Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 7. JUL! 1984. 15 Quidort fjölskyldan. Síðasta ár seldust birgðimar upp en í ár komum við til meö að ná endum saman,” segir frúin með viðskiptasvip á andlitinu. Hverjir skyldu nú versla hjá henni? „Það eru mest stúdentar og ferða- menn, sérstaklega Þjóðverjar. Þeir eru óskaplegir hunangsmenn og skemmtilega fróðir um þau mál. Svo koma nokkrar ungar mæður til mín reglulega og versla ofan i ungana sína,” segir frúin og brosir. Fleira er það sem býflugurnar gefa af sér en hunangiö. Ur vaxinu má gera hin snotrustu kerti og svo safna býflugumar líka blómtrævlum. Þeim er safnað á þann hátt að fíngert net er strengt fyrir inngönguopiö í búið. Möskvástærð netsins er hæfileg til aö flugumar verða að troða sér í gegn til að komast inn en um leið missa þær blómfrævlaköggulinn sem þær bera á afturlöppunum. Köggullinn rúllar síðan sallarólega ofan í til þess gerðan bakka þar sem Claude hirðir hann. Það er sumsé hugsaö fyrir öllu á bænum þeim. i/ ■■ áJÍC 'M?'*’*<* Quidort býr sig undirað opna kassa. Síðari hluta sumarsins tekur hann þær af fjalli og sleppir þeim á lavanderakra nágrannanna gegn greiðslu í formi hunangs. Aöra hluta ársins ganga (fljúga) flugumar sjálf- ala í grenndinni eða nærast á sírópi sem þeim er gefið í kassana. „Til allrar hamingju eru nágrannamir famir að eitra minna en áður. Annars hefur eitrið engin áhrif á gæði hunangs- ins því að býflugurnar koma ekki nálægt eitruðum eða ábomum blómum. En ef þær asnast til þess kostar það þær lífiö. Þefnæmi þeirra er slíkt að maöur getur verið viss um að hunangið er hundrað prósent náttúr- legt, ” heldur bóndinn áfram. Vinnslan Claude er greinilega mikiö metnaðarmál að vanda til fram- leiöslunnar. Hann er búinn aö koma sér upp myndarlegum tækjakosti til aö vinna og hreinsa hunangið. Það má því segja að hann fylgi því eftir frá flugu til kmkku. Fyrsta skrefiö er náttúrlega að tæla flugurnar út úr búinu. Það gerir hann meö því að taka drottninguna og setja hana yfir í annan kassa þar sem fyrir eru vaxplötur sem fyllast siuilu hunangi. Og eins og löghlýðnir borgarar fylgja hinar flugumar hátigninni yfir í nýja kassann. Claude tekur síöan kassann, sem tæmdur er af flugum en fullur af hunangi og fer með hann inn í vinnslu- salinn. Þar tekur hann plöturnar hlaðnar hunangi strýkur vaxlagið af hliðunum í burtu í því skyni að opna vaxhólfin og setur síðan plötuna ofan í e.k. skilvindu. Plötunum er síðan snúið i skilvindu þessari á ógnarhraða þar til allt hunangið hefir þeyst úr vax- hólfunum og safnast í botn skil- vindunnar. Þvi næst er hunangið margsiað i fíngerðum síum til að losna við aðskotahluti, eins og vax, dauöar flugur, vængi og fætur. Hunangiö er síaö aftur og aftur þar til fullvíst þykir að þaö sé orðið hreint. Þannig fer hunangiö í kmkkurnar hjá þeim, svo að segja eins og það kemur af flugunni. Um glært hunang og matt „Það virðist vera nokkuð algengur misskilningur að við býflugnabændur blöndum sykri í hunangið til að drýgja framleiðsiuna. En það er alger firra, það er einfaldlega ekki hægt því að ef sykri eða sírópi er blandað saman við hunangið fer það að gerjast og það eyðileggst,” segir Claude og er nú mikiö niðri fyrir. „Býflugnabóndi, sem gerir slíkt, er bara sjálfum sér verstur.” En hver er þá munurinn á möttu hunangi og glæm? „Það er von þú spyrjir,” segir bóndinn og glottir, „annar hver viðskiptavinur spyr okkur þessarar spurningar. Sjáðu til, nýtt hunang er alltaf glært, hvert svo sem blómiö er. Þannig kemur þaö úr þrjátíu og fimm stiga heitu búinu. Þegar búið er að setja það í kmkku smástorknar það og eftir nokkrar vikur er þaö orðið matt. En þaö skiptir engu máli upp á bragðið að gera, það helst alveg óbreytt. ” Stór hópur kaupenda kýs þó fremur glæra hunangið og til aö þjóna smekk þeirra tekur Claude storknað hunang og hitar þaö aftur upp í 35 gráður en viö það verður hunangiö aftur glært. En aöeins einu sinni því að aö sögn Claude er margupphitað hunang bæði næringarlítið og bragðlaust. Þjóðverjar bestir Það er ekki nóg að koma hunanginu i kmkkur heldur verður lika að selja það. Þess vegna fer frú Quidort fjórum sinnum í viku til Aix- en-Provence og selur hunangiö sitt á útimarkaðnum þar. „Við seljum alla okkar framleiðslu á markaðnum í Aix. Þetta er smátt og knátt Það er óhætt að segja að Quidort fjölskyldan stundi býflugnaræktina af mikilli alúð enda er afkoman undir því komin að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Svo er alltaf ákveðinn dularblær í kringum þessi dýr. Vitaö er til að menn hafi stundað býflugnarækt allt frá timumFornegyptaog allt til þessa dags veldur býflugan manninum heila- brotum. Nýlega voru býflugur t.d. sendar út í geiminn með geimskutlunni Challenger í því skyni aö kanna við- brögð þeirra við þyngdarleysinu. Og vísindamönnum til mikillar furðu byggðu þær kúpuna sína eins og ekkert hefði ískorist. Gamla islenska máltækiö um þann smáa og knáa á því einkar vel við um flugfénað Claude Quidort. Það veit hann manna best þótt hann kunni ekki staktoröiíslensku. En borðar maðurinn hunang sjálfur? „Já, já, blessaður vertu, tvö kíló á mánuði,” sagði þessi höfðingi að lokum þar sem hann stóð í hlað- inu íklæddur hvítum samfestingi með breitt, svart leðurbelti um sig miðjan og ljónshöfuð á sylgjunni. Alxí júni, Friðrik Rafnsson. Þýskunám í Þýskalandi! Skrautfjöður í Hfshattinn ÞýskunámskeiÖ á öiium stigum. Kennt er i litlum hópum, mest 10 nemendur. Skólinn stendur i skemmtiiegu haiiarumhverfi. Nú námskeiö i hverjum mánuöi. Auk þess er haldiö sumarnámskeið i Konstanz-háskóla. Skrifiö og biðjið um upplýsinga- bœkling. Humboldt-lnstitut Schloss Ratzenried, D-7989 Argenbuhl. ■ Simi 9049 7522- 3041. Telex 732651 humbo d. er Lesið úr skrift, lófa, talnalogy og lögð Tarotspil Tek að mér að lesa úr skrift með aðstoð handritunargreiningar (Graphoanalysis based on Graphology). { Hef stúderað þetta meira og minna í 12 ár og skrifast á við skóla í Illinois í Bandaríkjunum sem greint hefur skrift mína og meðal annars mælt með hæfni minni á þessu sviði. Tilvalið fyrir atvinnurekendur við manna- ráðningar, skóla, varðandi inntökur og út- skriftir, úrskurði varðandi skjala-, ávísana- eða hvers konar falsani og fyrir ýmsar stofnanir og félagasamtök sem þurfa að úr- skurða geðheilsu eða grafast fyrir um vanda- mál ýmiskonar. Einnig mjög áhugavert fyrir fólk almennt sem vill athuga persónuleika og hæfileika, leynda og ljósa, tilhneigingar og fá ráðleggingar til að breyta og bæta því sem við verður komið og tilsögn til að geta greint gróf- lega skriftir nákominna og þar sem það gæti komið að gagni í lifinu. Einnig les ég úr líkamanum og þá aðallega úr lófiun o. fl. er því tengist og ráðlegg varðandi svæðameðferð ef með þarf hjá við- komandi (zone-terapy). Ég styðst aðallega við speki Cheiros varðandi lófalestur og nota einnig numerology hans, meðal annars til að lesa úr nöfnum og fæðingardögum til að finna persónuleikatölur, lífstölur o. fl. Þá legg ég fyrir fólk Tarot-spáspil, hinar ýmsu spár eftir samkomulagi. Hringió og meldið ykkur tíma í síma 31811 eða skrifið: MYNDMÁL Austurbrún 2 2. hæð nr. 3, Rvík. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA. ------------ f%«ll Splendo Pilluna á rúðusprautuna Hún er óbrigðult meðal við óhreinum framrúðum! Olíufélagið hf Splendo pillan fæst á bensínsfcöðvum ESSO AUGLÝSINGASTOFA KRISTÍNAR HF 15.62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.