Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Síða 19
Sérstæð sakamál ?.,v ♦.Tr. v’ /V, Wi'QTiA 1 ,'if; DV. LAUGARDAGUR 7. JULl 1984. báöir karlmennimir virtust vera ráö- settir og komnir vel yfir miöjan aldur. Stúlkan sem var meö öörum þeirra var miklu yngri og hann taldi hana vera dóttur mannsins. Aðkoma Becker var nú raunar innan viö hálf- tíma aö aka til Saarbuecken til aö ná í eiginkonu sína og snúa aftur á sama staö. Þegar hann kom uppgötvaöi hann sér til furðu aö viðskiptavinirnir voru horfnir. Hann haföi ekki rukkað þá fyr- irfram enda er siður í krám sem þess- um aö borga fyrir sig þegar þeir fara. Hann taldi sig því hafa veriö svikinn um andviröi þriggja bjóra. Þrátt fyrir þaö gekk hann að borðinu og þar sá hann aö borgunin lá á borðinu við hliö- ina á b jórkollunum. Becker og kona hans komu inn um bakdyrnar og fóru um ganginn mjóa milli eldhúss og baöherbergis. Hann heyrði konu sína þusa fyrir aftan sig þar sem hún haföi staönæmst viö. Það virtust vera einhver óhreinindi á gólf- inu. Þar sem þau höfðu ekki kveikt ljós þegar þau komu inn sá hún ekki hvað þaðvar. Þegar Becker kom aftur til hennar eftir aö hafa náö í peninginn hjá glösiuium kveikti hann. Hann sá sér til ótía og furðu að það voru bióöpoliar á gólfinu. Þau hjónin voru skelfingu lostin og rugluð. Þau gátu ekki ímyndað sér hvaö gat hafa gerst og héldu helst að þarna hefði orðið hræðilegt slys. Þau hlupu um staöinn og frú Becker var svo óheppin að opna hurðina inn í eld- hús. Þar sá hún stúlku liggjandi á gólfinu i blóði sínu. Becker kom hlaupandi og leit á stúlkuna. Hann tók klút og hugöist stilla bióörás hennar en gafst fljótlega upp á því þar sem stúlkan var greini- legalátin. Stungin Hann var nær frávita af hræöslu og öskraöi á konu sína aö kalla á hjálp frá lögreglu. Eins og er á mörgum stöðum annars staöar í Evrópu er Saabruecken og umhverfi með eitt neyöamúmer þar sem hægt er að hringja á sjúkrabíl, lögreglu og slökkviliö. Frú Becker sagði samhengislaust í símann frá því sem haföi gerst.Sjúkrabíll og lögregla komu á staöinn innan fárra mínútna. Einn lögreglumannanna leit á líkið og annar kallaöi á stöðina aö þarna virtist sem framiö heföi verið morö. Þeir sem voru á vakt á morö- deildinni lögöu samstundis af staö. Stjómandi var Klaus Frieden, stór- skorinn maöur, sem trúöi mjög á þaö aö maður gæti annaðhvort gert hluti hratt eöa vel, ekki hvort tveggja. Aöstoöarmaður hans var Peter Leinauer, yngri maöur og því ákaf- lyndari. Hann var þó ekki fyrir að flana aö neinu heldur. I hópnum voru auk þeirra einn lögreglumaöur og lög- reglulæknir. Það reyndi ekki mikið á hæfni læknisins þegar ákvarða átti hvaö hafði gerst og hvað haföi valdið dauöa stúlkunnar. Hann sagöi að stúlkan heföi verið stungin þrisvar í hálsinn meö fremur mjóum hnífi. Hún hafði dáiö af blóðmissinum nokkrum mínútum eftir það. Hún haföi dáiö næstu klukkustund á undan eða svo. Þegar foringinn var búinn aö hlusta á skýrslu hans sneri hann sér aö Beckers hjónunum og bjóst við aö þau hefðu verið vitni eða áhorfendur aö því sem gerst hafði. Hann var meira en lítið undrandi begar hann komst aö því aö hvorugt þeirra haföi veriö viðstatt þegar atburöirnir höföu átt sér staö. Frú Becker haföi ekki hugmynd um máliö á nokkurn hátt og herra Becker gat einungis hjálpaö þeim við aö ákvaröa hvenær dauöa stúlkunnar hefði borið að. Hann gat ekki einu sinni gefiö sæmilega lýsingu á mönnunum sem höföu verið meö stúlkunni á bamum þegar hann fór. Fólkið „Þeir voru báðir á svipuðum aldri,” sagöi hann. „Þeir voru milli fimmtugs og sextugs. Sá sem hún var með var lágvaxinn, frekar laglegur meö grátt hár og fremur vel klæddur. Hann og stúlkan komu inn um níuleytið. Þau sátu við borö þama viö vegginn. Hinn náunginn kom inn um þaö bil hálfum tíma síðar. Hann var há- vaxnari og ekki meö svona mikið grátt hár og ef til vill ögn yngri. Hann sat við næsta borö en ég held aö hann hafi ekki þekkt þetta fólk. Hann talaði að minnsta kosti ekki við það.” . „Voru þau eina fólkiö á staðnum?” ■spuröi foringinn og: „Eru viöskiptin alltaf svona léleg hjá þér?” Becker hristi höfuðið. „Þetta var bara lélegt kvöld,” svaraöi hann. „Þaö hafði veriö slatti af fólki fyrr um kvöldið en þaö var fariö.” „Fór þaö áöur en maöurinn og stúlkan komu? Þekktirðu manninn og stúlíuna?” „Eg veit ekki hvert þetta fólk var en ég þekkti fólkiö sem var á undan. Þaö fór út rétt eftir að þetta fólk var komiö.” „Er ekki óvenjulegt að þú fáir ókunnugt fólk á krána þína?” spurði foringinn. „Eg hélt að maður þekkti næstum alia í svona litlum plássum.” „Eg þekki flesta,” svaraöi Becker. Lögreglan fór nú aö reyna að hafa upp á fólkinu sem Becker þekkti og sem hafði verið á kránni fyrr um kvöldið. Einnig var leitað aö fingra- förum á allri kránni. Lögregluforing- inn velti fyrir sér hvernig samband þessa fólks sem á kránni haföi síöast veriö gat verið háttaö. Stúlkan gat ekki verið mikiö yfir tvítugt að áliti læknisins. Haföi maöurinn sem hún var með verið faðir hennar? Haföi hann myrt hana? Var hann ef til vill bálreiður yfir hegðan hennar og haföi misststjórnásér? Vangaveltur Þetta virtist ekki líkleg skýring. Reiður faöir heföi getað lamiö dóttur sína eða jafnvel slegiö hana meö bjór- kollu í höfuöiö en aö stinga hana meö hnífi!!? Hvemig hnífur haföi þetta verið? Eftir lýsingum að dæma virtist þetta vera fjaðurhnífur sem hægt var aö skjóta út úr skaftinu með einu hand- taki. Þetta var ekki hnífur af því tæi sem menn á sextugsaldri ganga meö í vasanum og nota þegar þeir spjalla við dætursínar. Hvaö meö seinni manninn? Tengdist hann þessu máli á einhvem hátt eöa haföi hann einungis verið vitni og síðan stungið af til þess að sleppa við aö blandast inn í morömál? Þaö var auðvitað mögulegt aö hann heföi lokið viö bjórinn sinn og heföi farið áður en til átakanna kom. Einn möguleiki í viöbót var aö hann hefði líka veriö stunginn og heföi tekist að komast út úr kránni þrátt fyrir þaö. Þessar hugsanir fóru um huga lög- reglumannsins á meöan hann skoöaöi1 krána. Fljótlega kom í ljós aö lítið var byggjandi á fingraförum sem tókst aö finna í kránni. Rannsókn á blóðinu. leiddi þaö í ljós að stúlkan hafði aö öllum líkindum veriö stungin viö borðið þar sem hún sat, á klósettinu og í eldhúsinu. Rannsóknir stóöu enn yfir þegar lögreglumaöur kom sem tekist haföi að fá upplýsingar um hver konan var frá fólki sem haföi setið á kránni fyrr um kvöldið. „Hún heitir Annemarie Schenk,” sagöi hann. „Hún var tvítug. Fólkið sagöi aö hún heföi komið hingað frá Klarental og maðurinn meö henni. Þeir segja aö hún sé fræg á þeim slóð- um og uppnefnd Lolita. Hún viröist hafa gert það aö sér- grein sinni að taka eldri menn á löpp, sagöi lögreglumaðurinn. „Hún á aö hafa eyðilagt flest hjónabönd í Klaren- thaL Líklega ýkjur en þær gefa samt góða hugmynd um hvemig hún hefur veriö.” Vergjörn Það geröi þaö svo sannarlega en því miöur virtist vera of mikill sann- leikur í þeim orörómi sem um hana gekk. Lögregluforinginn taldi aö eina sem fyrir lægi í málinu væri aö komast aö því hver hefði verið elsk- hugi hennar fyrir moröiö eða sá sem hún heföi síðast vísað á bug. Hann sendi hóp óeinkennisklæddra lögreglu- manna til Klarenthal daginn eftir til aö komast aö því með hverjum Annemarie heföi veriö síðast. Þeir komu meö langan lista til baka og þá vitneskju aö víðar þyrfti að leita en bara í KlarenthaL Hún hafði fariö töluvert um í leit sinni að elskhugum. Listinn yfir elskhuga hennar, eöa eftir vill frekar fómarlömb, var ákaf- lega langur. Hún hafði byrjaö fimmtán ára gömul aö taka fulloröna menn á löpp og þaö var ekki vitað til að hún hefði nokkurn tímann komið nálægt manni sem var neitt nálægt henni að aldri. Hún haföi aö sögn skipt ákaflega ört umvini. Þeir sem hún haföi verið meö undanfarin sex ár vom nær allir giftir og hún haföi veriö fljót aö eyðileggja hjónabönd þeirra. Hún haföi líka skipt um þá eins og sokka og var oft mjög grimm þegar hún var aö hverfa úr einum faðminum í annan. Þegar rann- sókn lauk var það ljóst að þaö var aö minnsta kosti tylft manna í Saarbruecken sem höföu æmar ástæð- ur til aö bera haturshug til hennar. „Það er eiginlega furðulegast aö þessi stúlka hafi náö því að veröa tvítug,” sagöi lögregluforinginn í al- vöru. „Það hefði mátt búast við að hún yröi myrt mörgum ámm fyrr. En eftir því sem ég kemst næst þá hafði hún ekki einu sinni fengið glóðarauga fram að þessu.” Werner Leitin aö mönnunum sem hún hafði veriö með á kránni silaðist áfram. Maðurinn sem hún haföi ekki verið í fylgd meö var sá sem fyrr fannst. Hann var giftur og sex bama faðir. Hann hét Leopold Werner og var frá litlu þorpi í um þaö bil tíu kílómetra f jarlægð og sagðist aldrei hafa komiö á þessa krá áöur á ævi sinni. Hann var tregur til aö vitna fyrir lögreglunni þangað til honum var sagt þaö hrein- skilningslega að honum yröi stungiö inn í þágu rannsóknar málsins ef hann segöi ekki f rá öllu sem harrn vissi. Hann sagðist hafa skotist inn á þessa krá af tilviljun er hann var á leið heim. Hann haföi tekiö eftir parinu á staönum og gefið sér að þarna væri faðir og dóttir á ferð vegna áberandi aldursmunar sem á þeim var. Hann varö því heldur undrandi þegar stúikan fór að hafa í frammi tilburöi Annemarie var þekkt undir nafninu Lolita. Hún var mikið fyrir fullorðna karlmenn. sem ótvírætt voru ætlaðir til aö vekja athygli hans á henni. Litli snyrtilegi maöurinn sem meö henni var virtist taka þessu ákaflega ilia. Werner haföi ekki í hyggju aö lenda í neinum ryskingum og ætlaði aö fara að yfirgefa staðinn þegar hringt var í Becker og hann sagði gestunum aö hann ætlaði að skreppa frá í smátíma. Hann fór. Annemarie settist upp á borð og dró upp um sig pilsið. Það var dropinn sem fyllti mælinn. Litli maöur- inn haföi sprottið á fætur og stungið hana meö hnifi. Hann hafði elt hana þar sem hún skjögraði um og stungið hana aftur. Werner sem var engin hetja spratt á fætur og hljóp út, stökk upp í bíl sinn og ók heim. Hann var sannfærður um aö hann hafði veriö vitni aö moröi og vildi ekki blandast því á nokkurn hátt. Dærndur Lýsing Werners og kráreigandans á þriöja manninum var nú lögö saman og skipuleg leit hafin eftir myndinni sem þeir gáfu. Maöurinn fannst. Hann var frá Altenkessel en haföi ekki fram að þessu eytt miklum tíma á krám. Hann haföi verið hamingjusamlega giftur í lengri tíma og átti fjögur börn. Hann hét Arno Montag og var eitt af síöustu fómarlömbum Annemarie. Konan haföi komist að sambandi þeirra og var skilin við hann. Hann var æröur af ást og afbrýði og morðið var endalokin á löngu stríöi. Hann var ekki svo vitlaus að hann vissi ekki aö hún myndi ekki verða hjá honum til fram- búöar en hins vegar hálfgeðveikur af afbrýði. Montag var ekki vanur aö ganga um með fjaðurhníf. Fyrir rétti sagði dómarinn: „Fyrst hann var með fjaðurhníf þetta tiltekna kvöld þá hlaut þaö að vera til ákveðinna nota. Þeirra aö myröa viöhald sitt. Auk þess reyndi hann aö flýja frá glæp sínum.” Hann var dæmdur fyrir manndráp en dómurinn var ekki sérlega harður. 4. mars 1983 var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Þaö var styttri tími heldur en hann haföi setið inni fram að því í gæsluvarðhaldi. Hann tók dómi sínum næstum glaður. Hann var nýbúinn að komast á snoðir um aö kona hans hafði fyrir- gefið honum og myndi bíða hans er hann kæmi úr fangelsi. Svona var umhorfs inni á kránni. Fyrir framan frystinn eru blóðblettir. Annemarie hafði setið við borð með fullorðnum manni að þvi er vitni hermdu. Hinn fimmtugi Arno Montag sagði skilið við eiginkonu sina til að fara að búa með Annemarie. Hann varð viti sinu fjær þegar hún ætíaði að láta hann róa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.