Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR 7. JULl 1984. 23 „ÉG ER EKKERT SÉRSTAKUR TROMMARI” - NOKKUR TILSVOR TROMMULEIKARA ROLLING STONES, CHARLIE WATTS, ÚR NÝLEGU VIÐTALI Það er ekkJ oft sem trommuleikarar stórsveita fá at- hygli fjölmiðla nema fyrirbœrið sé þeim mun sérstakara, cins og tii dæmis Keith heitinn Moon var. Einn af þessum hljóðu og lítillátu kjuða- berum er Charlie Watts sem barið hefur húðir í hljómsveitinni Rolling Stones hálfa ævina. Sumir segja að Watts sé kjölfestan l Stones. En satt best að segja hefur farið afskaplega lítið fyrir bonum utan æfinga og tón- leika enda kann hann vist best við sig í faðmi fjöiskyldunnar. Eftirfarandi er útdráttur úr vlðtali við Watts sem birtist i ameriska tímaritinu Musician fyrir skömmu. Viðtaiið tók ánnar frægur trommari, Max Welnbcrg, trommari E Street Band Springsteens, og er það vist hluti af viðtaiabók hans sem gefin var út ný- verið. Tekið skal fram að viðtalið er sundurslitið og skrumskælt af neðan- skráðum. Weinberg: Ef svo ber undir, á hvaða timaskeiði sögunnar kysir þú helst að berja húðlrnar? 'Watts: Fyrst þú minnist á þetta þá svara ég því til að mest hefði mig langað til að vera á sveimi þegar; djassið var upp á sitt besta, þegar idjassaramir voru stjörnumar. Þá hlýtur að hafa verið stórkostlegt að lifa. Nú á dögum eru djassbúllumar háiftómar. Ég gæfi mikið fyrir að s já Gene Kmpa taka Let Me Off Uptown með Roy Eldridge á trompetinn á árinul941. Weinberg: Hvernig komu Banda- ríHc þsr fyrir sjónir þegar þú komst þangað fyrst? Watts: Fyrir mér vom Bandaríkin aðeins New York framan af og ég var svo heppinn að ná í Birdland- djassklúbbinn rétt áður en honum var lokað. Þar sá ég Charles Mingus með þrettán manna bandi og Sonny Rollins sem ósjaldan tók feikna langa einleiki. Þetta var Ameríka í minumaugum. Weinberg: Einhvers staðar ias ég að þú vildir helst vera þeldökkur ameriskur trommudjassari? Watts: Þetta var mín heitasta ósk til skammstíma. Weinberg: Hvaða trommara tókstu þér til fyrirmyndar í upphafi? Watts: I rauninni engan sérstakan. Ef ég á aö nefna nöfn vil ég telja upp Tony Williams og Buddy Rich sem er efaiitið einn albesti trommari sem um getur. Enda leikið með lista- mönnum allt frá Ravi Shankar til Charlie Parker. Hins vegar var ég aldrei ýkja hrifinn af áslætti Krupa, hann var alltof ofsafenginn og bægslagangurinn var ekki fyrir minn smekk. Weinberg: Þú minnist á Charlie Parker sem lengi hefur verlð þitt uppáhald, þú skrifaðir meira að segja bók um hann. Watts: Það var nú reyndar barnabók um litinn fugl en sá fugl var í raun- inni Charlie Parker. Ætli ég hafi ekki verið um tvítugt. Bókin hvarf alger- lega í skuggann af bók Lennons, In His Own Write, sem kom út á sama tíma. Weinberg: Hvemig hófst trommu- feriil þinn? Watts: Tónlistarferill minn hófst með ban jóleik en fingrasetningarnar urðu mér ofviða. Svo tók ég strengina einfaldlega af og lamdi kassann með burstum. Fyrsta settið fékk ég þegar ég var f jórtán ára. Ég er s jálflærður, lærði mest á því að hlusta á aðra og fylgjastmeð. Weinberg:Og hvemig hófst spila- mennskan? Watts: Á meðan ég vann í lista- smiðjunni lék ég aöeins djass um helgar en fljótlega fór maður að taka aö sér fleiri verkefni. Til dæmis spilaði ég einu sinni í gyðinglegu brúökaupi. Mikil lífsreynsla! Weinberg: Siðan liggur leiðin inn í blúslíf Lundúna á fyrstu áram 7. ára- tugarlns... Watts: Ég lék þar á litlum kaffibar tvisvar í viku og þar bar f undum okk- ar Alexis Korners fyrst saman. Hann var faöir r&b i Bretlandi. Þama var náungi aö nafni Ginger Baker einnig tíður gestur. Weinberg: Ginger var stórkostlegur trommari með Cream síðar. Hvemig var hann á þessum árum? Watts: Hann var frábær djassari og fyigdi aiitaf bestu böndunum. Hann lék á heimasmíðað sett sem var sannarlega einstakt i sinni röð. Ég komst einu sinni í það og það var líkast martröð. En Ginger kunni á þvílagiö. Weinberg: Hvemig komu Jagger og Rlchards fyrst lnn i þina mynd? Watts: Það var í gegnum Alexis en ég lék með honum á þeim tíma. Eitt kvöldiö komu Mick og Keith á æfingu. Mick tók nokkur iög með okkur og samstarfið hélt áfram um tíma. Mick var þó óánægöur með út- komuna og kaas aö stofna eigin grúppu og leita irn á nýjar slóðir. Sömuleiðis kynntistógBrian Jones í gegnum Alexis, harm var forfallinn blúsari. Weinberg: Og þú fórst þina ieið með Mickog Keith? Watts: Ég fór, já, og Ginger tók mitt pláss hjá Alexis. En reyndar tók við óvissutímabii hjá mér því enda þótt ég léki meö Mick og Keith var ég í tveimur sveitum öðrum. Ég hætti hins vegar ekki með Alexis beinlínis til að byrja í Stones. Það var bara til- viljun að ég endaði þar. A þeim tima þótti mér Mick og Keith alls ekki lík- legri til að ná vinsældum en margir aðrir. Ég hafði ekkert betra að gera enaðspila meðþeim. Weinberg: Ég hef heyrt því fieygt að Bítlarnir hafi hjálpað Stones af stað. Erþetta rétt? Watts: Ég er ekki alveg viss í minni sök. Mick og Keith þekktu Lennon vel og ég veit að þar var einhver samgangur á milli. Ég þekkti John ekki persónulega, hins vegar þekktumst við Ringo vel. Lennon lét þá hafa I Wanna Be Your Man og lengra held ég aö hjálpin hafi ekki náð. Weinberg: Sem djassista fyrst og fremst, hveraig leið þér í fyrstu undir stööugu öskri aðdáendanna? Watts: Satt aö segja skildi ég þaö aldrei en ég kunni vel við gullhamr- ana þegar við vorum á sviði. Utan þess þoldi ég þá ekki. Þé vildi ég fá að vera í friði. Maður var hvergi óhultur. Sem betur fer komst ég betur frá þessu en aðrir. Weinberg: Eftlr tveggja áratuga starf í sömu sveit, hvað hefur heist breyst varðandi Stones á þessum tíma? Watts: Ég held að mestar breytingar liggi i tónleikunum. Sem dæmi má taka sjötta áratuginn hér í Bandaríkjunum. Um miðjan áratug- inn komum við hingað fyrst og lékum þá að meðaltali i fimmtán minútur á hljómleikum. Við fengum einfald- lega ekki meiri tima. Annaöhvort var prógrammiö svona stift eöa aö við urðum að hætta vegna óláta viö sviöið eða á því. I eitt ár náöum við aldrei að leika heilt prógramm i gegn. Þremur árum síðar komum við aftur til Bandarikjanna og þá var orðin breyting á. Nú vom konsertar allt að þrir tímar og fólk hlustaði í stað þess að æpa og veina. Þetta er dæmigert fyrir þróunina. Weinberg: Hvað vilt þú segja um þá fullyrðingu Keith Rlchards að þú sért hjarta Rolling Stones? Watts: Þaö er yndislegt! Ég hef heyrt hann minnast á þennan fíling. Hins vegar er það svo að minn fíling má rekja til Keiths. A hljómleikum er hann sá eini sem ég heyri í og honum fylgi ég. Ef ég næði honum ekki týndist ég með það sama. Weinberg: Hvað kemur þér fyrst i hug þegar ég nefni titilinn Satisfacti- on? Watts: Jack Nitzsche býst ég við. Hann stóð úti í horni í stúdíóinu og lék á tamborin. Phil Spector var þar líka. Weinberg: Street Fighting Man? Watts: Púra Mick og Keith, ekkert annaðkemst að! Weinberg: Eitt mitt mesta uppáhald erRocksOff.... Watts: Keith, og enginn annar en Keith. Weinberg: Hvað um Beast Of Burden? Watts: Líka Keith. Rann út úr honum, þótt skrýtið sé. Weinberg: Honky Tonk Women... Watts: Ég sé Jimmy Miller, pródúsentinn, spilandi á kúabjöil- una. Weinberg: Era meðlimir Stones mjög nánir vinir? Watts: Já, ég held ég geti sagt það. En oft Uða vikur og mánuðir á milU þess sem við tölum saman. Stundum erum viö saman öUum stundum en þegar vinna liggur niðri heyrir maður kannski ekki frá þeim í langan tíma. Helst að ég taU við Mick út af frágangi plötu eða krikketleik. Ef þetta væri ekki nákvæmlega svona tilheyröi Stones liðinni tið. Mér fannst Bítlamir eyöa öUum sínuin tíma saman. Skyldi það hafa haft eitthvað að gera með það að þeir hættu? Weinberg: Hvar hefur RolUng Stones haft mest áhrif ? Watts: Ég held að okkur hafi tekist aö koma r&b tónUst í þá stöðu sem húnátti skilið. Weinberg: Þú segir sjálfur að þú sért ekki góður trommuleikari. Hvers vegna? Watts: Ég held einfaldlega að það sem ég geri sé ekkert sérstaklega erfitt. Eg kann vel við það þegar fólk kemur tU mín og segir: Þetta get ég gert! Trommuleikur verður fyrst snúinn þegar komiö er einu skrefi iengra en ég hef náð. Ef þú kemst þangað ertu fyrst góður. -TT.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.