ætti að meðhöndla og matreiða kanínukjöt. Svar Guömundar Valtýssonar, matreiðslumanns á Aski: Kanínusmásteik Shasseur: 1 stk. kanína 1 stk. laukur 400 g kjörsveppir 3 dl hvítvín 2 dl koníak 1 dl tómatmauk 1/21 spönsk sósa (brún sterk sósa) Kaníuan hlutuð í bita og steikt i smjöri. Haldið heitri í skál. Laukurinn saxaður. 400 grömmin af kjörsveppunum látin krauma í smjörinu sem kanínan var steikt í. Hvítvininu og koníakinu hellt út í og soðiö niður. Spönsku sósunni og tómatmaukinu einnig blandað út i. Bætt með söxuðum estragon- blöðum. Sósan siðan sett yfir kaninuna og saxaðri steinselju stráð yfir. Fram borið með parísar- kartöflum og gljáðum gulrótum á- samt ostabrauði. -SK. „Var herðabreiður og vel vaxinn” — segir eiginkona Guðmundar E. Pálssonar, Sigrún Erla Hákonardóttir ©i David Bowie er i uppáhaldi hjá Guðmundi Pálssyni. FULLT NAFN: Guðmundur Elías Pálsson. HÆÐ OG ÞYNGD: 187 cm og 84 kg. BIFREIÐ: Volvo 244 árg. 1977. GÆLUNAFN: Fommi. UPPÁHALDSÍÞRÖTTAMAÐUR ÍS- LENSKUR: Jón Sigurðsson, körfuknattleiksmaður í KR. UPPÁHALDSlÞRÓTTAMAÐUR ERLENDUR: Sava, rússneskur blakmaður. MINNISSTÆÐASTI LEIKUR: Landsleikur gegn ítalíu sem við töp- uðum 0-3 (0-15,0-15,0-15). LÍKAR VERST í SAMBANDI VIÐ ÍÞRÓTTIR: Hvað mikill tími fer í þetta. UPPÁHALDSLEIKARI ÍSLENSK- UR: Gísli Halldórsson. UPPÁHALDSLEIKARI ERLEND- UR: Dustin Hoffman. UPPÁHALDSMATUR: Stór og góð nautastcik. UPPÁHALDSDRYKKUR: Vei sterkt kaffi án sykurs og mjólkur. BESTIVINUR: Eiginkonan. HVAÐ FER MEST í TAUGARNAR Á ÞÉR? Smyrja nestið mitt á morgnana. UPPÁHALDSBLAÐ: Norska tíma- ritið Vi menn. UPPAHALDSFÉLAG 1 ENSKU KNATTSPYRNUNNI: Man. Utd. UPPAHALDSSJÓNVARPSÞÁTT- UR: Fréttir. UPPAHALDSHLJÓMSVEIT: David Bowie. BESTIÞJÁLFARISEM ÞU HEFUR HAFT: Ni Fenggo frá Kína. HELSTI VEIKLFÍKI ÞINN: Hlé- drægni. HELSTIKOSTUR: Að geta þagað og hlustað. FRAMTÍÐARLEIKMENN Í BLAKI: Jón Árnason, Þróttl, og Marteinn Guðgeirsson i Þrótti, Nes- kaupstað. HVAÐA PERSÓNU LANGAR ÞIG MEST TIL AÐ HITTA? Lech Wal- esa. YRÐIR ÞU HELSTI RÁÐAMAÐUR ÞJÓÐARINNAR A MORGUN, HVERT YRÐI ÞITT FYRSTA VERK?: Að fella niður aiia álagn- ingu á íþróttavörum. ANNAÐ VERK?: Að hækka kaup kennara i þessu landi en það er skammarlega lágt. „Fomma" iangar mest tii að hitta Lech Walesa. •& Líkamsdýrkunin er viðurkenning á því að fallegt og heilbrigt útíit auki likurnar á þvi að vel gangi á vinnu- og hjónabandsmarkaðnum," segir danski fóiagsfræðingurinn Joi Bay. Líkaminn er kominn í tísku. A tímum óvissrar framtiöar hefur ungt fólk og miðaldra hellt sér út í likamsræktina. Þeim fjölgar sífellt sem sjást skokk- andi á götunum og geysileg fjölgun reiöhjóla sem hér varð fjrir nokkrum árum tengist þessari bylgju áreiöanlega líka. Krakkarnir ganga um i æfingagöllum og strigaskóm. Upphafiö má iíklega rekja til æsk- unnar. Unglingar áttunda áratugarins eru fyrir löngu búnir að snúa baki við flippkynslóðinni sem sökkti sér í vangaveltur og sýndi tísku og útliti hina mestu fýrirlitningu. I dag þykir þaö fint að stunda líkamsrækt og bera það á torg hversu vel maður líti út á götunni, ballinu eða íþróttavellinum. Það fer geysilega mikil orka og tími í líkamsmenninguna. Draumurinn um heilbrigðan og hraustan líkama hefur breiðst út til annarra aldurshópa en hinna yngstu. Miöaldra fólk (það sem m.a., reykti hassið og barði bongó- trommumar) fer í langhlaup og lifir á grænmeti. „Dýrkun likamans hefur um margra ára skeið verið illa séð á þeim grund- velli að hún sýndi að maður væri fórnarlamb auglýsingaiðnaöarins og að maður væri afturhaldssamur í viðhorfum til jafnréttis kynjanna,” segir Joi Bay sem hefur skrifað bók um þjóðfélagsfræði æskunnar. „I æskuuppreisnunum var lögö mikil áhersla á að leyna kynferðislegri út- geislun likamans. Það var menning sem lagöi áherslu á rökhyggju, horfði fram hjá likamanum og þar sem konur og menn gátu í mestaJagi talað sig upp í rúmið hvort hjá öðru. Það var menning sem nú er gjaldþrota því hún horfði fram hjá mikilvægri vídd í til- verunni,” segir Joi Bay. Bókin og líkaminn Á hinum glaöværu uppgangstimum var bókleg iðja leið til að njóta virðing- ar í þjóöfélaginu. Það var rökleg aðferð til að fá heitustu framtíðar- drauma sína uppfyllta. Á erfiðum krepputímum er ekki hægt aö lesa aig til virðingar. Joi Bay segir að ungt fólk setji spurningar- merki við notkun á höfðinu. „Það vakti upp ramakvein þegar rannsókn, sem danska forlagið Gyldendal lét gera, sýndi að ungt fólk er næstum því hætt. að kaupa bækur. Talaö var um þá sem hefðu fleygt frá sér bókinni og hópforheimskun næstu kynslóðar. En ég hef ekki svo miklar áhyggjur af þeim sem hafa fleygt bókinni. Það er jákvætt að ungt fólk taki ekki viðhorf foreldranna hrá. Unga fólkið á að þróa eigin hugmynda- flug og eigin tjáningarmáta. Þaö hafa allir þörf til að tjá sig í einhverju öðru en málinu. Fullorðnir geta tjáð sig á vinnunni, með heimilinu og bílnum eða vel snyrtum garði. Unga fólkið hefur ekkert nema eigin líkama. Þaö veit tískuiðnaöurinn. En unga fólkið er ekki aögeröarlaus fórnarlömb tískuiðnaðarins. Líkaminn er færður í búning eftir einstaklingsbundinni þörf og löngunum. Líkamstjáning Pönkararnir og vel snyrtir íþrótta- iökendur eru tvær mismunandi tjáningaraðferðir á sigurgöngu lík- amsmenningarinnar. Báðir nota lík- amann til að sýna hverjir þeir eru. En draumamir og fyrirmyndirnar eru ólikar. Þegar pönkaramir mála sig í framan og ganga um i þrælslitnum frökkum tjá þeir löngun í frelsi eins og til dæmis bóhemarnir, flakkari eða slæpingi. Það eru gamalreynd hlut- verk sem sýna vantraust á samfélag- inu. Pönkið gefur pönkuranum eigin tjáningarform,” segir Joi Bay. „Annað ungt fólk spreytir sig á hlut- verkinu: ungur, fallegur og ríkur. Það kaupir dýr föt og notar geysilegan tima til að þjálfa líkamann. Dýröin er síðan sýnd um helgar á diskótekum og íþróttamiðstöðvum. Þetta er draumur um f relsi sem er t jáður af sannfæringu og með riku hugmyndaflugi. Á vissan hátt má líta á iikams- menninguna sem aölögun aö þeim gildum sem ber hæst í dag. Viðurkenning á því að fallegt og heil- brigt útlit geti aukiö möguleikana á vinnu og hjónabandsmarkaðinum. En það er líka alveg eins hægt að skýra þessa dýrkun likamans sem mótmæli gegn kynslóöinni sem fórnaöi lík- amanum fyrir höfuöið. Líkamsmenningin er gárur á yfir- borðinu. Það eru auövitað allt aðrar efnahagslegar ástæður sem ákvarða framtíð unga fólksins. En áhuginn á líkamanum getur veitt okkur aukinn skilning á sambandinu milli sálar og líkama. Áhuginn sýnir ef til vill andóf • gegn skóla og vinnumarkaði sem eyði- leggur ánægjuna af likamanum. Líkamsmenningin gefur okkur nýja vídd í tilveruna. Hún bendir á ánægj- una sem hafa má af heilbrigði og vellíðan. Eilíf æska Áður höfðu karlmenn einungis áhuga á útlitinu þangað til þeir voru búnir að f inna sér nýja móður í mynd eiginkonunnar. Þá óx maginn og minna var hugsað um fötin. I dag verða allir að reikna með því að þurfa kannski að leita fyrir sér aftur á hjúskaparmarkaðnum. Þá verður likaminn að vera í lagi. Líkams- menning mic .ldra fólks er tjáning á leitinni að . ilífri æsku. Æskan er í dag það sem . ilv kynslóöir dreymir um. Fólk á erfitt meö að sjá eitthvað jákvætt í þroska og reynslu. Fulloröna f ólkið gengur í barndóm. Æ fleiri fullorðnir taka upp lifnaðar- hætti sem líkjast lifnaðarháttum unga fólksins. Þeir fara í endur- menntun eða lifa einlífi. Kannski grillir í daginn þegar hugtakiö æska verður ekki lengur til. Þetta má sjá í tískunni. Það stefnir í sameiginlega tísku fyrir böm, ungt fólk og uppkomið. I auglýsingunum má gjamari sjá fleiri kynslóöir en eina í sama íþróttalega frístunda- fatnaðinum.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.