Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR 7. JULI1984. Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur MJÖG ER SKAMMT FRÁ LIST TIL LEIRS 88. þáttur Hörður Haraldsson skrifar þættinum langt og skilmerkilegt bréf. Hann vill íáta vísu Sigurðar Norlands byrja svo: „Þurfti loft og þráði loft.” Þarna er ég honum ekki sammála, — ég hef alltaf heyrt fyrstu ljóölínuna: „Þráöi loft og þurfti loft.” Seint verður úr því skorið, hvor okkar hefur rétt fyrir sér. En Hörður kemur nokkrum vísum á fram- færi, fyrst eru árstíðavísur: Haustar að og hrímgast lauf, himins opnast gáttin. Fölna strá í klettaklauf, köld er norðanáttin. Eykst nú mœða mjiig um sinn, mjöllu klœðist jörðin. Vindur glæðisl, víst ég finn vetur nœða um skörðin. Komið er alll á kaf i snjó, krakkar fara á skíði. Ar og læki, lind og mó leggur velrarhýði. Létt um móa la-kur niðar, leysir snjóa, úli erþraut. Vellir spói, vindur kliðar, vetrar hró er flúið hraut. Og Hörður kveður: Sigur að lokum víst mun vís, en vit og ráðin þrotna, þvíendileysu eftir ,,sís" ekki er hœgt að botna. Guðrún Brynjúlfsdóttir gaf út ljóöabók, er hún nefnir „Ýlustrá”. Þar í eru þessar vísur: Elsku Þóra, ást og traust alla þína skreyti vegi. Vetur, sumar, vor og haust vonirþinar rœtast megi. Lifðu heil við Ijós og yt, lífsins heilla gnóttir. Stattu afþér storma og él, Stella Halldórsdóttir. RÁÐAGERÐl Gott var a‘ að gista hér góðu hjá henni Sveinu. Síðast hefði hún synjað mér sœtabrauðs og kleinu. Sá, erþunga byrði bar, brákað þrek og meinin, kœrast var að koma þar, hvíla lúin beinin. HNÍFILYRÐI IAfs á sjóþitt fríða fley flýtur engu betur, við náungann þó segir svei, sem þú hjálpað getur. ÆSKAN OG LÍFSINS LEII) Erfið er mín lífsins leið, löngum nœrri grandi. Sagt er að ei sé gatan greið að guðdóms tignarlandi. Vilhjálmur Hinrik Ivarsson, Merkinesi Höfn- um í Gullbringusýslu, er 85 ára, en lætur það ekki aftra sér og skrifar mér langt og fróölegt bréf. Ekki get ég birt allan þann fróðleik, sem bréfið hefur aö geyma í þessum þætti, en tek fyrir þaö, sem hendi er næst. Vonandi gefst mér tími og rúm síðar til þess að gera bréfi hans betri skil. Vilhjálmur segir kveikjuna aö skrifum sinum vera, að í DV 21. jan. sé spurzt fyrir um vísuna „Allt bar að í einu þar”. Og Vilhjálmur segir orðrétt: Byrjunin er brengluð og ofrímuð, nema prentvilla sé. öll er vísan svona rétt. Margt bar að í einu þar, opnuðust kviðarríkin; Konan fœddi, kýrin bar, kötturinn gaut og tíkin. Og höfundurinn var Magnús Teitsson, Brún á Stokkseyri. Ég mun síðar birta meira úr bréfi Vilhjálms, þótt það sé í rauninni að miklu leyti þáttur af Magnúsi Teitssyni. Hermann Daníelsson, Langholtsvegi 80, sendirþessa vísu: Nú er klíku- og kjaftaöld, kreppur þjóðir pína. Kaninn er að krœkja í völd með kjarnorkuna sína. Hermann segist hafa unnið sem gervismiöur með faglærðum mönnum og lítils metinn af þeim, sem „bréfin” höföu. Hann kvað: Góð er sérhver stétt sem slík, en stolt er engin hefðarflík. Rík er okkar Reykjavík af ranglœti og pólitík. Rætt var um galla náungans, og sagðist þá einn í hópnum engan galla hafa. Þá kvað Hermann: Hann sem varta vamm sér vann, vanda allan brýtur. Engan galla hefur hann, hann er mjallahvítur. Hermann yrkir „að gefnu tilefni”: Þrekið bresta þig ég fann, það of skammtþú treinir. Það er bezt að þekkja mann, þegar mest á reynir. Guðrún Benónýsdóttir á Hvammstanga kvað: Sífellt mœtir sorgin mér, samt ei grœt né kvarta. Henni sœti œtlað er innst við rœtur hjarta. Haraldur Hjálmarsson kvað: Byrðar lífsins ber ég hátt, brattan stika halla. Reyni að sýna með því mátt, meðan ég er að falla. Helgi Hóseasson trésmiður sendi mér nýlega nokkrar vísur eftir Pétur Jóhannesson frá Litla- Bakka í Miðfirði. Hér fara nokkrar þeirra á eftir: Lygin gruggar hreinan hug, hryggð en gott ei vekur, varpar skugga á dáð og dug, drengskap brottu hrekur. Deyja lömb á bóndans bœ. Breiðist snjór um keldur. Frost og hríð um miöjan maí miklu tjóni veldur. Guð mun stjórna alheims víðu veldi. Víkjum nú í trú og bœn til hans með að forða oss frá ís og eldi, yfirgangi og kúgun valdhafans. (Kveðið undir Danastjórn) Loki Laufeyjarson segir, að frænka sín, Mar- grét að nafni, hafi skorað á sig að semja nokkra fyrriparta, sem hún ætlaöi að nota á skemmtun Allaballa. Þar átti að veita verðlaun eða viður- kenningu fyrir bezta botninn. Loki segist eiga mjög erfitt að yrkja eftir pöntun, en þó hafi hann látið til leiðast. Að því loknu kvað Loki: Það er afar erfitt mér að yrkja samkvœmt boði. Ennþá nauðgar Magga mér manni smám i roði. Á öldurhúsi fyrir nokkru vék sér að mér maður og kvað svo til mín: Skúli minn. ískorti vísna skenki ég þér upphaf á einni, sem ég orti býsna ölvaður á drykkjukrá. Og síðar bætti hann við: Sótti að mér sorti fýsna, samvizkan var lögzt í dá. ------000------- Hér koma botnar frá Valdimar Lárussyni: Margt er það, sem léttir lund, litið sé til baka. Eftir margan meyjarfund mátti ég sprettinn taka. Eftir ernú aðeins hrat, er ég lít á kroppinn. Ósköp slitinn, gat við gat, gegnum kaldur, loppinn. Eldinn forðast barnið brennt, af bitru oft má lœra, þótt margan hafi manninn hent að monta sig og stœra. Haraldur Jónsson, Nesbala 21, botnar: Að mœta Evu í aldingarði allir normal karlarþrá. En freistinguna fyrr en varði forboðnu hún sýnirþá. Ennþá drekk ég, enda þótt eftirköstin þekki: að timburmaður tekur fljótt til við sína hrekki. J.E. (JónErlendsson) sendir botna: Margt erþað, sem léttir lund, litið sé til baka. Sértu i nœði stutta stund, streitan nœr ei þjaka. Við örlögunum enginn má. Allter beztíhófi. Ærlegur þar hangir hjá hylltum listaþjófi. Friðrik Sigfússon sendir enn botna. Eldinn forðast barnið brennt af bitru má oft lcera. En ýmsum verður aldrei kennt öðrum ráð að fvera. Margt erþað, sem léttir lund, litið sé til baka. Við áttum marga unaðsstund og oft þá fœddist staka. Eða: Og víst í huga er vinafund vert að endurtaka. Ekki dugar úldin skreið útflytjendum lengur. Ef ekki finnst nú önnur leið illa kerfið gengur. Brandur, Vestur-Islendingurinn, segir: Náungi nokkur var mikill matmaöur, samt var hann grindhoraður: Eftir er nú aðeins hrat, er ég lít á kroppinn. Enginn hefur meiri mat misst ofan í koppinn. Helztu fréttir héðan, segir Brandur, eru þær, að forsætisráðherrann okkar beiddi upp þann 29. febr. og fylgifiskar hans eru eins stefnulausir og hálshöggnir hanar: Þegar róðurþgngjast fer, þegna hljóða setur. Vegamóðir vingla ’ á sker vegna þjóðin brengluð er. Brandur segir: Þann 17. desember birtir þú vísuna „Helgarvísnahöfundurinn” og segir svo: Mjög er skammt frá list til leirs. Lttt má við þvígera; yrkingar hans Aðalgeirs um það vitni bera. Eg breyti þessu agnarögn, segir Brandur: Svo er skammt frá list til leirs, að liggur við menn skitni; yrkingar hans Aðalgeirs um það bera vitni. Hörður Haraldsson botnar: Margt erþað, sem léttir lund, litið sé til baka. Oft var glatt á góðri stund, gott að njóta og vaka. Endileysu i óðarskrá ei kann rímið fela. Bull og dellu botna má, bjóðist vín á pela. Eftir er nú aðeins hrat, er ég lít á kroppinn. Allri vökvun, öllum mat celi ég i koppinn. Eldinn forðast barnið brennt, afbitru oft má lœra. Oft er svikul sumra mennt, sálina þarf að nœra. Heilum vagni heim að aka held ég gagni öllum bezt. Höldar fagna, fangbrögð taka, frískir bragnar geta flest. Bragð er að þá barnið finnur, betra satt en logið er. Hik er tap, en vogun vinnur, vondir Ijúga og bjarga sér. Ekki dugar úldin skreið útflytjendum lengur. Eflaust bjargar oss frá neyð aukinn loðnufengur. Okkar stand er allt í hönk, aukast vandamálin. Stjórnin fjandi fávís, blönk, fúl og andlaus sálin. Sýndu andans þol og þrótt, þó á bátinn gefi. Löngum hef ég sjóinn sótt, sjaldan guggnað hefi. Að mceta Evu í aldingarði allir ,,normal" karlar þrá. Adam forðum frekar starði, fáklcedd var hún Eva þá. Ennþá drekk ég, enda þótt eftirköstin þekki. En þó ég eina þjóri nótt, þreytast mun ég ekki. Eins og lesendur sjá, er Höröur mjög vel hag- mæltur og hugmyndaríkur. Þess vegna kom mér það mjög á óvart, að sumar vísur hans eru rangt stuðlaðar. Þeim ýmist sleppi ég eöa laga, þar sem aðeins þarf að hnika til oröum, svo að rétt sé stuðlað. Þetta bið ég Hörð að taka til at- hugunar, því að lítið vantar á aö hann sé full- numa í braglistinni. Og svo koma nýir fyrripartar. Soffía Jóhannesdóttir, Blönduósi: Hef ég staðið ströngu í, striðað allan daginn. Haraldur Jónsson: Gleðja mundi göfgan hal gcefustundir eiga. Haraldur Guðbergsson: Þótt við gluggann þjóti enn, þýðan óm ég greini. Og „sís”: Syfja tekur mœddan mig, mál er að fara ’ í háttinn. Ekkimeiraaðsinni. Skúli Ben. Helgarvísur, pósthólf 66, 220 Hafnarfjörður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.