Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR 7. JULt 1984. 13 Texti: Sigurður ÞórSalvarsson Myndir: Arinbjörn --------------------1------------------------------u Álfhóllinn framan viö Breiðagerðisskólann i Reykjavik. Hóll við Breiðagerðisskóla: SPANNÝ TÆKIBILUÐU VEGURINN VÉK FYRIR HÓLNUM Þaö var ekki nema eölilegt aö slíkar hugsanir hvörfluöu að Tönsberg, þegar enga ástæöu var aö finna fyrir þessu undarlega uppátæki hænanna að hætta í miöju varpi. Þess þekktust eng- in dæmi að hænur skiptu svo snögglega um eðli, hundruðum saman og sam- tímis. Og hvað sem allri hjátrú leið, mun Tönsberg hafa hugsaö sem svo, að enginn skaði væri skeður þótt það drægist á langinn að sprengja steininn. Hann afréð að steinninn skyldi ekki sprengdur nema til kæmi ítrekuð fyrir- mæli stjómar búsins um að það skyldi gert. Og steinninn lá óhreyfður. En það er af hænunum að segja, að þær urpu ekki einu einasta eggi frá 31. maí til 14. júni, eöa hálfan mánuð. En um leið og Tönsberg hafði tekið þá á- kvörðun að hrófla ekki við stóra stein- inum, þá breyttist þetta. Þegar hann kom í hænsnahúsiö 14. júni, brá svo við að þar voru 5 egg. Síðan jókst varpið jafnt og þétt og 30. júní voru í húsunum 217 egg. Þá var varpið að færast í samt lag aftur, án þess að nokkur sjáanleg ástæða væri til þess. Það dróst fram til 30. júní að hægt væri að hafa fund með stjóm búsins. En'í fundargeröinni þá stendur, aö samþykkt hafi verið að hrófla ekkert við stóra steininum á lóðinni. Og síðan hefur ekki borið á neinum dyntum í hænunum. Því má svo bæta við sögu huldu- mannssteinsins að enn á ný kom til álita aö sprengja hann og fjarlægja þegar byrjað var að byggja við Armúla. Lóðin, sem steinninn stendur á, er nú við Ármúla 32 og þar byggðu rafvirkjamir Haukur Þorsteinsson og Olafur Sveinsson hús þar sem enn er raftækjavinnustofa þeirra. Þeir Haukur og Olafur hófu byggingarframkvæmdir þarna með þriðja manni sem átti efri hluta lóðarinnar, þann hluta, sem steinninn stóð að mestu á. Maður þessi hófst handa við að sprengja steininn og f jar- lægja en einhverra hluta vegna tókst honum ekki að ljúka verkinu. Haukur hefur fyrir satt að manninn hafi tekið að dreyma illa um nætur og s vo f ór aö lokum aðhanngafstuppáað byggja sinn hluta hússins. Steinninn hafði engu að síður verið sprengdur í þrjá hluta, tvo nokkuð stóra og einn minni. Minnsti hlutinn var fjarlægður en þegar átti að fara aö lyfta öðrum af stærri hlutunum lá við hvað eftir annað að kraninn sem lyfti færi á hliðina. Varö ekkert úr verkinu og þegar þeir Haukur og Olafur komust að því hvaða sögu steinninn átti sér ákváðu þeir að ekki yrði framar hróflað við honum. Færðu þeir brotin saman eins og unnt var og stendur huldumanns- steinninn enn að baki húsi þeirra Ar- múla 32. Ekki segjast þeir Haukur og Olafur hafa orðið varir við íbúa steinsins en ef eitthvaö sé þama þá sé þaö til góös. Arið 1956 var hafin bygging bama- skóla við Breiðagerði og fékk hann nafnið Breiöagerðisskóli. Arki- tektarnir Einar Sveinsson og Gunnar Olafsson teiknuðu húsið. A þeirri lóð, sem húsinu var valinn staður, var hóll, sem margir kölluðu Aikhól, en það nafn var af sumum talin afbökun úr Álfhóll. Hins vegar bendir margt til þess að hóllinn hafði heitið Borgariióll og var oft miðstöð fyrir vetrarleiki bama frá Bústöðum og síðar. Allt í kringum hólinn voru grösug tún, en ekki var hóllinn sleginn þar sem talið var aö hann væri bústaður álfa. Sagt var að ljós sæjust þar stöku sinnum. Það var því ýmissa manna mál að við hólnum mætti ekki hrófla, þetta væri álagahóll. En hver sem trú ráöamanna var um byggingu skólans var húsið þannig teiknað að ekki var í fyrstu við hólnum hreyft. Var skólinn byggður og var allt ky rrt um sinn. En þegar kom að því, að leggja þurfti heimkeyrslu að dyrum á norð- vesturhomi skólans, þurfti aöeins að skerða jaðar hólsins og var það talið fljótunnið verk. En það fór á aðra leið. Starfsmönnum leikvalla var falið að vinna verkið og hafði Bjarnhéðinn Hallgrímsson, sem hafði og hefur um- sjón með framkvæmdum á leikvöllum borgarinnar, umsjón með verkinu. Hannsegirsvofrá: Kristínus Arndal var þá einn af flokksstjórum vallanna. Hann taldi þetta létt og fljótunnið verk en reyndin varð hins vegar önnur. Varla var verkið hafið og Kristínus að stíga sín fyrstu skref inn á vinnusvæðið er hann missteig sig illa og brákaðist á fæti og gekk haltur lengi eftir það en hélt þó áfram stjórn verksins. Var nú fengin vinnuvél til að grafa út úr hólnum, en þegar hún tók fyrstu fylli úr hólnum kvað við brestur og hafði eitthvað brostið í lyftubúnaði tækisins. Varð að fara meö tækiö til viðgerðar og tafðist verkið í einn dag. Þegar verkið gat hafist á ný reyndist tækið ekki betur en svo, aö skiptibúnaður þess bilaði það alvarlega aö verkfærið var úr sögunni um langa hrið. Var þá fengin til verks- jns öflug og spánný vélgrafa af stærstu gerð sem þá hafði komiö til landsins. Hún virtist ætla aö fara létt með verkið, en fljótlega brast eitthvað í nýja tækinu og þótti þá mörgum furðu gegna og kunnu engar skýringar á. Var eftir það ógerlegt að fá verkfæri til að vinna verkið. Var þar látið við sitja og jafnað undir malbik með handverk- færum. Síðan var ákveöið að taka ekki meira úr hólnum og hann jafnaður í þaö horf sem hann er í dag og hefur ekki borið þar á fleiri furðum eða óhöppumsíðan. Mörgum þykir þaö undarlegt er þeir aka austur Álfhólsveginn í Kópavogi að skyndilega tekur vegurinn á sig sveig og krækir fyrir hól nokkum alsettan steinum. Þama hafa ekki átt sér stað nein mistök við vegarlagning- una heldur er þetta gert af ásettu ráði. Þetta er nefnilega Alfhóllinn sem veg- urinn er kenndur við. Hvaðan Álfhólsnafniö er komið á hólinn er okkur ekki kunnugt um né heldur hve gamalt nafnið er. Og þrátt fyrir mikla fyrirhöfn tókst okkur ekki að hafa upp á neinum sem gat sagt okkur sögu hólsins. Hins vegar sagði Adolf Petersen, fyrrum vegaverkstjóri, okkur söguna umveginn. Það var rétt fyrir 1940 sem unnið var að lagningu Álfhólsvegarins. Og þegar kom að hólnum var ákveðiö að sprengja veginum leið í gegnum hann enda lá það beinast við. Þegar til kom reyndist ekkert sprengiefni til og þegar átti að útvega það kom í Ijós að fjárveiting til vegagerðarinnar var búin það árið. Um veturinn komu svo fram óskir frá fólki um að hólnum skyldi þyrmt vegna álfabyggöar sem þar væri. Og það varð úr að þegar vegarlagningunni var haldið áfram árið eftir að vegurinn var lagður í sveig framhjá hólnum.. Og sem dæmi um hvað þessi álfatrú getur verið sterk í vitund fólks má nefna að þegar verið var að úthluta lóðum þarna í grennd við hólinn voru allir lóðakaupendur tilbúnir til að láta eftir hluta af lóöum sínum svo að hóllinn fengi að halda sér í óskertri mynd. Og sagan segir að í þakklætisskyni sjái íbúar hólsins til þess að engin óhöpp eigi sér stað í grennd við hólinn. Mun það hafa gengið eftir hingað til. Hjá bæjaryfirvöldum Kópavogs fengust þær upplýsingar að engar áætlanir væru um að hrófla við hólnuni vegna vegarins og sveigurinn á veginum hefði á siðari árum fengið mun virðulegra nafn eða Hraöa- hindrun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.