Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Blaðsíða 17
DV. LÁÚG ARDAGÍJR 7. JtjLI 1984.
17
Bflar
Bflar
Bflar
Bflar
Bflar
Reynsluakstur á Volvo 740 og
760 turbo intercooler:
Gef ur stóra
bróður ekki
neitt eftir
— tvö þúsund
kílómetra
reynsluakstur
sýndiað munurinn
á bílunum er
minni en menn
gætu haldið
Þegar Volvo kom fram meö „flagg-
skip” sitt, 760 bílinn, þá þótti mörgum
vera komið of stórt stökk frá 240 bíln-
um, munurinn í verði og búnaði þótti
þaö mikill að það kallaði á eitthvert
millistig. Or þessu var bætt á liðnum
vetri með nýjum bíl, 740. Sá bíll er með
útlit og margt af búnaði 760 en nær 240
vélaraQi og verðl
Á dögunum gafst mér tækifærí til
raunhæfs samanburðar á „flaggskip-
inu” 760 turbo intercooler annars
vegnar og nýja bílnum 740 GLE. Sam-
tals var þessum tveimur bílum ekið
um tvö þúsund kilómetra á nokkrum
dögum svo að góöur samanburður
fékkst.
Með 760 turbo bílnum hefur Volvo
tekist aö koma meö bil sem fátt er hægt
að finna að. Vélarorka, aksturseigin-
leikar og þægindi fyrir ökumann og
farþega eru slík að fátt eitt er hægt að
telja til lasts. Þegar hefur verið sagt
frá reynsluakstri á 760 bílnum í
þessum dálkum svo að hér verður
fjailaö um samanburð á þessum bilum
og einkum 740 bilinn.
Gefur stóra bróöur
lítið eftir
Sá „niöurskurður” sem gerður var á
bílnum frá lúxusbílnum 760 til að koma
fram með þennan nýja bíl 740 er það
léttvægur að enn má segja að hér sé
sami billinn á ferðinni: yfirbygging
sem svarar vel kröfum dagsins í dag,
aksturseiginleikar sem gefa ökumanni
ávallt til kynna að hér situr öryggi í
fyrirrúmi.
Það er vélaraQ og viðbragð sem
verður mest áberandi þegar þessir
tveir bílar eru bornir saman. 740 bíll-
inn er með 129 hestafla vél á móti 193
hestöQum i turboútgáfunni af stóra
bróður. Þessi munur kemur vel fram í
þjóðvegaakstri á hraðbrautum eins og
þær gerast bestar en verður mun
minna merkjanlegur í innanbæjar-
akstri.
Vissulega gefur v-6 mótorinn í 760
bílnum ökumanninum þægilega tilfinn-
ingu og sé gefið inn þrýstast farþegar
aftur í sætið líkt og í Qugvél í Qugtaki.
En þessi eiginleiki nýtist sjaldan og
hefur ekki úrslitaáhrif á mat á eigin-
leikum bílanna. Margir myndu ef til
vill telja að aöeins fjögurra strokka vél
með 129 hestöQ væri of lítið í jafnstóran
bíl, en reynslan eftir aksturinn á
dögunum skilur eftir þá tilfinningu að
afar sjaldan sé það merkjanlegur
galli. Vissulega hefur 760 turbo meiri
sveigjanleika og er hljóölátarí þegar
þörfin kallar á háan snúningshraða og
afl, en með réttri notkun gíranna næst
ósköp svipuð nýting út úr hestöQunum
129 sem liggja undir vélarhlífinni i 740
bilnum. Hámarkshraðinn liggur í
Voivo 740 GLE — þrátt fyrir „niðurskurð” gefur hann stóra bróður 760 litið eftir í þægindum og akstri.
Útlitsmunur er enginn ef frá er taiið svart „grillið” að framan og listar á
hliðunum.
ins á 760 eru sjáanlegur munur á útlit-
inu. Það er í innréttingu og innrí bún-
aði sem munurinn er merkjanlegur.
Sætin eru nær hin sömu, en meira er
lagt í áklæði og frágang í 760 bílnum.
760 bíllinn hefur það einnig fram yfir
aö hægt er að breyta hæðarstillingu
ökumannssætisins í akstrí, sem er
mjög þægilegt á lengri leiöum.
Báöir bilamir eru með f jögurra gíra
kassa með yfirgír sem stýrt er með
hnappi ofan á girstönginni. Nokkuö
sem nýtist vel í langkeyrslum og
sparar ökumanninum margar gír-
skiptingamar. Hita- og loftræstikerfið
í 740 bílnum er gott og með einföldum
stjómbúnaði sem kom vel út í hitanum
sem var í Skandinavíu á dögunum, þótt
ekki jafnist það á við sjálfvirka loft-
kæli/hitabúnaöinn (automatic climate
control) búnaðinn sem var í 760 turbo
bílnum sem reynsluekið var.
Ríkulega búinn
aukabúnaði
740 bíliinn er rikulega búinn auka-
búnaði í standardútgáfu. Þar á meöal
má telja snúningshraöamæli, sam-
hæföa læsingu á öllum hurðum, les-
lampa fyrir framsæti, hreinsibúnað
fyrir framljós og aflstýri.
Vilji menn hins vegar fá rafdrifnar
rúöur og spegla, s jálfvirku miðstöðina,
léttmálmsfelgur eöa hleðslustilltu
höggdeyfana sem em í 760 bílnum þá
verða menn að opna budduna eilítiö
meir.
Mælaborðið í 740 bílnum er vel
heppnaö og er þægilegt aQestrar jafnt í
björtu sem myrkri. Nokkuð sem oft fer
ekki saman í bílum i dag.
Fáir bílar sem ég hef reynsluekið
fara eins vel með ökumann og farþega,
jafnt þótt ekið sé um lengri eða
skemmri veg. Sérstaklega á þetta við
um aftursæti, sem stundum virðast
hafa mætt afgangi í hönnun bíla. Viða-
mikill fjöðrunarbúnaður afturöxulsins
í bílnum gerir það að verkum að aftur-
sætisfarþegar sitja mun hærra en í
mörgum öðrum bílum. Fyrst þegar 760
billinn kom fram var kvartað yfir of
lítilli Iofthæð fyrir aftursætisfarþega,
en þetta hefur verið bætt í 740 bílnum,
án þess að minnka þægindin.
Hvað varðar aksturseiginleika þá er
munurinn á 760 og 740 nær enginn.
Stýrið er mjög gott og veggrip er nær
með eindæmum gott. Það er ekki fyrr
en ekið er við brattar og krókóttar
aöstæður að umframorkan í 760 turbo
skilar sér umfram það afl sem hægt er
aðtoga út úr 740 bílnum.
Bilið brúað
Með 740 hefur tekist að brúa það bil
sem margir töldu hafa orðið á milli 760
og 240. Útkoman úr þessum reynslu-
akstri sýnir að miðað við þær aöstæður
sem eru hér á iandi mætti jaf nvel segja
að 740 bíllinn komi betur út, því að sá
munur sem er á þessum tveimur bílum
nýtist ekki hér og sá aukabúnaður sem
760 billinn hefur umfram nýtist lítt eða
ekki nema ekið sé á breiöum hrað-
brautum í hinu stóra útlandi.
Gaman verður að fylgjast með í
hvaða átt 760/740 línan þróast. Sjálf-
sagt er enn hægt að gera betur og þar á
ég helst von á liprari gírskiptingu sem
er f ullþunglamaleg fyrir bíl í jafnháum
gæöaQokki. Sama mætti einnig segja
um kúplinguna. Einnig væri gaman að
sjá þennan lúxusbíl meö góðu velti-
stýri sem í dag eru í boði í bílum sem
standa þessum bílum i öðru að baki
hvað varðar annan búnaö. Og þegar
þessi bíll kemur i stationútgáfu, sem
mun verða innan tíðar, þá verður kom-
inn f jölskyldubíll sem á sér f áa líka.
-JR
í langkeyrslum fer vel um farþega og rúmgott farangursrýmið nýtist vel.
Sætin eru eitt helsta trompið í 760—740,
þótt eilítið sé minna í þau lagt í 740
bílnum. Eini ágallinn er að ekki er
hægt að breyta stiliingu höfuðpúða
eftir óskum hvers og cins.
kringum 200 km markið svo að af nægu
er að taka sé miðað við þann hraða
sem víðast hvar er leyfilegur.
Hvað hefur
verið sparað?
Við samanburð á þessum tveimur
bilum kemur upp sú spurning hvað
hefur verið sparað? Svarið er einfalt,
sé litið fram hjá vélaraflinu, næsta
lítið.
I Qjótu bragði er munurinn lítill. I út-
liti eru bílarnir eins. Aðeins hliðar-
listamir og svart grillið í stað króms-
VOLVO 740 GLE
Lengd: 4785 mm
Breidd: 1750 mm
Hæð: 1410 mm
Bil milli öxla: 2770 mm
Þyngd: 1250 kg
Vél: 4 strokka m/ yfirliggjandi knastás. 2316 rúmsentímetrar, 129
hestöfl (95 kW) við 5250sn. á mín.
Gírkassi: fjögurra gíra með rafstýrðum yfirgír (3ja gíra sjálf-
skipting með yfirgír einnig fáanieg).
Fjöðrun: Að framan McPhcrson ásamt jafnvægisstöng. Að aftan
heill öxull með gormum og átaksútjöfnun á hliðarörmum.
Stýrl: Tannstangarstýri með hjálparafli.
Tvöfalt hemlakerfi, diskar á öllum hjólum.
Verð: 671.000 kr.